Dagur - 06.12.1945, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Fimmtudaginn 6. desember 1945
Frá Akureyri.
I fimleikahúsi Akmeyrar er
nú starfsemin í fullum gangi. —
Þar er byrjað kl. 8.40 og lialdið
áfram — tafalítið — til kl. 10 á
kvöldin. Barnaskólinn, Gagn-
fræðaskólinn og Húsmæðraskól-
inn hafa þar tíma á daginn. Síð-
an taka við liópar í badminton,
— sem er skemmtileg íþrótt og
mörgum aðgengileg, en nokkuð
dýr. Barnaskóladrengir í fi. og 7.
bekk liafa glímuæf. einu sinni í
viku. Á kvöldin liafa íþróttafél.
sína tíma: fiml. karla og kvenna,
og handknattleik í fleiri flokk-
um. Eru þar stundum háðir
skarpir kappleikir og skemmti-
legir, t. d. fyrra mánud. piltar úr
G. A. móti b-liði Þórs. Vann G.
A. með 22 : 19 — svo að sjá má,
að eitthvað hefir nú verið að-
hafst. Þá eru sameiginlegir tímar
með K. A. og Þór í frjálsum
íþróttum, glímu og knattspyrnu.
Á fimmtud. eru æfingar (Þór) í
þjóðdönsum og vikivökum, helzt
með álfadans fyrir augum — þeg-
ar meira dimmir skemmdegið.
Til fyrirmyndar má telja að
stúlkur frá einni saumastofu
bæjarins hafa samið um að fá
fimleikakennslu í húsinu einn
tíma í viku og eru byrjaðar fyrir
nokkru. Sömuleiðis hafa kennar-
ar frá G. A., I. A. og B. A. sam-
einað sig um einn tíma í viku —
til undirbúnings næsta kappleik,
segja sumir!! „Old boys“-flokkur
tók til starfa sl. þriðjudag. Um
500 manns alls mæta til æfinga í
húsinu suma daga. En það er
enn rúm fyrir fleiri í mörgum
flokkum.
★
Skátarnir á Akureyri og víðar
liafa eitt og annað fyrir stafni:
sín próf að leysa við steikarpönn-
ur, erfiða hnúta og fánameðferð,
framkvæmdir við húsbyggingar,
smáföndur o. fl. o. fl. Marga
stund afla þeirsjálfumséránægju
og gleði við vel unnið starf,'sem
ella kynni að fara til ónýtis eða
jafnvel ills. Útilegur skátanna
og ferðalög venja við frelsi og'
gleði, sem þó fylgir rík ábyrgð
jafnan. Heill stefnu þeirra! —
Hér fylgir smásögn um nýunnið
afrek skátanna á Akureyri.
H já skátum er til nokkurs kon-
ar hæfnispróf í því livort maður
er fær um að taka þátt í löngum
gönguferðalögum eða ekki. Öll-
um skátum er frjálst að reyna
vfð prófin, en enginn skyldugur.
Prófraunir eru þessar:
Skáti yngri en 13 ára gangi 40
km. og mest 50 km.
Skálti yngri en 14 ára gangi
minnst 40 km. og mest 60 krn.
Skáti yngri en 16 ára gangi
minnst 50 km. og mest 70 km.
Skáti yngri en 18 ára gangi
minnst 60 krn. og mest 80 km.
Skáti yngri en 18 ára gangi
minnst 70 km. og mest 100 km.
Hámarkstími er 24 klst. og
miðast við greiðfært land.
Sunnudaginn 22. nóv. luku 10
skátar prófi í að ganga 50 km.
með léttan ferðaútbúngð á bak-
inu. Voru þetta drengir á aldrin-
um 12—15 ára, en einn fullorð-
inn skáti fór með þeim til eftir-
lits. Gengið var sem leið liggur
fram að Kaupangi og síðan fram
Eyjafjörð að austan, fram að
Möðruvöllum. Þar var farið
vestur yfir ána og síðan gengið
eftir þjóðveginum til Akureyrar.
Drengirnir luku göngunni á
10 tímum og komu heim mátu-
lega þreyttir og harðánægðir
vegna þess að þeir höfðu fram-
kvæmt áætlun sína og fundið
þróttinn í sjálfum sér um leið
og þeir skoðuðu fagurt hérað.
En j)ó Jressarar gönguferðar sé
getið hér, er það engan veginn
nýlunda að skátar leggi land
undir fót, heldur eru ferðalög og
útilíf sterkur þáttur í félagslífi
þeirra. Á síðastliðinu sumri
gengu t. d. all fjölmennir skáta-
liópar á Vindheimajökul, Súlur,
Vaðlaheiði og fjöllin beggja
megin Ljósavatnsskarðs auk þess
sem eldri skátarnir fóru lengri
ferðalög.
★
Frá Siglufirði.
í blaðinu „Neista“ á Siglufirði
22. jr. m. er sagt frá heimsókn
Magna í Höfðahverfi til Siglu-
fjarðar þá um sl. helgi og kapp-
leika þeirra í knattspyrnu við
K. S. Kepptu félögin í ágætu
veðri á laugardag, 17. þ. m. Var
leikur þeirra skarpur og gérð
mörg hættuleg upphlaup. Talið
í blaðinu að liðin hafi verið
nokkuð ámóta en niðurstaða
varð þó sú, að K. S. vann með
2 : 0.
Á sunnud. fór fram annar leik-
ur. Vindur var nokkur, og allan
leikinn í hag Magna-mönnum.
Sókn K. S. var ekki svo heilsteypt
sem daginn áður, en Magni víst
í essinu sínu. Skoruðu þeir 3
mörk í l'yrri hálfleik en K. S.
ekkert. Þrátt fyrir ákveðna við-
leitni beggja aðila í síðari hálf-
leik varð ekkert mark skorað.
Lauk Jrví leik með sigri Magna
með 3 : 0 mörkum. Dómari var
Helgi Sveinsson. — Leikirnir
fóru vel fram. Áhorfendur voni
margir og virtust skennnta sér
ágætlega. — Magnamenn dvöldu
á Siglufirði í boði K. S. og láta
mjög vel yfir viðtökunum.
Eins lætur sá, er ritar í „Neista“
mjög vel yfir að hægt var að fá
þessa heiinsókn og keppni og vill
meira af slíku Gott er það.
Albert Kristjánsson
bóndi að Páfastöðum í Skaga-
firði varð áttræður 28. nóvem-
ber. Hann er eyfirzkrar ættar,
fæddur að Kotá við Akureyri, en
alinn að mestu upp í Svarfaðar-
dal.
Hann er einn þeirra manna,
sem brotizt hafa úr fátækt og
umkomuleysi til manndóms og
þroska. Hann hefir búið að Páfa-
stöðum allan sinn búskap, yfir
hálfa öld, stórbætt jörð sína og
húsað prýðilega ,svo að þar er nú
eitt hið myndarlegasta heimili í
sveit. Albert Kristjánsson hefir
jafnan sýnt mikla framsækni og
félagslund í málefnum sveitar og
héraðs, kjörinn til fjölda trúnað-
arstarfa þar, enda talinn meðal
fyrirmanna í bændastétt Skaga-
f jarðar.
Það er merkilegt um A. K., að
hann mun einn hinn stjörnu-
lróðasti maður meðal ólærðra
manna í þeirri grein, og á fjölda
bóka um þau efni.
A. K. hefir verið sæmdur ridd-
arakrossi liinnar ísl. E"álkaorðu
og einnig kjörinn heiðursfélagi
í Kaupfélagi Skagfirðinga.
Fróðleéur bæklingur. Stjórn Kaup-
félags Siglfirðinga hefir gefið út í
bæklingsformi réttarskjölin í kaup-
félagsmálinu þar. Er þar að finna
markverðan fróðleik um stjórn
kommúnista á félaginu og félagsmála-
þroska forráðamanna þeirra. Bækl-
ingurinn fæst í Bókaverzl. Eddu og á
afgr. Dags.
Bók ársins 1945
ÓDÁÐAHRAUN
eftir ÓLAF JÓNSSON framkvæmdarstj. Ræktunarfél. Norðurlands
með um 300 myndum
er komin i bókaverzlanir.
Útsýn norðaustur yfir Vonarskarð
Bárðarbunga í baksýn. Bak við staka fellið á miðri myndinni eru vatnaskil. Um svæðið næst á myndinni kvíslast ylvolgir lækir. Meðfram þeim er talsverður gróður.