Dagur - 06.12.1945, Page 9
Fimmtudaginn 6. desember 1945
DAGUR
9
Tillögur Framsóknarmanna í húsnæðismálunum:
— Byqgingalánasjóður
— Sænsku húsin
Framhald af 3. slðu
vísitölu kauplagsnefndar næsta
ár á undan. íbúðirnar rnega ekki
vera yfir 350 nr' að stærð. Fram-
leiga þeirra og sala er óheimil
nema með leyfi félagsstjórnar.
Félagið hefir forkaupsrétt að
húsunum fyrir kostnaðarverð að
viðbættum endurbótum, ef til
eru, en frádreginni hæfilegri
fyrningu. Akvæði þessi eru sams
konar og nú gilda urn byggingar-
lán samkvæmt lögunr um verka-
mannabústaði, en þó nokkuð
rýmri.
B-lán: Sérákvæði eru þau. að
íbúðirnar séu eigi yfir 500 m3 að
stærð og félagið hafi forkaups-
rétt að þeim eftir mati. Ákvæði
þessi eru samhljóða tilsvarandi
ákvæðum í lögum um bygging-
arsamvinnufélög.
Teiknistofa og innflutningsleyfi.
í 11. gr. frumvarpsins er gert
ráð fyrir, að stjórn byggingar-
lánasjóðs setji upp, svo fljótt sem
verða má, teiknistofu, er annist
um uppdrætti fyrir byggingarfé-
lögin og veiti þeim auk þess aðra
faglærða og fræðilega aðstoð og
leiðbeiningar um húsagerð, val
byggingarefnis og annað, er að
byggingum lýtur. Er hér gert .ráð
fyrir liliðstæðri stofnun fyrir
þéttbýlið eins og teiknistofa
landbúnaðarins er nú fyrir sveit-
irnar, en hún hefir, eins og kunn-
ugt er, mjög mikla þýðingu fyrir
byggingarmál sveitanna og hefir
sparað þeim stórfé. Með því að
hafa teiknistofu, eftirlitsmenn og
byggingameistara í þjónustu fé-
laganna, má áreiðanlega spara
verulegar fjárhæðir við bygg-
ingu íbúðanna. Aðeins þessir
kostnaðarliðir munu nema 8—10
þús. kr. á meðalíbúð í Reykja-
vík.og þaðan af meira. Bygginga-
meistarar, sem hafa nokkur hús
í smíðum í einu, geta haft um og
yfir 200000 krónur í árstekjur
aðeins fyrir umsjón með smíði
íbúðanna. Þessa kostnaðarliði
mætti án efa lækka mjög mikið
með því að hafa fastráðna starfs-
menn til þess að sjá um þessi at-
riði bygginganna.
14. gr. frumvarpsins á að
tryggja byggingarfélögum hlut-
fallslegan rétt á innflutnings-
leyfi og gjaldeyri til efniskaupa
vegna íbúðarhúsabygginga. —
Verður að telja, að þetta ákvæði’
eigi fullan rétt á sér, eins og inn-
flutningsverzluninni er nú hátt-
að. Mundi án efa sparast stórfé i
efniskaupum, ef byggingarfélög-
in keyptu sameiginlega inn efn-
ið í stórum stíl.
Árangur laganna um verka-
mannabústaði og samvinnubygg-
ingar.
í greinargerð frv. segir m. a.:
,,í öllum menningarlöndum
er það orðin viðurkennd þjóðfé-
lagsleg nauðsyn, að hið opinbera
veiti efnaminni stéttunum
nokkra fjárhagslega aðstoð ti
þess að koma upp sómasamleg-
um húsakynnum, sem eigi verði
dýrari en svo, að fjölskyldum
með miðlungstekjum sé fært að
búa í þeim.
Með setningu laga um verka-
mannabústaði árið 1929 var af
hálfu þjóðfélagsins stigið mikils-
vert skref í þá átt að aðstoða hin-
ar efnaminni stéttir í kaupstöð-
um og kauptúnum til þess að
eignast nothæf íbúðarhús. Lög-
um þessum hefir svo smátt og
smátt. verið breytt í þá átt að full-
comna þá aðstoð, sem lögunum
var upphaflega ætlað að veita.
Samkvæmt þessum lögum hafa
nú verið stofnuð byggingarfélög
í níu kaupstöðum og örfáum
kauptúnum. í árslok 1944 námu
greiðslur ríkissjóðs og bæjarfé-
aga samtals 3.672.000 króna, Jaar
af um 3/5 hlutar úr ríkissjóði.
Þá höfðu verið fullgerðar samkv.
lögunum um 400 íbúðir og lán-
að úr byggingarsjóðnum 9.174.-
000 kr. Ennfremur voru þá í
smíðum allmargar íbúðir, og að
sjálfsögðu hafa talsvert margar
íbúðir verið byggðar síðan.
Kjör þau, er Byggingarsjóður
verkamanna gefur kost á nú,
eru: lánsupphæð 85% af bygg-
ingarkostnaði, lánstími 42 ár, ár-
gjald lána 2%; svarar það til
2.69% ársvaxta.
Þar sem mest af byggingarlán-
unum eru fengin me-ð 4% árs-
vöxtum er auðsætt, að verulegur
liluti af árlegum tekjurn bygg-
ingarsjóðsins fer til að greiða
vaxtamismuninn á byggingarlán-
unuin.
Til aðstoðar af hálfu ríkisins
við íbúðarbyggingar í þéttbýlinu
má telja lög um byggingarsam-
vinnufélög frá 1932. Er sú lið-
semd þó mjög takmörkuð, þar
sem einungis er gert ráð fyrir
ábyrgð af hálfu ríkisins fyrir
60% af byggingarkostnaðinum.
Samkvæmt þessum lögum hafa
verið stofnuð fjögur byggingar-
félög: í Reykjavík, á Akureyri, í
Ólafsvík og Stykkishólmi. —
Reykjavíkurfélagið hefir byggt
80 íbúðir og á auk þess 40 í
smíðum. Akureyrarfélagið hefir
byggt nálega 20 íbúðir, og í Ól-
afsvík og Stykkisliólmi munu
vera nokkur hús í smíðum á veg-
um félaganna."
Þótt verulega hafi þannig á-
unnizt með lögunum um verka-
mannabústaði og samvinnu-
byggingarfélög, er það ljóst, að
árangurinn þarf að verða meiri
og því bafa Framsóknarmenn
lagt fram Jrað frv., sem að fram-
an greinir.
★ Skrautritun
★ Vélritun
★ Fjölritun
RÓSBERG G. SNÆDAL
Aðalstræti 16
Stofuborð
nýtt, mjög ódýrt, til sölu
í Aðalstræti 16 (uppi).
....-■ 11 ■?
Sænsku samvinnu
byggingafélögin
^ — *
Framhald af 3. síðu
íinir ólærðu smiðir geri nokkur
stórfelld mistök. Landið er
skipulagt þannig, að ræsagerð og
leiðslur allar verði sem beinastar
og ódýrastar. Þrátt fyrir það hef-
ir tekist vel að gera hverfi Jjessi
vistleg og skemmtileg.
Getum við af jiessu lært?
Hér í Eyjaíirði liefir um ára-
bil verið starfandi samvinnu-
byggingarfélag, sem hefir aðstoð-
að bændur við að koma upp hús-
um á svipaðan hátt og hór er
greint frá. Kaupfélag Eyfirðinga
refir styrkt Jiennan félagsskap á
>ann hátt m. a., að veita félags-
mönnum ókeypis aðstoð bygg-
ingameistara, aðstoð við teikn-
ingar o. fl. Þessi starfsemi hefir
borið góðan árangur og hún hef-
ir mögujeika til vaxtar.
En hversu mundi þetta skipu-
ag henta hér í bænum?
Tvímælalaust gæti það gert
mikið gagn og létt mörgum starf-
ið við að koma sór upp húsi. Á
}>essu sviði er verkefni fyrir
kaupfélagið. Það hefir aðstöðu
til að aðstoða við efnisútvegun,
tæknislega aðstoð o. fl. Félags-
mennirnir gætu stofnað slíkt
byggingarsamvinnufélag og engu
að síður notið J>eirra réttinda,
sem veitt eru samvinnubygginga-
félögum frá ríkinu, ef frumvarp
Framsóknarmanna um bygginga-
lánasjóð veiður að lögum. Bær-
inn þyrfti síðan að afhenda fé-
laginu landssvæði til bygging-
anna, sjá um skipulag J>ess o. s.
frv., en félagsntennirnir gætu
sjálfir lagt drjúgt af mörkum við
að koma upp húsunum á ódýran
hátt.
Þessi leið er }>ess vii*ði, að hún
sé athuguð gaumgæfilega og
reynd ásamt öðrum þeint aðferð-
um, sem nú hafa mestan byr ti
lausnar hinum aðkallandi hús-
næðisvandræðum.
Hið eftirspurða, ódýra
HealthClub
GER
er komið aftur
KEA
Nýlenduvörud. og útibú
Framhald af 3. síðu
Óhætt er að fullyrða það, að hús-
in eru m'jög vönduð að gerð. Þau
eru byggð í flekum, og fyrir
menn, sem eru vanir að setja
>au upp, tekur það ntjög stuttan
tíma, eftir að grunnurinn undir
>au hefir verið lagður. Húsin
eru þannig gerð: Þau eru byggð
úr vel þurru timbir, og eru út-
veggir sent hér segir: Yzt er
>umlungs }>ykk klæðning lóð-
rétt með listum á samskeytum,
en skipta má á klæðningunni og
múrhúðun og fylgir þá í staðinn
tjörupappi og múrhúðunarnet,
>á er einangrunarpappi, %
mmlungs panell, U/2 þumlungs
oftrúm, þar næst tveggja þuml.
>lægðir plankar og innan á þá
coma tréefnisplötur (tex), þær
má svo mála eða veggfóðra eftir
vild. Ef húsið er byggt fyrir
köldustu héruð Svíþjóðar er í
stað loftrúms látin einangrunar-
>lata úr svokollaðri steinull. Þak
og gólf er tilsvarandi vandað og
útveggirnir. Fótstykki eru t. d.
3x9”. Reynsla er mikil fyrir hús-
um þessum, þar sem fleiri tugir
>úsunda húsa af þessari gerð
hafa verið byggð í Svíþjóð, jafnt
í hinum köldustu héruðum
andsins sem þeim hlýjustu, og
lafa J>au hvarvetna reynzt mjög
vel, og liggja fyrir um það ótal
vottorð.
Verð sænsku húsanna.
Verð þessara húsa er lágt. Sem
dæmi má nefna, að snoturt ein-
býlishús, þrjú lierbergi, eldhús
og baðlierbergi, 78 m2 að stærð,
kostar sv. kr. 6400.00, frítt um
borð í Svíþjóð. Annað hús,
tveggja hæða. 85 m2, 7 herbergi,
baðherbergi og eldlnis kostar
11000.00 sv. kr„ frítt um borð.
Þessi hús kosta hingað komin
með flutningsgjaldi, 30% verð-
tolli og 7 aura vörumagnstolli á
bvert kílógramm með áföllnu
vátryggingargjaldi og uppskip-
un, J>að fyrrnefnda ca. 19 J>ús. ísl.
kr. og það síðara ca. 33 þús. kr.
Húsin eru, sem fyrr segir, í flek-
um, þannig útbúnum, að mjög
handhægt er að setja þá saman.
Þegar grunnur eða kjallari er til-
búið, er húsið reist á örfáum dög
-um. Ef flutt eru inn mörg hús,
er sjálfsagt að fá sérfræðinga til
J>ess að sjá um uppsetningu hús-
anna, og munu verksmiðjurnar
útvega þá. Mundi þá innlendum
mönnum fljótt lærast þetta verk.
Við byggingu }>essara húsa er al-
gengt, að húseigendurnir vinni
allmikið sjálfir, og sparar það
mikil útgjöld og gerir mörgum
kleift að byggja, sem ekki hefðu
getað það, ef }>eir þyrftu að
kaupa alla vinnu. Vönduð eld-
luisinnrétting fylgir með og öll
handrið úti sem inni, en engar
leiðslur.
Af þessu má J>að vera Ijpst, að
það er enginn neyðarkostur að
flytja inn slík hús sem þessi, reisa
]>au hér og búa í þeim. Og eng-
inn efi er á því, að þetta rnundi
stórlega lækka byggingarkostnað
á stuttum tíma ög lækka liúsa-
leiguna á frjálsum markaði.
Lækkun tolla og aðrar
ráðstafanir.
F.n til þess að greiða fyrir þess-
um málum. yrði ríkisstjórnin
jafnframt að gera aðrar ráðstaf-
anir. Það þarf að leyla innflutn-
ing á þessum húsum og taka ekki
af J>eim hærri tolla en af bygg-
ingarefni. Tollar á húsum eru
fyrst og fremst miðaðir við það
að vera \erndartollar fyrir inn-
lent vinnuafl En þegar auðsætt
er, að vinnuafl okkar getur með
engu móti fullnægt eftirspurn-
inni eftir húsnæði nú á næstunni
eru þessar forsendur ekki til
staðar, og virðist ]>á í senn
óskynsamlegt og ósanngjarnt að
taka hærri tolla af húsum þess-
um en almennu byggingarefni,
því að með því væri verið að
leggja tolla á ]>á vöru, sem nú er
hvað mest aðkallandi fyrir rnenn
að geta keypt. Það virðist því alls
kostar fráleitt, eins og nú horfir,
að íþyngja þannig byggingu
þessara húsa með tollum. Á
timbri er 8% verðtollur og 10
aura vörumagnstollur á tenings-
fet. Einnig þarf að gæta þess, að
ekki falli óeðlilegur eða ósann-
gjarn innflutnings- eða milliliða-
kostnaður á húsin.
Þá þarf að sjá fyrir því, að
þeir, sem ekki hafa fjármuni til
þess að leggja út fyrir hús þessi,
fái hagkvæm lán út á húsin, til
þess að gera þeim kleift að koma
þeim upp. En sú leið stendur
mönnurn opin, eftir að frum-
varp það um byggingarlánasjóð,
er Framsóknarflokkurinn liefir
hlutazt til um að lagt hefir verið
fram á Alþingi, hefir náð sam-
þykki.
Eins og áður er sagt, er gert
ráð fyrir því, að sérstök hverfi
verði skipulögð fvrir húsin í
stærri kaupstöðum, en það er
eitt af möfgu, sem stendur í vegi
fyrir því, að menn kaupi þessi
hús, að þá skortir lóð undir hús-
in. Þessari hindrun verður ríkis-
tjórnin því að ryðja úr vegi.
Húsaleigulögin.
Þegar þessum framkvæmdum
væri lokið og húsnæðisþörfinni
hefði verið fullnægt á }>eim
svæðum, J>ar sem húsaleigulögin
gilda, ætti að vera tímabært að
taka til athugunar .afnám }>ess-
ara laga. Það er vitað mál, og það
er reynsla bæði hérlend og er-
lend, að J>að er ekki hægt að hafa
lög í gildi eins og húsaleigulögin
um fleiri ár, án )>ess að J>au valdi
stórkostlegum vandræðum.
Httsaleigulögin hafa vissulega
gert mikið gagn. en sem ráðstaf-
anir til lengdar hljóta }>au að
taka að vinna rnikið ógagn jafn-
framt. Þau eru }>ess vegna engin
lausn á húsnæðismálunum. Það
hljóta allir sanngjarnir menn að
sjá, að það er ekki hægt að láta
þegna eins þjóðfélags búa við
tvenns konar réttindi, og sízt af
öllu í jafnþýðingarmiklum mál-
um og húsnæðismálunum. Það
er óframkvæmanlegt til lengdar
að reikna mönnum sama kaup
og sömu uppbót á kaupið vegna
dýrtíðarinnar en láta einn borga