Dagur


Dagur - 31.01.1946, Qupperneq 4

Dagur - 31.01.1946, Qupperneq 4
4 D A G U R Fimmtuddginn 31. janúar 1946 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðslu og innheimtu anndst: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Haínarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Prentverk Odds Bjömssonar (l' r Urslit kosninganna pKKI VERÐUR því haldið fram með nokkrum rétti, að úrslit bæjarstjórnarkosninganna hér í bænumj sl. sunnudag hafi komið kunnugum mönnum sérlega á óvart, skýrt línurnar í bæjar- málunum eða markað ný og þýðingarmikil tíma- mót á nokkur nhátt. Að vísu hefir fylgisaukning Alþýðuflokksins reynzt drjúgum meiri en marg- an mun hafa grunað, þótt kjósendur hafi hins vegar engan veginn hlýtt þeirri dagskipan „Al- þýðumannsins" dagana fyrir kosningarnar, að „gera Alþýðuflokkinn að stærsta flokki bæjar- stjórnarinnar“ og gefa honum „úrslitavald" um ihálefni bæjarins á næsta kjörtímabili! Flokkur- inn er enn minnsti og áhrifasnauðasti flokkurinn í bænum og bæjarstjórninni, svo sem ætíð áður, og veltur það nú ekki hvað sízt á dugnaði, fram- sýni og giftu þeirra tveggja fulltrúa, sem hann hefir loks hlotið í st/jórn bæjarins, hvern veg ræðst um vöxt og viðgang flokksins hér í bænum á næstu árum. Hvorki er það óeðlilegt né heldur sérlega ólíklegt, að lýðræðislegur miðflokkur og umbótaflokkur á borð við Alþýðuflokkinn geti átt vaxandi fylgi og áhrifum að fagna í bæjum landsins á næstu tímum ,ef skaplega tekst til um heppilega forustumenn til að marka stefnuna. Hins vegar mun forráðamönnum flokksins hér í bænum hollast og hyggilegast að þakka „sigur“ sinn að þessu sinni ekki eingöngu eigin verðleik- um eða flokks síns, heldur fyrst og fremst eðli- legu fráhvarfi ýmissa kjósenda, er fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum eða kommúnistum að mál- um fram að þessu, frá skefjalausum stjórnmála- glæfrum og ábyrgðarleysi þeirra flokka, sem mestu ráða í núverandi stjórnarsamvinnu. Þetta fólk hefir enn ekki áttað sig til fulls, eða lært að draga rökréttar ályktanir af þróun stjórnarsam- vinnunnar, heldur er því ríkast í huga að gefa sínum fyrri flokkum hæfilega áminningu og við- vörun, áður en það snýst til hreinnar og hiklausr- ar andstöðu við helstefnu þeirra. Og ekki má heldur gleyma nýungagirni fjöldans í þessu sam- bandi, né heldur sefjunarmætti hinna „fínu“ embætta á alþýðuna. Framtíðin á eftir að leiða Jiað í ljós, hvort Alþýðuflokknum auðnást að skapa sér hér traustan grundvöll til starfs og dáða í framtíðinni eða hvort hér verður aðeins um stundarfyrirbrigði að ræða — snögg en skamm- vinn veðrabrigði í heimi stjórnmálanna, eins og svo mörg dæmi eru til áður, og sjaldan hafa mikla Jiýðingu haft til langframa. jþAÐ HLÝTUR EINNIG að draga mjög úr gleði flokksins yfir fylgisaukningunni hér í bænum, að svo virðist sem um algerlega einangr- að fyrirbrigði sé að ræða. Alþýðuflokkurinn hefir alls staðar annars staðar í bæjum landsins ýmist staðið í stað eða tapað fylgi frá síðustu bæjar- stjórnarkosningum. Annar „sælustaðurinn", þar sem „æfintýrin" og „kraftaverkin" hafa þó gerzt á undanförnum árum, að því er „Alþýðumaður- inn“ segir, hefir meira að segja gengið úr greip- um kraftaverkamannanna og heldur kosið sér leiðsögn annarra flokka og manna nú um sinn. Það er aðeins í Hafnarfirði, að flokkurinn virðist eiga traustu — og jafnvel vaxandi — fylgi að fagna, eins og sakir standa. /SÞARFT ER að fjölyrða hér um kosningaúr- slitin, að því, er til kasta þeirra tvíburanna, Svona fór um sjóferð þá. ■pINS OG DREPIÐ var á í síðasta blaði höfðu stjórnarflokkarnir þrír skipt bróðurlega á milli sín hvorki meira né minna en 16 fulltiú- unm hér í bænum dagana fyrir kosn- ingarnar, að því er blöð þeirra full- yrtu. Var þá Framsóknarflokknum enginn bæjarfulltrúi ætlaður, enda fullyrti Islendingur með feitu letri, að fylgishrun flokksins myndi reynast alveg gífurlegt! Nú eru kosningarnar um garð gengnar og staðreyndirnar famar að tala sínu máli, og er þá býsna skemmtilegt að athuga fullyrð- ingar flokkanna í því ljósi. Kemur þá margt skrítið upp úr dúrnum, og ekki allt á sömu bókina lært þAÐ ER ÞÁ FYRST til að taka, að það er komið upp úr kafinu, að bæjarstjórn hér er aðeins skipuð 11 mönnum — og þykir að vísu kapp- nóg! Þá er það og komið á daginn, að hinn „fylgislausi flokkur", Framsókn- arflokkurinn, hefir hlotið 3 bæjarfull- trúa kosna, eða jafn marga eins og sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn og jafn- vel Kommúnistaflokkurinn, sem þó hafði lofað sjálfum sér allt öðrum og stórum betri hlut. Er þá fulltrúatala stjórnarflokkanna komin niður í eina 8 menn í stað 16, og munu það vera kölluð helmings-afföll á fyrstu efnd- um kosningaloforðanna! Má raunar gott heita, ef hinn hlutinn — og sá lang-fyrirferðarmesti — verður fram- Sjálfstæðisflokksins og kommún- ista, kemur því að þar fóru þau mjög að líkum og sannindum. Kommúnistar höfðu þegar sótt eins langt fram og skilyrðin framast leyfðu, og þrauka nú að- eins í varnarstöðu, þar sem bezt gerist, þ. a. m. hér í bænum, en eru annars víða á undanhaldi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem um langt skeið- var langsterkasti og áhrifamesti flokkur hér í bæn- um, er nú aðeins stjórnlaust lekahrip, sem ekki er líklegt að verði nokkru sinni almennilega sjófært aftur. Sjálfstæðisménn af hinum gamla skóla annars vegar og foringjalið nazistadeildarinn- ar hins vegar heyja ófagra bar- áttu sín á milli um yfirráðin yfir skútunni, meðan hún er að sigla upp á hinzta skerið, og má þar vart á milli sjá, hvorir hafa muni betur að lokum. • pRAMSÓKNARFLOKKUR- INN hefir ekki fram að þessu verið sérlega fjölmennur í bæjum, landsins, en úrslit kosn- inganna leiða það ótvírætt í ljós, að jafnvel þar á hann víða vaxandi fylgi að fagna. Hefir flokkurinn sums staðar unnið þýðingarmikla kosningasigra að þessu sinni, svo sem í Reykjavík. Hér í bænum hefir hann haldið sínum hlut að mestu, og var ekki við meira að búast að þessu sinni, meðan aðrir flokkar eru enn sameinaðir í andstöðunni og áróðrinum gegn honum — hvað sem á milli þeirra ber að öðru leyti — og ölvíma alls ný- sköpunar-skrumsins og alsælu- loforða stjórnarflokkanna er enn ekki fullkonýlega runnin af öll- um almenningi. Getur því flokk- urinn vel unað sínum hlut eftir atvikum, og beðið framtíðarinn- ar öruggur og sigurviss. kvæmdur án ennþá stórkostlegri af- falla, en því miður eru litlar líkur til þess, að svo geti orðið, enda sjálfsagt aldrei meiningin, að greiða þá víxla, sem forráðamenn stjórnarflokkanna voru svo ósparir á að samþykkja í hita bardagans. Væri þó e. t. v. reyn- andi að framvísa þeim stærstu þeirra í útibú Utvegsbankans hér og vita, hvort innistæða fyrir þeim muni ekki liggja þar á lausu í vörzlu útibússtjór- ans. Annar lúður þeyttur! DÆMI flokksbræðra sinna í Þýzkalandi — meðan þeir voru og hétu — ók Svavar um bæinn á kosningadaginn og hrópaði eggjanir og áskoranir til manna sinna gegnum hástemt gjallarhom, sem komið hafði verið fyrir á bifreiðinni, svo að öskrin heyrðust sem víðast. Hávaðinn var þannig yfrið nógur, en ekki greindu menn gjörla orðaskil, enda skiptir kannske minnstu máli, hvað sagt er, aðeins ef nægileg tilfinning og sann- færingarkraftur er lagður í flutning- inn! Hins vegar er talið ,að sá lúður hafi verið stórum lægra „stemmdur", sem notaður var, þegar gefnar voru fyrirskipanir um útstrikanimar á Ind- riða Helgasyni, sem nærri lá að dygðu til að fella efsta mann D-list- ans algerlega frá kosningu. — En hafi hávaðinn verið minni við það tæki- færi, er hitt víst, að orðaskil hafa þá verið þeim mun greinilegri sem lægra var hvíslað um slíka hluti inni í tjald- búð þeirra Skjaldbyrginga. Fnn um sorphreinsunina. pYRIR kosningamar urðu nokkrar umræður um sorphreinsunarmál bæjarins hér í blaðinu. Héraðslæknir- inn birti bæjarbúum ýtarlega greinar- gerð um hvernig málunum er nú hátt- að o% benti réttilega á, að ábyrgðin og framkvæmdavaldið er í höndum bæjarstjórnarinnar. Ennfremur, að málunum væri nú þannig skipað, að meira hefði verið hugsað um að sorp- hreinsunin væri sem kostnaðarminnst fyrir bæinn heldur en tryggja það að hún yrði sómasamlega af hendi leyst. Sparnaður er að vísu lofsverð dyggð þar sem hún á við, en í þessu máli á hún alls ekki heima ei það er á kostnað verksins og þrifanna við heimili 'bæjarbúa. Augljóst er, að breyta verður um skipulag og það nú þegar. Sá háttur, að bjóða verkið út og veita það þeim, sem lægst býður, verður að hverfa. Trygging þarf að vera fyrir því að verkið sé þannig af hendi leyst að viðunandi sé, ef tilboði er tekið, en væntanlega geta allir orð- ið sammála um, að eina framtíðar- lausnin sé, að fastir starfsmenn bæj- arins annist sorphreinsunina með við- unandi tækjum. Það kann að kosta nokkuð meira fé en hingað til hefur verið varið til þessara mála, þá er hins að gæta, að sorphreinsunin hefur nú um skeið verið langt neðan við það lágmark, sem krefjast verður af menningar bæjarfélagi. þÁ eru það tækin. Allt fram til þessa dags hefur sorphreinsunin farið fram í opnum bílum, og þannig hefur bærinn sjálfur staðið að því að brjóta heilbrigðisreglugerð bæjarfé- lagsins og er það sízt til fyrirmyndar. Þar að auki er það hverjum manni ljóst, að opin sorpílát eru hneisa og hættuleg, griðastaður flugna og rotta og annars ófagnaðar. Lokaðir sorp- bílar þurfa að koma sem fyrst. Enn- fremur þarf að gera gangskör að því að húsráðendur hafi sómasamleg sorpílát við hús sín. Sú herferð er þó þá fyrst líkleg til þess að bera árang- ur, þegar hættan á því að ekki sé los- að nema einu sinni til tvisvar í mán- uði, er liðin hjá. TTIN nýja bæjarstjórn þarf að taka þetta mál föstum tökum hið allra fyrsta og koma því á heilbrigðan grundvöll. Um þá kröfu munu bæjar- búar flestir geta sameinast BÖRNIN: ÞURFA AÐ SKILJA, HVERS VEGNA ÞEIM ER BANNAÐ. QHLÝÐNI barna stafar ekki alltaf af óþekkt. Stundum mætti kenna um því, að foreldrarnir og börnin skilja ekki Irvort annað. En nú er það svo, að at- hafnaþörf barnanna er mikil, og eigi þau að þroskast að vits- munum og viljastyrk- leik, verða þau að njóta nokkurs athafnafrelsis. Foreldrarnir hafa og sínar réttmætu kröfur. Þeir eiga að bera ábyrgð á líkamlegri og andlegri vel- ferð barnsins og þeir ala án efa þá von í brjósti að börnin séu þeim til sóma, ánægjuleg heimilis- prýði. Óskir foreldranna og hin eðlilega athafna- þrá barnsins, þetta tvennt, hlýtur oft að rekast á, og þá veltur á Jrví að finna barninu rétta leið, því til gæfu og velfarnaðar, án Jress að það sé beinlín- is kúgað til hlýðni og undirgefni. * Smábörn eru oft gleymin, og óhlýðni þeirra getur stafað af því. Tveggja ára barn krotar til dæmis aftur og aftur á þilið, gleymir jafnóðum, að það er bannað. 1 slíkum tilfellum er það móð- urinnar að muna áminningarnar og gefa barninu tækifæri til að leika sér á meinlausari vettvangi. Til barnanna má gera fáeinar, óbrotnar kröfur, en fylgja verður vel eftir, að Jreim sé hlýtt. ❖ Eldri börn geta og gleyrnt sér í ákafa leiksins og brugðið út af settum reglum af vangá, en for- eldrar, sem sýna skilning á eðli barnsins, forðast þó ofsareiði við þau. Hins vegar verða börnin sem fyrst að læra að taka afleiðingum gerða sinna, að svo m,iklu leyti sem unt er. * Fjörmikil börn eru oft uppivöðslusöm og Jrykja því óhlýðin, en þeim er því meiri nauðsyn að njóta skynsamlegrar leiðbeiningar, fá tæki- færi til að nota kraftana á réttan hátt í starfi og leik. En sé með hörðu reynt að sveigja þau undir vilja foreldranna, fyllast þau oft þrákelkni og kergju. * „Persónulegar" fyrirskipanir foreldranna hafa ekki ávallt holl áhrif á barnið, þó að það geti ef til vill lært á þann hátt að hlýða af einhvers kon- ar þrælsótta. Ef faðirinn, eða móðirin, segir til dæmis: „Eg banna þér þetta!“ „Þú hlýðir því, sem eg segi þér!“ skilur barnið ekki hina eigin- legu orsök þess, að því er bannað. Segi móðirin hins vegar: „Þú mátt ekki fleygja kubbunum á gólfið, þá skemmist það!“ fær barnið skynsam- lega ástæðu fyrir forboðinu og á hægara með að sætta sig við það. Skynsamleg rök og staðfesta í fyrirskipunum virðist yfirleitt eiga betur við flest börn en sú aðferð, að ætlast til að þau hlýði skil- yrðislaust í blindni. (Lausl. þytt). SÓLSKINSDRYKKURINN. Hér er uppskrift af hreinasta „sólskinsdrykk". Þeir, sem reynt hafa, segja, að hann hafi hresst sig og styrkt á fáum dögum: Safi úr einni appelsínu, safi úr hálfri sítrónu, ein hrá eggjarauða, ef vill, örlítið. af strausykri. Öllu þessu er blandað saman og drukkið á fastandi maga. ALMENNAR KURTEISISVENJUR. Karlmaður, sem er í fylgd með konu, lætur hana ganga á undan sér inn um dyr, inn í leik- hús, til sætis í kvikmyndahúsi, niður stigaþrep, upp í bíl o. s. frv. * Við kynningu er venjan að kynna manninn fyrir konunni, yngri aðila fyrir eldri eða með (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.