Dagur - 14.02.1946, Side 4

Dagur - 14.02.1946, Side 4
4 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason --- f Afgreiðslu og innheimtu annast: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kost'ar kr. 15.OÖ ‘ Prentverk Odds Björnssonar l- - ■ „Af fullum krafti" þAÐ ER KUNNARA en frá þurfi að segja, að. síðustu vikurnar fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar hófu liöfuðmálgögn kommúnista annars vegar, en Sjálfstæðisflokksins hins vegar, magnaða skothríð hvort á annars herbúðir. Engum smá- skeytumj var þar á skipzt. „Morgunblaðið'1 full- yrti með berum orðum, að kommúnistar væru að- eins ótíndir landráðamenn, er gengju hér erinda erlends stórveldis í einu og öllu. Færði blaðið fyrir því ljós rök, að forráðamenn Sósíalista- • flokksins skirruðust aldrei við að ganga í berhögg við innlenda hagsnruni og íslenzkan málstað, lrve- nær sem kippt væri í spottann, sem tengir þessa andlegu sprellikarla við stjórnarskrifstofurnar í Moskvu. Á hinn bóginn spöruðu kommúnistar þá lreldur ekki stóryrðin í garð þessa samstarfs- flokks síns í ríkisstjórninni, hvorki í blaði sínu né öðrum áróðri, heldur völdu Sjálfstæðisflokknum og forráðamönnum hans hæðilegustu og þyngstu skammaryrði íslenzkrar tungu, og flutu þá auð- vitað landráðabrigzl með í þeim flaumi án þess að sérlega mikið væri eftir því tekið, þar sem allt orðbragð blaðsins var á hina einu og sömu bók skrílmennskunnar og strákskaparins lært. pLESTIR MUNU hafa gert ráð fyrir því, að hér væri um stutta leiksýningu að ræða, sem einvörðungu væri „sett á svið“ í tilefni bæjar- stjórnarkosninganna, enda myndu blöðin strax taka upp tiltölulega friðsamleg og bróðurleg við- skipti, er kosningahríðin væri hjá liðin, svo sem bezt hæfði bandamönnum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Má og segja, að sú hafi einnig orðið raunin á að Morgunblaðsins hálfu. Hins vegar hefir Þjóðviljinn allur færzt í aukana og hert því meira árásirnar og illyrðahríðina því lengra sem leið frá kosningunum. Hér í blaðinu er á öðrum stað gerð nokkru nánari grein fyrir aðalefni þeirr- ar ófögru ákæru, sem blað þetta lætur sér sæma að bera fram gegn samstarfsflokki sínum í ríkis- stjórninni. En í stuttu máli sagt lætur Þjóðviljinn sér ekki nægja að kalla þessa pólitísku rekkju- nauta sína „afdankaða nazistaagenta“, „peninga- skríl“ og öðrum slíkum nöfnum, sem talizt munu geta til tiltölulega meinlausra og hversdagslegra gæluyrða í munni kommúnistablaðs, heldur • hamrar þetta málgagn og stuðningsblað íslenzku ríkisstjórnarinnar á því dag eftir dag með sívax- andi krafti, að forráðamenn Sjálfstæðisflokksins séu „landráðalýður“, sem „alltaf hafi verið reiðu- búinn til þess að selja landið því stórveldi, sem hann í svipinn hefir treyst bezt til þess að níðast á íslenzkri alþýðu og vill nú frjálsar hendur til að geta svikið ísland í hendur Bandaríkjanna“. Sjálfstæðismenn „undirbúa landráðin af fullum krafti“, stendur þar o. s. frv. o. s. frv. í þessum sama dúr. (Leturbr. hér). QHÆTT MUN að fullyrða, að það séu alger einsdæmi í stjórnmálasögu allra þjóða, að samstarfsflokkar í ríkisstjórn keppist við að bera hin svæsnustu og berorðustu landráðabrigzl hver á annan, án þess að samstarfinu sé samstundis slit- ið. Hér halda þessir flokkar, er svo haga sér, hins vegar áfram að styðja „landráðamennina" sem dyggilegast til valda og forustu um málefni þjóð- arinnar, og taka rrfeira að segja upp nýtt og aukið samstarf, hvar sem þeir fá því við komið, svo sem í bæjarstjórn ísafjarðar og víða annars staðar. — Hvaða stjórnarformaður í víðri veröld, annar en D A G U R Fylgisaukning flokkanna. < j^LÞÝÐUBLAÐIГ hefir nýlega " birt útreikninga á úrslitum bæj- arstjórnarkosninganna nú á dögunum. Samkvæmt skýrslu þessari hefir Al- þýðuflokkurinn aukið fylgi sitt í kaup- stöðum landsins um 28,6% frá því í alþingiskosningunum haustið 1942, Framsóknarflokkurinn um 25,5%, Kommúnistaflokkurinn um 17,3%, en Sjálfstæðisflokkurinn aðeins um 14,6%. Þess ber að gæta í þessu sam- bandi, að haustið 1942 hafði Fram- sóknarflokkurinn frambjóðendur í Hafnarfirði og ísafirði, en ekki nú, og eru atkvæðin, sem þessir frambjóð- endur flokksins hlutu þá, auðvitað talin með í heildartölunni frá 1942. Er því fylgisaukning Framsóknar- flokksins raunverulega meiri en fram kemur með þessari reikningsaðferð Alþýðublaðsins, þar sem samanburð- urinn er villandi að þessu leyti. Mun að þessu athuguðu koma í ljós, að Framsóknarílokkurinn heiir aukið tylgi sitt mest allra ílokka í bæjum landsins síðustu þrjú árin. Er þetta því athyglisverðara sem hatrammari áróður hefir verið rekinn gegn Fram- sóknarflokknum á þessu tímabili af ölltim andstöðuílokkunum í samein- ingu en dæmi eru til áður, og þó fyrst Ólafur Thors, myndi vinna það til .valdanna, að sitja áfram í for- sætisráðherrastólnum með stuðn- ingi þeirra manna, er opinber- lega og daglega kalla hann sjálf- an og flokksbræður hans land- ráðamenn, skríl og glæpaklíku? En stjórnarherra hins íslenzka lýðveldis og stuðningsblöð hans taka slíkum tíðindum með full- kominni ró og jafnaðargeði, og láta ekki einu sinni svo lítið að bera af honum sakir, er hinir svívirðilegustu glæpir eru á hann bornir af hans eigin stuðnings- mönnum. J^OKKUR HLUTI þegna hins endurreista, íslenzka lýð- veldis hefir nýskeð í opinberum kosningum gengið undir próf í þeim námsgreinum, sem mikil- verðastar eru í skóla lýðræðisins og mest veltur á fyrir framtíð þess og afdrif að haldnar séu í fullum heiðri, en þær náms- greinir eru: Stjórnmálaþroski, siðgæðiskröfur og réttarmeðvit- und hvers þjóðfélagsþegns um meðferð opinberra mála. Að vísu verður engan veginn fullyrt, að þjóðin hafi hlotið sérlega háa einkunn við prófborð kosning- anna í þetta sinn. En vonandi er og enda lífsnauðsyn, ef nýfengnu sjálfstæði á að endast líf og heilsa stundinni lengur, að þjóðin reyn- ist ekki svo tornæm á þessar námsgreinar, að hún láti æðstu trúnaðarmönnum sínum haldast slíkt háttalag og algert blygðun- arleysi uppi til langframa, án þess að almenningur stingi ör- ugglega við fótum og afsali sér algerlega handleiðslu og opin- berri forystu slíkra loddara, er leika sér svo gálauslega og feimulaust með fjöregg sjálfstæð- isins, traust og virðingu þjóðar- innar í eigin augum og annarra. Sá úrskurður almenningsálitsins má ekki frestast lengur en til kosninganna í vor, því að annars er líklegast, að dómkvaðningin verði um seinan. og fremst á þeirri blekkingu klifað, að flokkurinn sé einhliða bændaflokkur, er láti sig hagsmuni almennings í bæj- unum litlu skipta, eða sé þeim jafn- vel andvígur og fjandsamlegur. Þrátt fyrir margfaldan blaðakost andstæð- inganna samanborinn við Framsókn- arblöðin, hefir þeim þó ekki orðið meira ágengt með þessum ósvífna og þrotlausa áróðri en svo, að Framsókn- arflokkurinn hefir eflzt meira en nokkur hinna flokkanna í bæjunum á þessu tímabili, hvað þá heldur í sveitakjördæmuíXjm, þar sem hann hefir þó frá upphafi átt höfuðvígi sitt og traustustu fylgi að fagna. Eftirtektarverð skýrsla. FISKIÞINGINU síðasta var birt * skýrsla formanns Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Einars Sigurðsson- ar. Segir svo m. a. í skýrslu þessari: „Trú manna á bjargráð hefir veikzt, því að sumir útgerðarmenn hafa orð- ið að taka bjargráðalán mitt í „stríðs- gróðanum", sem ágóði næsta árs eða næstu ára, eftir þvx hvernig gengur, fer til að greiða. Bóndinn gengur á bústofn sinn vegna lítilla heyja og uggir að sér um nýjar framkvæmdir, þótt þeirra sé full þörf. Um afurða- verð hans standa háværar deilur og skoðar nokkur hluti þjóðarinnar þenn- an þjóðholla og nauðsynlega atvinnu- rekstur sem ómaga á þjóðarbúskapn- um.“ Erm segir Einar. plSKIMÁLANEFND leigir svo " fjölda „Færeyinga“ meðan verst horfir fyrir frystihúsunum, og tekur fisk í þá og önnur skip, sem frystihús- in höfðu stundum samning um eða höfðu þörf fyrir að fá til að halda rekstri sínum stöðugum. Olli þetta miklum óþægindum og mörgu frysti- húsinu stórtjóni." V erðjöfnunargjald. Um það segir Einar: YERÐJÖFNUNARGJALD er svo " ákveðið. Útflutningsskipunum er gert að greiða 15% hærra verð fyr- ir fiskinn en frystihúsunum. Liggur það í augum uppi hversu vel slíkt mis- ræmi er fallið til að skapa andúð út- gerðarmanna og sjómanna á því að selja frystihúsunum aflann. Kemur þetta þó enn gleggra í ljós nú eftir á. Það er skaðlegt fyrir þennan nauð- synlega atvinnurekstur, ef honum skapast andúð, eins og átt hefir sér stað með landbúnaðinn í sambandi við uppbætur á framleiðsluvörum bænda.“ „Að ári um þetta leyti. . . . þarí einhver ekki um skeinu að binda.“ ■^ÍSITALAN heldur áfram að " þokazt upp. Hún var í ársbyrj- un 273 stig og er nú 278 (285). Grunnkaupshækkanir hafa sums stað- ar átt sér stað. Allt er þetta á einn veg. Takmörk eru fyrir öllu: Verði nú á næsta ári áfram vegið í sama knérunn með framleiðslustöðvun, lækkuðu af- urðaverði, takmörkun á framleiðslu, þvingun og hráefnasvelti Fiskimála- nefndar, aðstöðumun flutningaskip- anna, hækkandi vísitölu og kaup- gjaldi, þurfa einhverjir ekki um skeinu að binda að ári um þetta leyti,“ segir E. S. að lokum. Vitnisburður Sjálfstæðisþing- manns. þÁ BAR ÞAÐ einnig til tíðinda á Fiskiþinginu, .... að Pétur Otte- sen alþm., kom eitt sinn á fund sjá- varútvegsnefndar þingsins og gerði þar grein fyrir skoðunum sínum á málefnum útvegsmanna. — Pétur kvað ekki gott í efni með nýsköpun fiskiflotans, því að hafnarmálaástand landsins væri slíkt, að ef skip þau og (Framhald á 6. síðu). Fimmtudaginn 14. febrúar 1946 Húsmóðirin og heilsufar heimilisfólksins Það er án efa töluvert sannleikskorn í því, að húsbændurnir ráði miklu um heilsufar heimilis- fólksins, því að vitað er, að heilsunni er hætta bú- in, ef mataræðinu er ábótavant. Viðnámsþróttur manna er alla jafna minnstur gegn hvers konar sjúkdómum um þetta leyti árs; og þá er það mjög mfkilsvert, að nærandi og styrkjandi fæða fái að njota sín, vega að nokkru á móti kulda og myrkri vetrarins, en það er einmitt undir forsjá húsmóð- urinnar komið, hvort svo má verða eða ekki. * Húsmóðirin verður að kunna skil á því, hvað gott er til neyzlu og hvað illt, hún verður að kunna að meðhöndla matinn, svo að hann missi ekki næringargildi sitt við ranga meðferð, ofsuðu, niðursuðu o. s. frv. Og hún verður að kunna að notfæra sér sem mest fæðutegundir, s'ém sérfræð- ingar telja heilsusamlegar eins og t. d. heilhveiti, í staðinn fyrir „hvíta“ liveitið, sem ekki þyrfti að nota eingöngu eins og flestar gera, hrísgrjón með hýðinu, í staðinn fyrir ,,poleruðu“ hrísgrjónin, sem munu næringarlaus að mestu, og þannig mætti lengi telja. * Undirstaða hinnar daglegu fæðu ætti að vera: Mjólk og mjólkurafurðir, nýmeti, eftir því sem hægt er, slátur, grænmeti — þar með talið kartöfl- ur og aðrir garðávextir, svo sem gulrófur og gul- rætur, — rúgbrauð, heilhveitibrauð og önnur kjarnabrauð. Egg væru og æskileg í hinu daglega fæði, en eru ekki nauðsynleg. Lýsi ættu allir að taka inn daglega að minnsta kosti yfir vetrarmán- uðina, en einkum er það nauðsynlegt fyrir börn og unglinga, barnshafandi konur og kpnur, sem hafa börn á brjósti. Mörgum reynist lýsið gott varnarmeðal gegn kvefi. * Fæðan á að vera einföld, ekki of íburðarmikil eða krydduð, máltíðir á vissum tíma og maturinn vel tugginn. Óhóf í mat og drykk, reykingar og vökur — þetta þykir sjálfsagður hlutur í sam- kvæmislífi vetrarins, en hefir án efa miður bæt- andi áhrif á heilsuna. Dr. Hindhede hafði að minnsta kosti lítið álit á hinum ósviknu; norr- ænu veizlukrásum, kallaði þær „morðtilraun" við gestina. Húsmæðrum til málsbóta mætti þó segja,- að „morðtilraun" sú hefir þó varla verið óvel- komin. * Loks mætti benda á, að þeir, sem einhverra hluta vegna geta ekki fengið nægilega næringu í fæðunni, verða að bæta sér það upp með nauð- synlegum, daglegum vitamínum, járni, málm- söltum o. s. frv. í lyfum, er læknir kann að fyrir- skipa. HÚSRÁÐ. Pylsur eru settar út í kalt eða volgt vatn og soðnar í tæpar 10 mínútur við vægan hita. Séu pylsurnar settar í tjóðandi vatn springa þær frekar. Það hefir komið í ljós við rannsókn, að sumt græn- meti, t. d. kál, kartöflur, gulrætur, baunir og seljurót, verður auðugra af C-vitamini við stutta suðu. * FEGRUN KVENNA. — Allar konur geta verið laglegar ásýndum, segir við- urkenndur fegurðarsérfræðingur einn amerískur, — ef þær aðeins hafa vit á því að láta sem mest bera á því, sem þær hafa fegurst til að bera, en breiða yfir hitt, sem miður er. En flestum konum, sem með réttu eru kallaðar fagrar konur, er þetta sameiginlegt: Þær eru vel hraustar; þær hafa fallegt hár; þær hafa þýða og þægilega rödd; þær hafa fallegt göngulag, eru frjélslegar í framkomu og bera sig vel; það ljómar af þeim; þær eru greindar; þær hafa skapfestu til að bera; þær eru öruggar og ánægðar með sjálfa sig, fullkomlega eðlilegar í framkomu.^

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.