Dagur


Dagur - 21.02.1946, Qupperneq 3

Dagur - 21.02.1946, Qupperneq 3
Fimmtudaginn 21. febrúar 1946 D A G U R 3 Gunnar Gunnarsson: Minjasafn Austurlands á Hallormsstað Skýrsla formanns á aðalfundi 1. desember 1945 1. Vegfra fjarvistar formanns var ekki hægt að koma því við að halda aðalfund fyrir vetur- nætur, eins og skipulagsskrá safnsins gerir ráð fyrir, enda hafði stjórnin þá nýverið haldið fund, svo þess gerðist síður þörf. 1943: 2. Vegna fráfalls gjaldkera hafði til þessa farizt fyrir að lagð- ir yrðu fram reikningar safnsins. Tók formaður að sér að gera þá úr garði fyrir aðalfund og er út- koman sem hér segir: 1. Ávísun frá G. G., lögð inn í Landsb., Eskifirði 2. Ávísanahefti og burðargjald .................. 3. Gjöf frá Gunnari Bóassyni, Reyðarfirði . . . . 4. Vextir hjá Landsb. 1943 ...................... Ut 2.00 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 1944: Frá Menningarsjóði Kaupfélags Héraðsbúa.......... Kostn. af ferðal. Ragnars Ásgeirssonar, róðun... Munir og burðargjald á vegum hans .............. Frá sýslunefnd Suður-Múlasýslu ................. Munir keyptir ó uppboði að Heyskálum ........... Ferðakostn. Þórodds Guðm. á aðalfund KHB, Rf. . . Frá Búnaðarsambandi Austurlands ................ Afföll hjá Lb. af ávísun Bún.s. Austurl. á Bún.b. . . Munir keyptir á uppboði í Kollsstaðagerði....... Blómsveigur á kistu frú Sigrúnar P. Blöndal .... Gjöf til að mæta kostnaði við 14. lið........... Vextir hjá Landsb. 1944 ........................ 1945: Af 1000 kr. veitingu 1944 frá Sambandi austfirzkra kvenna, greitt 23. 2. 1945 ..................... Frá sýslunefnd Norður-Múlasýslu ’44, gr. 30. 6. ’45 Frá Búnaðarsambandi Austurlands ................ Kostnaður við flutning safnsins 17. 9. ’45 ..... Gjöf til að mæta kostnaði við 20. lið........... Munir keyptir af Kristbj. Kristjánsd., Litla-Sf. . . Munir, sem Ragnar Ásgeirsson keypti 1945 ....... Frá Ungmenna- ög iþróttasambandi Austurlands . . Frá Kaufélagi Vopnfirðinga ..................... Afföll hjá Lb. á ávísun Kf. Vopnf. á SÍS, Rvík . . Inneign í Utbúi Landsbanka Islands, Eskifirði .... 160.00 1010.00 25.20 60.00 3.75 195.00 157.00 180.00 70.00 280.00 13.34 7803.85 Inn 500.00 200.00 2.07 2000.00 200.00 1500.00 157.00 21.07 500.00 200.00 1500.00 180.00 1000.00 2000.00 *Samtals kr. 9960.14 9960.14 * Samkvæmt ósk formanns lief ég farið yfir ofanritaðan reikning ásamt tilheyrandi fylgiskjölum og ekkert fundið við hann að athuga. Skriðuklaustri, 1. desember 1945. (Sign.:) Erlingur Þ. Sveinsson. 3. Eins og sjá má af ofan til- færðum reikningi um tekjur og gjöld safnsins á þeim tveim ár- um sem það nú á að baki sér, hafa því áskotnazt alís kr. 9960.14 og þó reyndar a. m. k. fram yfir það: ógreitt af veitingu SAK 1944 kr. 500.00, og 500.00 kr. frá sýslunefnd Norður-Múla- sýslu 1945, sem ekki enn hafa borizt safninu.* Urn veitingu frá Suður-Múlasýslu í ár, ef nokkur er, er formanni til þessa ókunn- ugt.## Af Jressum innborguðu kr. 9960.14 hafa verið greiddar kr. 1580.20 fyrir hina og Jressa muni, kr. 576.09 hafa farið í ýmsan annan kostnað (sem hefur Jró ekki lent á gjöfum opinberra stofnana með hærri upphæð en kr. 239.09); eftir verða Jrá kr. 7803.85, sem Minjasalnið á inni hjá Landsbanka íslands á Eski- firði. Þeir þrír aðilar, er skipa í stjórn safnsins sinn manninn hver, hafa stutt það í þessu hlut- falli: 1. Bún-samb. Austurl. kr. 3000 2. Ungm.-og íþróttasamb. Austurlands — 1000 3. Samb. austf. kvenna (að viðb. loforði um aðrar 500 kr.) - 500 Kr. 4500 * Barst form. 6. 12. ## Myndarleg veiting mun fyrir hendi. — Form. Er frantlag Jressara aðila — kr. 4500.00 — tæpur helmingur þess fjár, er safninu hefir áskotnazt, en af öðrunr gefendum standa fremst og hafa reynst safninu bezt Kaupfélag Héraðsbúa og Kauplélag Vopnfirðinga með kr. 2000.00 hvort, og fer Búnaðar- sambandið eitt fram úr Jreim. Styrkbeiðnum stjórnarinnar á þessu ári hafa synjað Samband austfirzkra kvenna, Kaupfélag Austfjarða á Seyðisfirði og Kaup- félag Héraðsbúa, en frá nokkr- um aðilum öðrum, sem sótt var til, hefir ekki enn borizt svar og þar á meðal Austfirðingafélagið í Reykjavík. 4. Að beinum styrkveitingum frátöldum hefir bezt stutt minja- safnið Búnaðarfélag íslands, sem í þr jú haust hefir lánað því sinn ágæta ráðunaut, lierra Ragnar Ásgeirsson, fyrsta haustið til skrafs og ráðagerða um skipulag safnsins, en tvö síðastliðin haust einnig til ferðalaga, sem liafa reynzt safninu með afbrigðum fengsæl. Hefir ráðunauturinn ferðast safninu nær því að kostn- aðarlausu og mun minjasafnið varla fá fullþakkað Búnaðarfé- lagi tslands og honum þessa ágætu stoð. Hefir enginn einn maður til Jiessa reynzt safninu jafn Jrarfur, enda fer hjá ráðu- nautnum saman kunnátta, áhugi og ferðaþol. Mun safnið ekki eiga lítið undir því að það megi njóta leiðbeiftingar og hjálpar þessa mæta manns einnig fram- vegis, og væri vel ef nærstaddir aðilar reyndust safninu ekki miður en Búnaðarfélag íslands hefir gert til þessa. 5. Eins og Jregar var getið hafa verið keyptir munir til safnsins fyrir samtals kr. 1580.20. en eignaskrá þess sýnir að Jrað á þeg- ar 248 rnuni skrásetta, endá liafa margir gefið safninu muni og mun þakkarspjald eins fljótt og við verður komið sent til 50—60 gefenda. Virðing á mununr safnsins er engin til enn og lík- lega verður örðugt að meta Jrað til fjár, en ekki þótti fært að tryggja Jrað gegn eldsvoða fyrir minna en kr. 15000.00, og hefir beiðni um að tryggja Jrað fyrir þá upphæð verið send Bruna- bótafélagi Islands, en svar við henni ókomið. 6. Þó að allmargir hafi viljað hafa eitthvað fyrir muni Jrá, er ráðunauturinn á ferðalögum sín- um ágirntist handa safninu, hafa þó ýmsir fengið honum munina endurgjaldslaust og einstaka maður og kona ótilkvödd fært safninu gjafir. Þó er ekki því að leyna, að formanni hafa verið það nokkur vonbrigði, hve til- tölulega fáir hala fært safninu gjafir. Vonandi á þetta fyrir sér að breytast, þegar menn fara að skilja betur tilgang og þýðingu safnsins og sjá að því vex fiskur um hrygg þrátt l'yrir fullmikið tómlæti manna, er hæglega gætu auðgað Jrað að góðum gjöfum og um leið tryggt sér að hlutir, sem þeim er annt um, fari ekki for- görðum. 7- í aprílmánuði þ. á. barst formanni „Útskrift úr sýslufund- argjörð Norður-Múlasýsslu, árið 1945“, að efni til sem hér segir: „63. 1 sambandi við styrkveit- ingu til Minjasafns Austurlands vill sýslunefndin vekja athygli á nauðsyn þess að reglur verði settar um starf safnsins og stjórn [>ess.. Telur sýslunefnd æskilegt að stjórn safnsins geri uppkast að reglugerð fyrir Minjasafn Austurlands, sem lagt verði fyrir Fjórðungsþing Austurlands til staðfestingar á næsta sumri. Sam þykkt með öllum atkvæðum. 64. Sýslunefnd bendir á Burst- arfell í Vopnafirði, sem vel val inn stað fyrir Minjasafn Austur lands en eins og kunnugt er hefir ríkið keypt bæinn í því augna- m,iði að hann verði varðveittur og haldið við, sem sýnishorni af fornri húsagerð. Færi vel á að einmitt slíkur staður yrði valinn sem geymlsustaður fyrir Minja- safn, og beinir sýslunefndin því til stjórnar Minjasafns Austur lands að athuga möguleika fyrir því að svo mætti verða. Sam þykkt samhljóða." f Formaður mæltist til við aðal- fund að mega svara ádrepu þess- ari með svohljóðandi bréfi. Leyft einróma): ,,Út af „Útskrift úr sýslufund- rgerð Norður-Múlasýslu, árið 1945“, sem mér barst seint í apr- íl Jr. á, skal eg fyrir hönd Minja- safn Austurlands á Hallormsstað — en svo heitir minjasafnið fullu nafni — leyfa mér að gera Jressar athugasemdir: Áhrærandi lið 63: Fyrsta verk stjórnar minjasafnsins á fyrsta að- alfundi hennar haustið 1943 var vitanlega að semja skipulagsskrá fyrir safnið. Skipulagsskrá þessi var fjölrituð með aðstoð Búnað- arfélags íslands, og var látin fylgja — eða átti að fylgja — öll- um umsóknum frá minjarsafn- inu, enda hafði hún verið lögð fyrir aðalfund sambanda Jreirra, er að safninu standa, og höfðu þau ekkert haft við hana að at- huga. Hafi skipulagsskráin ekki fylgt fyrstu umsókn Minjasafns Austuríands til sýshmefndar Norður-Múlasýslu, er um mis- gáning að ræða, senr stjórnin biðst velvirðingar á og sem hér með er úr lrætt. Hins vegar er stjórn Minjasafns Austurlands þess ekki um komin að viður- kenna neinn aðila æðri sér um ráðstafanir vegna minjasafnsins, og skipulagsskráin virðist henni fullgild eftir að vera samþykkt af aðalfundi sambanda þeirra, er að safninu standa. En fari sýslu- nefndin fram á það, mun hver stjórnarmeðlimur fyrir sig fús til að leggja fyrir samband Jrað, er ber ábyrgð á umboði hans eða hennar, hver þau tilmæli eða áskorun, er sýslunefndinni mætti Jróknazt. Áhrærandi lið 64: Eins og sjá má af yfirskrift skipulagsskrár- innar er hið fulla nafn safnsins eiginlega Minjasafn Austurlands á Hallorm&stað, enda var hin lyrsta stjórn safnsins örugglega sammála um Jrað, að um aðra staði gæti ekki veriðaðræða; Hallormsstaður væri sá staður, þar sem flestir innan héraðs og utan myndu hafa tækifæri til að njóta safnsins, og hægast mundi jafnan að koma við umsjá og eft- irliti þar á stað. Þá hefir það enn tengt safnið og framtíð Jress fastar við Hallormsstað, að skógrækt ríkisins hefir af mikilli rausn ánafnað safninu skógar- spildu, fagra og væna, þar sent það má reisa gömul hús eftir getu og safnhús og enda girða spildttna og rækta ltana með gróðursetningu trjáa og runna eins og fegurst og haganlegast þykir. Um bæinn á Burstarfelli er það að segja, að ekki er annað vitað en ábúandi j^rðarinnar eigi að hafa þar íbúð, en þó svo væri ekki myndu hús af því tagi ekki geyma gamla muni, bækur og handrit eins vel og tryggilega og ætlazt er til um slík söfn, og eldshætta mundi þár allt- . af verða ærin, svo sem bezt mundi koma fram ef tryggja ætti munina þar. Og sem sagt — hvað sem öðru líður: Eftir að sambönd þau, er að safninu standa hafa samþykkt skipulags- skrá Minjasafns Austurlands á Hallonnsstað, telur stjórnin skýldu sína að hvika ekki frá henni, sízt í verulegum atriðum og mun ekki gera, nema einróma samþykktir sarribandanna komi til.“ 8. Formaður Minjasafns Aust- urlands á Hallormsstað hefir borizt tilkynning um að tillaga um, samvinnu hafi komið fram á fundi í Menningarfélagi Austur- Skaftfellinga þ. 29 .nóv. f. á., og verið santjrykkt með öllum at- kvæðum. Tillagan var svohljóð- andi: „Fundur í Menningarfélagi Austur-Skaftfellinga, haldinn á Höfn í Hornafirði 29. nóv. 1944, telur rétt að Austur-Skaftfelling- ar gerist aðili að stofnun byggða- salns á Hallormsstað tneð Jreint skildaga þó, að munum þeim, sent héðan úr sýslu safnazt. verði haldið senr sérstakri deild í safninu og að þeim skuli skilað hingað aftur ef Austur-Skaftfell- ingar skyldu síðar stofna eigið byggasafn." Leggur formaður til, að minja- safnið taki Jressu góða boði nreð þökkum og hefir ekkert við skil- dagann að athuga, enda verður fróðlegt að sjá Múlasýslur og Austur-Skaftafellssýslu nrætast í sal eða sölum safnsins og reyna, hvor ríkari er að menningarverð- mætum og örlátari á geymslu- verða hluti. 9. Stjórn Minjasafns Austur- lands telur sig hafa farið gæti- lega með fé Jrað, sem henni hefir verið trúað fyrir, og komið hefir fyrir að hún hefir gengið frá kauputn, sem hún þóttist ekki að fullu geta varið, svo sem ástatt er um fjárhag safnsins. Væri æskilegt að það þyrfti ekki að endurtaka sig. Hefir stjórnin augastað á einu og öðru, sem hún telur sig ekki geta ráðið við í bili, en úr því gætu menn og stofnan- ir með fjárráð hæglega bætt. 10. Vegna þess að geymslupláss það sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað gat lánáð safninu þótti ekki tryggilegt, ef eldsvoða bæri að höndum og ekki var í bili fáanleg önnur betri geymsla þar á stað, var samþykkt á síðasta stjórnarfundi að taka boði for- manns unr áð lána herbergi und- ir muni safnsins því að kostnað- arlausu, þangað til fyrirhuguð viðbygging leyfði húsmæðraskól- anttm að Ija Jrví stofu eða safnið sjálft gæti byggt yfir sig, sem er ósk og von stjórnarinnar að megi verða áður langt líður. Til þess þarf Jró. vitanlega ríflegri fjár- framlög en safnið hingað til hef- ir átt við að búa, enda getur for- maður ekki dulið undrun síria yfir því, hve sínkir einstaklingar hafa reynzt á framlög, sem þeir á Jressum veltiárum þó varla myndu hafa fundið til, þessu menningar- og nytjamáli til styrktar. Ef almenningur á Aust- urlandi vildi leggja á sig þá eng- an veginn óbærilegu hugraun. að gera sér ljóst, hve ntikla ánægju og gagnþeir sjálfir og niðjar Jreirra myndu hafa af góðu og vel settu tninjasafni, væri vitanlega í lófa lagið að byggja gott hús yfir minjasafnið þegar á næsta ári. Formaður lít- ur svo á, að það sé ekki með öllu skammlaust fyrir landsfjórðung- inn, að það verði látið dragast von úr viti, einkum þar sem stjófnin hefir orð ráðunautsins fyrir því, að þrátt fyrir tómlæti manna yfirleitt muni ekkert byggðasafn hérlent betur á veg komið en Minjasafn Austur- lands með sína 248 muni, sem Jrað hefir aflað/sér á tveirn árum með kr. 2156.29 tilkostnaði. Skriðuklaustri, 1. des.1945. N

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.