Dagur - 16.05.1946, Síða 3

Dagur - 16.05.1946, Síða 3
Fimmtudáginn 16. maí DAGUR 3 ÓDÁÐAHRAUNSLEIÐÁNGUR JÖNS A ARRI í ísafold og Verði, 3. maí, sendir forseti 'sameinaðs þings, Jón Pálmason á Akri, mér kveðjn sína. Þetta kom ekki flatt npp á mig, því að segja má, að eg hafi gefið honurn ástæðu til þess, en ekki hafði eg búizt við því, að svar lians yrði jafn nauða ómerkilegt, ofstopafullt og órök- víst og þessi grein hans er og sannar hún öll, átakanlega um- mæli mín um höfundinn í grein minni í Degi, frá 17. apríl sl. í raun og veru hefði eg getað sparað mér að elta ólar við mein- loku J. P. í þessari grein, því að vnikill hluti hennar er efninu, sem um rætt, óviðkomandi og þegar hann svo þykist svara grein minni, þylur hann upp sömu öfgarnar og fjarstæðurnar, sem hann hefir tuggið svo að segja í hverju ísafoldarblaði nú í vetur, eða látið sína nánustu, þá Gáinn og Kolka, endurtaka, svo að ekki er nú af miklu að miðla. Auk þessa gæti eg látið nægja að vísa til greinar, sem eg hefi ritað um deilumálin milli ríkisvaldsins og Búnaðarþings og nú er í þann veginn að birtast almenningi. í grein J. P. eru þó ýms atriði, sem eg ekki get neitað mér um að taka lítið eitt til meðferðar, vegna þess, að þau lýsa innræti mannsins og ntálsmeðferð einkar vel. Heimsókn í Gróðrarstöðina. Jón Pálmason upphefur ræðu sína á því að lýsa heimsókn sinni í Gróðrarstöð Ræktunarfélagsins um hátúnsláttinn 1944. „Þetta var þó að aflíðandi hádegi á rúmhelgum degi,“ segir þing- maðurinn. Enginn stóð úti til að fagna hans hágöfgi og gefur hann í skyn, að starfsfólk stöðvarinnar hafi legið inni og svikist um. Nú getur ,,að aflíðandi hádegi", þýtt rnilli kl. tólf og eitt, ep þá er matmálstími hér og víða hér um slóðir, en þótt þetta hafi skeð á öðrum tíma, var þess engin von, að starfsfólkið stæði heima við hús til að taka á móti J. P. Eða heldur Jón Pálmason, að vinnu- stöðvar þess séu aðeins umhverf- is Gróðrarstöðvarhúsið? En hvar var svo höfuðpaurinn Ölafur Jónsson? Jú, svarið var: „Inn í Ódáðahrauni“, og um þetta var Jóni Pálmasyni svo mikið, að hann gleymdi erindinu, sem var að sjá níu ára vöxt og viðgang Gróðrarstöðvarinnar, kvaddi í skyndi og hvarf aftur argur og vonsvikinn, þungt þenkjandi um hinn ótrygga ráðsmann, sem um há sláttinn strauk inn í Ödáða- hraun, í stað þess að standa á pinna við að taka á móti höfð- ingjum eins og Jóni Pálsmasyni, sem þóknaðist að konia í heirn- sókn, án þess að gera boð á und- an sér. Það leynir sér ekki, að í þess- um þvættingi ber illkvittni, dómgreind og skynsemi höfund- arins ofurliði. Fyrst dylgjar hann um sviksemi og ótrúmennsku starfsfólks Gróðrarstöðvarinnar, svo gerir hann það að árásarefni á mig, að eg hefi um nokkurra ára skeið kosið að eyða sumar- Eftir Olaf jónsson, framkv.stjóra leyfum mínum í Ódáðahrauni og gert það á þann liátt, að þau mættu líka bera þjóðinni nokk- urn ávöxt. Fg hefði líka getað tekið þann kostinn, að eyða öll- um sumarleyfum mínum í flakk um byggðir landsins, láta dekra við mig í mat og clrykk og tefja fyrir öðrum, sem ef til vill áttu annríkt og líklega hefði Jón lát- ið það óátalið, þvi varla getur jiað verið meining Jóns Pálma- sonar, að jreir, sem hafa gert það að æfistarfi sínu að vinna fyrir landbúnaðinn, skuli sviptir þeim kjarabótum, sem hann, ásamt öðrum þingmönnum, hefir í or- lofslögunum lögtekið fyrir allan almenning í kaupstöðum og við op'inber störf'að minnsta kosti. Vera má itð J. P. svari hér til, að auðvitað eigi jreir, er að land- búnaði starfa, að fá sitt orlof, en bara ekki um hásláttinn, og vil eg því benda honum á það, sem hann, þrátt fyrir allt orðagjálfur uip nýsköpun og aukna rígktun, virðist ekki koma auga á, að Jteg- ar sú skipun er á komin, að allur heyfengur er tekinn af ræktuðu landi, sláttur hefst á réttum tíma fyrir og um miðjan júní, og unn- ið er að heyöfluninni með vél- un, hlýtur í öllum sasmilegum heyskaparárum að verða nokk- urt hlé á milli slátta. Þannig hef- ir þetta verið hér í Gróðrarstöð- inni alllengi. Þetta ldé getur ver- ið tvær til þrjár vikur og er sá tími sumarsins, þegar minnst er annríkið og þá hagkvæmast að gefa fólki orlof. Hér í Gróðrar- stöðinni er vor og haust miklu meiri annatími en miðsumarið, eða tímabilið frá miðjum júlf fram í ágúst, en Jún Páhnason er, þrátt fyrir a 111 sitt framfara- gaspur ,svo aftur úr í hugsunar- hætti, að hann skilur jTetta ekki og hyggst Jtví að gera það að árás- arefni á mig, um vanrækslu og sviksemi í starfi mínu, að eg tek mér stundum frí um miðsumar- ið, þegar minnst er að starfa hér í stöðinni. Svo mjög hefir Jón Pálmason fengið ferðir mínar um Odáðahraun á heilann, að segja má, að þær séu uppistaðan í grein lians og svo ójijóðlegur og grunnhygginn er hann, að hann heldur að það geti orðið mér til ámælis, að eg hefi tekið nokkru ástfóstri við þennan lándshluta, sem frá jarðfræðilegu, og eink- um eldf jallafræðilegu sjónar- miði, á fáa líka, en er líka gagn- auðugur af fegurð, hrikaleik og yndislegum gróðurblettum, þótt J. P. haldi, í fáfræði sinni, að Jrar sé ekkert nema ömurleikinn. „Afskriftir“ Jóns Pálmasonar. Næst kemst J. P. að jjeirri skarpvitru niðurstöðu, að eg hafi hafnað í Ódáðahrauni „Tíma- liðsins“, vegna þess, að mér hafi ekki þótt Sjálfstæðisflokkurinn nógu íhafdssamur, eftir að hann gekk í flatsængina með sósíalist- um. Þetta Ódáðahraunsskraf J. P. er ekki svo illa til fundið. Þekking Jóns og sköðun á Ódáðahrauni virðist vera á seytj- ándu aldar stigi og sjálfsagt er beygur hans við Ódáðahraun Tímamanna, áþekkur ótta byggðarfólks á s.eytjándu öld við Odáðalíi'aun, þar sem það hugði víðlendar, blómlegar útilegu- mannabyggðir skipaðar fólki, er að afli, atgerfi og búhyggju tók byggðamönnum langt fram. Jón óttast nú ekkert meira en Tíma- menn og hyggur þar hvern mann tvígildan í Ódáðahraunsórum sínum og jiess vegna æpir hann að hverjum, sem andmælir óhæfuverkum st jórnarl iðsins: Tímamaður! útilegumaður! Jón Pálmason þykist sjálfsagt hafa ráð á því að afskrifa mig og rnarga aðra óflokksbundna stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins og sjálfur hyggst hann vafa- laust vinna upp tapið með til- styrk vina sinna, kommanna, en vel gæti svo farið, að sumum skoðanabræðrum hans og sam- starfsmönnum yrði jretta tjón til- finnanlegra og sjálfsagt verður Jíað flokknum lítill álitsauki, þegar hann fer að afskrifa suma sína virðulegustu, kunnustu «g gætnustu menn, eins og þá Gísla Sveinsson, Pétur Ottesen og Jón Sigurðsson á Reynistað, en þessir rnenn ’allir munu hafa sýnt fram- komu stjórnarmeirihlutans í sumu.m landbúnaðarmálum, eigi minni gremju og fyrirlitningu en eg. Kúvendingin. Það er gleðilegt að fá nú jrá yf- irlýsingu frá svo háttsettum manni í stjórnarliðinu, sem for- seta sameinaðs Aljhngis, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi skipt um stefnu er hann gekk til stjórnar- samvinnu við sósíalistana. Jón mælir svo: „Maðurinn (þ. e. eg) hefir áður verið talinn Sjálfstæð- ismaður. Hefir hann sýnilega treyst }tví að Jjar væri að finna hina sönnu íhaldsmennsku. Þeg- ar þetta bregst með öllu við myndun núverandi ríkisstjórn- arP) þá þolir maðurinn ekki mát- ið.“ Það er rétt að ég heli fulla tvo áratugi fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum, jíótt eg hafi aldrei gengið í flokkinn eða ver- ið flokksbundinn sem kallað er. Allan þennan tíma mufi verða að telja, að flokkurinn hafi haft íhaldssama stefnu (Konservativa) þótt um jrað megi deila, en hann hefir að minnsta kosti fylgt nokk- urn veginn sömu stefnu. „Þegar svo þetta bregst með öllu“, ráða- menn flokksins svíkja stefnu sína og stuðningsmenn, þá þarf engan að undra, þótt bæði mér og fleir- um sé nóg boðið. Þetta er svo merkilegt atriði, ekki síst nú fyr- ir kosningarnar, að ástæða er til að gera því frekari sk.il. Sjálfstæð- isflokkurinn hefir fram að síð- ustu stjórnarmyndun talið sig fullkomna andstæðu sósíalistisks skipulags, að eg ekki nefni kommúnisma. Jón Pálmason hef- D Leturbreyting mín. ir predikað ákaft tveggja flokka fyrirkomulag, Jrar sem miðflokk- ar, eins og Framsóknarflokkur- inn, áttu að hvérfa, skiptast til hægri og vinstri, svo að aðeins tveir andstæðir flokkar yrðu til í landinu, sósíalistar annars vegar og andsósíalistar hins Vegar og átti Sjálfstæðisflokkurinn að vera kjarni hins síðartalöa. Hvernig hefir Jretta nú þróast hér? Jú þannig, að J. P. ásamt verulegum hluta Sjálfstæðisflokksins, hefir gengið til innilegs samstarfs við sósíalistana og fyrst og fremst kommúnistana, á þeim grund- velli, að ekki sé hægt að stjcrrna landinu nema í sameiningu við þá, en hver maður, sem hugsar rökrétt, hlýtur að sjá, að þetta er samá og að hér verði að taka upp sósíal istiskt stjórnskipulag eða að sósíalistar geti aheg ráðið stjórn- arstefnunni. Er margt, sem ber þess vott, þótt ekki verði Jrað rak- ið að sinni, en það er mikils virði, fyrir gamla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, að hafa nú fengið hreint og klárt frá forseta sameinaðs þings, að samvinna hans og meiri hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins við sósíalist- ana, sé kúvending frá fyrri stefnu flokksins. Samstarfið á BúnaðarJringi. Eg Jrarf ekki miklu að svara dylgjum J. P. um, að eg hafi, á síðasta Búnaðarþingi, gengið á hönd Framsóknarflokksins. Veit eg ekki hvernig ber að skilja þetta. Aðeins örsjaldan hefir ver- ið nokkur ágreiningur milli Sjállstæðis- og Framsóknar- manna á Búnaðarþingi, heldur ekki á síðasta Búnaðarþingi. Hitt mun rétt, að fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins á Búnaðarjringi, munu nær allir hafa verið óá- nægðir með stefnuskipti meiri hluta Sjálfstæðisþingmanna og gerðir stjórnarsamvinnunnar og höfðu fulla ástæðu til Jress. Af þessum ástæðum hefir J. P. og hans nótar ekki látið neitt tæki- færi ónotað að ausa Búnaðar- þingið svívirðingum, rangfæra samþykktir þess og sýna því margháttaðan fjandskap. Þetta er ekki óalgengt fyrirbrigði, að þeir, sem bregðast trausti ein- hverra og trúnaði, fyllast. nokk- urs konar ofsóknaræði' gegn þeim, er Jreir hafa brugðizt. Um meðferðina á Búnaðann;íIasjóðn- um er gagnslaust lyrir J. P. að reyna að skjóta sér á bak við meiri hluta Alþingis pg sex ráð- herra. Staðreyndirnar eru Jjær, að hann og Sigurður Guðnason, kommúnisti, eiga frumkvæðið. Hvor Jreirra hefir átt fyrstu uppástunguna að breytingunni skiptir engu máli, Jón hefir frá öndverðu stutt hana og krafizt með offorsi, að hún næði fram að ganga. Greinargerðin, sent er einstætt þingplagg, ættu sem flestir að lesa. Hún lýsir J. P. bet- ur en eg get gert. Búnaðarmálastjóðurinn. Svo fer Jón að rekja sögu Bún- aðarmálasjóðs, og má þá segja, að flest sé rangfært og umsnúið. Sjóðurinn á að vera framhald af skem mtiferða f ru m varp i Her- manns Jónassonar, sem borið var fram í sambandi við orlofslögin, en kommarnir og sálufélagar Jóns úr Sjálfstæðisflokknum léku sér að, hröktu milli deilda. hornskelltu og afmörkuðu, þar til forseti efri deildar var látinn úrskurða það sem nýtt frumvarp. v Meðferð Jressa frumvarps er gott dæmi um vinnubrögð þessára herra og velvilja til bænda, en kom í Jressu tilfelli að engu tjóni, því að frumvarpið naut álíka á- huga hjá bændum og fulltrú- um þeirra. Búnaðarmálasjóðs- lögin eigá ekkert skylt við þetta frumvarp og hafa aldrei átt og í þeim ekkert, er minnir á Jretta frumvarp, annað en 1/2% gjald- ið. Að Jrau hafi verið framhald al ferðasjóðslögunum, er því hreinn upjrspuni Jóns Pálmason- ar. Um þessi lög er ekkert sam- eiginlegt annað en meðferð meiri hluta Alþingis á þeim. Breyting þeirra J. P. og S. G. á Búnaðarsjóðslögunum gerbreytti eðli þeirra og tilgangi, svo að Jrau voru orðin alveg ný lög er þau fóru frá þinginu. Þá er ákvæðið um íhlutun ráð- herra. J. P. heldur því nú fram, að það hafi verið sett til að hindra, að Býnaðarþingið notaði sjóðinn sem flokkssjóð „Tíma- liðsins'* og fjargviðrast í því sam- bandi um pöntuð inótmæli, hlið- stæð ákvæði í öðrum lögum og tyggur loks þau margjórtruðu ósannindi, að meginhluta sjóðs- ins hafi átt að verja til hótel- byggingar í Reykjavík. Þessu þarf ekki miklu að svara, því að eg hefi gert það á öðrum stað, en þó skal dreþið á nokkuð. Mót- mælin, gegn íhlutun ráðherra um úthlutun sjóðsins, voru ekki pöntuð, eins og J. P. er að reyna að telja fólki trú um, þau komu án þess og áf þeirri einföldu ástæðu, að bændur um allt land, bæði Framsóknar- og Sjálfstæðis- bændur, fundu að félagssamtök þeirr^ voru, með þeim, beitt ó- jöfnuðir Morgunbl. og J. P. hafa haldið því fram, að þettásé alveg hliðstætt samþykki Alþingis á fjárhagsáætlun Búnaðarfélags ís- lands, en Jrað er argasta blekk- ing. Fjárhagsáætlun Bunaðarfé- lagsins byggist að langmestu leiti á fjárframlagi úr ríkissjóði og fjallar nær einvörðunngu um leiðbeiningar, atvinnulegk fræðslu og styrktarstarfsemi. Búnaðarþing taldi sér ekki fært að auka félagslega starfsemi sína og færa hana út á hið stéttarlega svið, nema afla til þess sérstaks framlags bændanna sjálfra, með- fram vegna þess, að það áleit að Alþingi mundi að öðrurn kosti ekki samþykkja fjárhagsáætlun þess. Búnaðarmálasjóðurinn átti að vera Jretta framlag bændanna, sem Jreir legðu hejldarsamtökum sínum til og þau fengju fullan og óskoraðan rétt yfir. Hlutverk Al- (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.