Dagur - 16.05.1946, Qupperneq 5
Fimmtudaginn 16. maí
DAGUR
5
Eimskipafélaoið og samgðnguvandrœðin
Síðari grein Guðm. Vilhjálmssonar
Svar DAGS - Síðari hluti
Það fer vel á því, að forstjóri Idottið svo fjarstæður möguleiki
Svo vikið sé að skýrslu þeirri,
sem „Dagur" birtir um ferða-
fjölda frá nýári, þá sést af henni,
að í janúar og febrúar hefur
Eimskipafélagið sent 5 skip til
Akureyrar með því sem næst 14
daga millibiU, og þetta kallar
blaðið „verstu siglingar um ára-
tugi“. Þeir, sem muna eitthvað
lengra en núverandi ritstjóri
„Dags“, munu varla telja, að
þetta séu verstu siglingar um
áratugi norður til Akureyrar um
háveturinn! Hitt minnist „Dag-
ur“ ekki á, að í desembennánuði
komu tvö skip norður. „Brúar-
foss“, sem tók fisk á Akureyri 14.
desember og „Fjallfoss“, senr
kom til Akureyrar 23. desember
(með jólavörurnar, sem „Dagur“
segir raunar, að hafi fyrst komið
þ. 18. janúar), • eftir að hafa
hreppt eitt versta veður, sem
komið hefur „um áratugi“ fyrir
norðan, og tafizt af þeirri ástæðu.
Árið 1945 komu skip félags-
ins og skip, sem það útvegaði til
flutninga, 21 sinni til Akureyrar
á 10 mánuðum (tvo mánuði árs-
ins var verkfall) og er það að
meðaltali tvisvar á mánuði. „Sel-
foss“ kom til Akureyrar 11 sinn-
um á árinu og „Fjallfoss" 3var,
en önnur skip 7 sinnum.
„Dagur" lætur svo sem blað-
inu sé mest áhugamál að losna
við umhleðslu varanna, en eftir
greinum, sem birtust í blaðinu
í janúarmánuði að dæma, þá er
það samt ekki orðið aðalatriði
að losna við umhleðsluna, held-
ur Iiitt að hún fari fram á Akur-
eyrii (stfr. grein í blaðinu 25. jan.
með yfirskriftinni: „Akureyri
hefur þegar bryggjupláss og
vörugeymslur til að verða mikil
umhléðsluhöfn" og 18. jan. þar
sem ein undirfyrirsögnin er:
„Eðlilegt að a. m. k. 20% af ut-
anríkisverzluninni fari um Ak-
ureyrarhöfn" . En vitanlega sér
hver heilvita maður, að á meðan
nauðsynlegt er að flytja vörur til
landsins frá útlöndum á þann
hátt, sem lýst hefur verið, og að-
alvörumagnið er skrásett til
Reykjavíkur, þá væri ekkert vit
í að fara að umhlaða vörunni
tvisvar þ. e. fyrst í Reykjavík og
síðan á Akureyri, það sm fara
átti til annara hafna á Norður-
landi, en svo er að sjá, að „Dag-
ur“ ætlist til þess. Vér teljum oss
a. m. k. ekki fært að greiða kostn-
að við tvöfalda umhleðslu var-
anna, finnst nóg að þurfa að
greiða kostnaðinn einu sinni, en
eins og lýst hefur verið í fyrri
greinargerðum vorum um þetta
efni, þá greiðir félagið allan um-
hleðslukostnað fyrir megnið af
vörum þeim, sem til landsins
koma og hefur það kostað félag-
ið margar miljónir á ári undan-
farin ár.
Dæmið, sem „Dagur“ tekur í
grein, er birtist í blaðinu 20. des-
ember f. á. og nefnist „Tölurnar
tala“„ sýna greinilega hvern
kostnað Eimskipafélagið tekur á
sig, er það flytur vörur ókeypis
út um land, en jiað gerif það
ávalt, Jregar vörurnar eru skrá-
settar béint á höfnina. Vörur
þær, sem um ræðir í nefndri
grein rnunu sem sé alls ekki hafa
komið með skipum Eimskipafé-
lagsins frá Danmörku, heldur
með skipi Santeinaða félagsins,
sem tekur vörur aðeins til
Reykjavíkur, og lætur móttak-
endum eftir að greiða kostnað-
inn við áframsen'dingu varanna.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins hefur kostnaðurinn á papp-
írssendingu nokkurri numið kr.
1338.41 frá Danmörku til Rvík-
ur. En flutnings- og umhleðslu-
kostnaður frá Reykjavík til Ak-
ureyrar hefur numið kr. 2.806.28
Ef sending jressi hefði komið
með skipi Eimskipafélagsins, og
verið skrásett til Akureyrar hefði
félagið greitt þessa síðarnefndu
upphæð, og haft þannig sent
beint tap á því að flytja vörurnar
áfram kr. 1.467.87. Af Jressu sést,
að það er ekki neitt smáræði,
sem félagið sparar þeim vöruvið-
takendum, sem senda vörur sín-
ar með skipum þess, og láta skrá-
setja þær beint á þann stað sem
þær eiga að fara. Vér höfum
veitt Jrví eftirtekt, að Eimskipa-
félagsins er ekki getið í þessari
síðastnefndu grein, en sennilega
hefði ekki verið hlífzt við Jdví,
ef Jrað helði átt hlut að máli.
Háværar raddir pru uppi um
það, að Eimskipafélagið taki upp
fastar viðkomur með skipum frá
útlöndum á hinum mörgu höfn-
um út um land og eru slíkar
kröfur ekki óeðlilegar, en vænta
verður þess, að Jreir viðskiptavin-
ir félagsins, sem kunnugir eru
þessum málum, sýni nokkra
sanngirni í kröfum sínum.
Eins og áðtrr hefur verið skýrt
frá, þá er enn sem komið er sára-
lítið af vörum skrásett beint út á
land, þannig að vitað sé fyrir-
fram á hvaða hafnir farmur er,
sem ekki þarf að umhlaða. Með-
an svo háttar til, er ekki mögu-
legt að taka upp reglubundnar
siglingar út á land eingöngu
vegna þeirra vara, sem þannig
eru skrásettar. Tafirnar yrðu ó-
heyrilegar og kostnaður stæði
ekki í neinu hlutfalli við gagnið,
sem að Jrví yrði. Eins og áður er
tekið fram eru Ameríkuskipin
allt of stór í ferðir út á land, þó
þau fengjust, en frá Ameríku
koma fyrst og fremst nauðsynja-
vörurnar, matvörur o. þ. h. og
Jaeim verður að skipa í land í
Reykjavík af ástæðum, sem skýrt
er frá hér að framan.
í sambandi við kröfuna um
auknar strandsiglingar af hálfu
Eimskipafélagsins, getum vér
ekki látið hjá líða að geta Jiess,
að Alþingi virðist ekki hafa álit-
ið ástæðu til að éfla þær, með
þyí að það hefur fellt niður á
núgildandi fjárlögum þann líti -
fjörlega strandferðastyrk, sem fé-
lagið hefur haft undanfarin ár.
Enda þótt þessi styrkur, sem var
82 þús. kr., sé ekki hærri en það,
að hann nægi til reksturs skip-
anna (að meðtöldum leiguskip-
unum), nema 18—19 klukku-
tíma, [)á er Jressi ráðstöfun þann-
ig, að hún getur ekki skoðast
sem viðleitni til að styrkja félag-
ið til Jress að viðhalda strand-
siglingum.
í greinum „Dags“ um sam-
göngumál undanfarna mánuði
hefur mikil áherzla verið lögð á
iað, að stríðið sé löngu búið, og
aar af leiðandi virðist blaðið á-
líta, að þar með geti allt verið
komið í samt lag og sama horf
og áður en Jrað hófst. En eins og
flestum er kunnugt, þá er það
svo, að þótt þeim erfiðleikum
og hættum, sem stöfuðu beinlín-
is af styrjaldarástandinu sé af
létt, er mjög langt frá jrví, að
viðskiptamálin séu komin í fast-
ar skorður ennþá og virðist ríkja
fullkomið ólriðarástand á því
sviði. En það getum vér fullviss-
að blaðið og alla lesendur Jress
um, að fengum er það meira á-
hugamál en oss, að hægt verði að
taka upp reglubundnar sigling-
ar í samræmi við Jrær meginrégl-
ur, sem ávallt hafa gilt um starf-
semi Eimskipafélagsins, sem sé
að sjá landsmönnum fyrir sem
hagkvæmustum siglingum, mið-
að við þarfir hvers staðar á land-
inu. Að |)ví verður stefnt þótt
atvikin hafi Jiví svo, að [rað hef-
ur ekki verið unnt nú um stund-
arsakir.
Reykjavík, 15>apríl 1946.
Hf. Eimskipafélag íslands.
G. Vilhjálmsson.
FOKDREIFAR.
(Framhald af 4 .síðu).
^essu máli var tækifæri fyrir hann
til þess að ná sér í ofurlítið stærra
hlutverk með því að mótmæla ályg-
um flokksbræðra sinna á hendur hans
eigin kjördæmi. En þingmaðurinn
hefur í þetta sinn alls ékki hætt sér
fram á senuna, minnkað úr hlutverki
statistans í einn minniháttar leiksviðs-
starfsmann að tjaldabaki, sem stuðlar
þar að því af „fremstu getu“ að ljósin
dofni ekki á senunni, meðan Jón
Pálmason og Pétur Magnússon koma
fram í hlutverki Leitis-Gróu frammi
fyrir alþjóð. Naumast verður það tal-
inn vegsauki fyrir hann að horfa þegj-
andi á þær aðfarir, sem hafðar hafa
verið i frammi gagnvart hans eigin
kjördæmi, í þessu máli.
Hlutverk áhorfendanna.
jj^KUREYRINGAR hafa verið í
hlutverki áhorfenda á fremsta
bekk í þessari ljótu leiksýningu
stjórnarliðsins. Nú líður að því að
tjaldið falli við kosningarnar í næsta
mánuði. Ætla þeir að klappa sýning-
arstjórana, leikendur og statista fram
við leikslok eða sýna þeim verðskuld-
aða fyrirlitningu?
Píanó-harmonika
„Gasali", 3ja kóra, 120 bassa,
er til sýnis og sölu á afgr.
Dags.
Atvinna
STÚLKUR geta fengið at-
vinnu (tímavinnu) í pylsu-
gerð K. E. A.
Eimskipafélagsíns skuli minna I
lesendur á, að hann muni lengra
aftur í tímann en ritstj. Dags,
enda hefði hann að öðrum kosti
ekki farið út í Jiá sálma, að vé-
fengja ])á staðhæfingu, að sigl-
ingarhar hingað á því herrans
ári 1946 séu þær verstu í áratugi.
Um hitt getur hann aftur á móti
ekki, til hvaða árabils lians verð-
ur að Jjræða slóð minninganna,
til Jress að Jinna jafnillt ástand.
Meðan J) ið liggur ekki fyrir, tel-
ur Dagur staðhæfingu sína
o o
standa óraskaða, enda erfitt að
kollvárpa staðreyndum, jafnvel
)ótt lífsreyndir menn eigi í hlut.
Ótraust skýrslugerð.
Um skýrslugerð forstjórans til
sönnunar tíðum skipaferðum
norður fyrir land á árinu 1945
og fyista ársfjórðungi yfirstand-
andi árs er ])að lyrst og fremst að
segja, að miklu lrefði hún orðið
betra sönnunargagn, ef forstjór-
inn liefði jafnframt birt skýrslu
um skipakomur til Reykjavíkur
á sama tímaþili. Þá hefði nauð-
synlegur samanburður fengizt.
Þá er þess og að geta, sem Dagur
og gerði er hann gat um ferða-
fjölda Eimskipafélagsins frá ný-
ári, að ekki fluttu öll })au skip,
er ráku stafn hér að bryggjun-
um, verulegt vörumagn hingað,
heldur voru sum þeirra að veru-
legu leyti fest í öðrum flutning-
um. Tölur um ferðafjöldann,
ekki meiri en hann þó er, eru því
hvergi nærri Jaað sönnunargagn,
sem hér er ætlast til og mun það
einnig eiga við um árið 1945. —
Um reynsluna þarf aftur á móti
ekki að deila. Svo er nú kornið,
að almenn alda óánægju er risin
um land allt, utan Reykjavíkur,
vegna Jtessa ófremdarástands í
siglinga- og innflutningsmálun-
um. Þar eiga nú orðið hlut að
máli aðilar, sem forstjórinn mun
líklega telja vinveittari sér og
sínum en Dag, en í þeirra rök-
semdum kveður þó við mjög í
sama tón. Forstjórinn getur tæp-
lega ætlast til þess, að kveða nið-
ur þessa óánægju með ekki hald-
meiri röksemdum en þessari
skýrslugerð. Þeir, sem reynt hafa
að flytja vörur í milli hafna hér
við land á undanförnum árum,
munti tæplega telja sér neinn
hugarléttir að henni eða að luin
taki sárasta broddinn af dýr-
keyptri reynslu þeirra um sam-
göngurnar. Skýrslur hagstofunn-
ar, um gagnbreytingu þá, sem
orðið hefir á innflutningsverzlun
landsins síðan í stríðsbyrjun, tala
miklu skýrara máli og er þeirra
áður getið í þessum orðaskiptum.
Uníhleðslan kostar „milljónir".
Það hlýtur að liafa verið liálf-
gerður fljótalestur hjá forstjór-
anum á skrifum Dags í janúar,
ef hann heldur að blaðið hafi
óskað eftir tvöfaldri mnhleðslu
nauðsynjavarnings hér við land.
Blaðinu hafði satt að segja ekki
í hug, enda aldrei á hann minnst.
Vonandi merkir þessi Inigmynd
forstjórans ekki. að hann geti
ekki hugsað sér neina vöruflutn-
inga til landsins öðruvísi, en að
vörunni sé skilyrðislaust skipað
á land í Reykjavík, og fyrsta úr-
bót á umhleðslufarganinu fyrir
tilverknað F.imskipafélagsinsyrði
Jrá önnur umhleðsla t. d. hér á
Aktireyri? F.n hvað sem því líður,
þá var mergurinn málsins sá, í
skrifum Dags í janúar. að Akur-
eyrarhöfn hefði umráð yfir næg-
Um geymsluplássum og bryggj-
um, til Jaess að taka á móti heil-
um förmum frá útlöndum (ekki
Reykjavík) og skipta Jreim síðan
liéðan á smærri hafnir fyrir norð-
an og austan. Þessi möguleiki er
ennþá fyrir hendi og hefir verið
notaður af samvinnufélögunum
um skeið til hagsbóta fyrir þessa
fjórðunga. Er ekki ástæða til að
fjölyrða um það frekar hér. Hitt
er ajLyglisvert, að forstjórinn
upplýSr nú, að umhleðslurnar í
Reykjavík kosti „margar mill-
jónir á ári.“ Þessu hefir Dagur
jafnan heldið fram, en ýmsir
hafa viljað andmæla. Dagur get-
ur þó ekki verið forstjóranum
sammála um, að þessi kostnaður
allur komi á bak Eimskipafélags-
ins, heldur hlýtur hann vitaskuld
að lenda-á bak neytendanna úti
um land að lang mestu leyti, í
líækkuðu vöruverði. En fyrst for-
stjórinn nú viðurkennir, að um-
hleðslurnar kosti „margar
milljónir á ári,“ væri fróðlegt að
heyra, hvað það mundi kosta
iTiikið, að láta 1—2 skip annast
regl u bundnar siglingar til hafna
úti um land og afnema þannig
umhleðslurnar og milljónakostn-
aðinn. Það skyldi þó aldrei koma
í ljós, að jöfnuðurinn á þeim
reikningi yrði annar en forstjór-
inn vill gefa í skyn?
Einkennilegur hugsunarháttur.
Það er einkennilegt að heyra
talað um sérstakan „kostnað"
sem félagið hafi af því að flytja
vörur til ákvörðunarstaða úti um
land og ennþá furðulegra þegar
forstjói inn reiknar það út, að
Eimskipafél. mundi hafá „tapað“
1467 krónum á að flytja tiltekna
pappírssendingu til Akureyrar,
ef hún hefði komið með þess
skipi. Þessi hugsunarháttur er þó
ekki alveg nýr af nálinni og
kunnur ýmsum landsmönnum.
Ríkisstofnanir, sem hafa einka-
sölu á neyzluvörum, selja vörur
með tvenns konar verði, eftir því
hvar menn eiga heima á landinu.
Samkvæmt röksemdum forstjór-
ans, ætti t. d. Tóbakseinkasalan
að tapa 10 aurutn ;i hverjum
sígarettupákka sem hún selnr
landsmönnum, utan Reykjavík-
ur; ef henni hefði ekki hug-
kvæmst það snjallræði, að láta
landsmenn sjálfa borga þetta
gjald. Það er skiljanlegt, að
menn, sem sjá lítið út yfir Sel-
tjarnarnesið, hugsi svona, en
(Framhald á t. siOu).