Dagur - 04.07.1946, Page 6

Dagur - 04.07.1946, Page 6
6 D A G U R Fimmtudagur 4. júlí 1946 Ur bæ og byggð KIRK JAN. Messað á Akureyri sunudaginn 7. júlí kl. 11 f. h. Prests- vígsla. Arngrímur Jónsson guðfræði- kandidat vígður til Odda. Séra Stefán Eggertsson lýsir yígslu. Örlagagátan eftir Björgvin Guð- mundsson verður flutt í heilu lagi n.k. föstudag kl. 9.30 síðdegis í Nýja-Bíó af Kantötukór Akureyrar. — Kórmeð- limir eru beðnir að mæta, til æfingar í Nýja-Bíó, fimmtud. kl. 6.15 stund- víslega. . .1 sambandi við Brautarhólsmótið verða samkomur í Zíon mánudó 8. og þriðjud. 9. þ. m. kl. 8.30 e. h. Ræðu- menn verða: Séra Sigurbjörn Einars- son dósent, Steingrímur Benediktsson kemiari Vestmannaeyjum, Vestur-ís- lendingurinn Kristinn Guðnason verk- smiðjueigandi o. fl. Ferðafélag Akureyrar fer til Öskju og Vatnajökuls um næStu helgi. Laug- ardaginn 13. júlí næstk. verður farið til Austurlands (6 daga ferð). Ef til vill til Vopnafjarðar og Breiðdalsvík- ur, samanber ferðaáætlun í „Ferðir“. Farmiðar og upplýsingar þeirrar ferð- ar hjá Kristófer Vilhjálmssyni, c/o. skrifstofu Flugfélags Islands. Glæsileg söngiför Kantötukórs Akureyrar til höfuðstaðarins , (Fnimhald ai 1. úðu). Landssambandsins með miklum ágætum og var kórinn leystur út með gjöfum, hlaut vandaða fána- stöng, en mér færði sambandið fagran, útskorinn ask. Eg er mjög ánægður með förina í heild.“ — Er ætlunin að flytja Örlaga- gátuna hér á Akureyri? „Já, við munum flytja verkið í Nýja-Bíó annað kvöld, föstu- dag, kl. 9.30. Einsöngvarar verða þeir sömu og fyrir sunnan. Kór- inn gerir sér vonir um góðar við- tökur bæjarbúa." Blaðadómar um Örlagagátuna og flutning kórsins bera með sér að koma kórsins hefir ekki þótt neinn hversdagsviðburður í tón- listarlífi höfuðstaðarins. Hall- grímur Helgason tónskáld ritar í Alþýðublaðið um verkið og sönginn: „Björgvin Guðmundsson hefir ráðizt í j^að lofsverða fyrirtæki, að kynna söngdrápu sína „Ör- lagagátuna“ fyrir blandaðan kór og sjö einsöngsraddir með undir- leik. Hefir kórinn — hinn mann- í'lesti innlendi aðkomukór með rösklega fimmtíu söngfélögum, er gist hefir Reykjavík — þar með leyst af höndum þjóðhollt starf og merkilegt, er lengi mun í minnum haft og skapa gott for- dæmi. Félög, er vinna jafn Joýð- ingarmikið menningarstarf og Kantötukór Akureyrar undir handleiðslu Björgvins Guð- mundssonar, eiga að v.erða miklu gildari þáttur þjóðlífsins en raun er á orðin, því að Jiau hafa boð- skap að flytja langt fram yfir flest önnur félög og stéttafélög og stéttasamtök innan þjóðfé- lagsins. Það er hlutverk menn- ingarstjórnmálanna, að huga að þessum gróðurkvistum þjóðar- meiðsins og laða þá til hins mesta og bezta jnoska og fullrar döfnunar landslýð öllum til auk- ins andlegs velfarnaðhr. Ekkert félag á gjörvöllu íslandi hefir lielgað alla krafta sína óskipta ævistarfi og köllunarverki eins manns í lifanda lífi, og unnið af ósleitilegri og dyggðaríkri trú- HER HVILIR R00SEVELT Myndin er ai hinu einfalda o£ íagra minnismerki á gröf Roosevelts torseta i garöinum i Hyde Park, óðalssetri hans og Rooseveltsættarinnar. Hyde Park er nú eign Bandaríkjaþjóðarinnar. mennsku, svo sem gjört hefir Kantötukórinn í þágu Björgvins Guðmundssonar. Með þessum trygga og dáðfúsa hóp kvenna og karla, hefir tónskáldið brotið sér braut sem alþjóðlegur laghöf- undur og þjóðvinur og nú loks öðlazt þá sjálfsögðu viðurkenn- ingu, að vera leystur undan um- svifamikilli og tímafrekri söng- kennslu við tvo stóra skóla, sem ætíð hlýtur að standa skapandi gáfu hættulega fyrir þrifum og sljóvga hana. Óratóría Björgvins Guð- mundssonar er samin af mikilli sönggleði, svo að ánægjan við lausn verksins verður yfirsterkari öllum heilabrotum um nýjan stíl. Þannig hefir Björgvin tekizt að skapa alþýðlegt verk í stóru formi, með Jíví einu að „mússí- séra" eftir hjartans lyst og löng- un einni saman. Slík afstaða höf- undarins réttlætist fyrst og fremst með góðri laglínu, sem hann dregur greinilega fram með hefðbundnum undirleik í ætt við síð-barok-tímann, með staðgóðum þríhljómum og tengi- hlaupum. Sem kórsöngshöfund- ur markar Björgvin sér breiðast svið. Hermiröddun hans og gegnfærðar eftirlíkingar verða oft að stórkostlegum hljóm- stöplum, sem spenna atvikarás- ina til dramatískfa átaka við efn- ið, eins og í lokakór fyrra þáttar, „En böl ei bítur á oss“. Hins veg- ar keniur fölskvalaus hugargleði og gneip kátína l'ram í veiz.lu- kórnum „Glatt var á hjalli“, en hámark kórhlutverksins birtist í hinum ógnþrungna leigðar- galdri „Úti þýtur helreið“ og í nornasenunni grimmúðugu, fyr- ir kvenankór, „Sækjum á“ .... Kantötukórinn flutti verkið undir óskeikulli stjórn höfundar- ins. Raddgæði tenórs og. sóprans ber af sakir hins góða og fylíing- armikla hreims, er einkennir báðar raddir; sömuleiðis ber alt- inn sína byrði með sóma, en bass- ann skortir hinn djúpa og breiða blæ undirstöðunnar og er í nokkru áfátt um nákvæma tón- hæfni, skýtur endrum og eins yf- ir markið. Einsöngvararnir Helga Jónsdóttir, Ingibjörg Ól- afsdóttir, Björg Baldvinsdóttir, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Hreinn Pálsson, Hermann Stef- ánsson og Ólafur Magnússon, reyndust höfundinum hinar styrkustu stoðir og juku gildi flutningsins að miklum mun, með öruggri framkomu sinni og alúð í starfi. Lena Otterstedt var hinn óbrigðuli og samvizkusami NÝJA BÍÓ Fimmtud.kv. kl. 9: Við lifum þótt við deyjum Laugardág kl. 6: Kvennaglettur Laugard.kv. kl. 9: Gasljós Sunnud. kl. 3: Fjórar stúlkur í „]eppa“ Sunnud. kl. 5: Við lifum þótt við deyjum Sunnud.kv. kl. 9: I björgunar bátnum SÁ, Innilega þökkum við auðsýnda samúð við íráfall og jarð- arför konu minnar, móður okkai og ömmu, PÁLÍNU M. J. MÖLLER. Eðvald Möller, börn og barnabörn. undirleikari kórs og einsöngvara, lék Jrar að auki millispil öll ein og sýndi lofsamlega árvekni og dugnað gegnum allt verkið frá fyrsta til síðasta takts og var jafn- an reiðubúin að greiða söng- flokknum götuna, ef vanda bar að höndum. Björgvin Guð- mundsson tók með þökkum, vin- samlegum undirtektum áheyr- enda, blómum og miklu l^fataki, og mun hann eflaust geyma ])á minningu sem áskorun um, að láta hér eftir skemmri tíma líða milli heimsókna Kantötukórs Akureyrar til Suðurlands, en ver- ið hefir til þessa.“ Islandskort 115 kort í einu vönduðu bindi. Mælikvarði 1 : 100.000. Verð kr. 369.00. Aðeins fá eintök óseld. Einnig aðalkort öll, sem fáanleg eru kr. 4.50. — Yfirlitskort með bílvegum kr. 1.80. b ék Sími 444. KbkhkhkhkhkhkhkhkhkbkbkbkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhcbkhkhK >mKHKHKH>mKHKHKHKH><rO<HKHKHKHKHKH>m>mKHKH><HKHKHKHKH><H: Frá Happdrættinu Endurnýjun til 7. flokks er hafin. Á að vera lokið 5. júlí. Dregið verður 10. jtilí. Þeir, sem ekhi endurnýjuðu fyrir siðastn flokk, geta endurnýjað nú, séu miðarnir óseldir. Eftir er nð draga 4869 vinninga, samtals fyrir 1.714.100 krónur Endurnýið í tíma. Kaupið .miða rneðan til eru Bifreiða tryggijigar ! V átryggingardeild^Þ* Zenith og B. S. A. - mótorhjól, í góðu standi, til sölu. — Upplýsingar í pósl- húsinu. sem tók regnhlíf á þriðju- dagskvöldið að Hótel Norð- urlandi, skili henni strax á sama stað. Kvenarmbandsúr tapaðist nú í vikunni á leið- inni frá sundlauginn niður Oddeyrarg. í Hólabraut. — Finnandi góðfúslega beðinn gera aðvart í afgr. Dags. Barna-regnkápur, nýkonmar. Verzlunin L () N D O N Tapast liefur Vil selja vörubifreið Ghevrolet, árg. 1943, með miklu af varastykkjum. INGIMUNDUR ÁRNASON. rauður hestur með blesu á fl ipa, e. t. v. með band um liáls. Góðfúslega til- kynnið mér ef þið verðið hans varir. KRISTJÁN E. KRISTJÁNSS. Hellu. Hreppsnefndarkosningar og kosn- ing til sýslunefnda, fer fram um land allt næstk. sunnudag. Bændur skera úr deilunni um til- i högun stéttarsambands síns með at- I kvæðagreiðslu á sunnudaginn kemur. Á Akureyri fer kosningin fram við Kaupvangstorg, þar sem áður var af- greiðsla Dags. | Sildveiðin. Fyrsta síldin á þessari ! vertíð barst til SR í Siglufirði og Dag- verðareyrar um sl. helgi. Flest veiði- skipanna eru komin á veiðar, en síld- ar hefir óvíða orðið vart, enda tíðin óhagstæð til þessa. * Dagur er 6 bls. í þetta sinn. I Dánarfregn' | Þegar blaðið er að fara í press- una berst sú sorgarfregn að Jó- hannes G. V. Þorsteinsson, píanóleikari, haf'i látizt í Kaup- mannahöfn. Jóhannes, öllurn Akureyring- um kunnur, var Jrekktasti jazz- píanóleikari landsins, og hafði nýlega haldið hljómleika í Khöín ásamt söngkonunni Elsu Sigfúss. — Jóhannes var innan við þrítugt. Flugferðir milli Akur- eyrar og ísafjarðar Næstkomandi laugardag hefj- ast reglubundnar flugferðir milli Akuteyrar og ísafjarðar á vegutn Flugfélags Islands. Flogið verður einu sinni í viku, ef ástæður leyfa. Eyrsta ferðin verður farin héðan með Catalinaflugbát á laugardaginn kemur, tekið á móti pöntunum á skrifstofu fé- lagsins hér. Afgr. á ísafirði hjá Kaupfélagi Isfirðinga,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.