Dagur - 15.08.1946, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. ágúst 1946
D A G U R
3
ÚTILlF OG
ÍPRÖTTIR
Fundur stjórnar í. B. A.
18. júlí var haldinn fundur í stjórn
í. B. A. Mætti þar íþróttafulltrúi rík-
isins, Þorsteinn Einarsson, og íþrótta-
svæðanefnd K. A. og Þórs. Til um-
ræðu var íþróttasvæðismál bæjarins,
og rakti formaður í. B. A. forsögu
þess máls, og það, sem gert var í mál-
inu á síðastliðnum vetri, m. a. var lagt
fram bréf það, sem íþróttafélögin
skrifuðu bæjarstjórn 5. apríl sl.
Samþykkt var að halda áfram að
vinna að málinu á þeim grundvelli er
lagður var með samþykkt allsherjar-
nefndar bæjarstjórnar Akureyrar
1944 og fjallar um æfingavelli á Odd-
eyri, enda er nefnt bréf frá 5. apríl í
samræmi við þá samþykkt.
Samþykkt að óska eftir því að
svæðið sunnan við sundlaugina verði
nú þegar ákveðið fyrir íþróttasvæði
og það sléttað lárétt sem allra fyrst.
Svör þau, sem stjórnmálaflokkarnir
gáfu við bréfi íþróttafélaganna við-
komandi vallarmálunum, fyrir síðast-
liðnar bæjarstjórnarkosningar, virtust
bera það með sér, að allir flokkarnir
vildu leysa þetta mál fljótt og vel.
Enda er varla annað sæmandi, þar
sem allir vita að núverandi ástand í
vallarmálum bæjarins er algjörlega
óviðunandi og hefir verið það lengi.
Vænta íþróttamenn bæjarins þess
fastlega, að bæjarstjórnin taki þessi
mál til alvarlegrar yfirvegunar nú
þegar, svo að hægt sé að hefja undir-
búning að byggingu æfingavallanna.
*
Drengjamót í frjálsum íþróttum.
Nýlokið er í Reykjavík 5. drengja-
meistaramóti Islands, í frjálsum
iþróttum. 5 drengjamet voru sett á
mótinu. Bezti árangur í hverri grein
þessi:
100 metra hlaup: Haukur Clausen,
í. R., 11,7 sek.
Hástökk: Orn Clausen, I. R.,
1.70 m.
1500 m. hlaup: Stefán Gunnarsson,
Á., 4.34.6 mín.
Kringlukast: Vilhj. Vilmundarson,
K. R., 44.21 m.
Langstökk: Björn Vilmundarson,
K. R., 6.80 m., nýtt drengjamet og
bezti langstökksárangur ársins.
Stangarstökk: Isleifur Jónsson, í.
B. V., 3.20 m.
Kúluvarp: Vilhj. Vilmundarson K.
R., 14.86 m.
400 m. Vilaup: Pétur Sigurðsson, K.
R. 53.6 sek., nýtt drengjamet.
Þrístökk: Björn Vilmundarson, K.
R., 13.08 m.
3000 m. hlaup: Stefán Gunnarsson,
Á., 9.35.0 mín.
Spjótkast: Ásm. Bjarnason, K. R.,
53.97 m., nýtt drengjamet.
Einn keppandi var á mótinu frá
Akureyri, Ofeigur Eiriksson úr K. A.
Kastaði hann í spjótkasti 48.22- m. og
varð þriðji i röðinni.
*
Þá er nýlokið drengjamóti hér á
Akureyri, jóku þátt í þvi 16 keppend-
ur frá K. A. og Þór. Árangrar urðu
þessir:
80 m. hlaup (16—19 ára).
1. Jón Hjaltason, Þór, 10.1 sek.
2. Haraldur Ólafsson, Þór, 10.4 sek.
Innan 16 ára.
1. Baldur Jónsson, Þór, 9.9 sek.
2. Agnar B. Óskarss., Þór, 10.0 sek.
3. Hannes Guðmundsson, Þór,
10.3 sek.
Langstökk.
16—19 ára.
1. Haraldur Ólafsson, Þór, 5.47 m.
2. Jón Hjaltason, Þór, 5.36 m.
Innan 16 ára.
1. Agnar B. Óskarss., Þór, 5.54 m.
2. Hannes Guðmundss., Þór, 5.19 m.
3. Stefán B. Einarss., K. A., 5.09 m.
Hástökk.
16—19 ára.
1. Jón Hjaltason, Þór, 1.45 m.
2. Haraldur Ólafsson, Þór, 1.40 m.
Innan 16 ára.
1. Agnar B. Óskarss., Þór, 1.50 m.
2. Baldur Jónsson, Þór, 1.45 m.
3. Áki Eiríksson, K. A., 1.45 m.
Þrístökk.
16—19 ára.
1. Haraldur Ólafsson, Þór, 11.43 m.
2. Jón Hjaltason, Þór, 11.00 m.
3. Ófeigur Eiríkss., K. A., 10.96 m.
Innan 16 ára.
1. Baldur Jónsson, Þór, 11.49 m.
2. Guðmundur Órn Árnason, K. A.,
10.33 m.
3. Hannes Guðmundsson, Þór,
10.03 m.
Spjótkast.
16—19 ára.
1. Ofeigur Eiríkss., K. A., 47.03 m.
2. Jón Hjaltason, Þór, 37.15 m.
3. Haraldur Ólafsson, Þór, 36.57 m.
Innan 16 ára.
1. Axel Kvaran, K. A., 35.10 m.
2. Kristján G. Kristjánsson, Þór,
31.93 m.
3. Tryggvi Georgsson, Þór, 31.22 m.
Kringlukast.
16—19 ára.
1. Ófeigur Eirikss., K. A., 36.96 m.
2. Jón Hjaltason, Þór, 33.12 m.
3. Lárus Zóphoníass., Þór, 27.77 m.
Innan 16 ára.
Agnar B. Óskarss., Þór, 31.30 m.
2. Hannes Guðmundsson, Þór,
29.75 m. '
3. Trausti Hallgrímss., Þór, .29.53 m.
Kúluvarp.
16~19 ára.
1. Ófeigur Eiríksson, K. A., 12.93 m.
2. Jón Hjaltason, Þór, 11.92 m.
3. Haraldur Ólafsson, Þór, 9.79 m.
Innan 16 ára.
1. Agnar B. Óskarss., Þór, 11.69 m.
2. Baldur Jónsson, Þór, 11.51 m.
3. Guðmundur Örn Árnason, K. A.,
11.36 m.
Arangrar á þessu móti eru ef til vill
ekki sérlega góðir, t. d. í samanburði
við drengjameistaramótið, og ber
margt til. — Drengirnir eru flestir
innan við 16 ára aldur og nýlega byrj-
aðir að æfa. Þá hefir og gengið mjög
erfiðlega að útvega gaddaskó og ann-
að til æfinganna, en það, sem mestu
veldur þó, er, að aðstaðan til æfing-
anna er mjög bágborin, og þarf vart
að vænta mikilla afreka meðan ekki
skipast betur í þessum málum, en nú
er. Margir þeirra drengja, sem fram
komu á þessu móti eru tvímælalaust
ágætis íþróttamannaefni, sem mikils
má vænta af haldiiþeir áfram að æfa
af kappi.
Hér fer á eftir greinargerð, sem
Tryggvi Þorsteinsson hefir sent félög-
unum, en hann þjálfaði drengina fyr-
ir mótið.
*
„Dagana 18. júl, til 1. ágúst hafði
eg umsjón með æfingum nokkurra
drengja, sem æfðu frjálsar íþróttir.
Drengirnir voru úr K. A. og Þór, og
æfðu sameiginlega.
Aðstaða á vellinum var slæm, en
áhugi margra drengjanna mjög mikill.
Margir drengjanna höfðu eitthvað
fengist við frjálsar íþróttir áður og
var reynt eftir megni að veita hverj-
. um einum þá tilsögn, er hann þurfti.
Æfingar stóðu yfir einn til tvo tima
á kvöldi.
Þrjú síðustu kvöldin fór fram mót
i frjálsum íþróttum og fylgir hér með
keppendaskrá og árangrar þeir er náð-
ust.
Að þessu sinni var mótið ekkert
auglýst og var það ráð tekið með til-
liti til þess að einhverjir keppend-
anna hefðu ekki komið fram hefðu
þeir átt von á mörgum ókunnugum
áhorfendum.
í sambandi við áframhaldandi æf- 1
ingar tel eg nauðsynlegt:
1. Aðstaðan til æfinga í frjálsum |
íþróttum verði bætt svo sem unnt er
á einum stað, og allir bæjarbúar, sem
þessar íþróttir æfa hafi jafnan að-
gang að og æfi sameiginlega.
2. Að séð verði fyrir fleiri áhöldum
til æfinga.
3. Að félögin hlutist til um að
frjálsra-íþróttamenn geti fengið
gaddaskó og hentug æfingaföt. Legg
til að I. B. A. taki upp rauðbrún æf-
ingaföt fyrir félög innan sinna vé-
banda, og hvert félag merki síðan sina
menn með viðkomandi félagsmerki.
4. Legg til að reynt verði að koma
upp annarri drengjakeppni i frjálsum
íþróttum, t. d. í september í haust.
Akureyri, 4. ágúst 1946.
Tryggvi Þorsteinsson."
*
Norðurlandsmót
í handknattleik kvenna hófst sl.
laugardag á Akureyri. Kepptu þá K. |
A. og Þór — en þriðji þátttakandinn
er Völsungar á Húsavík. — Veður
þótti ekki gott á laugardaginn, en
stundum láta stúlkur sér ekkert fyrir
brjósti brenna! K. A. hafði greinilega
yfirburði í þessum leik og sigraði
með 3:1 marki. Næsti leikur var kl.
2.30 á sunnud. milli Völsunga og
Þórs. I'liði Völsunga eru flest korn-
ungar stúlkur og nýliðar í keppninni.
En þær eru sprettharðar og sýna oft
góðan samleik. En Þórs-„dætur“
höfðu nú sótt í sig veðrið og unnu
leikinn með 5 : 3 mörkum. Síðasti
leikurinn — samkv. áætlun — var
svo kl. 6.15 sama dag. Mættust þar
K. A. og Völsungar. Var það hraður
og skemmtilegur leikur, hættuleg
upphlaup hjá báðum og góð markskot
en lika vel varið. Völsungar sýndu nú
öflugri leik en á móti Þór, og þarna
nokkra yfirburði, og unnu leikinn með
5 : 4 mörkum. •— Voru þá félögin jöfn
með 2 stig hvert, og verður því að
leika að nýju.
Ráðgert er að ljúka mótinu næstk.
laugardag. Mun áhugi mikill hjá öll-
um liðunum að sigra á mótinu — og
verður ekki annað séð ,en þar hafi
öll svipaða möguleika. Við úrslit
mun velta á því, hvert liðið er sterk-
ast i ,,taugastríðinu“, og getur haldið
ró sinni til athafna, þrátt fyrir kapp-
saman leik og æsandi hróp mann-
fjöldans, sem að mun safnast á laug-
ardaginn kemur.
ERLENT YFIRLIT 14. ÁGÚST.
*
Frá ársþingi íþróttasambands
Islands.
Ársþing Iþróttasambands íslands
var haldið í Reykjavík 20. og 21. júní
sl. Alls voru mættir á þiriginu 40 full-
•trúar. Fulltrúar frá Akureyri voru
form. I. B. A., Ármann Dalmannsson,
Hermann Stefánsson og Bjarni Hall-
dórsson. Fjölda mörg mál lágu fyrir
þinginu, og voru ýmsar samþykktir
gerðar. Skorað var á Alþingi að lög-
skipa 17. júní sem þjóðhátíðardag.
Margar tillögur voru samþykktar í
áfengis- og löggæzlumálum og var
skipuð þriggja manna milliþinganefnd
til að undirbúa raunhæfar tillögur til
úrbóta í áfengismálum. Stjórn sam-
bandsins var falið að vinna að því að
öll félög og félagasambönd innan í.
S. I. hafi fána- eða merkjasölu einu
sinni á ári og skiptist ágóði jafnt milli
I. S. I. og viðkomandi félags. Að unn-
ið verði að auknum krafti að eflingu
íþróttaheimilissjóðs I. S. I. Að undir-
búið verði sem bezt 35 ára afmaglis-
mót í. S. í. á Þingvöllum 1947ogjafn-
framt skorað á öll íþróttafélög lands-
ins að senda sem flesta keppendur.
Er ástæða að taka þetta til athugun-
ar og hefja undirbúning nú þegar. Ár-
gjald til sambandsins var ákveðið
óbreytt kr. 0.75 fyrir hvern meðlim.
Ymsar fleiri tillögur voru samþykkt-
ar, svo sem tillögur frá laganefnd I.
S. í. og verður þeirra ef til vill getið
síðar, er lögin með áorðnum breyting-
um hafa borizt félögunum. Að loknu
þingi bauð bæjarstjórn Reykjavíkur
þingfulltrúum til miðdegisverðar á
Þingvöllum.
Kommúnistaflokkur Frakklands úlvörður ráðstjórn-
arinnar gegn brezk-frönsku bandalagi
Skjót endurreisn atvinnuvega Frakklands er trygging
fyrir auknu sanrstarfi vestur-evrópsku þjóðanna
London. — Brezka ríkisstjórnin tók mikilvæga ákvörðnn nndir
lok síðasta mán^ðar. Ákveðið var að taka boði Bandaríkjamanna
um elnahagslega einingu hernámssvæða Bandríkjanna og Bret-
lands í hýzkalandi. Jafnframt munu hafa verið lögð drög að auknu
samstarfi vestur-evrópisku þjóðanna í heild. Amrar hornsteinninn
í slíkri samvinnu hlýtur óhjákvæntilega að verða Frakkland og
brezka ríkisstjórnin gerir sér nú ljóst, að brezk-franskt bandalag í
Iramtíðinni er komið undir efnahagslegri endurreisn Frakklands
og minnakandi áhrifum kommúnistaflokksins á stjórn landsins. —
Kommtmistarnir eru mótfallnir slíku bandalagi. Þeir vilja „hlut-
leysi" Frakklands í tilraunum stórveldanna til þess að skapa ríkja-
samsteypur í vestri og austri. Umfram allt er það áhugamál þeirra,
að Bretum og Bandaríkjamönnum takist ekki að sameina vestur-*
evrópisku þjóðirnar í samstillta heild á pólitískum og efnahagsleg-
um vettvangi. Rtissar telja slíka samsteypu fela í sér hættu, jafnvel
Jré)tt Jreir hafi þegar komið á samsteypu eftir sínu höfði í Austur-
Evrópu, og Jressi stefna Rússa er kjarninn í utanríkismálastefnu
franska kommúnistaflokksins.
-------
Þetta viðhorf Breta kom greinilega fram í ræðu, sem einn ráð-
herranna brez.ku, Noel-Baker, hélt í þinginu nú um mánaðamótin.
Noel-Baker sagði m. a.: „Frakkland getur skapað Jrjíiðhagslegt og
viðskiptalegt öryggi, ef Jrað hefir ylirráð yfir nægilega miklu af kol-
um. Tap 50.000 smálesta af koltím nú, áðtir en vetur gengur í garð,
mundi verða gífurlegt áfall fyrir Irönsku ríkisstjórnina, sem er að
reyna að endurreisa hið lamaða I járhagskerfi landsins. Þetta sama
gildir í Hollandi og Belgíu. Endurreisn lýðræðislegs fjárhagsörygg-
is í þessum löndum er mikilvægt hrezkt hagsmunaatriði.“ Með
öðrum orðum: Skipan öryggismála Vestur-Evré)pu er nátengd hinni
efnahagslegu endurreisn. Undanfari pólitísks og og hernaðarlegs
samstarls er viðskipta- og fjárhagslegt samstarf. Slíkt samstarf, er að
gagni mætti verða, er óluigsandi, ef kommúnistaflokknum franska
tekst að halda Frakklandi hlutlausu í átökum hinna stórveldanna
urn skipan mála í Evrópu.
-------
Margt bendir nú lil Jress að styrkur kommúnistanna sé að fjara
út í Frakklandi. A síðustu vikum hefir verið talsvert áberandi frá-
hvarf frá stefnu þeirra meðal ýmsra kunnra manna. Néfna má sem
dærni, að kommúnistaleiðtogarnir stóðu einir uppi í þinginu í árás-
inni sem þeir gerðu á Reynaud og Daladier fyrir skömmu. Og
glöggir stjórnmálamenn í París benda á, að Marxisminn sé ekki
lengur þjóðmálakenning, sem sé í tízku meðal franskra mennta-
manna. Þrátt fyrir Jtessi merki um hrörnun, er augljóst, að Bidault
á íullt í fangi að halda stjórninni sarnan og fá kommúnistana til að
styðja stjórnina og endurreisnarsLefnuskrá hennar, án Jress að um
pólitíska eftirgjöf af hans hálfu sé að ræða. Kommúnistar fengu
25% greiddra atkvæða í síðustu kosningum. Flokkurinn telur heila
milljón manna, og fjórar milljónir annarra Frakka kusu frambjóð-
éndur hans. Þeii eru Jrví sem næs.t einráðir í verklýðssamtökunum
og geta í einu vetfangi stöðvað alla endurreisnina og sett allt á
ringulreið með ]>vi að fyrirskipa allsherjarverkföll. Sem stendur
standa Jreir að ]>ví, ásamt hinum flokkunum, að auka framleiðslu
landsins. S'msar nterkilegar framkvæmdir eru á döfinni, )>ar á
meðal má nefna tilraunir til þess að vinna ný hráefni í nýlendun-
um og áherzluna, sem lögð er á að auka kola- og rafmagnsfram-
leiðsluna. Þessar framkvæmdir hafa gengið að óskum, en mjóu
hefir munað stundum að samstarfið slitnaði. Sérstaklega hafa
kommúnistar verið erfiðir í launamálum. Krafizt var 25% kaup-
hækkana almennt, en Bidault, sem sá, í hvern voða slíkt mundi
steypa I jármálakerfi landsins, snerist öndverður, en gekk inn á
15% hækkun til samkomulags.
Kommúnistar gera sér vel ljéist, að MRP, flokkur Bidaults, er
vaxandi flokkur í landinu, en jalnaðarmenn minnkandi. Baráttan
í framtíðinni muni ]>ví standa í milli kommúnista og MRP- eða
miðflokksmanna. MRP-flokkurinn vill þjóðnýta ýnisar atvinnu-
greinar, en hann viðurkennir einstaklingseign og einstaklings-
íekstur og stefnuskrá hans er lýðræðisleg. Hann er og hlynntur
kirkju og kristindéimi. I milli ]>essa flokks og kommúnista mun
baráttan standa. Kommúnistar hafa verklýðssamtökin á sínu valdi
og því sterkt vopn I hendi. Sennilegt er, að þegar í odda skerst, ]>á
\erði boðað til allsherjarverkfalls í landinu. Upp úr þeim átökum
mun hið nýja Frakkland — í hvaða mynd sem J>að verðttr — verða
skapað. Aukið afkomuöryggi og el'ling franska iðnaðarins nú þegar
styrkir Bidault og flokk hans. Þess vegna munu Bretar veita hvern
þann stuðning, er ]>eir mega, til ]>ess að endurreisnin stöðvist ekki
af hráefnaskorti. Það er þeirn lífsnauðsyn, að hið vestræna — en
ekki austræna — lýðræði nái að skjóta föstum róturn í frönskum
stjórnmálum, svo að engir misvindar nái að kippa þeirn rótum étr