Dagur - 15.08.1946, Qupperneq 4
4
DAGUR
Fimmtudaginn 15. ágúst 1946
DAGUR
Ritstjóri: Hcrukur Snorrason
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstreeti 87 — Sími 166
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi
Árgangurlnn kostar kr. 15.00
Prentverk Odds Bjömssonar
Tveir pokar.
J^IN AÐAL áróðursstöð kommúnista og þeirra
fylgifiska hér á landi, „bókmenntafélagið''
Mál og menning í Reykjavík, hefir nýskeð gefið
út heilmikinn doðrant, þýðingu á bók ameríska
blaðanrannsins Richard E. Lauterbachs: Tlrese
are the Russians, er nefnist í hinni ísl. þýðingu:
Réttlæti, en ekki hefnd. Einn fjögurra þýðenda
bókarinnar, kommúnistinn Ásgeir Blöndal
Magnússón, lýkur í formálsorðunr rniklu lofi á
höfundinn og verk lrans, enda nrun það nraklegt
að ýmsu leyti. Segir þýðandinn lröfund bókarinn-
ar gæddan „ágætis athyglisgáfu, heiðarlegan r frá-
sögn sinni, enda geri hann sér einlæglega far unr
að komast að því sanna." Er því harla ólíklegt, að
kommúnistar hér á landi hafi nokkuð við það að
athuga, þótt vitnað sé í rit þetta, þótt lrvorki sé
hér staður né stund til þess að gera bók Lauter-
baclrs og lærdóma þá, senr athugull lesandi nreð
sænrilegri athygli og gagnrýnisgáfunr, getur at
henni dregið, að umræðuefni fram yfir það, sem
ákveðið málefni, senr nú er ofarlega á baugi víða
í héiminum — og einnig hér á landi — gefur sér-
stakt tilefni til.
BLS 22—23 í hinni ísl. þýðingu bókarinnar
segir höf. frá reynslu sinni af útimörkuðum
þeim, senr hann lieimsótti oft á ferðalagi sínu um
Rússland. Rússnesku liðsforingjarnir og em-
bættismennirnir höfðu nóg af rúblum, en hvorki
ferðafélaganrir amerísku né heldur óbreyttir,
rússneskir borgarar, sem þeir kynntust, höfðu
mikið aflögu al þeim dýrmæta varningi. Lauter-
bach blöskfar því, þegar hann kenrst að því, að
„lítill kjúklingur kostaði 200 rúblur (urn 260 kr.),
og ein dós af niðursoðnu kjöti var 80 dollara (um
500 kr.) virði. Gamlar, lreilar flöskur kostuðu
milli tuttugu og fjörutíu rúblur á markaðinum. “
Verðlagið á skömnrtunarvörunum var að vísu
nriklu lægra en þetta, en harla naunrlega var
skammtað, og óbreyttum almúginn átti ákaflega
óhægt um vik að bæta sér það upp á hinunr opin-
bera „svarta nrarkaði1', eða hinum „sérstöku
verzlunum" stjórnarinnar. Höf. getur þess síðar
í bókinni, að vinstúlka hans, Natasja að nafni,
hafi t. d. fengið 1350 rúblur r laun á mánuði, en
„miðað við slíkt verð voru mánaðarlaun Natösju
virði tveggja sykurpunda og eins smjörpunds!"
(Bls. 50). En æðri enrbættismenn stjórnarinnar
og framleiðendurnir höfðu nógar rúblur til að
bæta sér upp skömmtunina. „Bændurnir komu
til markaðarins með tvo poka: lítinn poka fyrir
vörurnar, sem þeir ætluðu að selja, og stóran poka
fyrir rúblurnar, sem þeir fengu lyrir þær.“
(Bls. 23).
pjVORT MUNDl HÉR ekki fengin hæfileg og
eðlileg skýring á því fyrirbrigði, sem orðið
hefir mörgum manninum mikið undrunarefni
fram að þessu, sem sé því, hverju það sætir, að
forsvarsmenn þeirra flokka, er telja vilja sig sér-
staka forsvarsmenn verkalýðsins, háfa látið flokk
stríðsgróðamanna og auðjöfra ginna sig til sam-
starfs og fylgis við fjármálastefnu, sem leiðir óhjá-
kvæmilega til sívaxandi verðbólgu og dýrtíðar í
landinu. Fyrirmyndin er sem sé rússnesk, og þá
er auðvitað ekki að sökum að spyrja: Stór poki
undir launin, en lítill poki undir verðmætin,
nauðsynjavörurnar, sem fyrir þau er hægt að
kaupa. Þetta er hin fagra fjárhagshugsjón, sem
þessir „foringjar verkalýðsins og launastéttanna"
Heiður þeim, sem heiður ber.
j SÍÐASTA blaði var getið um skaða
og truflanir, sem orðið höfðu hér í
bænum þó fyrir skemmstu af völdum
ökumanna úr Reykjavík. I þetta
skipti voru það þó aðeins ljósastaurar
og girðingar, sem urðu fyrir barðinu
á gestunum og farartækjum þeirra, en
víst má það tilviljun og heppni kall
ast, meðan önnur og verri slys hljót-
ast ekki af slíkum árekstrum. Ollum
landslýð er þegar kunnugt orðið, að
varla líður sá dagur að kalla, að ekki
verði einhver umferðaslys í höfuð-
staðnum eða vegum þar í nánd — oft
hörmuleg hrakföll, meiðingar, sem af
hljótast, æfilöng örkuml, eða jafnvel
bráður bani fleiri eða færri vegfar-
enda. Annars staðar á landinu eru slík
tíðindi miklu sjaldgæfari tiltölulega,
sem betur fer. Hér á Akureyri má t.
d. kalla, að alvarleg bílslys séu mjög
fátíð, og er þó umferð orðin harla
mikil á sumum gatnamótum hér og á
vegum í nánd við bæinn. Og auðvitað
fer þvi fjarri, að vegir og götur séu
yfirleitt betri eða greiðfærari hér en
i höfuðstaðnum, nema siður sé, svo
sem að likum lætur.
JJVAÐ VELDUR þessum mikla
mun? Ekki þarf að fara í nokkrar
grafgötur með svarið: Okumenn hér á
Akureyri og annars staðar úti um land
virðast yfirhöfuð vera miklu gætnari,
samvizkusamari og hæfari í starfi sínu
en stéttarbræður þeirra í Reykjavik.
Auðvitað eru til margar heiðarlegar
undantekningar á þeirri aðalreglu, að
umferð vélknúinna farartækja á göt-
um höfuðstaðarins og ó næstu vegum
út frá bænum, fer fram með miklu
meiri hraða, ógætni, tillitsileysi og
þjösnahætti en títt er annars staðar.
Og það er segin saga, að sjáist slíkt
ökutæki á vegum hér norðanlands, á
þeim tíma órs, þegar vegir eru opnir
suður á bóginn, þá verður mönnum
ósjálfrátt fyrst fyrir að skyggnast um
eftir þvi, hvort það munu ekki vera
Reykvíkingar, sem þar séu á ferð, svö
ótrúlegt mun mönnum finnast, að hin-
ir góðu og þrautreyndu norðlenzku
bílstjórar taki upp á svo ósvífnu og
heimskulegu háttalagi. Og kórónan á
þessum afrekum ökuníðinganna verð-
ur svo oftast sú, að þeir reyna að læð-
ast á burt, eftir að hafa valdið slysum
og óhöppum, án þess að gera vart við
sig eða taka á sig réttmæta ábyrgð
verka sinna, svo sem raunin varð á í
báðum þeim tilfellum, sem um var
getið í síðasta blaði.
sjá fyrir sér í anda! Þess vegna
samþykkja þeir tneð þögninni
aðrar eins aðgerðir ríkisvaldsins
og stórfölsnn vísitölunnar
aðeins kindárlega í
eins
Off
glotta
kampinn, Jregar aðalmálgagn
verðbólgustjórnarinnar, Morg-
unblaðið, hælist um og ögrar
sámtsarfsflokkum sínum með
því að lýsa því yíir, að „tilgangs-
laust sé að fá hækkað kaup, ef
verð á nauðsynjavörum heldur
áfram að hækka um leið.“ Morg-
unbláðið og flokkur Jress hefir
völdin og heldur áfram að græða
í skjóli verðþennslunnar og
ver/.lunarokursins. En barátta
verkalýðsins fyrir bættum kjör-
um og aukinni menningu er
smám saman að renna að fullu
út í sandinn og breytast f fullt
tilgangsleysi fyrir stjórnmálaað-
gerðir ,,leiðtoga“ þeirra og „for-
ingja“: Launapokinn stækkar að
vísu óðum, en litli pokinn með
nauðþurftunum og lífsþægind-
unum minnkar bara og léttist
óðfluga í hlutfal 1 i við rúblna-
pokann, sem stækkar og þyngist!
Bifreiðastæðin.
Ymsir borgarar hafa haft orð ó því
við blaðið, að lítil bæjarprýði sé að
nýbyggingunni, er bæjarstjórnin hefir
leyft til bráðabirgða sunnan Strand-
götu, og ætluð er fyrir vörubílaaf-
greiðslu. Satt er það, að skúr þessi
sómir sér illa á þessum stað, en á hitt
er einnig að líta, að lausn bifreiða- 1
stæðamálsins er engan veginn auð-
veld, svo að vel fari. Svo er að sjá,
sem á skipulagsuppdráttum bæjarins
sé aðeins gert ráð fyrir bifreiðaakstri,
en bifreiðastæðin hafi gleymzt. Það
eru stundum furðulegir hlutir, sem
„gleymast" hjá sérfræðingunum. Vita-
skuld er byggingin sunnan Strandgötu
engin framtíðarúrlausn og það er æf-
inlega slæmt, þegar tekið er upp á því
að drepa vandamálunum á dreif, og
það sem verra er, tefur venjulega þær
framkvæmdir, sem óumflýjanlegar
eru.
T>AÐ er fyrir löngu augljóst, að
skipuleggja þarf stæði fyrir bif-
reiðastöðvar bæjarins allar. Því fyrr,
sem hafizt verður handa um það, því
betra. En þarna er talsverður vandi á
ferðum, því að bifreiðastöðvarnar
þurfa helzt að vera nálægt miðsvæð-
um bæjarins, og þar er þegar þröngt
fyrir dyrum. Ýmsir bifreiðastjórar
telja að mál þetta verði e. t. v. bezt
leyst með uppfyllingu í króknum utan
við nyrðri Torfunefsbryggjuna, eða í
nágrenni bátakvíarinnar frægu. At-
hugun á þessu máli þyrfti að gera sem
fyrst og miða framkvæmdir allar héð-
an i frá við framtíðarlausn. Bifreiða-
stöðin, sem nú fær plóss sunnan
Strandgötu, verður ekki sú einá, sem
verður á hrakhólum með bílastæði á
næstunni. Augljóst er, að einhvern
tíma rekur að því, að bifreiðarnar
verða að fara af Ráðhústorgi. Þegar
að því kemur, þarf bærinn að hafa
séð fyrir viðunanlegum stæðum fyrir
þessa fjölmennu stétt bæjarmanna og
hinn nauðsynlega atvinnurekstur
þeirra.
Vegirnir með versta móti.
I sambandi við þessi mál ber vega-
viðhaldið oft á góma. Eg hefi heyrt
það á mörgum bilstjórum, að þeir
telja vegaviðhaldið í sumar óvenju-
lega lélegt. Sem dæmi nefna þeir veg-
inn hér fram Eyjafjörðinn, sem sé allt
of sjaldan heflaður, og fleiri vegi
nefna þeir í þessu sambandi. Þá eru
sumar götur bæjarins ekki allt i sóm- 1
anum og því miður virðist tækninni í
viðhaldi þeirra lítið miða áfram, þrótt
fyrir þær nýju vinnuaðferðir í götu-
gerð, sem nú ryðja sér til rúms hér ó
landi. Og meðal annarra orða: Er eigi
kominn tími til þess fyrir Akureyrar-
bæ, að eignast nýtízku tæki til mal-
bikunar og þéttunar? Ekki kæmi mér
það á óvart, þótt athugun leiddi í ljós,
að gatnalengdin hér og hin mikla um-
ferð á sumrin, hefðu nóð því marki,
að bærinn hafi alls ekki efni á því
lengur, að halda gamla laginu um við-
gerðir og nývirki.
jgÆJARSTJÓRNIN skipaði í vor
nefnd til þess að athuga umferða-
mál bæjarins. Frá nefndinni hefir
ekkert heyrzt ennþá, en vonandi verð-
ur það því meira og betra, er fylling
tímans er komin. Gott væri, ef nefnd-
in tæki til athugunar gatnaviðhaldið
almennt, því að vissulega hefir það
mikla þýðingu fyrir umferðina, og
gerði því skil. Eftir að nefnd þessi
hefir skilað áliti sínu, þarf að taka j
öll vega og umferðamálin, ásamt með
bílastæðunum, til gagngerðrar athug- !
unar og gera þá strax þær óætlanir, !
sem hægt er að byggja á í framtíðinni. |
Umferðin á fyrirsjáanlega eftir að i
aukast stórkostlega á næstu árum ó I
„Puella“ segir fréttir frá London
„Puella“ — frk. Anna S. Snorradóttir, sem er
lesendmn kvennadálksins að góðu kunn, kom
lieim nú eltir helgina, eftir átta mánaða dvöl í
London.
Dagur kom að máli við frk. Önnu og bað liana
segja lesendum Dágs eitthvað um líl'ið í London
— tízkuna, búskapinn og hváð jrað arihað, sem
gaman væri að heyra um.
— Eg hefi svo sem ekkert sérstakt að segja,
sagði frk. Anna. — Allir vita, að Bretar hafa enn
orðið að herða á mittisólinni. Það er sannarlega
ekkert sældarbrauð að vera húsmöðir í London á
Jressum dögum. Allt er skammtað, — og naumt
skammtað. Það er enginn afgangur af |ní, að
menn fái nægilegt viðurværi og a. m. k. þarf hús-
múðirin að vera hagsýn og ráðdeildarsöm til þess
að láta skömmtunarmiðana endast svo að allri
fjölskyldunni líði vel.
Um hvað er mest talað?
— Karhnennirnir tala um stjórnmáíaástandið
og bjórhallærið — en húsmæðurnar um brauð-
skömmtunina, sem er ótrúlega erfið og óvinsæl —
Jjótt flestir viðurkenni að hún hafi verið ill nauð-
syn. Allir þrá þann dag, er lnin verður afnumin
— og menn gera sér von um að jiað verði á þessu
hausti. —
Hvað vanhagar mest um?
— Allt feitmeti. — Húsmóðirin í London hefir
bókstaflega ekki eliii á Jjví að Jjvo steikarpönn-
urnar sínar — því að engin arða af feitinni má
fara forgörðum. Sápa er vandfundin menn
þurfa að hafa með sér sápu er Jjeir gista á þótel-
um. Þeir sem eiga kunningja í Bretlandi og vilja
gleðja þá bg verða Jreim að liði í þrengingunum
— geta ekki gert Jrað betur en með því að senda
Jjeim sápustykki og smjörbita. Það eru gjafir sem
eru vel þegnar. —
Tízkan?
— Það er naumast hægt að tala um tízku í Lon-
don. Fólk )>ar tjaldar ]>ví sem til er — því að það
er af skornum skammti. Menn slíta fötum sínum
bókstaflega þar. Gömlu fötin héðan að heiman
eru áreiðanylega með því fínasta þar. En það er
hægt að sjá nóg af fínum kjólum og fötum í búð-
argluggum. En )>að er bara ekki fyrir Bretann.
Það er fyrir útlendingana — útflutningsvara, sem
:i að afla þjóðinni gjaldeyris. Bretar urðu fátæk
þjóð í stríðinu og nú er allt gert sem hægt er til
|>es.s að afla gjaldeyris. Þjóðin skilur [>essa nauð-
syn og leggur fúslega á sig þessar byrðar. Annars
er þetta að breytast, eftir Jrví sem framleiðslan
vex og brezkur almenningur er smátt og smátt að
verða að'njótandi sumra þeirra gæða, sem flestum
þjóðum vár lofað að mundu falla þeim í skaut, er
Iriður rynni á ný. Bretarnir bíða komu þessara
lífsins gæða með sinni alkunnu ró óg þolinmæði.
*
Eldhúsið
öllum vegum landsins. Menn keppast
um að ná í bíla, og áður en varir verð-
ur umferðin orðin margföld miðað við
það, sern var fyrir stríð. Skipulagning
(Eramhald á 5. síðu).
ítölsk eggjakaka,
75 gr. af makkaroni er brotið er í smá-stykki og
soðið í mjólk. Mjólkin er svo notuð í eggjakök-
una, og sjá verður um, að hún sé nægileg, svo að
makkaroni-stengurnar verði ekki of þurrar í pott-
inum. Mjólkin er síuð frá og á að vera fullur
kaffibolli. Skorti eitthvað á að bollinn sé fullur,
má bæta við kaldri mjólk til að fylla hann.
4 eggjarauður eru hrærðar vel og í Jjær er látin
ein matskeið af rilnum osti, og dálítið af salti. Ut
í makkaronistykkin, sem nú eru síuð en volg, er
látinn biti af smjöri og hrært í. Þá er mjólkinni
blandað í eggjarauðurnar og makkaronibitum
hrært saman við. Síðast er þeyttum eggjahvítun-
um blandað gætilega saman við Jjetta.
Bakað á pönnu eins og fleskeggjakaka og snú-
ið. Sterk tómatsósa er borin með.
TIL ATHUGUNAR.
Hæfilegt saltvatn til suðu er 8°/co saltvatn, eða tæpar
2 sléttfullar tesk. af salti í lítra af vatni. Þessi selta svar-
ar til seltunnar í blóðinu og hefir því hin réttu áhrif á
bragðlauka tungunnar.