Dagur - 05.09.1946, Blaðsíða 8

Dagur - 05.09.1946, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudagur 5. september 1946 Úr bæ og byggð L=.......-= ; . . ..-=y I. O. O. F. — 128968V2 — Kirkjan. Messað í Lögmannshlíð nk. sunnudag kl. 1 e. h. Akureyri kl. 5 e. h. Fimmtuésafmæli. Aðalsteinn Guð- mundsson, bóndi í Flögu í Hörgárdal, varð fimmtugur sl. mánudag. Hann er kunnur dugnaðarbóndi, sem heíir með atorku brotizt áfram, komið upp myndarlegum barnahóp og bætt jörð •sína mjög að húsum og ræktun. Þrátt fyrir annríki og eril hefir hann gefið sér tíma til að taka þátt í félagsmál- um. Hann er áhugasamur um stjórn- mál og hefir átt sæti á flokksþingum Framsóknarmanna fyrir hönd sveit- unga sinna. Gestkvæmt var í Flögu á afmælisdaginn og margar árnaðarósk- ir bárust. Þórsfélagar, sem hafa með inn- heimtu að gera fyrir félagið, gerið skil hið allra fyrsta. Spjaldskrárritari. Hjúskapur. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband af sóknarprestin- um, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubisk- upi, ungfrú Klara Jónsdóttir, Arnar- stöðum, og Eiríkur Björnsson, bóndi, s. st. Ungfrú Anna Pétursdóttir frá Brekkukoti í Svarfaðardal og Arni Valmundsson, járnsmiður. Ungfrú Sigríður Sigurðardóttir, verzlunar- mær, Raufarhöfn, og Guðmundur Þorsteinsson, verkfræðingur, Akur- eyri. Firmakeppni Golfklúbbs Akureyr- ar hefst á golfvellinum n.k. sunnudag. Nýlega er kominn heim frá Banda- ríkjunum, Kjartan Sæmundsson deild- arstjóri KEA, en hann hefir dvalið í New York undanfarin ár og staríað fyrir Sís og Iceland Purchasing Commission. Sextugur varð í gær Otto E. Nieí- sen, smjörlíkisgerðarmeistari hjá KEA. Húsmæðraskóli Akureyrar var sett- ur á sunnudaginn var. Skólinn er full- settur — 48 námsmeyjar. Milli 10 og 20 úr bænum. Hinar aðkomandi. Bæj- arstúlkurnar virðast hugsa minna um væntanleg húsmóðurstörf, en stúlk- urnar í sveitunum. Heimavistarhús M. A. Byrjað er að grafa fyrir grunni heimavistarhúss Menntaskólans hér. Verður þetta þrí- lyft stórhýsi, sem á að rúma 150 nem- endur í heimavist, borðsali, lestrarsali og íbúðir eftirlitsmanna og starfs- fólks. Búizt er við að byggingin komi til að kosta 3—4 miljónir króna. Sauðfjárslátrun hafin Slátrun hefst á sláturhúsi KEA í dag og stendur yfir til 9. okt. — Alls verður slátrað 28.300 kind- um. Kjötverð er ennþá ókomið frá verðlagsnefnd landbúnaðar- afurða, sem situr á rökstólum í Reykjavík. — Verð á 1. flokks dilkaslátrum er ákveðið kr. 9.00. - Viðtal við B. J. Frænkel (Framhald af 1. síðu). voru brunatryggjendur þar um 400 þúsund um sl. áramót. Iðgjöldin? — Hver sá, sem tryggir hjá sænsku samvinnutryggingunum, verður um leið félagsmaður þeirra og aðnjótandi arðs. Trygg- ingarnar hafa á liðnum árum fært iðgjaldið mjög niður. Hin tryggingafélögin hafa orðið að sigla í kjölfarið. Þannig hefir þessi liður starfsemi sænsku sam- vinnumannanna orðið til mikílla liagsbóta fyrir alla alþýðu. — Er samband í milli sænsku samvinnutrygginganna og slíkra stofnana í öðrum löndum? — Norðmenn og Finnar hafa myndarlegar tryggingastofnanir, sömuleiðis eru brezku samvinnu- tryggingarnar víða kunnar. Sam- vinna er í milli þessara stofnana um endurtryggingar o. fl. Vænti eg þess, að ísland muni nú brátt bætast í hópinn. Er raunar full- ráðið um samstarf milli sam- vinnutrygginganna íslenzku og „Folket“ og „Samarbete“. — Teljið þér horfa vænlega um stailfsemi hins nýja íslenzka sam- vinnufyrirtækis? — Tvímælalaust. Samvinnu- hreyfingin er orðin svo öflug og útbreidd hér; að sjálfsagt er fyrir samvinnumenn, að nota sér kosti samvinnutryggingaskipulagSÍns. Mér virðist allt byrjunarstarfið ágætlega af hendi leyst og tel að hinar íslenzku samvinnutrygg- ingar muni verða veigamikill þáttur í starfsemi samvinnu- hreyfingarinnar á næstu árum og til mikilla hagsbóta fyrir alla íslenzka samvinnumenn. — Dvöl yðar hér? — Henni er nú senn lokið. Héðan fer eg til Reykjavíkur og þaðan til Stokkliólms, flugleiðis, nú alveg á næstunni. Mér ltefir verið það rnikil ánægja að korna hingað, kynnast hinni fjölþættu og myndarlegu starfsemi sam- vinnumanna hér, sjá fegurð Iandsins og dugnað og árvekni fólksins. Mun mér verða förin hingað minnisstæð. — Hr. Frænkel sagði að lokum, að mikill gróandi væri í öllu starfi sænsku kaupfélaganna og færðu þau ört út kvíarnar. •— Sænski þjóðarbúskapurinn á við ýntsa örðugleika að etja um þess- ar mundir, sérstaklega er tilfinn- anlegur skortur á vinnuafli og húsnæði. Til orða hefir komið að flytja inn erlent verkafólk, en ekki hefir orðið úr frantkvæmd- unt á því ennþá. - Samvinnutryggingarnar (Framhald af 1. síðu). ekki til góða. 1 samvinnutrygg- ingunt verða allir þeir, sem tryggja hjá þeim, félagsmenn, og ágóðinn af rekstrinum gengur til þeirra, annað hvort með lækk- uðum iðgjöldunt eða beinni arðsútborgun. Reynslan hefir sýnt það erlendis, t. d. bæði í Svíþjöð og Bretlandi, að starf- senti samvinnutryggingafélaga hefir orðið til þess að lækka verulega iðgjöld á öllum venju- legum tryggingum og hefir þessi starfsemi því orðið til ntikils hag- ræðis fyrir allan almenning. Tvöföld nauðsyn. Vitað er, að hér á landi skortir mjög á að fjölskyldufeður sjái jalnan unt að eignir þeirra séu nægilega tryggðar. Árlega verða mörg brunátjón, án þess að þeir sem fyrir tjóninu verða, fái nokkrar verulegar bætur, af því að þeir hafa ekki haft sinnu á að tryggja. Á þetta ekki sízt við um sveitirnar. Nú, þegar sam- vinnufélögin hafa tekið upp sjálfstæða tryggingarstarfsemi, er I þess að vænta, að samvinnumenn geri hvort tveggja í senn, að tryggja sjálfa sig fyrir hugsanleg- um tjónum og tryggja afkomu og starfsmöguleika hins nýja fyr- Armbandsúr karlmanns, tapaðist á sam- komunni í þinghúsi Glæsi- bæjarhrepps um síðastliðna helgi. — Finnandi vinsaml. beðinn að skila því á afgr. Dags, gegn fundarlaunum. HEY Er kaupandi að 20—30 hest- um af góðu hestaheyi (hólmahey eða móhey). — Tilboð merkt HESTAHEY sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ .m. og miðist við að heyið sé bundið við veg eða í bílfæru landi. Til leigu stofa (4x4 m.), í nýju húsi, á góðum stað í bænum, verð- ur til í nóvember. — Fyrir- framgreiðsla æskileg. — Til- boð óskast send blaðinu fyr- ir 10. þ. m. merkt (stofa 226). Sel fast fœði frá 20. september næstk. í Möðruvallastræti 9, niðri. Einliildur Sveinsdóttir. (LINDHOLM) er til sölu. Afgr. vísar á. byrjar aftur 1. október í Verzl- unarmannahúsinu, niðri. JENNA og HREIÐAR, Eiðsvallagötu 30. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). Reyndar var þetta fyrirmæli Slysav.- fél. eitthvað bundið við þjóðvegina — en hvar enda þeir? — og við gangandi fólk. En gildir þá ekki sama um þá, sem fara á hjóli, með hestvagn eða jafnvel í bíl? Getur bílstjóri treyst því, er hann sér gangandi mann koma á móti sér, á vinstri vegarbrún frá bíl- stjóranum séð, að göngumaðurinn sé ekki bara annars hugar, en átti sig á elleftu stundu og ætli að bregða sér yfir á sína réttu leið — og liggi svo undir bílnum áður en varir? E. t. v. skilzt mér ekki rétt ætlun Slysavarna- fél. með þessari leiðbeiningu — en að mínum dómi er hún stórhættuleg, — ekki sízt þar sem bendingar þess eru oft mjög mikilsverðar og viður- kenndar þarfar. Hér virðist stefnt í öngþveiti, grautað í reglum og e. t. v. stigið hálft skref og hikandi, sem þó frekar ætti að vera heilt og ákveðið: til algjörrar hægri handar stefnu í umferð, svo sem nú er víðast orðið í nálægum löndum. irtækis nreð því að beina við- skiptum sínum til þess. Allar upplýsingar um einstak- ar tryggingar geta menn fengið hjá kaupfélögunum, sem hafa á hendi umboð fyrir hið nýja fyrir- tæki. «k$>$x$k$x^$>4x$x$^x$x$k$>$^k$xSx$x$x$x$^x$x$k$k$*$x$x$k£<$x$x$x$x$>$k$x$>4x$x$^$^$x$>^^$>$kj IMjög smekklegir i jakkaprjónar með íslenzka fánanum, nýkomnir I Sendum gegn póstkröfu um land allt. f BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F. I Sími 129 — Pósthólf 125 — Símnefni Binni | '3>^kS><S>^^><^><Sk$><»<$X$X$X$X$X$X$^x$X$X$K$X$X$><$X$><$X$><$X$><$X$>^>^X$><$><$K$X$><$X$X$>^X$x$X$X$>^$XÍ Uppboð verður haldið í Rósinborg, Eyrarlandsveg 19, laugar- daginn 7. þ. m., kl. 1 e. h. — Veiður þar selt: búsáhöld, bækur, ritvél, legubekkur, teppaband og fleira. Elísabet Friðriksdóttir. 5Í3><»^4^4>4><£4><$^x$x$x$xSx$xSk$>«x$x$xS><$x$x$x$xSx$xSx$x$x$xSxSxSx$x$x$x$xS><Sx$k$x$x$x$x$x$x$x$>£ fallega og ódýra kjóla Skjöldur Hlíðar Skipagötu I, efstu hæð Ungur maður og röskur unglingspiltur geta fengið atvinnu nú þegar í Skinnaverksmðj- unni Iðunn. — Upplýs. í síma 304. Atvinna. Röskur og reglusamur ungl- ingur getur komizt að við aðstoðarstörf í verzlun hér í bænum. Upplýsingar í sírna 129 frá kl. 1-2 e. h. Sendisvein röskan og samvizkusaman, vant'ar okkur strax. Prentverk ODDS BJÖRNSSONAR Skjaldborgar-Bíó | Fimmtudagskvöld kl. 9: { Þess bera menn sár j (Bönnuð yngri en 16 ára) Nokkrar stúlkur vanar karlamannafatasaum og kvenkápusaum, geta fengið atvinnu nú þegar. Nánari upplýsingar hjá Ólafi Daníelssyni, klæð- skerameistara. SAUMASTOFA GEFJUNAR. Ensk tjöld Höfum fengið nokkur stykki af mjög vönduðum enskum tjöldum. Brynjólfur Sveinsson, h.f. STOFUBORÐ, 70x70 cm. á kant, með tveimur plötum, til sölu. — Uppl. í Húsgagnabólstrun M. Sigur- jónssonar, Brekkugötu 1. Til sölu nú þegar Chevrolet-vörubif- reið, model 1939, með tæki- færis verði. Upplýs. í Benzínafgreiðslu KEA. og Geislagötu 37. Stúlkur eina eða fleiri, vantar oss nú þegar. HÓTEL KEA. Stofa ásarnt hliðarherbergi, leigist gegn húshjálp, frá 1. októ- ber. Upplýs. í Strandgötu 33. Bíll til sölu 5 manna Studebaker, með nýupp- gerðri vél, í ágætu lagi. Til sýnis á föstudag eftir hádegi í Munkaþver- árstræti 7. EINKABRÉF EINRÆÐIS- HERRANNA HITLERS OG MUSSOLINI. Nýlega liafa fundist einkabréf sem fóru á rnilli Hitlers og Mussolini meðan á styrjöld- inni stóð. Hafa þau verið gef- in út á sænsku og vakið feikna athygli. — Var það forstjóri al- þjóðafréttastofunnar í Róm, Michall Chinigo, sem dró bréf þessi fram í dagsljósið og sýna þau hina nazi-fasistisku stjórn- málastefnu í nýju ljósi og skýra ýmislegt, sem áður var erfitt að átta sig á í fréttum stríðsáranna. — Þessi sérstæða bók er komin í bókaverzlanir. BÓKAVERZL. PÁLMA H. JÓNSSONAR. /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.