Dagur - 17.10.1946, Síða 2

Dagur - 17.10.1946, Síða 2
•2 DAGUR Fimmtudagur 17. október 1946 Ongþveitið innan stjórnarflokkanna Eins og Framsóknarblöðin hafa margoft spáð og fært rök að, ætlar samstarf stjórnarflokkanna að enda með skelfingu. Komm- únistar yfirgefa fyrstir hina hrip- leku, sökkvandi stjórnarfleytu og hafa flugvallarsamninginn að átýllu fyrir brotthlaupi síntí. Því trúir engin skyni gædd mann- vera-, að kommúnistar leggi á flótta úr ríkisstjórninni af þeim ástæðum, sem þeir láta uppi, en þær ástæður orða þeir á þá leið, að með samþykkt flugvallar- samningsins við Bandaríkin hafi , landráðamemV” og „föðurlands- svikarar" vitandi vits selt landið og sjálfstæði þess í hendur er- lendu stórveldi, sem hafi það eitt í huga að rupla ísland og ræna öllum efnislegum og andlegum verðmætum og molda á þann iiátt fullveldi og sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar. Hvernig geta þeir menn, sem láta sér vel lynda, að Rússar hafi hundruð þúsunda hermanna í þeinr löndum, sem liggja rnilli heimalandsins og hernámssvæðis þeirra í Þýzkalandi, tendrast upp af heilagri reiði, þó að gerður sé samningur um takmarkaðan og tímabundinn afnotarétt Banda- ríkjanna á flugvellinum við Keflavík? Fáir munu þeir, sem trúa jrví, að ærslagangur komm- únista út af flugvallarsamningn- um sé annað en fyrirsláttur. Hin raunverulega ástæða fyrir flótta Jreirra úr ríkisstjórninni er hins vegar sú, að þeir þora ekki að hafast þar lengur við, vegna þess ástands, sem þeir hafa skapað í landinu ásamt samstarfsflokkum sínum. Því ástandi lýsir Þjóðvilj- inn nú daglega í dálkum sínum, og er það sannast sagt ófögur lýs- ing. Nú kunna einhverjir að segja: Hvað er að marka það, sem kommúnistar segja, um leið og þeir yfirgefa stjórnarfleytuna? En Jrá er að geta um annað vitni, sem margir munu taka meira mark á. Finnur Jónsson ráðherra lýsti í útvarpsræðu um flugvallarsamninginn því öng- þveiti, sem undanfarandi stjórn- arstefna hefði leitt yfir þjóðina. Hann sagði, að fjáröflun til ný- sköpunarinnar væri komin í þrot og fé vantaði til allra fram- kvæmda. Þótti þessum ráðherra það lítil karlmennska af komm- únistum að flýja af hólmi, þegar mest reyndi á og riði á að gera átak til björgunar. Kveður nú við annan tón meðal æðstu manna nýsköpunarinnar en fyrir síðustu alþingiskosningar, þegar öllum aðvöiunum og ráðum Framsóknarmanna var svarað með hæðnishlátri og hrópum um Framsóknarróg og svart bölsýni. En nú geta stjórnarliðar ekki lengur dulizt. Staðreyndir hruns og ófarnaðar, sem er bein afleið- ing stjórnarstefnunnar, eru að verða svo augljósar og áþreifan- legar, að þeir geta sjálfir ekki orða bundist og vitna frammi fyr- ir állri Jjjóðinni, að Framsóknar- menn með Hermann Jónasson í broddi fylkingar liafi fyrir síð- ustu kosningar og allt til þessa dags lýst rétt því ástandi, sem væri eðlileg afleiðing stjórnar- stefnunnar. Stjórnarlið^r hafa sannað réttmæti Jressara orða Bjarna Snæbjörnssonar í Mbl.: „Margir hafa augun opin fyrir háskanum ,en vilja heldur þegja en eiga Jrað á hættu að vera stimplaðir sem svartsýnir alftur- haldsseggir eða valin önnur álíka hrópyrði af pólitískum spekúlöntum.“ Landsmenn hafa Jrá fengið samhljóða vitnisburð úr öllum þremur stjórnarflokkunum um „háskann", sem stafar frá stjórn- arstefnunni. Það ætti að vera fullnægjandi. * Síðasti „íslendingur" reynir að leiða athygli lesenda sinna frá öngþveitinu innan stjórnar- flokkanna með því að rugla um slæmt ástand í Framsóknar- dlokknum. Ritstj. ísl. lætur liggja orð að því, að sú stund muni í nánd að Hermanni Jón- assyni verði „varpað fyrir borð af Framsóknarskútunni“, ef „hon- um takist ekki áður að gera út af við flokkinn“. Þessa frásögn tengir ritstjórinn við flugvallar- málið og talar um „hráskinns- Ieik“ og „skrípalæti" Hermanns í því máli. Saga samningsmálsins er í fám orðum á þessa leið: Ólafur Thors leggur samn- ingsuppkast fyrir Alþingi, sem er þvílík handaskömm, að flokks- menn hans í utanríkismálanefnd sjá sig til neydda að breyta því að miklum mun, þó að Ól. Th. segði, að þingmenn hefðu ekki annað að gera en segja já eða nei við því, eins og það kom úr hans höndum. Um Jretta segir ísl.: „Breytingartillögur utanríkis málanefndar, sem allar miðuðu að því að gera orðalag samnins- ins ótvírætt (leturbr. Dags) og taka af allan vafa (leturbr. Dags) um úrslitayfirráð íslendinga yfir f iugvellinum og allri starfrækslu þar“ o. s. frv. Hér játar ísl. að upprunalegt orðalag samnings Ólafs Thors hefi verið tvírætt og vafasamt um yfirráð íslendinga og starfrækslu, því að ella gat ekki komið til mála að gera það ótvírætt og vafalaust. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins í utanríkismálanefnd, Jreir Bjarni Asgeirsson og Hermann Jónasson, lögðu sértillögur til breytinga fyrir Alþingi. Mbl. segir, að þetta hafi verið forms- en ekki efnisbreytingar. Úr því svo var, átti Sjálfstæðisflokkur- inn að geta fallizt á þær, en því var nú samt ekki að heilsa. Aftur á móti hné allur Framsóknarfl. á Alþingi (að J. J .undanskild- um) til fylgis við tillögur þeirra Bjarna og Hermanns, en eftir að .Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks- menn höfðu gengið af þeirn dauðum af eintómu stærilæti, mun liver Framsóknarþingmað- ur hafa hagað aikvæði sínu að eigin vild án flokkssamtaka. í hverju eT svo „hráskinns- leikur" og „skrípalæti“, Her- manns fólgin? Hvaða heimildir hefir Isl. fyrir því, að Framsókn- . arflokkurinn ætli að varpa Her- manni fyrir borð iit af Jjcssu máli? Mun ekki sannast hér senr oft- ar, að svo mæla börn sem vilja. Líklega brennur ritstj. Isl. af löngun eftir Jrví, að allt fari í bál og brand í Framsóknarflokknum eins og á stjórnarheimilinu, en það eru engar líkur til, að sú von rætist. UM VÍÐA VERÖLD Viðskiptastríð er hafið milli brezku og amerísku skipafélaganna, sem hafa farþegaskip i förum yfir Atlantzhaf. Eftir að farþegaflutningar á sjó hóf- ust að nýju, eftir stríðið, og allt til þessa mánaðar, hafa brezk skip verið nær því einráð í þessum siglingum. Nú skýra brezk blöð frá því, að Ameríkumenn muni hefja siglingar að nýju, á stórskipinu „America", sem er 35.000 lestir að stærð. Jafnframt er skýrt svo frá, að Ameríkumenn muni lækka verulega fargjaldið á þessari leið. Fyrsta ferð skipsins verður frá New York 17. október. Fargjald á fyrsta farrými verður 81 pund sterl- ing, á „Cabirí' 52 pund og á „tourist- class“ 40 pund. Þetta er langt neðan við fargðjald brezku skipanna. Bret- ar hyggjast nú setja stórskipið „Mauretania" í siglingar á ný og á það að bjóða svipað fargjald og „America". Eftir síðustu heimsstyrjöld hófst svona viðskiptastríð í milli brezkra og amerískra skipafélaga, unz samkomu- lað náðist á ráðstefnu. Búizt er við, að efnt verði til slikrar ráðstefnu áður en langt um líður, til þess að skipu- leggja þessar mikilvægu siglingar. Hinn frægi brezki Jcappaksturs- kappi Malcolm Campbell, hefir nú í hyggju að hnekkja hraðameti hraðbáta sem er 228 km. Campbell er 61 árs gamall! FRÁ BÓKAMARKAÐINUM Horfnir góðhestar — Eg vitja }>ín æska. Glöggt og óljiigfrótt vitni er Jrað um sterkan og óbrotgjarnan kjarna íslenzkrar alþýðumenn- ingar og Jrjóðlegrar ritlistar, að alltaf öðru hverju birtast hér merk og lífvænleg rit eftir al- þýðumenn, sem oft og tíðum l.afa lítillar , eða engrar skóla- fræðslu notið cg lengst æfinnar haft öðru fremur að sinna en að föndra við penna og pappír. Sannast oft í reynd og verki, að heitara íijarta og öflugri, listræn æð slær stundum undir velktum og snjáðum stakki slíks fólks en undir glæsibringu hinna verð- launuðu og útvöldu atvinnuhöf- unda og fagurkera bókmennt- anna. Bókaútgáfán Norðri hefir ný- skeð sent á markaðinn tvær bæk- ur af }>ví tagi, er að ofan getur — kjörgripi mótaða í smiðju alþýð- legra fræða og orðlistar. Hesta- bók Ásgeirs frá Gottorp er ný- stárleg að efni, því að fátt eitt hefir verið bókfest af þeirri miklu minningamergð, sem bundin er við samskipti íslend- inga og „þarfasta þjónsins" frá upphafi íslandsbyggðar. í bók þessari birtast frásagnir um fjölda góðhesta og- eigendur þeirra úr tveimur mestu hesta- héruðum landsins, Húnavatns- sýslum og Skagafirði. Hefst frá- sögnin á þáttum um gæðinga Jóns á Þingeyrum, hins alkunna hestamanns og hagyrðings, föður höfundar bókarinnar, en endar á sögu Stíganda Jóns Péturssonar frá Eyliildarholti. Margar hesta- og mananmyndir prýða bókina, sem er stærðarrit, röskar 400 bls., prentað með miklum ágætum í Prentverki Odds Bjömssonar á Akureyri. Horfnir góðliestar er skemmti- leg bók og fróðleg á sínu sviði, rituð með mikilli frásagnargleði og stíljrrótti. Ást höfundar á við- fangsefnmu, . gæðingunum horfnu, slær mjúku- og skæru bliki á minningavef hans, merl- aðan fjölda hestavísa og annarra tækifærisvísna eftir ýmsa hagyrð- inga og hestamenn ,en það tvennt fer oft saman, svo sem al- kunnugt er. Ólína Jónasdóttir á Sauðár- • króki helir þegar alllengi notið hylli ljóðavina og vísnasafnara um land allt, fyrir kveðskap sinn, aðallega lausavísur. Nú hefir lrttn safnað saman nokkrum vís- um sínum og birt J>ær í snoturri bók ásamt nokkrum bernsku- minningum í óbundnu máli. — Nefnist kverið: Eg vitja þdn, æska, minningar og stökur — lát- laust nafn og hlýlegt, eins og innihaldið. Stökur Ólínu eru yf- irleitt sérlega smekklegar og fágaðar, hljóðlátlegar og yfirlæt- islausar, gn víða hýrgaðar græskulausri glettni, Jjó með ör- litlum broddi kaldhæðninnar á stöku stað. Dálítið }>unglyndis- legur strengur er víðast sleginn undir — jafnvel þar, sem gáski hljómar þó í efsta tóninum, enda beia bernskuminningarnar það með sér, að ekki hefir jyerið und- ir Ólínu mulið í uppvextinum — og líklega sjaldnast á lífsleiðinni allri. Henni er J>ó gjarnt til að sjá einhvern sólskinsblett í sér- hverri eyðiheiði mannlegrar eymdar _og þungrar lífsreynslu, gull í leirnum og grjótinu, bót í hverju böli. Þegar einhver brýn- ir hana á J>ví, að nú sé hún „flutt á mölina“, eða henni gerist það hugstætt sjálfri, verður henni að orði: Ef þó sé á öðru völ, er J>að bótin, góði, Þetta er þó íslenzk möl engu lituð blóði. En Jjótt vísur Ólínu séu snjall- ar, margar hverjar, þykir mér þó ekki rninni fengur í bernsku- minningum hennar í óbundnu máli. Þar er að finna margar glöggar og fróðlegar skyndi- myndir úr sveitalífi íslenzku og menningar heimi, sem nú er óð- um að breytast og líða undir lok. — Báðar eru bækur þessar góður fengur hverjum bókavini og lík- legar til langlífis. J.Fr. Iðunnar SJÓMANNA-LEÐURSTÍGVÉL Kosta kr. 117.00 parið. — Fást hjá kaupfélögunum og víðar. Þessi stígvél hafa þegar hlotið við- urkenningu allra, er reynt hafa. la<HJ<HS<HKHKKKH><HÍ<HKHKH><H>p<HS<HJ<H3<HKH><HKHl<H><H><«H><H5<HÍ<H9<H KS<BS<HS<BS<BS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<BS)S<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS Aualýsið I „DEGI" J<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HKHS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<H5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.