Dagur - 17.10.1946, Page 4

Dagur - 17.10.1946, Page 4
4 DAGUR Fimmtudagúr 17. október 1946 llppgiiil nvsHöpunar-stlórnarinnar jyjÁNUDAGURINN 14. október kom og leið, án þess að formaður Sjálfstæðisflokksins til- kynnti um úrslit unrleitana þeirra unr myndun ríkisstjórnar, er hann tókst á hendur fyrir tilmæli forseta íslands í síðastliðinni viku. Þegar þetta er ritað, er allt á huldu um stjórn landsins um næstu framtíð, en ríkisstjórn sú, er lausnar baðst sl. •fimmtudag, situr þó ennþá og gegnir störfum. — Ennþá starfa því þrír flokkar í ríkisstjórn, undir forsæti þess nranns, er eitt stjórnarmálgag'nið lýsti þannig á dögununr, að hann væri „óheiðarlegasti stjórnmálaskúmur“ í sögu þjóðarinnar, enda séu „sanrningar, sem gerðir eru við þennan óláns- nrann, bara pappír, hátíðleg loforð hans eru bara þýðingarlaus orð“. Stjórnarsamstarf auðnranna og kommúnista hefir alla tíð verið með nokkuð furðulegunr lrætti, en þó má segja, að fyrst kasti tólfunum, er samstaris'menn í ríkisstjórn vitna þannig um reynsluna af samstarfinu. ■pN ÞAÐ er fleira í sambandi við stjórnarkreppu þá, er nú ríkir, sem vekur furðu, en eftirmæl- in, sem sanrstarfsmennirnir í ríkisstjórninni gefa ’nú hvorir öðrum í blöðunum. I bréfi því, er for- sætisráðherra ritaði ráðherrum komnrúnista lrinn 10. þ. m„ lýsir hann því yfir, að lrann telji ekki, að samstarfsflokkar þeirra hafi á nokkurn lrátt brotið í bága við samning þann, er gerður var, er ríkisstjórnin var mynduð. Þjóðin hefir því orð forsætisráðherrans fyrir því, að hinn upphaflegi stjórnarsamningur sé énnþá í fullu gildi og flest- um mun skiljast, að ekki sé minni nauðsyn nú en haustið 1944, að framkvæma hin fögru fyrirheit urn að öll þjóðin hafi atvinnu við „arðbæran at- vinnurekstur". Jafnframt er augljóst, að jafnvel þótt brotthvarf kommúnista úr ríkisstjórninni yrði að veruleika, eins og Jreir hafa boðað, halfa hiinir flokkarnir tveir nægilegan Jtingmeirihluta til þess að mynda ríkisstjóm til þess að fylgja fram stefnu „nýsköpunarstjórnarinnar“. Slík stjórnar- myndun er ennþá ekki orðin að veruleika, hvað sem síðar kann að verða. Fari svo, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn gugni á þessum tímamótum, þrátt fyrir yfirlýsingar forsætisráð- herra um að þessir flokkar hafi á engan hátt brot- ið í bága við stjórnarsáttmálann, er augljóst, að þar með er lýst yfir hreinni uppgjöf af hálfu stjórnarflokkanna um framkvæmd „nýsköpunar- innar“. jjESSI UPPGJÖF er ólíkleg til þess að vekja * mikla furðu. Svo er nú komið, að erfiðleik- arnir, sem stjórnarstefna undanfarinna tveggja ára hefir skapað, eru orðnir miklu geigvænlegri en flesta óraði fyrir. Allar hinar miklu gjaldeyr- istekjur undanfarinna ára eru senn til þurrðar gengnar. Útlán bankanna eru orðin um 180 millj. kr. hærri en þau voru á sarna tíma í fyrra og lánsfé þeirra að þrotum komið. En ennþá vantar þó gífurlegt fjármagn til þess að standa undir hinni svokölluðu „nýsköpun“, sem þegar er búið að ráðast í, og enn meira til að fylla í skörðin, svo að hún komi að fullum notum. Dýrtíðin er nú búin að leika sjávarútveginn Jrannig, að jafnvel togararnir eru flestir hættir veiðum, af því að ekki borgar sig að gera þá út. Dragnótaveiðar vélbátaflotans eru úr sögunni, einnig af völdum dýrtíðarinnar, fé vantar til húsabygginga og hvers konar opinberra framkvæmda. Nú eru það ekki lengur stjórnarandstæðingar einir, sem benda á afleiðingar stjórnarstefnunnar. í málgögnum kommúnista kveður nú daglega við þennan tón og í útvarpsumræðunum um um daginn gat jafn- vel sjálfur dómsmálaráðherrann ekki orða bund- ist. Og ennþá heldur dýrtíðin áfram að vaxa. Verndun íslenzkra fjárseinkenna. Orn á Steðja skriíar. Jj*G, SEM línur þessar rita, hefi " frekar fengið orð fyrir ógleggni á búpening, enda sannast móla, að huganum var og er tamara að fjalla um annað en hesta, kýr og kindur. — Eigi að síður hafa kindur haft tök í huga mínum, sem flestra annarrá bú- enda, og í annan stað verður mér oft að hugsa um hina illræmdu mæði- veiki og meðplágur hennar. Eg er að hugsa um, hvort hún á eftir að reka rothöggið með því að afmá með öllu mörg og fögur einkenni, sem íslenzka sauðféð hefir haft fram að þeim tíma, er hinar aðfluttu plágur numu hér land, illu heilli. — Nú sérstaklega, þegar niðurskurður fjárstofna heilla héraða er um garð genginn, virðist mér auðsætt, að heilar ættir fjár verði aldauða, svo sem manna ættir urðu það í hinni svörtu plágu laust eftir 1400, er eg tel stórilla farið, og að vissu leyti óbætanlegt. Sérkennilegt fé. T^EGAR eg var að alast upp í Skaga- firði, um og eftir síðustu aldamót, man eg eftir kindum með mörgum lit- um og einkennum, þótt eg þá veitti þessu ekki svo sterka athygli, sem það verðskuldaði og eg síðan myndi gjört hafa, hefði því líkt borið fyrir mig síð- ar og eg hefði tíma haft, eftir að eg þANNIG er umhorfs á Jijóð- málasviðinu, þegar flóttinn brestur í ,,nýsköpunar“liðið. — Hvar eru nú þeir, sem hæst sungu um „hrakspár" stjórnar- andstæðinga fyrir sumarkosning- arnar? Hvers vegna koma þeir ekki til bjargar? ^LLS, KONAR sögur ganga manna í milli um fyrirhug- aða þátttöku Framsóknarflokks- ins í ríkisstjórn. Flestar þeirra eru úr lausu lofti gripnar. Það eitt er augljóst nú, að Framsókn- arflokkurinn er fús til þess að taka á sig ábyrgð í ríkisstjórn, verði tekin upp heilbrigð fjár- málastefna. Þessi var afstaða flokksins til stjórnarmyndunar- innar 1944 og hún er óbreytt. Fyrir flesta þá erfiðleika, er nú blasa við, hefði veriðgirt, ef unn- ið hefði verið að nýsköpunarmál- unura á þann veg, þegar frá upp- hafi, að skapa hinum nýju fyrir- tækjum öruggan fjárhagsgrund- völl, í stað þess að láta reka á reiðanum um afkomu þjóðarbú- skaparins. — Framsóknarmenn fengu Jrví ekki ráðið, að heil- brigður fjárhagsgrundvöllur væri undirstaða nýsköpunarinn- ar. Ennþá er hægt að bjarga frá algjöri^ hruni, með skjótum og róttækum ráðstöfunum. Afstaða Framsóknarmanan til nýrrar stjórnarmyndunar mun enn sem fyrr markast af því, hvort flokk- urinn fær þeim breytingum fram komið á stjórnarstefnunni, er Iiann telur þjóðarnauðsyn. — Náist samkomulag um ráðstafan- | ir til þess að bjarga því sem . bjargað verður úr skipbroti ,,ný- sköpunarstjórnarinnar", er flokk- urinn fús til samstarfs. Verði : siglt áfram eftir áttavita dýrtíðar ! og fjárglæfra, mun flokkurinn telja það skyldu sína nú, eins og 1944, að startda gegn slíkri stjórn- 1 arstefnu. fluttist í Eyjafjarðarsýslu. En það hef- ir ekki verið, heldur hafa mér virzt kindur hér í dölunum hversdagslegar yfirleitt og með fáum áberandi ein- kennum, þ'ótt út af því hafi brugðið í örfáum tilfellum. Þær kindur, er eg kalla einkennilegar, eru einlitar kind- ur að miklu, en hafa þó áberandi bletti í mótsetningu við aðallitinnr ýmist á höfði eða skrokki, stundum hvort tvtggja. Einnig móhöttóttar, svarthöttóttar, gráhöttóttar, flekkótt- ar kindur með þeim sömu litum, koll- óttar kindur með ýmsum litum, ein- hyrntar, þríhyrntar, ferhyrntar, fimm- hyrntar og jafnvel sexhyrntar kindur, brúskóttar og hnýflóttar kindur. Sumt fé, með þeim litum og einkennum, er eg hefi talið, mun ef til vill ekki geta talizt fáséð, svo sem grákollótt og svartkollótt fé, og mun þó vera það í samanburði við hvítkollótta féð. Aft- ur á móti hygg eg að sum einkenni, sem eg hefi minnst á, séu all-fágæt. Þannig hygg eg að marghyrnt fé sé sjaldgæft og einhyrnt einnig. — Um uppruna marghyrnta stofnsins er mér ekki ljóst. En mér segir hugur um, að hann sé leifar frá landnámstíð og að einmitt hér í landi séu þær síðustu leifar. Ekki verður því neitað, að reglulega ferhyrnt fé er öðru fé tign- arlegra á velli. Og sízt mun það rýr- ara til frálags en gjörist og gengur, ef því er sómi sýndur. Sérkenni ættgeng. J ÞVI sambandi dettur mér í hug að i gömlum „Dýravini" er mynd af ferhyrntum hrúti, sem var í Húna- þingi. Hrútur sá var talinn afbragð að stærð og vænleika, svo vænta má að kynþáttur sá hafi góður verið. Á gamla heimilinu mínu í Skagafirði var fyrst er eg man, engin ferhyrnt kind til, aðeins kollubrúskótt ær, sem kom- in var af ferhyrntu í 3. eða 4. lið að sögn. Brúska eignaðist brúskótta gimbur. Hún óx og eignaðist þríhyrnta (klashyrnta) gimbur. Ut af henni komu síðan ferhyrntar kindur, sem voru holdgóðar og fríðar sýnum. (Fvamhald á 5. síðu). HAUSTTIZKAN. Regn-dragt. A þessari mynd sjáið þið nýjung, sem spáð er að eigi eftir að taka sæti hinn- at 'Venjulegu qeénkápu. — Þetta er dragt úr svöréu, regnheldu efni. Pils- ið er beint ofe ér því brugðið utan yfir og krækt á hliðinni. Jakkinn er víður, ermarnar afar víðar í handveg o£ kragann, sem stendur upp, má brjóta niður. Höfuðfatið, sem er úr sama efni, er líkt og sjóhattur í sniði. (Vera Winston) Tískan vestan hafs / Nýlega kom heim frá Ameríku Gunnhildur Snorradóttir liéðán úr bænum, en hún hefir dval- ið vestra undanfarin þrjú ár við nám. Eg bað Gunnhildi að segja lesendum M. K. M. einhverjar tízkufréttir frá því mikla Gósenlandi, Ameríku, sem virðist hafa allsnægtir á öllum svið- um. Eg ætla að gefa henni sjálfri orðið: „Það, sem vakti sérstaka athygli mína í sam- bandi við klæðaburð amerísku stúlknanna, var st^ll þeirra og smekkur. Það mætti segja, að þær væru afbragðs stílistar á Jressu sviði. — Þær hafa alizt upp við mikið val tilbúins fatnaðar, fram- leiddum af tízkusérfræðingum, svo að þeirra hlut- verk verður, að kunna að velja úr, Jrekkja sitt eig- ið vaxtarlag og \ ita, hvað því hæfir. Auðvelt er að máta hin ýmsu snið og liti, þar til fundin er sú tegund fatnaðar, sem fer við- komandi bezt. — Það er mikill munur á því, eða að þurfa að þreifa sig áfram, með því að styðjast að mestu leyti við (ízkublöð, því að falleg mynd í tízkublaði er alltaf dálítið hættulegur hlutur að treysta á. Hvað á eg að segja um tízkuna? Ja, það nýjasta vestra um þessar mundir eru hinar handvegasíðu ermar (Dolrnan sleeves) og uppslög á ermum. Mjög^síðar dragtir (3/4 sídd) er það allra nýjasta á sviði dragtanna. Kápur eru yfirleitt nokkuð lit- skrúðugar og þær fínni skreyttar skinnum á erm- um, krögum o. s. frv. Það þarf ekki að nefna pels- ana, því að þeir eru hin sígilda flík, en að vísu breytast snið þeirra einnig frá ári til árs, t. d. eru þeir nú hafðir fremur stuttir og ermarnar afar víðar. Um kjólana er það að segja, að þeir eru yfir- leitt í daufum litum og svartur kjóll, sem sléttast- ur, er flík, sem engin getur verið án. Þegar svo skipt er um skartgrip eða perluband er kjóllinn sem nýr. Annars eru dragtir afar mikið notaðar árið um kring, enda er það afar hentugur klæðn- aður og smekklegur. Hattatízka í vor og sumar var afar skrautleg, og voru kollar kvenfólksins sem skrautgarðar á að líta, Jrar eð hattarnir voru eintóm blóm og fjaðr- ir. Strútsfjaðrir þykja afar fínar. Um skraut (accessories) er það að segja, að þar þarf ævinlega að vera tvennt a. m. k„ sem á sam- an, t. d. eyrnalokkar og festi, lokkar og armband, armband og hringur o. s. frv. Sama er að segja um liti á höttum, treflum, hönzkum, töskum og skóm. Tvennt þarf að vera samlitt, oft t. d. eru hanzkar og trefill af sama lit og aftur á móti skór og taska. Hatturinn aftur á móti oft samlitur káp- unni. Amerísk stúlka notar ekki svarta skó við brúna dragt eða brúna hanzka við svarta kápu. Hún er yfirleitt mjög nákvæm hvað þetta snertir. Skólastúlkur nota lághælaða skó og stutta sokka, pils og peysur og oft síðar buxur (slacks) og rúlla skálmunum upp á miðjan legg. — í skótízkunni eru þykkir sólar ríkjandi (platform) en engan veg- inn of Jrykkir. — Þetta er nú Jrað helzta, sem eg man eftir í svip- inn, en mig langar að bæta því við, að amerísku stúlkurnar eru yfirleitt afar snyrtilegar og hrein- legar og er sú dyggð í hávegum höfð að nrakleg- leikum." * Bezt er að bera salt á borð með öllum mat, svo að hver sem vill geti haft salt með, og sjálfsagt er það með öllu nýmeti. Yfir höfuð er betra að salta of lítið en of mikið ,enda má líka bæta ögn af salti í, Jregar maturinn er tilreiddur. * Enskar vöfflur. — 2 bollar sigtað hveiti, 2 tesk. lyftiduft, Yz tesk. salt, 2 Jreyttar eggjarauður, 1 bolli mjólk 1/3 bolli bráðið smjörlíki, 2 eggja- hvítur. — Sigtið saman hveitið, lyftiduftið og salt- ið. Hrærið saman eggjarauðunum, mjólkinni og smjörlíkinu, hrærið því síðan saman við hveitið, þar til deigið er orðið jafnt. Stífþeytið eggjahvít- urnar og blandið þeim síðan saman við deigið. — Bakað á heitu vöfflujárni. /

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.