Dagur


Dagur - 18.12.1946, Qupperneq 3

Dagur - 18.12.1946, Qupperneq 3
Miðvikudagur 18. desember 1946 DA&UR Bréf úr höfuðstaðnum - Störf Alþingis - Vega- og brúalög - Fiskimálasjóður - Fjárlögin - Þingsköp - Skattamálin - innheimta með 100% álagi vita- gjöld, aukatekjur ríkissjóðs sam- ikv. lögum nr. 27 1921, stimpil- gjöld, leyfisbréfagjöld og lestar- gjöld. Og með 50% viðauka- gjald af innlendum tollvöruteg- undum og eignarskatt. Reykjavík, í desember. Þinghaldið. Fjárlagaþingið ihefur nú setið á rökistóluin kringum tvo mán- uði. Búið er að leggja fram rúm- lega 100 mál, sem þingið ej; að fjalla um. Aðeins örfá þeirra hafa hlotið fullnaðarafgreiðslu enn, enda mun þingið sitja allengi eftir áiamót. Fjárlögin eru til athugunar í fjárveitingarnefnd, og er vafasamt, að 2. umræða þeirra fari fram fyrir jól. Vega- og brúarlög. A öndverðu þingi flutti þm. N.-ísf., Sigurður Bjarnason, frv. um breyt. á vegalögum og annað ifrv. um breyt. á lögum um brú- argerðir. Frv. um sama efni hafa og ikomið frarn í ed. Við þessi mál liafa kiomið fram fjöldi breyt- ingartillagna frá mörgum þing- mönnum. Sýnir það áhuga þeirra á, að ráðnar séu bætur á sam- gönguörðugleikum héraðanna. Er það lofsvert, því að öruggar samgönguleiðir eru líftaug hvers héraðs, og sá veit gerst, hvar skórinn kreppir, sem hann ber á fæti. F iskimálasjóður. Eysteinn Jónsson hefir flutt að nýju frv. :um fiskimálasjóð, sem stjórnarflokkarnir hindruðu að næði fram að ganga í fyrra. Að- alnýmæli frv. eru þau, að tekjur fjskimálasjóðs verði a. m. k. þre faldaðar frá því, sem þær hafa verið undanfarið og heimiluð 10 mil'lj. kr. Er það meira en öll jöld fjárlaganna námu fyrir stríð. Vitað er, að fjárlagafrv. á þó eftir að hækka að mun í liöndum þingsins, svo að ætla má að gjöld ríkisins, sem ákveðin eru í fjárlögum,,-verði allt að 200 millj. kr. Vísitala framfærslu- kostnaðar er rúm 300 stig — og þykir meira en nóg. En vísitala ríkisútgjalda er orðin 900—1000 stig. Er augljóst, hvert fjárhag ríkisins ber, ef slíku heldiur áfram. * ... J -ó;-' dJLf Þingsköp AJþingis. Gylfi Þ. Gíslason hefir flutt frv. um breyt. á lögum um þing- sköp Alþingis. Samkvæmt því skal forseta skylt, ef þingflokkur er klofinn um afstöðu til máls, að gefa minnihlutanum eða minnihlutunum kost á að gera grein 'fyrir afstöðu sinni í út- varpsumræðu í allt að þriðjungi af ræðutíma flokksins, en þó aldrei lengri hluta af heildar tíma hans en svarar til þess, hversu tala þingmanna í minni- hlutanum er mikill hluti af heildartölu þingmanna flokks ins. Flutningsm. tekur fram í greinargerð, að frv. sé fram kom- ið að gefnu tilefni. í haust hafi það komið í ljós, að þingflokkur Alþýðuflokksins hafi verið klof- inn um höfuðmál aukaþingsins, þ. e. samninginn við Bandarík- in um afnot Keflavíkurflugvall- arins o. fl. Minniblutamönnun- milljón króna lántaka að auki. Fiskimálanefnd verði lögð nið- ur, en Fiskifélagi íslands ætluð sú forusta í málum sjávarútvegs- ins, sem þeirri nefnd hefir Verið falin. Félögum útvegsmanna og fiskimanna er ætlaður forgangs- réttur að þeim stuðningi, sem fiskimálasjóður ‘ veitir til iðn- rekstrar og nýjunga í sjávarút- vegi. Fiskimálasjóði er og ætlað að styðja sérstaklega bátakaup og a bátasmíði á þeim útgerðarstöð- um í landinu, þar sem tilfinnan- leg vöntun er báta, en lítið fjár- magn fyrir hendi til fram- kvæmda/ Þetta nauðsynjamál fann ekki náð fyrir augliti stjórn- arflokkanna í fyrra, og ekki bryddir enn á nefndaráliti frá sjávarútvegsnefnd um málið, þótt hún fengi það í hendur á öndverðu þingi. um hafði verið synjað um að fá að gera grein fyrir skoðun sinni í ræðutíma flokksins við útvarps- umræður um málið og að þeir hafi ekki heldur átt þess kost að fá lesna yfirlýsingu um sérstöðu sína í málinh. í ræðutíma Al- þýðuflokksins hafi því hvergi komið fram, að skoðanir þing- manna hans á málinu væru skiptar. Hér er vissulega drepið atriði, sem vert er að gefa gaum, þótt tilefni frv., eins og jjað er skýrt af flm., minni á það að biðja guð að vernda sig fyrir vinum sínum. Fjárlög. Á síðustu árum hafa fjárlögin faríb-síhækkandi. Stafar það af ^lýrtíðinni og þeirri miklu út- þennslu, sem orðin er í ríkis- kerfinu. Með fjárlagafrv. því, sem nú er ti'l meðferðar á þingi, er þó sett met í þessu efni. Gjöld á rekstrarreikningi eru áætluð 146 milljónir króna og rekstrar- lialli 9,7 milljónir. Heildarupp- hæð á sjóðsyfirliti er aftur á móti 162 millj. kr., og greiðslu- halli áætlaður hér um bil 22 Skattar og tollar. Þegar ríkisstjórn sú, sem setið hefir að völdum undanfarið, settist í stólana 1944, sá hún sig tilneydda að leggja á nýja skatta, til að draga saman sem mest í dýrtíðar- og eyðsluhítina. Látið var í veðri vaka, að Joeir nýju skattar, sem þá voru á lagðir, ættu aðeins að gilda eitt ár. Sú hefir þó orðið raunin, að flestir hafa þeir verið framlengdir síð- an, nema veltuskatturinn. Svo illræmdur var hann, að stjórnin treystist ekki til að halda honum við. , Nú er Jiingið að fjal'la um frv. um tekjuskattsviðauka bg um heimild fyrir ríkisstjórnina til að innheimta ýmis gjöld 1947 með viðauka. Er þar gert ráð fyrir að Húsavíkurbréf í dag er glæsimennið og“gleði- maðurinn, Baldvin Baldvinsson, fyrrum oddviti á Ófeigsstöðum, til moldar borinn að Þóroddsstað / Kinn. í Kinn stóð vaggan hans og eftir 75 ára dvöl í Kinn bera nú Kinnungar hann í dag síðasta spölinn að gröfinni. Framan af ánum dvaldi Bald- vin sál. á Granastöðum, enda lengi kenndur við þann bæ, en laust gftir síðustu aldamót flutt- ist hann að Ófeigsstöðum og bjó Jiar alla tíð síðan. Hann var giftur Kristínu Jón- asdóttur frá Sílalæk, sem nú dvelur á Öfeigsstöðum hjá syni sínum, Baldri Baldvinssyni. Baldvin sál. var á al'lan hátt prýðilega vel gerður maður, greindur vel og drengur góður. Verður varla svo góðs manns get- ið í Kinn, að hans verði ekki rninnst. Nýlega er látinn í Hlíð í Kinn Halldór Marteinsson, gamall maður og farinn að heilsu. í haust dó á Akureyrarspíta'la Friðjón Jónasson bóndi á Síla- læk í Aðaldal, 46 ára gamall, góð- ur bóndi og gjörvilegur maður. Nýlega er látinn á Grænavatni í Mývatnssveit Kristján Jónsson, miðaldra maður og vel látinn. • í október síðastliðnum áttu gullbrúðkaup hér þau Helga þorgrímsdóttir og Maríus Bene- diktsáon. Hafa jnessi sómahjón búið allan sinn búskap í Húsa- vík. Eiga Jiau 5 mannvænlega syni og mörg barnabörn. Færðu Húsvíkingar þeim, við þetta tækifæri, skrautritað ávarp ásamt ofurlítilli gjöf, sem þakk-' lætisvott fyrir langt og vel unnið starf í þágu bæjarfélagsins. Húsvíkingar og allir aðrir vin- ir brúðhjónanna í „Marahúsinu" óskajDeim allrar blessunar og að þau fái í mörg ár enn‘," að líta álf- röðul þann, sem rís hvern einasta morgun við austurbrún fjall- anna. (7. des. ’46). Þrjár jrábærar barna- og unglingabcekur! Dýrheimar | eftir stórskáldið Rudyard Kipling og Nýir Dýrlieimar | eftir sama höfund Skógarsögur Kiplings hafa löngum verið faldar meðal beztu barna- og unglingabóka, sem til eru, enda mun það ekki ofmælt, því að Kipling var mikill rithöfundur, þekkti glögg skil á frumskógalífi og kunni allra manna bezt að segja börnum sögur. Þessar sögur eru því flestum bókum betur fallnar til þess að glæða fegurðar- skyn og málsmgkk barna, en eru um leið fræðandi og bráðskemmtilegar, enda má segja, að þær hafi farið sigurför um allan heim. Nú eru þess- ar bækur komnar út í afburðasnjallri þýðingu Gísla Guðmundssonar, fyrrv, alþingismanns. — Þær eru í tveimur bindum og nefnast Dýrheimar og Nýir Dýrheimar, en eru þó hvor um sig sjálfstæðar að frásögn. Útgáfan er myndskreytt og forkunnaívönduð, en verði þó mjög stillt í hóf. Til sölu Jörð til sölu og laus til ábúðar á vori komandi. Góð bygging. R. v. á. Tapazt hefir sl. sumar jarpur hestur, 5 v. — Mark: Heilrifað h. biti fr. Sneitt á. biti eða fjöður fr. v. Brennimark á liófum JFe og Þ10. — Verði einhver hestsins var, bið eg vinsamlegast láta mig vita. 1. desmeber 1946. « Birningsstöðum, Ljósavatnssk. Jón Ferdínandsson. I Sól og regu | eftir Raden Powell skátahöfðingja • \: \ Skátahöfðinginn Baden Powell var, auk þess að vera merkilegur æsku- lýðsleiðtogi, frábær rithöfundur fyrir börn. Ritaði hann allmargar dýra- sögur svo frábærlega skemmtilegar og viðburðaríkar, að hvert barn hefir • yndi af, og teiknaði hann sjálfur í þær marg'ar ágætar myndir. Ein helzta þessara bóka er nú komin út í ís- lenzkri þýðingu eftir Jón Helgason, blaðamann, og nefnist hún Sól og regn, sögur frá Kenya. — Þetta er frá- bærlega skemmtileg og fróðleg bók, einkum fyrir yngri börn. V ^ | Betri gull en einhverja - eða allar - 1 þessara þriggja úrvalsbóka geta for- & | eldrar tæplega lagt í lófa barns síns. t Snælandsútgáfan

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.