Dagur - 08.01.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 08.01.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. janúar 1947 DAGUR 3 Bréf úr höfuðstaðnum Hlutfallskosningar í stéttarfélögum. - Viðhald landbúnaðarvéla. - Skjalasöfn héraðanna. - Virkjun Andakílsár. Hlutfallskosningar í stéttarfélögum Jóhann Hafstein hefir flutt frumvarp um breytingu á lögum uín stéttarfélög og vinnudeilur. Samkvæmt því skal skylt að við- hafa hlutfallskosningu innan stéttarfélaga til stjórnar- og trún- aðarstarfa, svo sem við kosningu fulltrúa stéttarfélaga til stéttar- sambands, ef j/5 hluti félaganna krefst þess. Með þessu virðist höggvið allnærri félagafrelsinu, ef setja á reglur um starfshætti fé- laga með valdboði ofan að, en þau fá ekki lengur að ákveða starfsreglur sínar sjálf. Svo gæti og farið, að nálega 4/s félags- manna í einhverju félagi væru á móti hlutfallskosningu. Samkv. frumvarpinu yrðu þeir að lúta í lægra haldi, ef aðeins Vö félags- manna krefðust hlutfallskosn- iu'ga. V iðgerðarverkstæði landbúnaðarvéla. Jón Sigurðsson, Pétur Ottesen og Steingr. Steinþórsson flytja frv. um samþykktir um viðgerð- arverkstæði landbúnaðarvéla. Þar er svo fyrir mælt, að búnaðar- samböndum sé heimilt að setja sér samþykkt um að þau taki að sér viðgerð á búvélum bænda. Viðgerðarverksl*eði landbúnaðar- véla, sem byggt et og búið véla- kosti samkv. tillögum teiknistofu landbúnaðarins og verkfæra- nefndar ríkisins, skulu njóta stofnstyrks úr ríkissjóði, sem svar- ar helmings kostnaðarverði bygg- inga, véla og verkfæra. í gfeinargerð frv. er skýrt frá því, að frá 1. jan. 1942 til 20. okt. 1946 hafi S. í. S. flutt inn og selt bændum Jressar,landbúnaðarvél- *ar: 520 dráttarvélar af ýmsum staerðum, 1300 sláttuvélar" fyrir hesta, 950 rakstrarvélar fyrir hesta, 111 múgavélar fyrir hesta, 159 áburðardreifara fyrir tilb. áburð, 73 mjalfavélar, 57 kartöflu-upptökuvélar. Auk þess eiga bændur í pönt- un fjölda af vélum, stærri og smærri, sem þeir fá ekki, fluttar inn, m. a. vegna skorts á gjald- eyri. Sýnir þetta betur en flest annað, hvort bændur hafa setið auðum höndum á síðustu árum. H éraðsskjalasöf n. Fyrir Aljringi liggur frv. um héraðsskjalasöfn, og er það flutt af Jóni Sigurðssyni. Samkvæmt Jrví skal sýslunefnd og bæjar- stjórn heimilt að koma á fót í sýslunni eða kaupstaðnum hér- aðsskjalasafni, er varðveiti á sem tryggilegastan hátt skjöl og liand- rit og aðrar ritaðar heimildir, er snerta sérstaklega hlutaðeigandi sýslu eða bæjarfélag og ekki ber að afhenda Þjóðskjalasafninu. Héraðsskjalasöfn skulu njóta ár- lega styrks úr ríkissjóði samkv. ákvæðum fjárlaga. Hér er vissu- lega orð í tíma talað. Að Þjóð- skjalasafninu berst nú orðið svo nrikið frá embættis- og starfs- mönnunr ríkisins og ýmsum nefndunr, að vandkvæði eru á að veita Jrað allt saman^sVö, að það sé aðgengilegt, enda er óvarlegt af öryggisástæðum áð safna öll- unr skjölum og heinrildum á einn stað. Það er og'í alla staði sann- gjarnt, að sýslufélögin fái sjálf til varðveizlu, ef þau óska Jress, skjöl og gerðabækur Jreirravnefnda og i starfsmanna, sem þau liafa valið og kostað af eigin fé.* Virkjun Andakílsár. í byrjun ársins 1944 var ákveð- ið að hefja virkjun við Andakíls- árfossa og um sama leyti fest kaup á vélum til 5000 hestafla virkjunar. Vinna var hafin á virkjunarstaðnum síðari hluta maímánaðar 1945. Gert var ráð fyrir, að vinkjunin mundi kosta tæpar 9 millj. kr. En nú þykir það sýnt, að sú áætlun stenzt ekki, heldur muni heildarkostn- aður verða 12—13 millj. kr. Þess vegna flytja nú Jrlngmenn Borg- arfjarðar- og Mýrasýslu tillögu um að Alþingi heimili ríkis- stjórninni að ábyrgjast allt að 3 millj. kr. viðbótarlán vegna virkjunarinnar. Ef þetta eitt dæmi af mörgum um það, hvaða áhrif aukin dýrtíð hefir á framkvæmdir í landinu og hvað áætlanir standast oft illa próf reynslunnar. |ón Marteinsson á Bjarnarstööum, áttræður FRÁ BÓKAMARKÁÐINUM , Við móðurkné. Þetta er nafn á litlu kveri, sem sífa Óskar J. Þorlákssoii á Siglu- firði hefir safnað til og samið. — Kverið er ætlao foreldrum til leiðbeiningar um val á versum og bænum handa börnum, hefst á Signingunni og Faðirvori og endar á Trúarjátningunnif En aðalefni kversins eru allmargar ljóðaperlur, andlegs og trúarlegs eðlis, eftir ýmsa vora ágætustu höfunda, svo sem Hallgrím og Matthías, o. fl., er hvert ungviði hefði af sálpbót að kynnast og kunna. Þá eru Jiar og nokkrar stuttar og fallegar bænir, sem ætl- ast er til að hafðar séu yfir með börnunum, og að sjálfsögðu munu mörg þeirra læra þær fyrir- hafnarlltið. Ennfremur stutt Ritningargrein fyrir hvern dag mánaðarins, o. fl. í formála, sem höf. beinir til foreldra segir m. a.: „Allir þeir, sem vilja byggja líf sitt á grundvelli kristindómsins eru á einu máli um nauðsyn trú- aruppeldis. Þetta trúaruppeldi verður að byrja á heimilunum, meðan börnin eru ung, Jiví að þau trúaráhrif, sem börnin verða fyrir á fyrstu árum æfinnar, eiga sinn mikla Jiátt í því að móta lífs- stelnu þeirra síðaimeir. Sé trúar- uppeldið vanrækt á þeim árum, verður erfitt að bæta það upp síð- ar, jafnvel þó að um góða kristin- dómsfræðslu sé að ræða. Enginn fær eins mörg og góð tæk-ifæri til Jiess að vekja trúarhneigð barn- anna og fræða þau, eins og for- eldrarnir, því að enginn á trún- að þeirra eins óskiptan.... Alda- gömul er sú venja að kenna börn- unum vers og bænir, þegar þau voru orðin vel talandi. Og ég held að þessi aðferð sé enn í fullu gildi, ef rétt er á haldið.. . Þessu litla kveri er ætlað að vera for- eldrum og barna vinum ofurlítil leiðbeining, Jiegar velja skal bænavers til þess að kenna börn- um. Mörg af þessum versum eru gömul og alkunn og munu Jiví vekja hlýjar og viðkvæmar minn- ingar í hugum margra foreldra. . . . .Versunum er skipt í-flokka og ber að velja það, sem bezt á við í hvert sinn, en signingin og faðirvorið ættu að vera fastir lið- if allra kvölds og morgunbæna, að minnsta kosti Jiegar frá líður og börnin hafa öðlast skilning á gildi bænarinnar." Síra Óskar J. Þorláksson er á: hugasamur utn kristilegt trúar 1 uppeldi æskunnar, síhugsandi um þau mál og vakandi. Hann hefur áður gefið út barnasálma, o. fl„ og sýnir það í verki að hann lætur sér annt um trúarlegt og siðlegt uppeldi barna, bæði sem , prestur og leiðtogi í bindindis málum meðal sóknarbarna sinna. ! Og það er von mín, að þetta litla og fallega kver verði mörgu barni til blessunar og nái þannig til gangi sínum. — Eg vil einlæg- lega hvetja foreldra til að kynna sér það og notfæra. Þeim fimm kiónum tel ég vel varið. Kverið fæst í bókaverzl. Gunnl. Tr. Jóns- sonar og í Barnaskólanum liér. SnS. Hann er fæddur á Fornastöð- um í Fnjóskadal 11. jan. 1867. Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Marteinn Hall- dórsson. Faðir Kristínar var Jónsson, prests Þorsteinssonar í Reykjahlíð. Móðir hennar var Kristbjörg Kristjánsdóttiir frá 111- jastöðum. Faðir Marteins var Halldór Þorgrímsson bónda á Bjarnarstöðum í Bárðardal. Ætt- bálkur sá, sem runninn er frá Halldóri og b'ræðrum hans, er nefnd Hrauntkotsætt. Þessar þrjár ættir, sem að Jóni standa: Reykjahlíðarætt, Illugástaðaætt og Hraunkotsætt, eru mjög sterk- ar og fjölmennar um Þingeyjar- Jiing. Jón, móðurfaðir Jóns á Bjarn- arstöðum, bjó síðast að Lundar- brekku og hýsti Jiá jörð og bætti svo að fágætt var á þeim fíma, og hafa sést þess menjar til Jiessa. Hann dó á miðjum aldri úr taugaveiki, veturinn sem Jón Manteinsson fæddist og fluttust þá foreldrar hans að Lundar- brekku er Jón var fjögurra mán- aða. Á Lundarbrekku var þá bændakirkja.i Veturinn 1879 brann kirkjan, og eru upptök eldsins ókunn enn í dag. Þetta var slíkt rothögg á fjárhag Jieirra hjóna að þau urðu að selja með skaða óðal sitt og flytja að Hof- stöðum í Mývatnssveit, sem er af- skekkt heiðarbýli. Þar bjúggu Jiau fjögur erfiið harðindaár. Vet- urinn 1883 ræðst bóndinn á Bjarnarstöðum í Vesturheimsför. Festi þá Marteinn kaup á föður- leyfð sinni. En ekki átti honum að auðnast að flytja þangað, Bjarnarstaðir standa í Bárðar- dal innarlega, nálægt 100 km. frá sjó og -úpp við heiðarbarm á takmörkum byggðar og öræfa. Ódáðahraun teygir fingur sína heim undir bæinn, en vafði tún- ið örmum og- sótti inngöngu. — Heiðarlandið í fjarska var nrikið og gott. Bóndinn átti um tvennt að velja: að víkja og láta auðn- ina gleypa býlið eða beita hinni ýtrustu harðfylgi við öflun tor- sóttra gæða. Jón er enginn undanhalds- maður. Hann hafði frá upphafi stórbú, fyrst að mestu byggt á fangsóttum nytjum, en síðan á stórfelldri ræktun við hin örðug- ustu skilyrði. Gengur það krafta- verki næst að sjá það mikla gras, sem er á Bjarnarstaðatúni í tveimur sláttum, þegar vitað er að Jiað er allt ræktað úr sandjörð og landbroti. Kemur hér fram einstök alúð og kostgæfni Jóns og sona hans við ræktunina. Jón og Vigdís á Bjarnarstöð- um hafa með hjálp barna sinna skapað fyrirmyndarheimilli, þar senr allt fer saman, forn og þjóð- leg íslenzk rausn og risna, og ný- tízku tækni, er eykur þægindin og léttir störfin: Rafstöð til ljósa og suðu í ágætu steinhúsi, bílveg- ur, heimilisbíll og vélar við hey- vinnu. Margir koma að Bjarnar- stöðunr að sumrinu og njóta hinnar annáluðu gestrisni. — Hrjóstrug er Jrangað heimreiðin, en svo er senr komi í aðra veröld þar innan garðs, þegar nýtur mannanna og verka þeirra. Jón var um langt skeið for- yztumaður í sveit sinni, þrjátíu hann dó úr lungnabólgu seint á rí hreppsnefnd, og lengi odd- um veturinn. En ekkjan flutti Jrangað unr vorið með stóran barnahóp, en lítil efni. Var Jón Bíl! til sölu Dodge-bifreið (fólks) Model 1941, nreð tvöföldu drifi, er til sölu. Upplýsingar gefur Guðmundur Mikaelsson í Járn- og glervörudeild KEA. IBIJÐ í smíðúrn, 2 herbergi og eld hús, til sölu. SIGFÚS GRÍMSSON, Laxagötu 4. vitii og í sýslunefnd. Jón er mikill að vallarsýn, og karlmenni að burðum, þótti Jrá 16 ára. Hefir hann því dval-ið skæður glímumaður í æsku, enda á Bjarnarstöðum í 64 ár sanr- skorti ekki harðfyfgi. Hann er fleytt, þegar frá eru skilin itvö ár, stórbrotinn í lund, oft óvæginn senr hann var á búnaðarskólan- í orði, glettinn, og hnífilyrtur, um á Hólunr (1889—1891). Var fylgdi fast sínu máli, hver sem í Hermann Jónasson þá skólastj. hlut átti. En alMr, sem þekktu Þegar Jón var þrítugur kvænt- hann, fundu að undir kaldglettu ist hann Vigdísi Jónsdóttur frá sló heitt hjarta, og að óhviku.ll Sigurðarstöðunr (1897) og tók drengskapur var meginþátturinn hann þá við búi. Eiga þau hjón í skapgerðinni. því 50 ára hjúskapara- og bú- Nú er Jón Marteinsson bilað- skaparafmæii á næsta vori. Þau ur á sjón, en kraftar sálar og hafa eignast 4 syni og 4 dætur, og ’ líkama óbugaður. Hvíthærður, lifa öll börniin, nema einn sonur, silfurskeggjaður öldungur ber er dó uppkominn. Þau hafa alið höfuð sitt hátt yfir alla meðal- upp 2 fósturbörn. mennsku. J. Til sölu nú þegar Hluti af stórri húseign á Oddeyri. I kaupunum getur fylgt leiguréttindi af rúmgóðri íbúð frá 14. maí næstkoma.ndi. BJÖRN HALLDÖRSSON, Strandgötu 35. - Sími 312. ÖrKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKKfc HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Brauðarðmiðum ársins 1946 sé skilað á verksmiðjuskrifstofuna fyrir 31. janúar næstkomandi. Kaupfélag Eyfirðinga »Ú<hkhKHKhkhkhKKhKhkhKHKhKHKhKhkhKhKhkhkhkhkhkhkhkhkh;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.