Dagur - 26.03.1947, Side 2

Dagur - 26.03.1947, Side 2
2 Miðvikudagur 26. marz 1947 DAGUR Blöð fyrrv. sfjórnar reyna að halda þjóðinni í myrkri vanþekkingar í síðustu alþingiskosningum bentu frambjóðendur Fram- sóknarflokksins og blöð hans rækilega á þá hættu, sem þjóð- inni stafaði af gjaldeyriseyðslu fyrrv. stjórnar. Þeir færðu rök að því, að hin mikla gjaldeyriseign okkar yrði þrotin á árinu 1947, ef áfram yrði haldið á sama hátt og áður. Talsmenn þáverandi stjórnar- flokka staðhæfðu hins vegar, að hættan, sem stjómarandstæðing- ar væru að lýsa, væri í raun og veru engin til, nema á vörum Framsóknarmanna, er væru að leitast við að blekkja þjóðina í áróðunrsskyni í kosningastríð- inu. Fullyrt var, að nægur gjald- eyrir væri fyrir höndum. Eink- um voru það þó talsmenn Sjálf- stæðisflokksins, sem héldu þessu fram. Svo líður fram á haust. Þá upp- lýsa Framsóknarblöðin, að er- lendu inneignirnar væru nær á þrotum. Morgunblaðið lagði sig mjög fram í því að sannfæra þjóðina um, að hér væri aðeins Tímarógur á ferðinni. Næst kemur að því, að full- trúar Framsóknarflokksins í tólf- manna nefndinni flytja tillögu um að skipuð sé hagfræðinga- nefnd, einn frá hverjum flokki, til þess að taka út þjóðarbúið og þar 1 innifalið að rannsaka gjald- eyrisástandið. Með þessu átti að fást úr því skorið, hvort fylgis- menn stjórnarinnar eða stjórn- arandstæðingar hefðu flutt þjóð- inni sannara mál um gjaldeyris- ástandið. Tillaga Framsóknarmanna var samþykkt. Fjórir stjórnmála- flokkar útnefna sinn hagfræðing hver til þess að gera skýrslu um áhrif og afleiðingar fyrrverandi stjórnarstefnu, svo að þjóðin fái vitneskju um ástandið við stjórn- arskiptin. Og auðvitað velur hver flokkur þann mann, sem hann trúir bezt til þess að leysa starfið vel og samvizkusamlega af hendi. Eftir áramótin birtist álit hag- fræðinganna fjögra almenningi. Niðurstaða þeirra allra um gjaldeyrisástandið er sú, að gjald- eyri þjóðarinnar verði öllum ráð- stafað áður en 2—3 mánuðir af ár- inu 1947 séu liðnir. Álit hagfræðinganna leiddi þannig í ljós, að Framsóknar- menn höfðu sagt þjóðinni sann- leikann, en fylgismenn fyrrv. stjórnar — og þó fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksblöðin — höfðu sílogið að þjóðinni. En hvers vegna? Vitanlega í þeim eina til- gangi að halda þjóðinni í myrkri vanþekkingar um hið sanna en raunalega ástand, sem fyrrv. stjórnarstefna hafi skapað. Ef stjórnarblöðin hefðu treyst sér til að hrekja niðurstöður hag- fræðinganefndarinnar, hefðu þau sannarlega ekki þagað. En þau treystu sér ekki til þess að hrekja neitt. Þess vegna tóku þau það ráð að reyna að þegja nefnd- arálitið í hel. Um þetta hafa þau verið samtaka. En þau gæta þess !að líkindum ekki, að þessi djúpa þögn er sönnun þess, að þau telja sig gjörsigruð í deilunni um gjaldeyrisástandið. Nú hefir borizt óvéfengjanleg sönnun fyrir því, að hagfræðing- arnir hafa ekki farið of langt, er þeir sögðu að gjaldeyri þjóðar- innar öllum yrði ráðstafað 2—3 mánuðum eftir síðustu áramót. Heimild fyrir þessu er Lands- banki íslands, sem hefir upplýs- ingar allar um gjaldeyriseign á hverjum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er það stað- reynd, að í lok febrúar sl. er búið að taka ábyrgð á vörum og ávísa fyrir um 44 milj. kr. meira í er- lendum gjaldeyri en þjóðin á. Þegar fyrrv. stjórn lætur af völdum, er ástandið þannig, að búið er að ávísa á allar tekjur tvö síðastl. ár, alla inneignina, um 580 miljónir, og 44 miljónir þar fram yfir. Eftir að Tíniinn skýrði nýlega frá gjaldeyrisástandinu eins og það er, varð Morgunblaðið nær ókvæða við, en segir þó, að sama sé „innrætið" hjá því blaði, þ. e. að skýra rétt frá málavöxtum, þvert á móti því sem Mbl. gerir, því það hamrar á því í sífellu, að nógur sé gjaldeyririnn, og að | fyrrv. stjórn hafi látið eftir sig ' dýran arf. Enn er haldið áfram að blekkja þjóðina. En þeir, sem ekki láta blekkj- ast, spyrja: Hvers vegna var verið að búa til stjórnarkreppu, sem endaði með stjórnarskiptum, ef ástandið var eins glæsilegt eins og af er látið? Allt átti að vera í blóma, tveir flokkar sammála og höfðu meirihluta í báðum deild- um þingsis. Þar við bættist svo „kosningasigurinn mikli“, sem mjög var rómaður af báðum þess- um flokkum. Við þessu hefir aldrei fengist neitt svar hjá fyrrv. stjórnarflokkum. Þess þurfti heldur ekki, því að svarið liggur jóst fyrir öllum, sem vilja skilja. Öll nýsköpun fyrrv. stjórnar var strönduð vegna óviturlegra að- fara og frámunalegrar eyðslu. Það var því enginn annar kostur en að kveðja nýja menn úr öllum lýðveldisflokkunum til stjórnar- starfa, til þess að bjarga því, sem bjargað varð og halda nýsköpun- inni áfram á traustara grundvelli en áður. Til þess að rétta nýsköpunina við og festa hana þarf nýjar áiög- ur á þegnana. Allt er uppetið og peningaskortur til margvíslegra framkvæmda. Nýjar álögur, þó að til nytsamlegra framkvæmda sé varið, mælast alltaf misjafn- lega fyrir. Nýju stjórnarinnar bíður því óvinsælt verk. En það verður engu að síður að vinna. Fyrrverandi stjórn hefir gerzt stórbrotleg við þjóðina á tvennan hátt. í fyrsta lagi hefir hún sóað dýrmætum gjaldeyri í fullkom- inni ráðleysu. í öðru lagi bætir hún gráu ofan á svart með því að blekkja þjóðina og reyna að telja henni trú um, að aldrei hafi út- litið verið jafn bjart og glæsilegt sem nú, hún megi því vera ó- hrædd, því að engin hætta sé á ferðum. Alþýðuflokkurinn er að vísu hættur að túlka málið á þessa leið, en blöð Sjálfstæðisflokksins halda þessum málflutningi áfram á ábyrgð Ólafs Thors. — Þetta er hér ekki sagt í hefndarhug til Ól- afs Thors eða af hatri til hans, eins og „íslendingur“ er sífelt að hampa, heldur til þess að segja sannleikann afdráttarlaust. Það er hið versta verk að telja mönn- um trú um, a$ engin hætta sé framundan, þegar hættan gín við fótum manna. Þetta gera blöð Sj.ílfstæðisflokksins. Hitt er aftur brýn nauðsyn og skylduverk, að vara menn við hættunni og fá menn til að sjá hana og skilja, til þess að geta forðazt hana. Þetta gera Framsóknarmenn, og marg- ir úr hinum núverandi stjórnar- flokkum hafa snúizt á sveif með þeim í þessu falli. Sjálfstæðis- flokksblöðin ættu því að hætta blekkingum sínum, því þær miða til ills eins. Það er fyrir öllu, að alþjóð sjái cg skilji það bágborna ástand, er nú ríkir. Þá fyrst er von til þess, að hún vilji taka þátt í björgun- arstarfinu með núverandi stjórn og færa þær fórnir, sem þar út- heimtast. Það er ólíkt karlmann- legra en að stinga höfðinu í sand- inn til þess að sjá ekki hættuna. Það þarf að segja þjóðinni hreinskilnislega, hvernig komið er Útdráttur úr ræðu EYSTEINS JÓNSSONAR við fyrstu uraræðu um fjárhagsráðsfrumvarpið T UPPHAFI ræðu sinnar lýsti E. J. því, að Framsóknarmenn hefðu orðið fyrsti til að benda á þær ráðstafanir, sem hér væru fyrirhugaðar. Þeir hefðu strax haustið 1942 flutt þingsályktun- artillögu, þar sem lagt var til, að komið yrði fastri skipan á fram- kvæmdastarfsemi í landinu, svo að tryggður væri forgangsréttur framleiðslunnar og nauðsynlegra framkvæmda. Það væri því á- nægjuefni fyrir Framsóknar- menn að styðja þetta frv., enda væri nú kornið fram, að þeir hefðu barizt fyrir réttu máli. Hefði slík skipan verið tekin upp fyrr, myndi margt fara nú á ann- an og betri veg, en raun væri á. Það er vegna hinnar slæmu reynslu af glundroða og skipu- lagsleysi undanfarinna ára, að þetta frv. nýtur nú almenns fylg- is. TjAÐ er eitt meginefni þessa frv., að fjárhagsráð fær miklu viðtækara vald en nokkur stofn- un hefir áður haft. Það verður ekki hægt að gera neinar meiri- háttar verklegar framkvæmdir né ráðast í ný fyrirtæki, án leyfis þess. Ýmsir finna að því, að vald láðsins sé þannig aðallega nei- kvætt. Þetta má að vísu túlka á þann hátt ,en þetta er þó ekki raunverulega þannig. Það er ekki hægt að gera það samtímis að halda uppi stórfelldri nýsköpun og nauðsynlegum framkvæmd- um og leyfa sér jafnframt stór- fellda eyðslu á öðrum sviðum. Annað hvort verður að þoka fyrir hinu. Fjárhagsráðið á að tryggja forgangsrétt hinna nauðsynlegu ftamkvæmda. KAÐ almenna fylgi, sem þetta frv. nýtur, stafar fyrst og fremst af því fjárhagsástandi, sem nú ríkir í landinu. Menn sjá allt- af betur og betur að framleiðslan og nauðsynlegar framkvæmdir rnunu stöðvast, ef ekki er gripið , til slíkra ráða. Skulu hér færð nokkuð nánari rök að því. | Framkvæmdastarfsemin hvílir á þremur megin stoðum: Erlenda gjaldeyrinum, vinnuaflinu og fjármagninu innanlands. Án þess, að þetta þrennt sé fyrir hendi, verður lítið eða ekkert úr framkvæmdum. í STANDIÐ í gjaldeyrismálun- um er nú þannig, að um sein- ustu mánaðamót námu inneignir jbankanna erlendis, að frádregn- um nýbyggingareikningi, 44 milj. kr., en yfirfærsluábyrgðir námu 58 milj. Auk þess lágu fyrir leyfi frá viðskiptaráði, sem ekki var búið að taka yfirfærsluábyrgð á. Á nýbyggingareikningi voru 120 milj. kr., en veitt leyfi Ný- byggingaráðs, sem ekki var búið að yfirfæra, námu 150 milj. Öll- um hinum miklu gjaldeyrisinn- eignum hefir þannig verið eytt og meira til og þó er enn ekki bú- ið að greiða nýbyggingareikningi 15%, sem nú er ákveðið í frv. og 1946, sem hann á tilkall til. Það má því vera hverjum manni ljóst, að eigi að halda uppi verulegum framkvæmdum í framtíðinni, verður ekki hægt að leyfa sér aðra eins gjaldeyrissölu á öðrum sviðum og gert hefir verið undan- farin ár. Það verður að draga úr eyðslunni og það á að vera hlut- verk fjárhagsráðs að tryggja for- gangsrétt nýsköpunarinnar. ¥TM vinnuaflið er það að segja, j ^ að menn vantar nú á skip og báta í talsvert stórum stíl og ýms- ar nauðsynlegar byggingarfram- kvæmdir hafa stöðvazt af vinnu- aflsskorti. Ástandið í sveitunum er alkunna. Enn er í ráði að auka skipastólinn verulega og ýmsan iðnað í þágu framleiðslunnar. Þessar framkvæmdir hljóta að stöðvast, nema sérstakar ráðstaf- anir séu gerðar til að draga úr hinum ónauðsynlegu fram- kvæmdum. ÍF fjármagninu innanlands er það skemmst að segja, að rík- isskuldabréf hafa mátt heita óseljanleg um lengra skeið. — Fjáröflun til hinna svokölluðu nýsköpunarframkvæmda og nauðsynlegra íbúðabygginga hef- ir verið og er gersamlega stöðvuð. Ofþennslan hefir valdið því, að fjármagnið hefir sogast í ýmsa braskstarfsemi og luxusbygging- ar. Fjármagnið til nýsköpunar- innar verður ekki tryggt, nema dregið sé úr óþörfum fram- kvæmdum og annarri ónauðsyn- legri eyðslu. npiL viðbótar þessu, sagði E. J., finnst mér rétt að geta tveggja atriða, er komið hafa fram í umræðunum. Einar Olgeirsson hélt þvi fram, að það skipti höfuðmáli, að ákveðið væri í frv., að verja 25% af andvirði útflutningsins til verklegra framkvæmda í stað 15%, sem nú e rákveðið í frv. og ákveðið er í lögunum um ný- byggingaráð. Eg tel þetta ekki skipta neinu máli, því að það veltur mest á framkvæmdinni hiá gjaldeyrisyfirvöldunum hver niðurstaðan verður í þessum efn- um. Haldi þau vel á, getur verið hægt að verja 25% og jafnvel meiru til nýsköpunarinnar. Sé hins vegar ekki hugsað um að spara á öðrum sviðum, getur svo farið, að þessi ákvæði verði ekki liöfð að neinu, eins og gert hefir verið á seinasta ári. Aðalatriðið ei því að vanda vel framkvæmd- ina og draga úr gjaldeyriseyðsl- unni, þar sem því verður bezt komið við. ¥»Á taldi Einar Olgeirsson það * mikinn ókost á frv., að fjár- hagsráð á ekki að ráða yfir lán- veitingum bankanna. Virtist mega skilja á honum, að þannig \æri leyst úr lánsfjárþörfinni til nýsköpunarinnar. Þetta tel eg mikinn misskilning, því að engin trygging er fyrir því, að þeir hafi slíkt fé handbært, nema þá með aukinni seðlaútgáfu, en af því gæti hlotizt ný og óviðráðanleg verðbólga, enda er varað við þessari stefnu í hagfræðingaálit- inu. Hitt viðurkenni eg að sé nauðsynlegt, að góð samvinna sé milli bankanna og fjárhagsráðs og að bankarnir megi ekki hafa aðra útlánastefnu en ríkisstjórn- in og fjárhagsráðið. Þetta ætti að vera auðvelt að tryggja, þar sem ríkisstjórnin og Alþingi ráða yfir bönkunum. Eg vil svo að lokum, sagði E. J., árétta það, að ekki verður hægt að ráða sómasamlega fram úr þessum málum, nema menn geri sér ljóst, hvernig ástatt er, og að ekki er hægt að halda uppi stórfelldri, óþarfri eyðslu á sama tíma og koma á fram stórfelldri nýsköpun. DAGUR fæst keyptur á eftirtöldum stöðum: Bókaverzl. Edda Bókabúð Akureyrar Verzl. Baldurshaga Útibúi KEA, Brekkug. Raftœkjaverzlun Gústafs Jónassonar, Grdnufélagsgötu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.