Dagur - 26.03.1947, Blaðsíða 5

Dagur - 26.03.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. marz 1947 DAGUR 5 LUNDÚNABRÉF TIL »DAGS« Frá Victor Stankovich Rússar vilja fresta umræðum um Austurríki, til þess að Rauði herinn geti dvalið lengur í Dónárhéruðunum Grikkland verður að fá aðstoð til þess að verjast erlend- run íhlutunum, segja Bretar og Ameríkumenn Það ei' vitað, að Marshall, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, muni ekki £ús á að veita neinar upplýsingar um áhrifasvæði Bandaríkjanna, þó að Molotov muni reyna að fá slíkt upp á Moskvuráðstefnunni. Utanríkis- ráðuneytum Bretlands og Banda- ríkjanna hafa borizt fréttir um, að þetta muni vera aðaláhuga- efni Rússa á ráðstefnunni í því skyni að koma upp ágreiningi, jafnvel byggðan á fölskum stað- reyndum, á milli þessara þriggja stórvelda, sem öll í augnablikinu eru ófær að hefja styrjöld. Utanríkisráðuneyti Bretlands og Bandaríkjanna eru þeirrar skoðunar, að Molotov muni knýja þetta fram á ráðstefnunni, sem einu „raunhæfu“ lausnina á ýmsum mikilsverðum ágreinings- atriðum, og að hann muni í þess- um tilgangi vitna í þann hluta Yaltasamþykktarinnar, sem fjall- ar um Austur-Evrópu og einnig í Teheransamþykktina, þar sem áhrifasvæði voru viðurkennd bæði af Roosevelt og Churchill. Ástæðan fyrir því að Molotov vill koma þessu á dagskrá nú, er sú, að Rússland er fastráðið í að slá á frest umræðunum um mál- eíni Austurríkis, til þess að Rauði herinn geti dvalið lengur i Dónárhéruðunum. Bæði Bevin og Marshall hafa látið orð að þessu liggja. Og ef þeir minnast á það nú, er búizt við að svar Molotovs verði á þá lund, að þetta komi ekki málunum við, þar sem Austur-Evrópa sé rúss- neskt yfirráðasvæði, og að Rússar hafi á hinn bóginn, á Yalta-ráð- stefnunni, viðurkennt áhrifa- svæði Vesturveldanna á öðrum slóðum. Fyrst þessara tilslakana Rússa var myndun pólsku stjórnarinn- ar, sem átti að koma á frjálsum og löglegum kosningum. Er sennilegt að Molotov vilji halda því fram að þannig hafi þær ver- ið! Önnur var samsteypa Júgo- slavnesku útlagastjórnarinnar undir stjóm dr. Shubashitch og stjórnar Titos, sem lauk með Tito-Shubashitch „samþykkt- inni“. En eins og vitað er endaði þetta á þann veg, að Shubashitch og aðrir sannir ættjarðarvinir sáu sér ekki fært að starfa í sam- steypustjóm þessari, sökum rúss- neskrar íhlutunar. Vegna óstjórnarinnar, sem af þessu leiddi, var reynt að mynda samsteypustjórn á nýjan leik. Slóvanar, Serbar og Króatar neit- uðu allir samvinnu, nema á þeim grundvelli að fram færu frjálsar kosningar. Til Belgrad hafa borizt þær fréttir frá Moskvu, að öllum and- stæðingum Titos hafi verið boð- ið að hafa 8 fulltrúa í stjórninni, og af því má sjá, að landið muni í framtíðinni verða jafnlokað fyr- ii vestrænum áhrifum sem hing- að til, enda muni allar valdastöð- ur verða í höndum kommúnista. Dr. Grisogono, sem var einn af méðlimum útlagastjórnarinnar í andstöðu við Tito, þar sem Mihailovitch var hermálaráð- herra, mun brátt snúa aftur til Blegrad, og hefir hann lýst yfir því áformi sínu, að endurreisa hinn óháða lýðræðisflokk sinn, en hann hefir fengið hvatningu til þess heiman frá, og hvetur hann nú aðra útlaga til að fylgja sér. Það kann að vera, að menn hafi gaman af að heyra þá frétt, sem okkur barst nýlega. Þegar brezk- ur liðsforingi, sem barðist með Tito í styrjöldinni og varð hon- um persónulega kunnugur, til- kynnti honum, að hann væri væntanlegur til Belgrad á vegum brezku stjórnarinnar, varaði Tito hann við að koma. Voru send sér- stök skilaboð til þess að láta í ljósi ánægju yfir væntanlegri heimsókn, en þess jafnframt get- ið, að sökum pólitískra vanda- inála innanlands, mundi ekki eins handhægt fyrir Tito að sinna persónulegum óskum vinar síns eins og á dögum styrjaldarinnar. Erá áreiðaniegum heimildum er líka vitað, að hin særða hégóma- girnd Titos muni knýja hann til að forðast að mæta erlendum stjórnmálamönnum. En Trotsky- sinnar hafa verið ,,fjarlægðir“ áður. Eins og menn muna, hins veg- ar, hafa Júgoslavar orðið að láta í minni pokann og undirrita ílalska samninginn, vegna skip- unar frá Moskva á síðustu stundu, eftir að Kardelj hafði gengið út af Parísarráðstefnunni með þeim ummælum, að þjóð sín mundi alls ekki skrifa undir. Júgoslavía hefir einnig orðið að ganga að Triestesamkomulaginu. Ennfremur hafa Slóvanar o£ fleiri, sem hafa haft með sér frels issamtök, verið neyddir til að leysa þau upp og Slóvönum, sem cnn eru í ítalíu og Trieste, verið ráðlagt að ganga í hið and- íasistiska bandalag Itala og Slóv- ana. Júgoslavar krefjast Kárnten af Austurríkismönnum og eru í því studdir af Rússum — ein; þeir voru á sínum tíma, þegar Triestevandamálin voru efst á baugi. En, fyrir meira en ári síð- an, fékk Renner, forseti Austur- ríkis, persónulega tilkynningu í nafni Stalins, að Rússland mundi ábyrgjast landamæri Austurríkis frá 1938. Grikkland. Marshall, sem og öðrum stjórnmálamönnum, er iað ljóst, að nokkur tilslökun við Rússa í Grikklandi, muni hafa í för með sér, að þeir nái smám saman öllum Balkanskaganum undir sín yfirráð. Þangað til Marshall hefir því fengið stuðn- ing heiman frá um loforð um aæði fjárhagslegan og, ef nauð- svn krefur, hernaðarlegan stuðn- ing Grikkjum til handa, mun hann ekki fallast á neitt. Hann veit sem er, að einmitt nú eru Rússar komnir á fremsta hlunn með að ná Grikklandi undir y£- irráð sín. 1 þessu sambandi má benda á, að gríski herinn er að- eins 130 þúsundir. Franskur stjórnmálamaður lét svo ummælt í Aþenu fyrir fáum dögum, að ef Grikkland félli fyr- ir Rússum, mundi bæði ítalíu og k rakklandi hætta búin. Ameríski fulltrúinn í ellefu manna nefnd UNO lét svipaða skoðun í ljós. | Bætir hann við, að ef Grikkland verði Rússum að bráð mundi þar af leiða að Rússar næðu yfirráð- um yfir Krít, Tyrkland yrði þeim óhjákvæmilega háð, Dardanella- sundinu yrði hætta búin og gatan greið í austur. Hvort sem þetta reynist svona eða ekki, er þegar vitað, að gríska hernum hefir ekki tekizt að halda í skefjum óaldarflokkum og bæla niður smáskæruhernað í landinu. Þetta hefir leitt til þess að brezki stjórnmálamaðurinn, Dr. Dalton, hefir látið það álit sitt í ljós, að Bretar verði að liverfa frá fyrri áformum sínum um að taka allan her sinn burtu úr Grikklandi á þessu ári og um að hætta öllum fjárhagslegum stuðningi frá þessum mánuði að telja. Bretar hafa hvað eftir ann- að lagt þessi mál fyrir stjórn- málamenn í Washington og hefir nú loksins borizt svar við þeim með ræðu Trumans hinn 12. þ. m. Má af henni sjá, hverjum aug- um Bandaríkjamenn líta á þetta vandamál. Brezkir og amerískir stjórnmálamenn álíta, sem kann að vera hættuleg bjartsýni, að tækist UNO að koma á laggirnar alþjóða landamæragæzlu, myndi gríska hernum takast að bæla nið- ur skæruhernaðinnmeðvorinuog varna því að uppreisnarseggirnir fái utanaðkomandi hjálp. En fjárhagslegur stuðningur til Grikkja nú þegar, væri þó hið æskilegasta. En þó má ekki gleyma þeirri dapurlegu stað- reynd, að innbyrðis sundurlyndi og ótti í Grikklandi hefir leitt til þess, að þrátt fyrir andúð mikils meirihluta þjóðarinnar á skæru- hernaði, muni allan fjöldann e. t. v. skorta kjark til þess að styðja opinberlega lögmæta stjórn. Ennfremur er það álit þeirra, að alþjóða landmæragæzla UNO rnundi geta stöðvað allar ólögleg- ar vopnasendingar. Hlutleysis- stefnan í Spánarmálunum, á sinni tíð, ætti að vera mönnum lærdómsrík. Það mundi taka o£ langan tíma að koma slíkri al- Jrjóða landamæragæzlu á laggirn- ar, með því að til þess þyrfti sam- þykki Öryggisráðsins, þar sem það mundi að sjálfsögðu mæu mikilli andstöðu Rússa. Þar að auki mund u ólöglegar vopna- sendingar með fallhlífum einnig mögulegar. Bréf nr hðfnðsfaðnu Ræktunarsjóður Islands. Á þingi í fyrra var flutt frv. um breytingu á lögum um ræktun- arsjóð og síðar á því sama þingi kom fram annað frv. sama efnis, sem samið var af nýbyggingar- ráði. Bæði þessi frv. dagaði þó uppi. Snemma á þessu þingi var málið tekið upp að nýju af land- búnaðarnefnd n.d., en það var fyrst eftir stjórnarskiptin í vet- ur, að skriður komst á málið í Jringinu. Með frv. er stefnt að Jiví að efla ræktunarsjóð að fjár- magni frá því sem verið hefur, svo að hann verði fær um að full- nægja lánaþörf bænda vegna jarð ‘ktunar og annarra fram- kvæmda við landbúnað. Láns- tíminn skal vera 5-25 ár, eftir því til hvers lánað er og vextir eigi hærri en 2,5%. Það getur ekki leikið á tveim tungum, að þetta mál er hið nauðsynlegasta og mikilsverður þáttur til stuðnings þeim miklu framkvæmdum og vélakaupum, sem nú eiga sér stað í sveitum. Búnaðarmála- sjóður. Lögin um búnaðarmálasjóð hafa verið eitt hið mesta deilu- efni á tveim undanförnum þing- um„ Þeirri deilu lauk þá svo, að sú skipun var ákveðin um yfir- stjórn sjóðsins, að Búnaðarbank- inn skyldi hafa reikningahald hans, en fénu skipt milli búnað- arsambandanna á þann hátt, að hvert þeirra skyldi fá það fé, sem af því sama svæði væri runnið. Snemma á þessu þingi fluttu forráðamenn Búnaðarfélags ís- lands frv. þar sem lagt var til að tekjur sjóðsins skiptust að jöfnu milli Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Því frv. var mætt með slíkum ofstopa í n.d., að því var vísað frá með rökstuddri dagskrá. Þegar svo var komið fluttu 3 þingmenn í e.d. frv., sem mælir svo fyrir, að tekjur sjóðsins skulu ár hvert skiptast að jöfnu á milli búnaðarsambandanna annars vegar og Stéttarsambands bænda hins vegar, er hvort um sig ráð- stafi síðan sínum hluta til nauð- synjamála bændastéttarinnar \egna þeirra verkefna, er þau hafa með höndum. Búnaðarþing skal skipta milli búnaðarsam- bandanna því fé sjóðsins, er fell- ur í hlut þeirra. Reynir nú enn á skilning þingmanna á þessu máli bændastéttarinnar. Jarðræktar- styrkurinn. Það hefur verið eitt af baráttu- málum Framsóknarflokksins á undanförnum árum að fá jarð- ræktarstyrkinn hækkaðan til framkvæmda á þeim býlum, sem hafa ekki 600 hesta heyskap á vélfæru landi. Þessu nauðsynja- máli hefur hvað eftir annað ver- ið drepið á dreif. Fyrir Alþingi liggur enn frv. sama efnis, sem núverandi landbúnaðarráðherra er fyrsti flutningsmaður. Verð- ur að vænta þess, að Alþingi sýni þá víðsýni að samþykkja þetta mál, þar sem nauðsyn ber til að aukinn stunðningur með hækk- uðum styrk til jarðræktar fylgi í kjölfar laganna um ræktunarsam- þykktir og framkvæmdir þeirra. Dýralæknar. Fjórir þingmenn sem sæti eiga í n.d., flytja frv, um að fjölga dýralæknum úr sex í átta. Af þeirri breytingu mundi leiða, að Skagafjarðarsýsla ásamt Húna- vatnssýslum yrði sérstakt dýra- læknisumdæmi og í annan stað Snæfellsnes ásamt héruðunum við Breiðafjörð. Eftirlit með verzlun með fóðurvörum. Landbúnaðarnefnd n.d. hefur fiutt frv, um eftirlit með verzlun með fóðurvörur. Er það samið eftir óskum frá Búnaðarfélagi ís- ands og landbúnaðardeildar At- vinnudeildar háskólans. Sam kvæmt því á tilraunastöð búfjár- ræktar að hafa á hendi eftirlit með verzlun með fóðurvörur. Landbúnaðardeild atvinnudeild- arinnar skal annast allar efna- rannsóknir í sambandi við eftir- htið. En svo er fyrir mælt, að eft- ir gildistöku laganna megi eng- inn framleiða til sölu eða flytja inn fóðurblöndur, nema að fengnu leyfi landbúnaðarráð- herra, sem veitt er að fengnum tillögum tilraunaráðs búfjárrækt- ai. Hér er vissulega um þarft ný- mæli að ræða, þar sem margir bændur munu hafa þá sögu að segja, að fóðurbætir sá, sem þeir hafa fengið frá verzlunum, hafi ekki reynzt fyrsta flokks vara. Menntun kennara. Eitt af frumvörpum þeim, sem milliþinganefnd í skólamálum hefir samið, er um menntun kennara. Það hefir nú nýlega verið afgreitt sem lög frá Alþingi. Þar eru felld saman í einn laga- bálk eldri lög um Kennaraskóla íslands, íþróttakennaraskóla og húsmæðrakennaraskóla.Auk þess eru þar ákvæði um Handíða- kennaraskola íslands, um kennslustofnun í uppeldismálum við háskólann og um æfinga- og tilraunaskóla. Þar er svo fyrir mælt að setja skuli á fót heim- spekideild Háskóla íslands. Hlut- (Framhald á bls. 8).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.