Dagur - 16.04.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 16.04.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. apríl 1947 DAGUR 3 ÍÞRÓTTASÍÐAN RITSTJORhJjjÓNAS JÓNSSON Skíðamót Akureyrar 1947 Því lauk sl. sunnudag með boð- legustu göngumenn í sveit K. A., göngu á skíðum. Þessa móts var nokkuð minnst í síðasta blaði Dags og verður því rninna hér en ella. En mótið í heild var óvenju skemmtilegt og mætti margt uín það segja. Annan páskadag var veður og færi ágætt og aðstaða öll góð. Mótstjóri, Hermann Stefánsson, hafði búið svo undir, að mjög miklu starfi var hægt að Ijúka samkv. strangri áætlun þennan dag. Hvað eina gekk rösklega (nema ef vera skyldi ganga kepp- enda upp brekkuna, en þeir gera ráð fyrir að vera því fljótari nið- uf, sem þeir fara hægar upp — og er því vorkunn!) Og margar brautirnar voru bæði erfiðar og langar. — Stökkbrautin á Breiða- lijalla á eftir að skapa stökk- mönnum Akureyrar þá dirfsku (spyrnuna) sem þá helzt virðist hafa vantað í keppni við annarra landshorna menn. Vegna ósamræmis í áður birt- um skýrslum um árangur í viss- um greinum, átti að fylgja hér endurbætt útgáfa, en rúmið leyf- ir það ekki. En leiðrétta þarf mis- ritun þá, að 1. maður í svigi drengja, 13—16 ára, hefir verið talinn Óskar Eiríksson. En 1. rnaður í þeim flokki varð Krist- inn Jónsson K. A. — á sama tíma. Síðastl. sunnudag hófst svo síðasta grein mótsins: boðganga á skíðum. Mættu 4 sveitir til keppninnar: í. G. A., í. M. A., íþróttafél. Þór og K. A. — í hverri sveit voru 9 keppendur. Evrstu 3 yngri en 17 ára, gengu 1 km. hver, næstu 3, 17—20 ára, 2 km. og 3 síðustu, . yfir 20 ára, gengu 3 km. hver. Eleildarvega- lengd sveitar var því 18 km. Var lagt af stað rétt sunnan við Íþróttahús Akureyrar, gengið upp um túnin að norðan og nið- ur sunnar — 1 km. hring. K. A. tók forustuna þegar í upphafi. Þar næst kom í. M. A. — og þá Þór. í. G. A. dróst þegar nokkuð aftur úr. Eftir nál. 6 km. komst Þór á undan I. M. A. og hélzt röðin svo til loka. Vann K. A. gönguna glæsilega. Tími: 103 mín. 49 sek. Næst var Þór. Tími: 109 mín. 40 sek. Þriðji í. M. A. Tími: 113 mín. 04 sek. Tími í. G. A. var nál. 127 mín. 15sek. Þíðviðri var, en þó mugguhríð öðru hvoru. Færi ekki gott, nema þeim, sem vel hafði tekizt að smyrja. Sást það greinilega, að þar voru göngumennirnir ekki jafnsjallir. Vissulega voru glæsi- enda þekktir kappar eins og t. d. jngumeistarinn Guðm. Guð- mundsson, og snillingurinn Magnús Brynjólfsson, en í öil- um hinum sveitunum komu og fram mjög álitlegir göngumenn, þótt ekki séu nefndir hér. En sýnilega gengu skíði þeirra sumra mjög illa. Keppnin var mjög skemmtileg og var það fjöldi áhorfenda, sem naut hennar. Auðsjáanlega lang- aði yngri drengi til að vera með — og mátti sjá 6—10 ára sveina þjóta eftir slóðinni á sínum litlu skíðum, þegar hinir stærri voru á bak og burt. — Gaman væri að taka næst 3 yngri en 13 ára í 500 m. sprett til að byrja með — hvort sem göngunni yrði svo lokið af 3 köppum yfir 30 ára — eins og sumir vilja! Ekki veit eg hvað þeir ættu að ganga langt. Bezti tími göngumanna í kverjum aldursflokki var sem hér segir: F!dri en 20 ára: 1. Guðm. Guð- mundss., K. A., 14 mín. 29 sek. 2. Þórarinn Guðinundss., I. M. A„ 16 mín. 51 sek. 3. Magnús Brynjólfsson, K. A„ 16 mín. 41 sek. 17—20 ára: 1. Friðrik Guð- mundss., K. A„ 11 mín. 15 sek. 2. Júl. B. Jóhanness., Þór, 11 mín. 48 sek. 3. Sig. Samúelsson, Þór, 11 mín. 58 sek. Yngrien 17 ára: 1. Friðjón Ey- þórsson, K. A„ 5 mín. 41 sek. 2. Bragi Erlendsson, í. M. A„ 5 mín. 45 sek. 3. Birgir Sigurðsson, Þór, 5 inín. 52 sek. Gangan hófst stundvíslega kl. 4. Skíðaráð Akureyrar á skilið að fá þakkir fyrir skemmtilegt mót og rösklega framkvæmd. Á Norefjell Rödkleiva °9 Ferðasögubrot úr Noregsför. Eftir Guðmund Guðmundsson. (Eins og mörgum mun kunnugt, dvaldi Guðm. Guðmundss., ásamt fleiri skíðaköppum íslands, við, skíða- nám í Noregi um tíma í vetur. Einnig hafði verið ráðgert að sumir þeirra tækju þátt í 50. Holmenkoll-mótinu í göngu og stökki, en það fórst fyrir, meðfram vegna ónógs undirbúnings af hálfu þeirra, sem um þetta áttu að sjá, fyrir hönd skíðamannanna — lítillar æfingar þeirra sjálfra og slæmrar að- stöðu til þjálfunar í þessum greinum, þar sem þeir dvöldu. Guðm. hefir sent íþróttaþættinum ýtarlega frásögn um ferð sína, dvöl í Noregi og keppni þar í Norefjell-mótinu, en vegna þrengsla birtist hér aðeins nokkur þáttur úr frá- sögn þessari. — Ritstj.). Við komum að fjallinu (Nore- fjell) síðla dags, eftir að hafa ferð- ast í járnbrautarlest allan dag- inn, þarna var fyrir bíll á „belt- um“ til að aka okkur upp á fja.ll- ið, en þar áttum við að gista á fjallahóteli, sem lá um 750 metra yfir sjó, takið eftir því, 750 metra yfir sjó. Ef við ættum fjallahótel, sem stæði 750 metra yfir sjó, þá væri gaman að vera skíðamaður á íslandi. Fyrst, þegar við komum að Norefjell, fórum við auðvitað að skyggnast um eftir brunbraut- inni. En við sáum ekkert, nema skóg, endalausan skóg, og svo rétt eigðum við húsin ofan við skóg- inn. í einu þeirra áttum við að búa. Við vissum líka, að í þessum skógi var örmjó renna, sem lá í ótal sveigjum og beygjum niður snarbratta fjallshlíðina, Eftir þessari rennu áttum við að bruna á fullri ferð, og hætta öllu, til að r.á sem beztum árangri, og setja okkar ástkæra ísland á bekk með þeim þjóðum, sem senda sína fræknustu skíðamenn til að spreyta sig á erfiðasta bruni Ev- rópu. Ferðin upp að hótelinu með bílnum gekk vel. Vegurinn upp lá í ótal beygjum, og mun- um við hafa verið um 50 mínút- ur upp að hótelinu, en þar biðu okkar hlý og góð rúm og framúr- skarandi góður matur. Við fór- um snemma að hátta, því að við vorum þreyttir eftir ferðalagið. Næsta morgun vorum við snemma á fótum og fórum að at huga braunbrautina. Við geng- um beint út frá hótelinu, og neð- an við okkur lá brunbrautin. En \ ið sáum aðeins svo sem 50 metra af henni, síðan byrjaði skógur- inn, og þá lá brautin í ótal beygj um niður í gegnum skóginn. Við horfðum nokkra stund á þá norsku bruna niður, áður en við hættum okkur af stað. Þar sem við byrjuðum var fyrst að fara niður í djúpt gil, og upp úr því yíir mjóan skafl, og svo niður af háum skafli, en næst tók skógur- inn við, með örmjórri braut, það mjórri, að varla var hægt að „plægja“. Síðan kom vinkil- beygja til hægri fram af hengju, svo að maður varð að beygja í loftinu, er farið var fram af, þá opnaðist brautin lítið eitt, síðan voru tvær beygjur í miklum bratta og íramundan var gult f’agg, en það merkir hættu. Við slöðvuðumst til að sjá, hvað við tæki, og fyrir neðan var hengi- flug, ,svo sem 70 metra löng braut og svo mjó, að ekki var viðlit að taka nema eina beygju og sleppa sér svo. En fyrir neðan var smá- hæðótt brekka. Ekki var hvíldin þó löng. Við tók snarbrött brekka með portum. En þarna var braut- in frekar opin, en afar brött. Þessu næst komum við niður í örmjótt kletta-gil, sem stóð í miklum bratta. Við reyndum að „bremsa“ það sem við gátum of- an við klettasundið, og s-íðan lét- um við hvína niður á milli klett- anna. Þetta var löng brekka og afar brött og ferðin var orðin ískyggilega mikil. En loksins komum við fram úr sundinu og ,,bremsuðum“ eins og við gátum, því að aftur var framundan gult ftagg og liætta. Við stoppuðum aftur og vorum fegnir, því að fæturnir voru svo að segja stopp \egna þreytu. Nú horfðum við í annað sinn fram af hengiflugi. En nú var bara glærasvell fram undan, og ekki um annað að gera en að renna sér beint fram af, því að þetta var aðeins meteisbieið braut, og svo auð jörð á báða bóga, en fram af fórum við og síóðum. Strax neðan við svell- bunkann tók við vinkil-beygja til vinstri og ef maður ekki náði beygjunni renndi maður sér beint út í skóg. Síðan fórum við niður langa, en ekki mjög bratta, brekku, með „portum" í, eftir það fór að styttast í mark, en það sem eftir var af brautinni skipt- ust á brattar en mislangar brekk-, ur með smá öldum og seinasti spölurinn í markið var eins og maður renndi sér á þvottabretti. Við æfðurn í brautinni í 4 daga, og okkur gekk frekar vel, aðal- ltga var það þreytan í fótunum, sem olli okkur áhyggjum, því að l. jarnfæri var í allri brautinni, og þess vegna mikil ferð, og mesti vandinn að tempra ferðina það i/.ikið, að hún væri viðráðanleg, því að annar stók skógurinn við manni, og hann skilaði engum ómeiddum til baka, það voru daglegir viðburðir, að menn slös- uðust, og stundum fleiri en einn á dag. Þær þjóðir, sem þátt tóku í bruninu höfðu allar fleiri mönnum á að skipa en við: U. S. A. 7, Svíþjóð 11, Frakkland 8, Danmörk 7 og Noregur 60 menn, en ísland aðeins 2. Enda kom sér betur að hafa marga menn í fyrstu, því að alltaf voru menn að slasast á æfingum. Við reyndum að fara varlega á æfingunum til þess að við gætum komizt í keppnina, því að ekki höfðum við varamennina. Loksins rann hinn mikli dagur upp, 5. marz. Menn fóru snemma á fætur. Alltaf streymdi fólkið upp með brautinni, og allir biðu •æppninnar með óþreyju. Þarna var kominn Ólafur krónprins, eð fríðu föruneyti, og honum fylgdu myndatökumenn, og kvik- rnyndarar. Startið var upp á fjall- inu, um 1 km. ofar en hótelið, en skammt frá hótelinu eða ofan við gilið og skaflinn, sem áður er íninnst á, voru sett svö „spyldu- rort“, er merkja skyldu að maður ætti að „bremsa“, áður en fSrið fram af skaflinum ofan í skóginn, en þetta var álitinn hættulegasti staðurinn í brautinni. Alla æf- ingardagana voru menn að helt- ast úr lestinni. Danirnir voru all- ir hættir við keppnina og tveir Svíar höfðu slasast og einn Bandaríkjamaður. ICl. 1 var bvrj- að stundvíslega, og hver fram af oðrum af stað úr marki. Við heyrðum óminn af hljóðfæra- slættinum upp, og sáum fánana blakta og við vissum að meðal þessara fána var okkar fáni, ís- lenzki fáninn, sem blakti nú í fyrsta skipti við rætur Norefjells. Vonandi á hann eftir að blakta þarna miklu oftar, sem tákn ís- lands, á meðan íslenzkir skíða- menn reyna sig á erfiðasta bruni Evrópu. Ásgrímur fékk rásnúm- er 57. Eg sá hann renna af stað og liverfa fram af brúninni. Eg von- aði, að honum lánaðist að standa. En nú nálgaðist röðin mig óð- fluga. Eg var númer 65, og þar kom, að eg stóð á startinu, og svo var byrjað að telja 3, 4 o. s. frv„ eg spyrnti í báðum fótum „nú“ sagði ræsirinn, og sleit snúruna, og um leið fór klukkan af stað, fyrst var ferðin lítil, en jókst fljótt. Eg þeystist áfram. Brátt sá eg efstu „portin“ svo að eg tók að „bremsa". Svo ko mgilið og skafl- inn og allt gekk vel. Næst kom skógurinn, og eg reyndi að „bremsa“. Svo kom gilið og skafl- hengjuna, og nú fram af. Fór eg á fleygiferð, og sveif í loftinu, og lenti eftir ca. 20 metra stökk. Eg stóð svolitla stund, en svo kom snarbeygja, og þar datt eg, en stóð fljótt á fætur, og áfram. Eftir þetta gekk allt vel. Eg „brems- aði“ við klettasundið, og eins við svellbunkann. Alltaf nálgaðist eg markið. Meðfram brautinni var alls staðar fullt af fólki, oar alls staðar dundi við „Hæja ís- land, Hæja lsland“. Loks kom markið. Eg renndi mér beint af augum niður í markið, því að eg gat ekki „bremsað“ meira vegna þreytu í fótunum. Þegar í markið kom, frétti eg að Ásgrímur væri ekki kominn. Hann hafði dottið, lent út í skógi o ghætt. Alls múnu hafa startað um 80 keppendur, en 65 komu að marki. Meða! þeirra, sem keyrðu sig „út úr“ var Sverre Johansen, sá sem vann brunið í St. Moritz í vetur. Nú var eg áðeins einn eftir til að verja heiður íslands í sviginu næsta dag. Þegar allt var búið í Nroefjell settumst við í bílana og ókum í áttina til Oslo, því að svigið átti að fara fram í „Rödkleiva“, skammt fyrir ofan Osló daginn eftir. v Svigdagurinn, 6. marz, rann upp með sólskini, en kulda. Við fórum snemma upp í „Röd- kleiva", því að eg ætlaði að kynna (Framhald á 6. slðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.