Dagur - 16.04.1947, Síða 5
Miðvikudagur 16. aprfl 1947
DAGUR
5
Frá bókamarkaðinum
Menn og minjar II. Daði fróði. —
Með austanblænum.
Nýtt rit hefir bætzt við hið
skemmtilega og fróðlega safn,
sem h.f. Leiftur í Reykjavík
byrjaði að gefa út á síðastliðnu
ári undir hinni sameiginlegu fyr-
irsögn Menn og minjar. Þriggja
hinna fyrstu bóka í ritsafni þessu
hefir áður verið getið hér í blað'-
inu. Kverið um Daða fróða er að
vísu talið annað í röðinni, en
kom þó síðast fullbúið á markað
inn. Hefir Finnur Sigmundsson
landsbókavörður búið það til
prentunar eins og hin önnur rit-
in, sem út eru komin í safni
þessu, og ritar hann greinargóð-
an formála, þar -sem æfiaLriði
Daða eru að nokkru rakin og get-
ið ritverka hans og fræðistarfa
Aðalefni bókarinnar er annars
kaflar úr prestasögum Daða, er
hann nefndi Hungurvöku, og
ennfremur nokkur ljóðmæli
hans, þ. á. m. úr Tordensskjölds
rímum. Þá birtist þarna sýnis-
horn af rithönd Daða, gömul
teikning af honum og tvö kvæði
um hann, annað eftir Bófu-
Hjálmar, hitt eftir Grím Thom-
sen. Segir svo m. a. í kvæði Gríms
um Daða:
Sjá, þótt væri hann sjálfmenntaður,
sögu var hann dyggur þegn,
sannkallaður sagnamaður,
sannleikanum trúr og gegn.
Útgáfa þessi er vönduð og snot-
ur. Nafnaskrá fylgir hverju riti
\ erða Menn og minjar sjálfsagt
eitt eigulegasta safn íslenzks fróð-
leiks og skemmtunar, þegar
stundir líða fram, ef svo heldur
fram stefnunni sem horfir í upp-
hafi.
*
Bókaútgáfa Púlma H. Jónsson-
ai' gefur út smásagnasafn eftir
Nóbelsverðlaunaskáldkonuna
Pearl S. Budt, er nefnist Með
austanblænum. Maja Baldvins
þýddi úr ensku. Þarflaust er að
kynna höfundinn fyrir íslenzk-
um lesendum, jafn kunnur og
vinsæll sem hann er orðinn hér
af fyrri bókum sínum, sem þýdd-
ar hafa verið á íslenzku. Skáld-
konan mun þó kunnust hér á
landi fyrir hinar lengri skáldsög-
ur sínar, svo sem „Gott land“,
„Drekakyn" og „Undir austræn-
um himni“, svo að einhverjar
þeirra séu nefndar. Hins vegar er
þetta fyrsta smásagnasafn hennar
á íslenzku, en fyrir smásögur sín-
ar nýtur hún eigi minni vinsælda
og aðdáunar í heimalandi sínu en
fyrir hinar lengri sögur. Val
þessara sagna virðist hafa heppn-
ast vel og íslenzka þýðingin er
ágæt, svo sem vænta mátti, því að
frú Maja Baldvins hefir sýnt það
áður svo rækilega, að ekki verð-
ur framar um villzt, að hún er í
hópi beztu þýðenda okkar eins
og stendur. Er sérstök ástæða til
að undirstrika þetta, því að í rit-
dómi um smásagnasafn þetta, er
birtur var í einu sunnanblaðanna
eigi alls fyrir löngu, var mjög
ómaklega að þýðingunni vikið,
án þess þó að nokkur tilraun væri
til þess gerð að finna aðfinnslun-
um stað með dæmum eða rökum,
enda báru ummælin það með sér,
að þau gátu naumast verið af öðr-
um toga spunnin en persónulegri
óvild í garð þýðandans, hvernig
svo sem annars kann á því að
standa.
„Með austanblænum“ er all-
stór bók, 274 bls. í Skírnisbroti,
vel vönduð og snotur að öllum
frágangi. Sögurnar eru mann-
lætandi og góðar skáldmenntir
og skemmtilegt lestrarefni.
J.Fr.
Til píanóeigenda
Eg vil leyfa mér að vekja at-
ivgli þeirra, sem þurfa að láta
stemma hljóðfæri sín, á því, að
Otto Ryel, sem dvaljst hefir við
nám í Danmörku um tveggja ára
skeið, mun dveljast hér í bænum
aðeins stuttan tíma í þetta skipti,
sennilega lítið lengur en til
næstu mánaðamóta. Ættu þeir,
sem þurfa, þess vegna að leita til
hans sem fyrst. Hann hefir hin
ákjósanlegust-u meðmæli frá fyrr-
verandi húsbændum sínunr og
kennurum. Og auk þess geta
þeir, sem hann hefir alla reiðu
stemmt fyrir hér í bænum, þ. á.
m. undirritaður, vottað, að hann
gerir það með slíkum ágætum, að
á betra verður ekki kosið.
Akureyri, 15. apríl.
Björgvin Guðmundsson.
Lok frá varahjóli af híl
hefir tapast hér í bænum.
Finnandi vinsamlega beð-
inn að skila því í Bólstruð
Húsgögn h.f., Hafnarstræti
88.
Iðnaðarpláss
til leigu. Gólfiflötur rúmir
60 fermetrar.
A. v. á.
Lítill trillubátur
með góðri vél, óskast keyptur.
A. v. á.
Tvær stofur
og eldhús
í timburhúsi til sölu.
A. v. á.
Svefnherbergishúsgögn
til sölu með tækifærisverði
Afgreiðslan vísar á.
Ritvél
til sölu.
Nýja Bimtöðin.
Herbergi til leigu
í Hafnamræti 100 (GuM-
foss).
Gunnar H. Steingrimsson.
Sími 302.
Veggfóður
Fallegt veggfóður
nýkomið
BEN. J. ÓLAFS,
Skipagötu — Sími 523
Borðstofuborð
úr eik og 4 stólar til sölu
lijá
Kristjáni Sigurðssyni,
kennara.
Tveir bílstjórar,
með meira prófi, geta feng-
ið atvinnu næsta fardagaár
hjá Mjólkurflutningafélagi
Saurbæjarhrepps. U msóknir
ásamt kaupkröfu sendist til
Magnúsar á Krónustöðum
fyrir 1. maí n. k.
Stúlkur
vantar á Hótel KEA
14. maí
Nokkrar stúlkur
vantar að Kristneshæli 1.
eða 14. maí n. k. Mjög hátt
kaup! Upplýsingar gefa yfir-
hjúkrunarkonan, ráðskonan
eða skrifstofa hælisins, sfmi
292.
Hurðarskrár
Handföng
fyrirliggiandi.
Verzlun
Konráðs Kristjánssonai
Skipagötu 8
Stormtreyjur
Axlabönd
(alteygía)
Ermabönd
ÁSBYRGI h.f.
Skipagötu 2
Söluturninn
við Hamarsstíg
Jarðarför konunnar minnar,
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
fer fram frá heimili hinnar llátnu, Eyrarlandsvegi 4,
fimmtudaginn 17. apríl, og liefst kl. 1 e. h.
Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna og barnabarna.
Hjörtur Lárusson.
Jarðarför STEFÁNS D. GRÍMSSONAR fer fram laug-
ardaginn 19. þ. m., og liefst með húskveðju kl. 1 e. K. frá
heimili hans, Ásgerði, Glerárþorpi. — Jarðsett verður að
Möðruvöllum í Hörgárdal.
Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn.
Jarðarför
KRISTBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
sem andaðist 10. apríl, fer fram mánudaginn 21. þ. m., kl. 1
e. h., og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Lyng-
holti, Glerárþorpi.
Jarðsett verður að Lögmannshlíð.
Börn, tengdaböm og barnabörn.
Jarðarför sonar okkar, Jóhanns, er lézt 1. þ. m., er
ákveðin næstkomandi laugardag £rá Akureyrarkirkju, kl.
1.30 eftir hádegi.
Benedikta Sigvaldadóttir.
Stefán Guðjónsson.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu samúð og
vináttu við andlát og jarðarför bróður okkar, ELINÓRS
JÓHANNSSONAR. — Þökkum sérstaklega læknunum og
hjúkrunarfólki á Kristnesliæli fyrir alla hjálp er það veitti
honum í veikindum hans.
Jónas Jóhannsson. Tryggvi Jóhannsson.
&
Hjaratnlegt pakklceti votturn við hreppsbúum okkar, svo X
og öllum öðrum vinum og vandamönnum, nœr og jjcer, fyrir
ómetanlegan styrk og stuðnÍ7ig i sambandi við hinn voveijlega %
eidsvoða hjá okkur aðfaranótt 16. janúar sl.
Guð launi ykkur öllum!
Þverá, 16. apríl 1947.
Arni Jóhannesson.
Þóra Jónsdóttir.
Rósa Jónsdóttir.
4>
miiiii*iiiiiiiiiiiiiiiiii*i»***i»*ii»iii*iiii*iiiiiiiiiiii*ii*»*iiiii»
Leikféiag Akureyrar
heldur samsæti að Hótel KEA miðvikudaginn 23. apríl
næstk. Flefst kl. 8 e. h. Öllunx leiklistarvinum heimiil
þátttaka meðan húsrúm leyfir. — Aðgöngumiðar af-
greiddir í Fornbókadeild Eddu, og skal þeirra vitjað
í síðasta lagi næstkomandi laugardag.
Undirbúningsnefndin.
II11llllIIM111111III
vantar við mötuneyti hér í
bænum frá 1. maí næstk. —
Einnig aðstoðarstúlku í eld-
hús frá 1. eða 14. maí.
Húsnæði getur fylgt.
A. v. á.
Góða stúlku
vantar mig frá 14. maí næst-
komandi.
Einhildur Sveinsdóttir,
Möðruvallastræti 9.