Dagur - 30.04.1947, Síða 8
3
Miðvikudagur 30. apríl 1947
DAGUR
r
Ur bæ og byggS
■■ -■—
□ Rún 5947430 — Fundi irestað
I. O. O. F. - 1295281/2. -
Kirkjan. Messur n.k. sunnud.: Lög-
mannshl. kl. 2 e. h., Akureyri kl. 5 e. h.
Messur í Möðruvallakl.prestakalli.
Sunnudaginn 4. maí á Möðruvöllum.
Sunnudaginn 11. maí í Glaesibae. Upp-
stigningardag, 15. maí, að Bakka.
Sunnudaginn 18. maí að Baegisá.
Aðallundur kvennadeildar Slysa-
varnafélagsins verður næstk. mánud.,
5. maí, að Hótel Norðurlandi, kl. 9 e.
h. — Félagskonur! Munið söngæfing-
arnar á miðvikudagskvöldum.
Guömundur Guðmundsson, bóndi
og hreppstjóri á Þúfnavöllum, lézt að
heimili sínu sl. sunnudagskvöld, 92 ára
að aldri. Þessa merka manns verður
nánar getið hér í blaðinu innan
skamms.
Orðsending til Mennaskólans á Ak-
ureyri, Gagnfræðaskóla Akureyrar
og húsmæðraskólanna á Akureyri og
Laugalandi. — Skjaldborgarbíó hefir
ákveðið að bjóða kennurum og nem-
endum þessara skóla að sjé hina
merku mynd: Glötuð helgi, þeim að
kostnaðarlausu. — Sýningar verða
þannig: Fyrir Menntaskólann í dag kl.
5 (miðvikud.) og á morgun, 1. maí, kl.
1 e .h. Aðgöngumiða sé vitjað í dag til
Arna Friðgeirssonar í Menntaskólan-
um, kl. 1—2. — Sýning fyrir Gagn-
fræðaskólann verður kl. 3 fimmtud. 1.
maí og geta kennarar og nemendur
vitjað miða í Skjaldborg næsta
klukkutíma áður en sýning hefst, með-
an húsrúm leyfir. — Húsmæðraskól-
unum er boðið á sýningu laugardaginn
3 maí kl. 3 e. h.
Guðmundur Jónsson söngvari er
kominn til bæjarins og syngur hér á
vegum Tónlistarfélags Akureyrar í
kvöld kl. 7, eingöngu fyrir styrktar-
meðlimi og gesti þeirra. — Onnur
söngskemmtun Guðmundar verður á
fimmtudagskvöld (1. maí) i Nýja-Bíó
kl, 9.
Fimleikasýningu heldur kvennafl.
K A., undir stjóm Þórhöllu Þorsteins-
dóttur, næstk. laugardagskvöld kl.
8.30 í Samkomuhúsi bæjarins. Dans á
eftir. Sjá götuauglýsingar.
Félag ungra Framsóknarmanna
heldur fund næstk. mánudag kl. 8.30
t h. að Rotarysal Hótel KEA. Fund-
arefni: Frá félagsstarfinu. Upplestur.
Umræðuefni kvöldsins. Bindindismál-
in. Félagar! Munið Framsóknarvistina
í kvöld. — Stjórnin.
Sýning á handiðju, teikningum og
vinnubókum skólabarna verður í
bamaskólanum næstk. sunnudag, 4.
maí, frá kl. 2—8 síðdegis. — Athygli
skal vakin á, að þennan dag fer fram
kaffisala í skólanum til ágóða fyrir
skíðaskála barnaskólans. Er þess
vænzt, að bæjarbúar drekki þarna
síðdegiskaffið, um leið og þeir skoða
sýninguna.
Síldarverksmiðjurnar nýju
(Framhald af 1. síðu).
12000 krónur og 5000 krónur að
auki fyrir ferðalög norður í land
í snmar er leið, og taldi ráðherr-
ann þessi feðralög hafa staðið í
sambandi við Alþingiskosning-
arnar. Fessi dæmi — og íleiri voru
talin — gefa hugmynd um fá-
dæma ráðsmennsku kommúnista
á fjármunum þjóðarinnar.
Aðrar markverðar upplýsingar
sem fram komu' í fyrrakvöld,
voru: í febrúarlok voru allir
gjaldeyrissjóðimir til þurrðar
gengnir, og skorti þá 3 millj. til,
að bankarnir gætu fullnægt
skuldbindingum nýbyggingar-
reiknings. Landsbankinn hefir
jjegar neyðzt til að t&ka gjaldeyr-
islán. Stjómin telur vonlaust, að
ríkið sleppi skaðlaust frá fisk-
ábyrgðarlögunum. Líkur eru til,
að samið hafi verið við Breta um
fisksölu og lýsissölu. Mun þar um
að ræða verulegt magn fyrir við-
unandi verð.
Endurbætur Krossanesverksmiðj.
(Framhald af 1. síðu).
Verksmiðjan býður út lán.
Nú innan skamms geist bæjar-
búum tækifæri til þess að sýna,
hvern skilning þeir liafa á þess-
um málum, hvort þeir hyggjast
láta ríkjandi stefnur í lánveiting-
um afmarka framkvæmdum bæj-
arfélagsins þröngan bás, eða
hvort þeir vilja sjálfir leggja
nokkuð af mörkum, til þess að
hrinda áfram þeim framkvæmd-
um, sem hafnar eru í Krossanesi
til hágs fyrir bæjarfélagið í heild.
Með þessu er ekki átt við, að þeir
eigi að leggja á sig nýja skatta.
Síður en svo. Aðeins er farið fram
á. að þeir láni verksmiðjunni, á
ábyrgð bæjarfélagsins, lítið brot
af því sparifé, sem þeir eiga í
bönkunum. Fjárþörf verksmiðj-
unnar nú er 600 þúsund krónur
og hyggst verksmiðjustjórnin að
afla þess með skuldabréfaláni. —
Bæjarfélagið er í ábyrgð fyrir
láni þessu og kjör.eru betri en yf-
irleitt tíðkast nú á opinberum
lánsútboðu-m. Lánið gefur 5%
vexti og er til 12 ára, en afborg-
unarlaust fyrstu tvö árin. Af þess-
ari upphæð hefir þegar verið lof-
að hátt á annað hundrað þús. kr.,
svo að fé það, sem verksmiðjan
þarf nú er aðeins 450 þús. kr. Er
þetta mjög lág upphæð, miðað
við stærð bæjarfélagsins og þá
fjárhagslegu getu, sem hér er til.
Hvað vinnst með því að lána?
Auk þess sem þeir, er kaupa
þessi skuldabréf, tryggja sér
ágæta vexti af fé sínu, stuðla þeir
að því, að tryggja rekstur verk-
smiðjunnar og áframhald þeirra
endurbóta, sem þar er nú verið
að vinna að. hegar þeim endur-
bótum er lokið, verður verk-
smiðjan orðin mikilsverð eign
fyrir bæjarfélagið og þess megn-
ug að skila góðum hagnaði í
sæmilegu síldarári. Er fram líða
stundir er þess og vænzt, að
verksmiðjan geti orðið nokkur
léttir fyrir borgarana í bænum og
bætt fjárhag bæjarfélagsins.
Hvað líður endurbótunum.
Verksmiðjustjórnin bauð frétta-
mönnuin, bæjarráði, útgerðar-
mönnum o. fl., til kaffidrykkju
nýlega og skýrði þar frá því
hvernig liorfði um framkvæmd-
irnar í Krossanesi. Fréttamaður
blaðsins hefir einnig farið út í
Krossanes og litast þar um. End-
urbæturnar virðast vel á veg
komnar. Búið er að ,,ramma“
niður staura við bryggjuna, fyrir
bryggjuhaus, er á að taka við hin-
um nýju, tvöföldu löndunar-
tækjum, sem verksmiðjan mun fá
bráðlega og verða tiltæk fyrir
síldarthnann. Þá er langt komið
að leggja rafmagnsleiðslu í
Ivrossanes, en ætlunin er að
breyta rekstrinum í rafmagns-
vinnslu, að svo miklu leyti. sem
hægt er. Eykur það afkomuörygg-
ið stórlega. Mai'gar fleiri endur-
bætur eru vel á veg komn^r og
samkvæmt síðustu fregnum horf-
ir vel um að verksmiðjan fái
nægilega mörg samningsbundin
sumar.
Að öllu samanlögðu virðist
rekstur verksmiðjunnar tryggur,
takist nægilega vel til um útveg-
un fjármagns og síld veiðist í
sumar. Bæjarbúar eiga það nú
við sjálfa sig, hvort þeir vilja
stuðla að því eða ekki. Er þess að
vænta, að það spyrjist ekki, að
Akureyri hafi ekki átt handbærar
450 þúsund kr. til þess að leggja í
acvinnufyrirtæki, sem í framtíð-
inni getur haft mikla fjárhags-
lega. þýðingu fyrir bæjarfélagið.
... ■
Hárgreiður
og
Hárkambar
Vöruhúsið h.f.
Drengjaföt
á ca. 4 til 12 ára,
nýkomin
Brauns Verzlun
Páll Sigurgeirsson
■■■ .........9
Kvensloppar
hvítir og
mislitir
Brauns Verzlun
Páll Sigurgeirsson
Sundbuxur
kvenna
Sundhúfur
Brauns Verzlun
Páll Sigurgeirsson.
L- -- —JJ
- ---■■ ■' ^
Hænsnafóður
nýkomið
VÖRUHÚSIÐ h/f
,L — ,i
Herlíergi til leigo,
í Norðurgötu 53, nú þegar
eða 14. maí n. k.
Skafli Áskelsson.
ATVINNA!
2—3 unglingar geta fengið
atvinnu í Skinnaverksmiðj-
unni „Iðunni“, nú þegar.
Upplýsingar í síma 304.
Jarðarför föður okkar og tengdaföður,
AÐALSTEINS EINARSSONAR,
sein and'aðist að heimili okkar, Hafnarstræti 37, 24. apríl sl.,
er ákveðin mánudaginn 5. maí næstk, kl. 2 e. h. frá Glæsi-
bæjarkirkju.
Einar Aðalsteinsson. Sigríður Bjömsdóttir.
Til fermingargjafa:
Myndavélar
Sjónaukar
Svefnpokar
Tjöld
Bakpokar
Fótknettir
Tennisspaðar
Grammofónar
Veski, Töskur, Skrifmöppur o. m. fl.
Sportvöru- og
hljóðfæraverzlunin
Sími 510 — Ráðhústorgi 5
KB>iKH5iKH5lKHKHKHKHKHKH5ms<H5mKHKHKH5m5mKHKHKHKH>lKBKHKH:
Fr jáls-í þróttamenn!
íþrótfafélög!
Æfingabúningar fyrir frjáls-íþróttamenn,
3 litir.
Knattspyrnubuxur, svartar.
Brynjólfur Sveinsson h.f.
Sími 580 — Akureyri
..............
Hreinlæfisvörur:
Þvottaduft „Sana“
„Lye“ sódi
Gólfklútar,
verð frá kr. 1.35
T eppabankarar
Olíuvélar
Burstavörur
o. m fl.
VÖRUHÚSIÐ H.F.
Rúsínur
Kúrennur
Mafarlím
Þurrmjólk
Kartöflumjöl
o. m. m. fl.
Vöruhnsið hi.
Aðalmynd vikunnar:
ÖRLÖG RÁÐA
Stórkostleg sænsk mynd eftir
skáldsögu F. Thorén
Viveca Lindfors,
Stig J'drrel o. fl.
Vil skipta
2 tn. Renault-vörubíl með
nýjum palli og vélsturtum,
fyrir jeppa-bifreið. A. v. á.
Tapazt hefir
fyrir inokkru kvenarmbandsúr,
á leiðinni frá KEA út í Laxa-
götu. Skilist vinsamlegast gegn
fundarlaunum í Brauðbúð
KEA.
Herbergi
til leigu.
Halldór Halldórsson,
Austurbyggð 8, sími 467.
2 DJÚPIR STÓLAR,
OTTOMAN,
BORÐSTOFUBORÐ og
STÓLAR til sölu.
A. v. á.
Brennimark
initt er HTS. Bið fjallskila-
stjóra að rita það hjá sér.
Haraldur Ti-yggvason,
Svertingsst., Öngulsst.hr.