Dagur - 11.06.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1947, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudagur 11. júní 1947 MINNING ÞEIRRA LIFIR Brynja Hlíðar lyf jafræðingur Á borðinu fyrir framan mig liggur 16 ára gömul bekkjar- mynd frá Menntaskólanum á Akureyri, og mér verður undar- lega innanbrjósts, er eg lít á hana. ÖIl eru þau breytt nú and- litin,og tvöbekkjarsystkinin.jrau Brynja Hlíðar og Friðgeir Óla- son, sé eg aldrei frarnar í þessu líFi. Uppi á veggnum sé eg mynd af hópi með hvítar húfur. Það eru 14 ár síðan það var. Víð liéldum upp á 10 ára stúdentsafmælið 1943, um það bil hálfur bekkur- inn en fleiri gátu ekki komið. Það voru samt dásamlegir dagar. Svp ætluðu allir að mæta í 20 ára afmælið, — en nú er það um seinan. Það bekkjarmót verður öðruviísi en ætlað var, því að nú er Brynja horfin. Það gerði miklu minna til, þótt það hefði verið eitihvert okkar hinna. Nei, Brynju mátti sízt vanta, því að um hana þótti öllum vænst. Þess er getið í íslandssögunni, að umrenningur nokkur, 'mjög umtalsillur, þóttist geta fundið öllum mönnum á landinu eitt- livað til foráttu — nema þremur, er hann nefndi. Þetta var á 17. öld, og ekki veit eg hvort nú, á 20. öldinni, eru á landi hér fleiri en þrír réttlátir, en hitt er eg fullviss um, að Brynja Hlíðar var ein af þeim örfáu, sem enginn gat sagt nema gott um, allir töluðu vel um og öllum var hlýtt til. 36 ár er ekki löng ævi, en þó auðnaðist Brynju að vinna margt gott verk á þeim stutta tíma. Allt var það unnið í kyrr- þey, og skal því ekki haft hátt um það hér. En sá, sem gefur sig á tal við einhverja litlu skáta- stúlkuna, getur lesið í augunum hennar miklu fegri eftirmæli en á pappír verða skráð. Viðhorf Brynju til lífsins var á þann veg, að hún hefði kosið að lifa lengi, ef hún hefði mátt. Það var hörmulegt, hvernig fór. En hitt veit eg, að Brynja var trú- kona, og hún hafði sízt allra nokkra ástæðu til að óttast dauð- ann. — og líf er eftir þetta líf. Mér finnst í fullu samræmi við líf og starf Brynju, að ekki sé einungis kveðinn sorgaróður í hennar minningu, heldur sé glaðzt yfir fagurri ævi og göfugu lífsstarfi góðrar konu og því eigi gleymt, að „lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund.“ Kæra gamla bekkjarsystir. Hafð/i hjartans jrakkir fyrir tryggð og vináttu margra ára, og. guð veri með þér, þar sem þú ert. Áður en óralangt líður, verð- ur allur bekkurinn kominn yfir um til Jnn, og á 100 ára stúdents- afmælinu mætum við öll. Órn Snorrason. Hún var borin og barnfædd hér á Akureyrfhinn 9. nóv. 1910, elzla barn og einkadóttir lijón- anna Guðrúnar og Sigurðar Hlíðar .yfirdýralæ'knis og alþing- ismanns. Að afloknu stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri lagði hún stund á lvfja- fræði og lauk prófi í þeirri grein. Hún tók að sér forstöðu Jyfja- búðar Kaupfélags Eyfirðinga í ágúst 1938. Mörgun mun líklega hafa virzt svo, sem það væri ekki kvenmannsmeðfæri að taka að sér það fyrfrtæki, sem þá var til- tölulega nýlega á fót komið. Það mun þó allra mál, sem til þekkja, að vart hefði því betur fainast undir stjórn annarra. Brynja Stefán Sigurðsson deildarstjóri Kveðja frá Skíðastaðamönnum. Fyrir nokkrum vikum dvaldi fámtnnur hópur fólks af Akur- eyri í páskaleyfi sínu að Skíða- stöðum, hinurn kyrrláta og bjarta fjallaskála, sem nokkrir áhugamenn á Akureyri reistu fyrir 16 árum síðan. Á meðal þessa fólks var ungur maður, hár og nettvaxinn, fríður sýnum, bjartur á brá, brosmildur á svip og prúðmenni hið mesta í fram- ‘göngu. Leyndi það sér ekki að þar fór góður drengur. Þessi ungi maður var Stefán Sigurðs- son, sem veitti forstöðu einni af verzlunardeildum Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Hann hafði verið þarna efra mörgum stundum síðari árin, einn af þeim fáu, sem alltaf, frá því að hann kom í Skíðastaðafélagið, hlúði vel að skálanum, hélt uppi félagslífi þar og merki því, sem þessi fámenni hópur manna, á sínum tíma, hugðist reisa með byggingunni þeirri. Ýmsir þeirra eru nú hættir störfum þar að mestu, enda veita annir lífsins, au'kin ábyrgðarstörf og alvara mun verið hafa ágætlega að sér og hvað það snertir fyllilega starfinu vaxin, en hún var einnig hamhleypa *við störf, árvökul og ástsad 'sem húsbóndi/lipur og að- laðandi viðskiptavinum, og bar hag fyrirtækisins fyrir brjósti, svo sem lnin sjálf ætti það. Sæti hennar verður vandskipað og er Kaupfélagi Eyl'irðinga að henni hm mesta eftirsjá. Brynja Hlíðar var hög og list- gefin. Stundaði hún myndlist í hjáverkum og náði þar, sjálf- menntuð á þeim sviðum, furðu- legum árangri Annars helgaði hún kvenskátahreyfingunni mestallar tómstundir sínar og var þar, sem annars staðar, af- kastamikil og ósérhLí&in. Hefir skátafélagsskapurinn orðið fyrir miklu áfalli við sviplegt fráfall hennar. Allir þeir hinir mörgu, sem af Brynju Hlíðar höfðu nokkur kynni munu sammála um að hún hafi verið hin mesta tápkona og drengur hinn bezti. Vinir hennar, samstarfsmenn og félagar kveðja hana með söknuði og trega, og minnast með þakk- la ti mannkosta hennar og góð- vildar. líðandi stundar, sumum jreirra lítið tóm þartil. Aðrireruog fluttir til fjarlægra staða, eða horfnir sjónum vorum með öllu, fyrir þeim stormsveipum, sem burtu bera til æðri heima. — Stefán átti mörg handtök þarna, og umgengni hans þar og reglu- semi, var fyrirmynd. Hann unni lífinu og starfinu. Hann unni fegurð íslenzkrar náttúru, tign fjallanna og víðfeðmi öræfanna. Þess vegna undi hann sér vel að Skíðastöðum, þar sem ríkir ,,frið- ur, tign og ró“. Ef til vill hetir honum verið sú hneigð að ein- hverju leyti í blóð borin. Hann fæddist í faðmi og heiðríkju blárra fjalla, var dóttursonur hinna þjóðkunnu hjóna Stefáns Einarssonar bónda að Möðrudal á Fjöllum og konu hans Arnfríð- ar Sigurðárdóttur, sem gerðii þann garð.frægan um áratugi. Þeir, sem þekktu Stefán í Moðru- dal munu eiga . erfitt með að hugsa sér hann bónda annars staðar en einmitt þar; Svo samof- ið virtist eðli lians vera þeim að- stæðum, sem þar hljóta að móta skaphöfn manna og lífshætt.i. En þó mun Stefán yngri engu rninni arf hafa þegið í vöggugjöf frá hinni góðhjörtuðu konu, Arn- fríði ömmu sinni, og föður- frændum sínum. sem orðin eru. Hitt var vitað, að framtíðin brosti við honúm fag- urri og bjartari nú en nokkru sinni fyrr, er hann var þar með okkur. En einnig þau rök, sem binda „hjarta að hjarta og hönd við hönd" reynást haldlaus til að hrinda skapadóminum mikla þá hann skal uppkveðinn verða. Hitt getum við verið viss um, að þessi maðui~hefir verið við því búiiin nú þegar, að leggja í þessa hinztu för sína, sem leiddi liann fram fyrir Drottins dóm. Svo er um alla góða drengi. Við Skíðastaðamenn kveðjum þig, Stelán, og þökkum þér unn- in störf þar og ánægju.legar sam- verustundir. Við vottum ástvin- um þínum innilega samúð. Þ. IN MEMORIAM. Fyrir nokkrum vikum 'síðan sá eg Stefán í síðasta sinn. Hann var þá á förum til útlanda í fræðslu- og skemmtiferð, og kom bros- andi til að kveðja mig. F.kki grunaði mig þá, að þetta væri hinzta handtak okkar, né heldur að heimkoma hans yrði með þeim hætti, sem raun varð á. En maðurinn er nú eitt sinn dauð- anum ofurseldur, og enginn veit, hvenær hann kann að bera að höndum. Menn gista ékki alltaf þann stað, sem þeir ætlá sér. Þannig fór um Stefán. Hann var á heimleið úr þessari ferð, þegar hann fórst í flugslysinu 29. maí síðastliðinn. Það féll í minn hlut að vinna um skeið undir stjórn Stefáns Sigurðssonar, og þá kynntist eg honum vel og eigindum þeim, sem mér finnst, að mest hafi eín- kennt persónuleika hans. Betri yfirboðara er naumast hægt að hugsa sér, og aldrei varð eg þess var í samstarfi okkar, að hann væri yfirmaður minn. Það, sem rnér fannst einkum einkenna viðmót hans og daglega fram- komu, var feimniskennd, hlé- drægni og hnitmiðuð kurteisi. Veic eg ekkert, sem honum var jafn fjarri skapi, sem það að láta á sér bera eða trana sér fram fyrir aðra. Engu að síður var hann jafnan glaður og kátur í vina- hópi og naut sín þá vel, þótt hann liins vegar skyggði aldrei á aðra. Var hann sérstaklega góð- u r ferðafélagi, og hann ferðaðist mikið og hafði af því óblandna ánægju. Fannst mér hann sér- staklegá næmúr á ýmislegt það í náttúrunni, sem menn veita yfir- leitt gkki athygli, og fegurð hennar var honum sífellt undr- unarefni. Eg ferðaðist að vísu ekki mikið með Stefáni, en nokkuð þó, og á þeim ferðalög- um komu í ljós hinar sömu eig- indir, sem eg áður nefndi. Aldrei brást honum kurteisin, þótt hann umgengist aðeins okkur fé- laga hans, og frá honum stafaði alltaf' einhver snyrtimennska, sem aldrei lét á sjá, hvernig sem ástatt var. En þótt hann væri dul- ur og hlédrægur, gat þó ekki hjá því farið, að þeir, sem kynntust honum, sæju, hvern mann hann hafði að geyma. Honum var líka ótnilega ungum trúað fyrir erf- iðu og ábyrgðarmiklu starfi, sem Frá komu „Atla" til Akureyrar En það átti ekki að liggja fyriri hinum unga manni að verða bóndi á ættarsetri sínu austur á! fjöllunum' né annars staðar. Hann fluttist með foreldmm sín-| um hingað til Akureyrar á ferm- ingaraldri. En heldur ek'ki hér var honum ætlað langt starf. Enj hann var trúr í því þá stund, sem hann hafði yfir að ráða. N ú er hann horfinn úr okkar! hóp. Engan þann, sem með hon- um var að Skíðastöðum um sl. páskahelgi mun hafa »runað, að hans biði á.næstunní þau örlög, Efri myndin sýnir mannfjöldann á Torfunefi, er „Atli" lagðist þar að með lík farþega og flugmanna úr Héðinsfirði. Neðri myndin er af bílalestinni á leið upp Grófargil til kirkju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.