Dagur - 11.06.1947, Blaðsíða 8

Dagur - 11.06.1947, Blaðsíða 8
DAGUR S /r- - ■ ■" - ■ = —---------- Úr bæ og byggð i 1......— .....==t/ I.O.O.F. - 12961381/2. - Aukaf. Messað næstk. sunnudag kl. 2 e. h. í Lögmannshlíð. Guðsþjónustur í Grundarþingapr- kalli. Sunnudaginn 15. júní, Möðru- völlum kl. 1 e. h. Eyfirðingar. Biblíunámsflokkurinn frá Sjónarhæð, Akureyri, heldur sam- komu að Grund 15. þ. m. kl. 3 e. h. Þar verður ræða flutt. og vitnisburðir, sungið og leikið á strengjahlóöfæri. Allir velkomnir. Kantötukór Akureyrar og þeir Karlakórsfélagar, sem aðstoðuðu við flutning Strengleika. Mætið til æfing- ar og viðtals í kapellunni vegna 17. júní hátíðahaldsins og fteira, föstud. 13. júní kl. 8.30 e. h. Hjúskapur. 29. maí sl. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestin um, séra Pétri Sigurgeirssyni, Helge Johannes Heitzmann, hljómsveitar- maður á Hótel Norðurland, og ungfrú Elsy Erna Marie Fogh. — Þann 7. júní gaf séra Pétur Sigurgeirsson sam- an í hjónaband: Ungfrú Heklu Geir- dal og Guðmund Asgeirsson, iðn- verkamann. Heimili þeirra er að Oddeyrargötu 22. — Ungfrú Hrefnu Álfheiði Jónsdóttur og Erlend Snæ- björnsson, bifvélavirkja. Heimili þeirra er að Ránargötu 12. Félag verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri heldur aðalfund að Gilda skála KEA næstk. föstudagskvöld kl. 9 e. h. Mæðrastyrksnefnd biður þess get- ið, að konur þær, sem óska eftir hvíld á vegum nefndarinnar í sumar, eru beðnar að gefa sig fram sem fyrst við skrifstofu nefndarinnar, Brekkugötu 1. Opin á mánudögum og föstudögum kl. 5—7 e. h. Sextíu og fimm ára afmæli átti Halldór Friðjónsson, fyrrv. ritstjóri, síðastliðinn laugardag. Ritstjóraskipti hafa orðið við „Verkamanninn". Rósberg G. Snædal lætur af því starfi, en við tekur Þórir Daníelsson, stúdent frá Borgum. Kveníélagið Iðutm í Hrafnagilshr. heldur dansskemmtun í þinghúsi hreppsins laugardaginn 14. þ. m. kl. 10 e. h. Aðeins fyrir sveitafólk. Veit- ingar á staðnum. Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af sókn- arprestinum í Grundarþingum ungfrú I-Ijördís Björnsdóttir frá Syðra-Lauga- landi og Magnús Aðalsteinsson, bóndi að Grund. Árekstur. Síðastliðinn mánudag var árekstur í milli fólksbifreiðar og Jeppabifreiðar í Skipagötu. Fólksbif- reiðin skemmdist nokkuð en menn sakaði ekki. Lá við stórslysi við Eyjafjarðarárbrú Síðastliðið sunnudagskvöld lá við stórslysi við vestustu Eyja- fjarðarárbrúna, er jeppabifreið ók út af veginum austan megin brúarinnar og steyptist í ána. í bifreiðinni voru séra Þorvarður Þormar í Laufási og frú hans, tveir aðrir farþegar og bifreiðar- stjóri. Bifreiðin var að koma frá Laufási. Er 'komið var að austur- enda vestustu brúarinnar ók bif- reiðanstjórinn allt í einu út af veginum við brúarendann, en þar er beygja á veginum, og steyptist jeppinn í ána. Stóðu aft- urhjólin ein upp úr vatninu. — Fólkið komst nauðuglega út úr bifreiðinni og er mesta mildi, að ekki skyldi verða stórslys þarna. Frú Þormar handleggsbrotnaði og var flutt á sjúkrahúsið en aðra sakaði ekki, svo að teljandi sé. Bifreiðin skemmdist mikið. Konráð Vilhjálmsson er að semja Þing- eyingaskrá Konráð Vilhjálmsson héfur ákveðið að gera skrá yfir alla Suðurþingeyinga á 19. öld, og hefur þegar liafið þetta starf'. í skránni verður getið um allt fólk í sýslunni á öldinni, senrleið, og skýrt frá því, lrvar það hefur dvalið. Slík persónusaga heils byggðarlags hefur aldrei verið samin fyrr hér á landi, og mun rit þetta, er fullgert verður, ákjósanleg héimild fyrir ætt- fræðinga og sagnfræðinga í fram- tíðinni. Konráð hefur að undanförnu dvalið í Reykjavík til þess að viða að sér efni í skrána úr heim- ildum á l.andsbókasafni og Þjóð- minjasaíni, og er hann nýkom- inn heim úr þeirri Jerð. F.r þetta þriðja lerð lians suður í þessum erindum. Tapazt hefur 10 lítra aluminum-mjólkur- flutningafata í Strandgötu eða Haínarstræti, merkt: G. H. K. Finnandi vinsamlega beðinn að gera aðvart í VerzL Eyjafjörður hf Saumakassar Tnýkomnir VÖRUHÚSIÐ h/f Ferðamenn! Sjómenn! Höfum fyrirliggjandi danska ÞURRMJÓLK. Hentug fæða í útilegu. Reynið eina dós. VÖRUHÚSIÐ h.f. Gráfíkjur í pökkum Rúsínur steinlausar Ferskjur Áprikosur Snlta margar teg. Saft Kjötteningar Búðingar Þurrkað kálmeti í pökkum o. m. m. fl. Vöruhúsið h/f 11 ára dreng vil eg koma á gott sveita- heimili í nágrenni við Ak- ureyri í sumar. — A. v. á. |Vil skipta á svo til nýrri vörubifreið með sturtum i og nýrri eða nýlegri Jeep-bifreið. /5 = R. v. á. Miðvikudagur 11. júní 1947 Tilkynning til sildarsaltenda Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld á : þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr. 74 ■ j frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Saltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: j; 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða. ji 2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar. 3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. jj 4. Hve margt síldarverkunarfólk vinnur á stöð- jj inni. jj 5. Eigi umsækjandi tunnur og salt, þá hve mikið. jj Þeir saltendur, sem óska að fá tómar tunnur og jj salt frá Síldarútvegsnefnd, sendi umsóknir til skrif- jj stofu nefndarinnar á Siglufirði fyrir 30. júní 1947. Síldarútvegsnefnd. • • HATIÐAHOLD þjóðhátíðardaginn 17. júní 1947 TILHÖGUNARSKRÁ Kl. 2,00 e. h. Lúðrasveit Akureyrar, ldkur á Ráð- hústorgi — 2,15 — Skrúðganga að ^hátíðarsvœðinu, eða til kirkju, verði óhagstætt veður. — 2,30 — HÁTÍÐAHÖLDIN Á TÚNUNUM SUNNAN VIÐ SUNDLAUGINA. 1. Hátíðin sett. Steinn Steinsen, bæjar- stjóri. 2. Fánahylling, skátar. 3. Guðsþjónusta, séra Pétur Sigurgeirs- son prédikar. 4. Lýðveldisræða, Þorsteinn M.^jónsson forseti bæjarstjórnar. 5. Ræða, Kristján Róbertsson stúdent. 6 Þjóðsöngurinn. — 4 30 — Iþróttasýningar og íþróttakeppni. Fim- leikasýning kvenna (hópsýning) frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, stjórnandi Þórhalla Þorsteinsdóttir. Annara sýn- inga verður getið sé staklega í götu- auglýsingum. Lúðrasveit Akureyrar og söngfélög bæjarins leika og syngja milli skemmti- atriða. — 9,00 Ýms skemmtiatriði. — 10,00 — Dans á palli á hátíðasvæðinu. Hljóm sveit leikur. —12,00 — Flugeldar. — 2,00 e.m. Hátíðahöldunum slitið. Ókeypis aðgangur að öllum skemmtiatriðum dagsins. Þess er fastlega vænst að allir bæjarbúar(taki þátt í gleði dagsins, og á þann hátt sem sæmir þroskaðri- menningarþjóð. Forstöðunefndin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.