Dagur - 11.06.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. júní 1947
DAGUR
5
í
Frá bókamarkaðiiium
Ólíaur Jónsson: Fjöllin blá. —
liókaútgáfan Norðri, Akureyri.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
1947.
Skemmtilegt og fróðlegt er
það ævintýri, er gerist nú mitt á
meðal vor, þegar bóndinn og
jarðræktarfrömuðurinn í Gróðr-
arstöðinni hér á Akureyri fer
'namförum nú á miðjurn aldri og
breyiist í mikilvirkan og snjallan
rithöfund, sem þegar í fyrstu
lotu vekur á sér athygli aíþjóðar
og hlýtur maklega viðurkenn-
ingu ,,að beztu manna yfirsýn ‘
Stórverkið um Ódáðahraun, sem
iit kom í hittiðfyrra, hefði vissu-
!ega eitt dugað ti! þess að halda
nafni Ólafs Jónssonar lengi á
lofti í heimi íslenzkra bók-
mennta og fræðimennsku. En
höfundi þess virðist annað og
meira í huga en að leggjast ti!
hvíldar. og mákinda í lárberjun-
um, sem hann var sæmdur fyrir
það stórvirki, enda sýnist hann
ekki viðeina fjölina felldur, þeg-
ar til kasta bókmenntanna kem-
ur, fremur en við búskapinn og
jarðræktarstörfin. Á þessu ári
sendir hann frá sér hvorki rneira
né minna en tvö allstór skáld-
verk, Ijóðabókina Fjöllin blá og
skáldsögu, er nefnist Öræfaglett-
ur. Söguna hefir mér ekki enn
unnist tími til að lesa, en ljóða-
bókina hefi eg þegar lesið mér til
ánægju og hugsvölunar.
Ekki vil eg fullyrða, að skáld-
ið ólafur Jónsson standi nafna
sínum, höfundi Ódáðahrauns,
fyllilega á sporði í sinni grein, en
gott skáld og eftirtektarvert er
hann jró engu áð síður. Og lík-
!ega er allur slíkur samanburður
harla ófrjór og ófróðlegur, þótt
óneitanlega sé liann freistandi
nokkuð og ekki alls kostar óeðli-
legur, svona í aðra röndina.
Skáldið dvelur nefnilega lang-
dvölum á sömu slóðum og fræði-
þul urin n og frásagnarmaðurinn
hefir áður reikað. Það leggur
gjarnan leiðir sínar fjarri
mannabyggðum — um Bárðar-
götu og Gustaskarð til fjallanna
blátE, Dyngjufjalla, Herðubreið-
arog Kverkfjalla. Það syngur um
Selhjallagil, Heilagsdal, Öskju
og Vonarskarð — syngur vel. En
röddin er þó þjálfuð og tamin í
skóla byggðanna og nútíma-
menningarinnar. Skáldið hefir
slegizt í för með hinum mál-
snjalla náttúruskoðara og djúp-
hyggjumanni, sem hefir þó —
þrátl fyrir allt og allt — alið mest-
an hluta aldur síns í nánd við
þau fyrirbæri nútímalífsins, sem
hann gjarnan vil.l gleyma um
stund — „útvarp, bíla og síma,
orðaskvaldur, glaum og glys“. —
Og af þessum sökum fer skáldið
sjaldan einförum, þótt það haldi
sig eitt á ferð, og söngur þess
minnir óvíða á söng heiðlóunn-
ar eða fjallasvansins — ti.1 þess er
tilfinningin ekki nægilega frum-
stæð og tungutakið ekki nægi-
lega einfalt og innblásið. Kvæðin
eru víða ort af leiftrandi mælsku
og orðkyngi, og þau eru þrungin
af snjöllum náttúrulýsingum,
spaklegum athugunum og hug-
myndaauði. En þau eru alls stað-
ar fremur í ætt við meginmálið I
smekk og tilfinningu hvers og
eiiis komið, hvort menn telja
þetta kost eða löst, ef menn þá
skii ja hvert stefnt er með þessum
ummælum.
En Ólafur Jónsson kann líka
að yrkja um fleira en fjöllin blá.
Mannlífið niður í sveitunum
verður honum einnig að vrkis-
efni. Plæging, sáning og upp-
skera leggja honum orð á tungu
og blása honum nýjum hug
myndum í brjóst. Plógurinn er t.
d. í augum skáldsins ekki aðeins
hversdaglegt tákn strits og starfa,
heldur „andans undrasmíð, afrek
dverga á langri tíð.“ — Fallega er
hér að orði komizt, eins og svo
víða í jæssiim ljóðum:
„Plógurinn smýgur torf og tó
týnasi þúfur í kargamó.
Heyri eg hnífinn skera og skó
skrjáfa i steini köldum.
Moldverpið hafa meistarar sveigt,
mótað úr stáli hart, en seigt,
í frjómold ákursins fagur-beygt
og fágað á mörgum öldum.
Eg handlék plóg eins og helgan dóm,
heyri í moldinni töfrahljóm,
og gröðurinn kemur á grænum skóm
með geislandi sólarfána.
Nú finn eg, að leysast frjó i jörð,
fúna þúfur og hrjósturbörð,
og bráðum heldur hér vorið vörð
um velli og akra sána.“
Stundum bregður höfundur-
inn fyrir sig gamansemi og jafn-
vel kaldhæðni, en tekst þá ekki
alltaf jafn vel upp„ að mínum
dómi, og helzt er það í slíkum
kvæðum, og eins hinum, sem
fjalla um hin félagslegu átök
nútímalífsins, að honum bregzt
bogalistin um ljóðrænt og
smekklegt orðaval og listræn
vinnubrögð. — Þá skeður það,
sem hann orðar sjálfur svo, að
„hugtökin bregðast orðsins
spennur" (bls. 112). Óljóðræn og
stirðbusaleg ljóðlína, sem illa
sæmir svo góðu skáldi, en er ann-
ars einkennandi fyrir veikasta
þáttinn í ívafi og uppistöðu
kvæða hans. 1 kvæðinu „Að
tjaldabaki“ er talað um að „lífið
hangi á litlu haki“. Þar er
smekkurinn þegar dottinn fram
af hakinu, eins og raunar kvæðið
allt, sem er eitt hið lélegasta í
bókinni, ófrumlegt og utangarna
— og „þar með basta“, svo að enn
sé gripið til orðatiltækis úr
kvæðinu sjálfu. Hitt kemur að
sök, þegar góðum kvæðum er
spillt með einstöku óljóðrænu og
hrjtifu orðalagi, eins og:
„Kyrrðin um mig kesti hlóð
kærstu vökudrauma minna“.
F.rfitt er að átta sig á því, að
sami maður stýri pennanum,
þegar svona er á líkingum haldið
og orðum hagað, og sá, sem yrk-
ir þetta um fræið og greinina,
sem bar það til lífsins, áður en
hún hlaut sjálf sinn s'kapadóm:
„Sá lagri stofn var frosti ofurseldur,
fýkur nú sem hismi og sinueldur.
En þegar sumarþeyrinn leysir bönd,
þá ei oft hið smæsta, er stærstu
veldur."
,,Og áður en varir allt er gróðri vafið,
en viðlagið, og er það þá undir j ungar plöntur þenja út græna trafið.
En þegar blærinn berst úr suðurátt,
bylgjast mjúku stráin eins og hafið."
Hér er skáldið í essinu sínu,
velur orðin af sntekkvísi og ljóð-
rænni nærfærni, eins og raunar
langvíðast í jressari fallegu og
eigulegu bók.
J. Fr.
*
Benni í frumskógum Amer-
ríku. — Beverly Gray fréttaritari.
Bókaútgáfan Norðri 1947
Bókmenntafræðingarnir og al-
j)ýða manna eru oft harla ósam-
mála um, hvaða bækur eigi að
lesa, einkum ef um skáldsögur
er að ræða. — Ágæt bók, eftir
frægan höfund, sígilt listaverk!
— Jú, takk! Alþýða rnanna hlust-
ar á hina vísu, en svo les hún
bara allt aðrar bækur. Þannig er
j^að oft að minnsta kosti. Og
sögubækurnar, sem allur al-
menningur les sér til mestrar
ánægju, eru oft og einatt þeirrar
tegundar, að hinir bókmennta-
fróðu hrista mæddir höfuðið.
En hvers vegna eru ,,góðu“ bæk-
urnar oft leiðinlegar? Það má
hamingjan vita.
Nýlega hafa komið út hjá
Norðra tvær skemmtibækur:
Benm i frumskógum Ameriku
og Beverly Gray fréttaritari.
Hvorug þessara bóka ’ er þess
kyns, að hún hljót-i náð fyrir aug-1
um hinna bókmenntafróðu, en á !
hitt vantar ekkert, að almenning-
ur taki þeim fegins hendi, enda
eru þær báðar mjög spennandi.
Sögur, sem eru skemmtilegar,
þótt ekki séu þær sígildar bók-
menntir, eiga vissulega rétt á sér,
og því má óhikað mæla með
Benna-ibókunum og sögunum
um Beverly Gray. Þessi.r sagna-
bálkar eru hinn bezti skemmti-
lestur livor um sig, bæði fyrir
unga og gamla.
Frágangur allur og búningur
þókanna er hinn prýðilegasti,
enda eru þær prentaðar í Prent-
verki Oddds Björnssonar og
bundnar inn af Vélabókband-
inu h.f.
Árabátur
með segli til sölu. Einnig kola-
eldavél. Upplýsingar í Skipá-
götu 4.
Belgiskir rifflar,
sjálfvirkir og með marg-
skotadælu, nýkomnir.
Enn fremur:
Haglabyssur
Nr. 12 (tvíhleypur).
Haglaskot
Nr. 12 og 1().
Riffilskot
1,. R.
Þeir sem óska eftir að fd
afgreitl með póstkröfu,
verða að senda afhending-
arleyfi með pöntuninni.
Atinars ekki heegt. að af-
greiða hana.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Sí Idarsöltun
Nokkrar stúlkur vantar á söltunarstöð Kaupfélags í
Siglfirðinga í sumar. Afgreiðsla Dags gefur nánari 1
upplýsingar. I
Kaupfélag Siglfirðinga.
a í
imiiiiiiiiiiiiii iii 11(11111111111111111111111 n
III111111111111111111111111111111111111 lll lllllllltlltlllllllllllliiiiniiiuni,ui,,,*
SILKISOKKAR
í miklu úrvali, nýkomnir
Vefnaðarvörudeild.
•••iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
IIIIIIIIIIIIIIIIIUÍIIIII 1111111
111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiimiiiii»iiiiiii*,4iiiiii
m iii n 1111111111111 iii riiii||iiiiiiiiiiiiinim ii iiiiii
immmmiim.