Dagur - 11.06.1947, Blaðsíða 7

Dagur - 11.06.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. júní 1947 7 DAGUR Kommúnistar viima að stöðvun síldarverksmiðjanna. (Framhald af 1. síðu). ncsstjórnarmeðlim í broddi fylk- ingar, hafa hafizt handa mn að eyðileggja fyrirhugaða starf- iækslu Krossanesverksmiðjunn- ar. Komnninistar hafa í allt vor beitt sér gegn því, að Verk t- mannafélag Glæsibæ j arhre pps tæki upp samninga við verk- smiðjuna, samkvæmt ítrekuðum tilmælum stjórnarinnar, og þeg- ar félagið lætur loks .til síri heyra, er það til þess að tilkynna verk- smiðjunni, að það hafi afsalað sér réttinum til samninga í liend- ur nefndar á vegum Alþýðusam- ttands Norðurlands og Alþvðu- sambands íslands, en þessi nefnd hefir það hlutverk helzt að hengja sem flestar síldarverk- smiðjur aftan í brölt kommún- ista á Siglufirði. Á fundi í fyrra- kvöld samþykkti svo Verka- mannafélagið í Glæsibæjar- hreppi, að heimila stjórninni vinnustöðvun í Krossanesi frá 20. þ. m-Eru fingraför kommún- ista auðsæ á þessari samþykkt, enda mun stjórnarnefndarmað- urinn í Krossanesi og bæjarfull- trúinn Steingrímur Aðalsteins- son einkum hafa beitt sér þarna gegn hagsmunum bæjarins og verksm iðj u nnar. Furðulleg afstaða verkamanna. Þessi samþykkt verkamanna í Glæsibæjarhreppi ér furðuleg, einkum þegar þess er gætt, að Krossanesverksmiðja á allra verksmiðjanna mest undir því komið, að undirbúningar stöðv- ist ekki, þegar tími er svo mjög hlaupinn, sem nú er, og þar sem vitað er, að margar aðrar síldar- verksmiðjur hafa ýmist gert sér- samninga, svo sem. Ðjúpavík og Ingólfsfjörður, eða verkamenn hafa ekki látið etja sér út í hið pólitíska æfintýri kommúnista, svo sem á Hjalteyri, og hafa e'kki látið samningsréttinn í hendur kommúnista. Þetta tilræði við. verksmiðjuna kemttr úr. hörð- ustu átt frá verkamönnum í Glerárþorpi og Glæsibæjar- breppi, sem ættu manna bezt að skilja þá erfiðleika, sem verk- smiðjan á í og nauðsyn þess, að starfræksla geti hafizt á réttum tíma. Þeirra er og hagurinn mestur, að fyrirtækið komizt á rekspöl í sumar. Ef kommúnistar fá vilja sínum framgengt þarna. er auðsætt, að rekstur Krossanes-' verksmiðjunnar getur ek'ki orðið í sumar ,því að ekkert vit væri í því, að halda áfram undirbún- ingi, ef sýnt væri, að verksmiðjan yrði ekki tilbúin fyrr en síðla á vertíðinni. Með þessu athæfi er þv.í beinlínis stefnt að því að eyðileggja fyrirtækið. Kommún- istar hafa í því efni fengið lið- sinni frá járniðnaðarmönnum í Reykjavík, sem boða samúðar- verkfall með Dagsbrún frá 16. þ. m., en járniðnaðarmenn þaðan vinna nú að uppsetningu tækja í Krossanesi. Ef sú vinna fellur niður 16. þ .m., er það einnig rothögg á rekstursmöguleika ver ksm ið j u nnar. Kommúnistar villja verkfall á síldarflotanum. Allt ber hér að sama brunni. Kommúnistar vilja skapa sem mest öngþveiti og erfiðleika og reyna að efla flokksstarfsemi sína á grftndvelli upplausnarinnar. — Næsta skrefið er verkfall sjó- manna. — Kommúnistablaðið Mjölnir í Siglufirði rekur nú hatraman áróður fyrir því, að sjómenn neiti að fara á síld nema greiddar verði 50 krónur fyrir síldarmálið. Þarna hyggjast kommúnistarnir næst til að leggja til atlögu. Augljóst er að þjóðfélagið verður að snúast til varnar gegn þessari sókn ofbeldismannanna. Eru því horfur á löngu verkfalli. Fjölbreytt hátíðahöld sjómanna um síðast* liðna helgi Sjómannadagurinn var hátíð- legur haldinn hér um s. 1. helai, en hátíðahöldum var frestað um fyrri helgi, vegna hins börmulega flugslyss. Hátíðahöldin hófust á laug- ardagskvöldið með kappróðri. Kepptu sex sveitir karla, fjórar sveitir kvenna og tvær drengja- sveitir. í liði karla vairð sveit Vél- stjórafélags Akureyrar fyrst og reri vegalengdina, sem var 1000 metrar, á 4 mín. 15.7 sek. Vann hún farandbikar sjómannadags- ins. í róðri kvenna sigraði Slysa- varnardeild Akureyrar. Veð- banki var starfræktur, eins og áður, og voru viðskipti allfjörug, en nokkuð spillti það aðsókn. að veður var kalt. Á sunnudaginn hófust hátíða- höldin með hópgöngu sjómanna kí. 10 f. h. Kl. 11 var hlýtt á messu í kirkj- unni. Séra Pétur Sigurgeirsson prédikaði. Kl. 4 síðdegis hófst útiskemmt- un við sundlaugina og á leik- vangirium sunnan hennar. Keppt var í stakkasundi (30 metrar), björgunarsundi (30 metrar), reip- drœtti, tunnu- og pokahlaupi. Fyrstur í stakkasundi varð Hilm- ir Ásgrimsson á 10.09 sekv í björgunarsuridi Jón Andrésson, m.s. Rifsnes, á 37.2 sek. Atla- stöngin, sem gefin er af Vél- smiðjunni Atla fyrir hæstu sam- anlagða stigatölu í íþróttum dagsins, hlaut Alfreð Finnboga- son með 44 stigum. í reipdrætti sigraði Skipstjórafélag Norðlend- inga og hlaut farandbikar KEA. í reipdrætti kvenna sigraði sveit ú,r Slysavarnadeldinni konur úr Glerárþorpi. Hátíðahöldunum lauk með dansleik í Samkomuhúsinu og tð Hótel Norðurlandi, og var þar litbýtt verðlaunum. Rauðkúfótt mertryppi með rauða skellu í nára, hefir tapazt. Tryppið er ómarkað, tveggja vetra gamalt. Sást síð- ast á Þrastarhóli. Þá, sem kynnu að verða varir við tryppið,.bið ég góðfúslega að láta mig vita strax. Helgi Pálsson, Akureyri. Skápgrammofónn til sölu með tækifærisverði. A. v. á. V átryggingardeild^Þ► +—~ Tilkynning Það tilkynnist hér með heiðruðum viðskiptavinum mínum, að frá 1. júní sl. hefi ég selt Guðrúnu ísberg hárgreiðslustofu mína, Bylgju. Jafnframt því að þakka góð. viðskipti, vona ég, að þér látið hinn nýja eiganda Bylgju njóta viðskipta yðar framvegis. Vdrðingarfyllst, S-teingerður Árnadóttir. Samkvæmt ofanskráðu hefi óg undirritúð keypt hár- greiðslustofuna Bylgju. Mun ég leggja áherzlu á fljóta og góða afgreiðslu. Vona ég, að stofan njóti framvegis sömu viðskipta og í tíð fyrri eiganda. Virðingarfyllst, Guðrún ísberg. =NYJA BI0=D sýnir í kvöld: Hetja í heljarklóm („Captain Eddie“) Áhrifamikil og atburðarík kvikmynd frá 20th Century Fox. Aðalhlutverk: Fred Mc Murray Lynn Ban Lloyd Nolan Thomas Mitchell Tilky nnin Fiá og með deginum í dag hætti ég undirrituð rekstri Hótel Akureyri, og um leiðog ég |iakka undanfarin viðskipti, vænti égað hótelið megi, í framtíðinni, njóta sömu velvildar og hingað til. Akureyri, 2. júní 1947. Virðingarfyllst, Vigdis fíjarnadóltir. Samkv'æmt ofanrituðu hef ég undirritaður tekið Hótel Ak- ureyri á leigti, og mun kappkosta að gera viðskiptavini á- nægða, jafnfrann sem ég vænti þess að hótelið rnegi njóta sömu velvildar eftirleiðis, sem hingað til. Akureyri, 2. júní 1947. • Virðingarfyllst, Ed luard Frederiksen. Aðalmynd vikunnar: Sesar og Kleópatra Stórfengleg myrid í eðlilegujn litum. Aðalhlutverk: Claude Rains Vivien Leigh Stewart Granger Hœkkað verð. Vic Tjöld, 2ja og -Ira mantia, hvit. og grcen ! Verkamannafélag I Akureyrarkaupstaðar I heldur fund í Verklýðshúsinu miðvikudaginn 11. júní ri. k., | kl. 8.30 e. h. ' j Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Ráðstafanir félagsins í sambandi við vinnustöðvun Dagsbrúnar. j 3. Önnur mál. I Stjómin. j • ll|MMMMIIIMMII,M,MMMMIMMIt,MM,,MMMMMMIMMMMM,,,M,IIIIMM,IMMIM,MMMMM,MMIMM,IIIMMM|llll,IMIII,,M|MIMM,M,M,,í Tjaldbotnar Svefnpokar Sportvöru- og hljóðfæraverzlunin Ráðhústorgi 5. Sírni 510. Tapaði svipu á leiðinni frá Akureyri að Grund. Merkt E. Einarsson. Skilist á afgreiðslu Dasjs. Renedikt Kristjátvsson. Hæð í húsi til leigu. Lysthafendur leggi nöfn sín í lokuðu umslagi merktu „hæð“, inn á afgreiðslu blaðsins. Fyrirframgreiðsla æskileg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.