Dagur - 27.08.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 27.08.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. ágúst 1947 DAGUR 5 - Ferðamannastraumur „heim að Hólum“ (Framhald af 2. síðu). okkar Norðlendinga að undan- förnu, eins og svo oft áður? — Ég held, að ég hafi fylgzt nokkurn veginn með tölu gesta þennan tíma, sem ég var þar. Mér telst isvo til, að hátt á þriðja þúsund aðkomumanna hafi skoð- að Hólastað þessa tvo mánuði. í þeim hópi hefir verið margt út- elndinga. Menn frá öllum Norð- urlöndunum, Bretlandseyjum, Niðurlöndum, Frakklandi og ýmsum öðrum löndum hafa kom- ið þar og fýst að sjá sem flest og vita sem mest um staðinn og sögu hans. — Hvað hyggur þú, að þessu íóLki yfirleitt hafi þótt merkileg- aist .að sjá af því, sem fyrir aug.un bar á Hólum? — Tvímælalaust hefir athygli fJestra beinzt fyrst og'fremst að dómkirkjunni og hinum stór- merku kirkjugripum. sem hún hefir að geyma. Kirkjan sjálf er hið merkilegasta hús, bráðum 200 ára gömul, byggð úr blágrýti og rauðum sandsteini úr Hóla byrðu. Altaristaflan og Krist- Hkneskið fagra eru frá tíð Jóns biskups Arasonar. Erlendir forn fræðingar og listfræðingar, sem þarna hafa verið á ferð, telja hvort tveggja hinar sjaldséðustu kjörgripi, sem ekki verði virtir til \ærðs. Altarisbríkin er vafalaust einn allra merkasti kirkjugripur, isem til er á íslandi. I>á hefir mönnurn þótt skírnarsárinn eða fonturinn sérlega merkilegur, enda er hann innlent listaverk, gerður af bónda úr Vesturdal, Guðmundi Guðmundssyni í Bjarnastaðahlíð. Ártalið 1674 er rist á fontinn. Fjölmargir aðrir stórroerkir gripir eru í kirkjunni, sem oflangt væri upp að telja. Biskupagrafirnar inni í ikirkj- unni og gröf Jóns Arasonar og isona hans úti fyrir aðaldyrum, vekja og athygli og áhuga flestra. Eg hefi reynt að gefa sem gagn- orðast yfirlit yfir allt liið helzta, sem þarna er að sjá og rekja sögu jjess að nokkru. Og eg held, að mér óhætt að segja, að það hafi verið með þökkum þegið. Áður en gengið hefir verið úr ikirkju, hefi eg oftast leikið eitt sálmavers á kirkjuorgelið, og gestirnir hafa-oftast tekið vel og dyggilega undir. Margir þeirra ltafa haft orð á því við mig, að þeir telji isig aldrei hafa komið inn í kirkju, þar sem þeir hafi verið • gripnir jafn sterkri lielgitilfinn- ingu sem í Hólakirkju, enda er þar heilög jörð fyrir alla þjóð rækna og trúrækna íslendinga. — Eins vil eg sérstaklega geta, áður en eg skilst við þetta efni, ' segir Karl. — Fjöldi manna hefir látið 'í ljósi að þeim þyki miður, að Hólákirkja skuli ekki geyma sjálf alla liina merkustu gripi isem henni tilheyra í raun réttri Sérstaklega telja þeir söknuð að því, að liinn nafnfrægi listasaum ur Halldóru, dóttur Guðbrandar biskups Þorlákssonar, skuli ekki geymdir þarna, þar sem þeir eiga bezt Jreima og sjálf hún og hinn frægi faðir liennar hvíla, heldur en að lenda hálfgert á botninum suður í þjóðmenjasafninu í ltöf- uðstaðnum. Eg tel, að einstakir merkiisstaðir og landsfjórðungar ættu að fá að búa að sínum eigin menjagripum, þar sem ástæður eru annars til að varðveita þá með fullri sæmd og umhirðu. — Það munu vera góð skilyrði tii þess að taka á móti gestum á Hólum? — 26 rúm eru þar í gistihús- inu, en þau hrökkva oft ekki til, regar næturgestirnir eru flestir. Húsakostur er auðvitað mikill og góður, og stórbú er rekið á staðn- um. 4000 liestburðir heys fást þar nú af ræktuðu og véltæku landi, enda eru þar 40—50 nautgripir, 500 fjár og 100 hestar, eða eitt- hvað nálægt því. Þar er því vissu- l'ega margt fleira meiikilegt að sjá og skoða en dómkirkjan ein og aðrar sögulegar .menjar horf- innar frægðar. — Hólaistaður á sér ekki aðeins merka fortíð, heldur er hann og mikill í nútíð- inni og verður það vonandi um langa framtrð, segir Karl frá Veisu að lokum, þegar hann kveður okkur ,bjartur á svip og léttur í spori. Plötuskiptir, ásamt ca. 50 plötum og plötustatívi, til sölu. — Enn- fremur karhnannaföt, stærð 48 (aldrei notuð). Ódýrt. Hjartanlega þakka ég öllum vinum og vandamönnum, sem glöddu mig á sextugsafmœli minu 8. ágúst, bœði með heimsóknum, gjöfurn, blómum' og skeylum. Guð blessi ykkur öll. MARÍA KRISTJÁNSDÓ TTIR A. V. á. H3<HKHKHKHKHKHKHKHKHKH*>KHK(<HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKIi Er kaupandi áð gömlum Her-Jeppa (Ford), helzt yfirbyggðum, en þyrfti að \'era gangfær. | ^KBKHKHKHKHKHKHK(<HKHKHKHKHKHKHKHKBKBKHKHKHK(<HKHKHKHK> Öllum vinum og œtlingjum, sem glöddu mig á sextugs- afmæli minu, með heimsóknum, blómum og skeytum, votta ég mitt innilegasta þakklœti. Guð blessi ykkur öll. LAUFEY HRÓLFSDÓTTIR. HK(<HKHKHKHKHKHKHK(<HKHK(<HKHKHK(<HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Karl Ágústsson, Litla-Garði. Ibúð, 2-3 vantar síðar i ar hjá herbergi og eldhús, frá 1. október eða I haust. — Upplýsing- Gisla Konráðssyni, K. E. A. Auglýsing frá viðskiptanefnd um skömmtun á skófatnaði. Samkvæmt heimild í reglugerð útgefinni í dag um skömmt- un á skófatnaði, hefir verið ákveðið, að frá og með 15. ágúst 1947 skuli stofnauki númer 11 á núgildandi matvælaseðli gilda sem innkaupaheimild til 1. maí 1948 fyrir einu pari af skóm, sbr. þó 2. gr. reglugerðarinnar. Reykjavík, 14. ágúst 1947. Viðskiptanefndin Auglýsing frá viðskiptanefnd um veitipgu gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Fyrst um sinn verða engin gjaldeyris- og innflutningsleyfi veitt til vörukaupa. Auglýst verður, þegar veitingar hefjast að nýju. Þýðingar- laust cr því að senda nefndinni slíkar umsóknir að svo stöddú. Reykjavík, 16. ágúst 1947. Viðskiptanefndin. MMMMMMMMMMM T ilkynning Vegna nauðsynlegrar hreingerningar á geymsluhólfum í frystihúsi voru \ierða þau frostlaus frá 10. semptém'ber til 20. september n. k. Eru leigjendur hólfanna því beðnir að hafa tæmt þau fyrir 10. september n. k. Matvæli, sem geymd eru utan hólfanna, verða eigendur að hafa tekið fyrir 6. september n. k. Frystihús K. E. A. Akureyri. Auglýsing frá Viðskiptanefnd um yfirfærslu á vinnulaunum. Viðskiptanefndin mun ekki sjá sér fært, vegna gjaldeyris- ástandsins, að veita nein gj aldeyrisleyfi til yfirfærslu á vinnu- launum erlendra manna annarra en sérfræðinga. sem sérstak- Iega eru ráðnir til þess að vinna ákveðin störf í þágu atvinnu- lifsins. Geta þeir, sem áttu umsóknir um slík leyfi hjá Viðskiptaráði, skoðað auglýsingu þessa sem synjun á þeim umsóknum. Sama máli gegnir um yfirfærslur vegna erlendra listamanna, íþróttamanna o. s. frv.. ef um YÍirfærslu er að ræða þeirra vegna. Menn eru því alvarlega varaðir við að stuðla að því að er- lendir menn komí hingað í atvinnuleit, á einn eða annan hátt, með það fyrir augum að fá vinnulaun sín yfirfærð. Reykjavík, 11. ágúst 1947. Viðskipfanefndin. I IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMIMMMMMJMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM iMmiMIMIIMHIMIMMIIIIIMIIMIIIIIMIIIIMIMMIMIIMMIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIMIMIIIIIIIMIMMMIIIMIIIIIIIIIMIMIMIMmillllMI.il 1 | Yil kaupa eða leigja stóran bragga I með steyptu gólfi, eða 2 litla. Ásgrímur Stefánsson j sími 445. — Getum bætt við nokkrum vönum | saumakonum einnig einum eða tveim unglingum i og stúlkum sem eru vanar að strauja. — Upplýsing- I ar á prjónastofu vorri frá kl. 10—12 f. h. og 4—6 e.h. j j og í síma 445 á sama tíma. | PRJÓNASTOFA ÁSGRÍMS STEFÁNSSONAR ! 1 h. f. — Hafnarstræti 93. j illlMIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIMMIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIMIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIMIl" Tilkynning frá Fjárhagsráði Fjárhagsráð vill vekja athygli á því, að tilgangslaust er að senda umsóknir um fjárfestingarleyfi fyrir öllum nýjum hus- byggingum og þeim öðrum byggingum, sem verulegt magn af byggingarefni þarf til að ljúka, nema þeim fylgi teikningar. Reykjavík, 14. ágúst 1947. Fjárhagsráð. = Auglýsing 1 frá Viðskiptanefnd um skömmtun á kaffi Samkvæmt heimild í reglugerð útgefinni í dag um skömmtun á kaffi, hefir verið ákveðið, að frá og með 14. ágúst 1947 skuli stofnauki no. 10 á núgildandi matvælaseðli gilda sem inn- kaupaheimild til 1. okt. þessa árs fyrir 375 gr. af brenndu og möluðu kaffi eða 450 grömmum af óbrenndu kaffi. Reykjavík, 13. ágúst 1947. Viðskiptanefndin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.