Dagur - 27.08.1947, Blaðsíða 8

Dagur - 27.08.1947, Blaðsíða 8
Úr bæ oq' byggð DAGIIR Miðvikud'27. ágúst 1947 GJALDDAGI BLAÐSINS . var 1. júlí. — Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta. KIRKJAN. Messað á Akureyri kl 2 næstkomandi sunnudag. — Frk, Vemmelund trúboði talar. Fck. Kirstine Vemmelund kristni- boði frá Kína, talar á samkomu í Zíon í kvöld (miðvikudag) kl. 8.30. — Sunnudaginn 31. þ. m. kl. 8.30 e. h. talar frk. Vemmelund og Björgvin Jörgensson kennari. — Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. — Sunnudaginn 31. ágúst 1947. Kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 4: Utisam- koma. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. Allir velkomnir! Hjónaeíni. Nýlega hafa birt trúlof- un sína ungfrú Jóhanna Björnsdóttir og Heiðar Austfjörð pípulagninga nemi, Akureyri. Íþróttasíðan og fl .efni verður að bía næsta blaðs sökum þrengsla. Fyrirhugað að hefja byggingarframkvæmdir við sundlaug bæjarins Á fundi byggingarnefndar sundlaugarinniar, 31. f.- mán., lögðu þeir sundkennari bæjarins og íþróttaful'ltrúi ríkisins fvarn tillögur um að byggður verði nokkur hluti af byggingu þeirri, er uppdrættir liggja fyrir um eða kjallari allur undir búningis iklefum ásamt grunnri kennslu laug í austurhluta kjallara og ennfremur vestari helmingur búningsklefa ofan á kjallara ásamt anddyri og forstofu. — Áætlað er, að bygging þessi muni vera um 2000 cbm. og kosti fok- held ca. 350 þtis. krónur. Bærinn hefir nú til .umráða 100 þúsund krónur, og til við bótar framlag frá ríkinu 60 þús. krónur. Ennfremur upplýsti íþróttafulltrúinn, að til mála gæti komið, að íþróttasjóður lánaði um næstu áramót ca. 100 þús. krónur upp á væntanlegt framlag. Samþykkt var að fela íþrótta- fiiilltrúa að fá sem allra fyrst full- korninn uppdrátt af þessum hluta byggingarinnar, sem væri gerður með hliðsjón af viðbótar- byggingu seinna. Ennfremur var ákveðið að fela bæjarstjóra að sæikja nú þegar um byggingarleyfi til Fjárhags- ráðs, og lofaði íþróttafuMirúi að stvðja þá umsókn og senda Fjár- hagsráði þá uppdrætti og upp- lýsingar, sem með þurfa. Þá var íþróttafulltrúa falið að leita tilboða í fullkomin upphit- unartæki og hreinsitæki fyrir sundlaugina og fyrirhugaða byggingu. Veggfóður Skoðið nýja veggfóðrið. — Notið fúavarnarefni á allt timb- ur, sem á að vera úti. BEN. J. ÓLAFS, Skfþagötu 5. Sími 223. Stúlka óskast í vetrarvist hálfan eða allan daginn. — Hátt kaup í boði. A. v. á. - Neytendur eiga sjálfir að ráðay hvert þeir beina viðskiptum sínum (Framhald af 1. síðu). F j árh agsráðs 1 ögu n,u m. Meiri- hluti ríkisstjórnarinnar vildi ekki fallast á tillögu Finns að öllu Heyti, en setti þær bráða- birgðareglur, sem viðskiptanefnd hefir auglýst. Enn er því ekki séð, hver niðurstaðan verður viðkom- andi því að úthluta innflutnings- leyfum eftir skiluðum skömmt- unarseðLum. — Hverjir eru aðalkostirnir við að tengja þannig saman iskönnntunarseðlana og innflutn- ingsleyfin? — I lögunum um Fjárhagsráð er ákveðið, að viðskiptanefnd veiti innflutningsleyfi til þeirra verzlana, sem selja ódýrast og fara bezt með gjaldeyrinn. Jafnframt er svo áikveðið, að kappkostað skuli, „að neytendur geti haft viðskipti þar, sem þeir telja sér hagkvæmast að verz!la.“ Eg efaist um að fundnar verði betri reglur til að fullnægja þess- um ákvæðum en þær, sem hér um ræðir. Með skömmtunarseðl- unurn afhendir viðskiptanefnd þá raunveruiega hverjum þjóðfé- lagsþegn þann gjaldevri, sem hún getur látið honum í té fvrir tilteknar vörur, og hann félur þeirri verzlun innkaupin, sem liann treystir bezt. Hafi hún ekki vöruna til, getur hann lagt seðil- inn inn hjá henni og falið henni að kaupa vöruna fyrir sig. Til þess að fyrirbyggja, að fyrirtæki séu misjafnlega sett vegna mis- jafnra vörubirgða í uppliafi, eru veitt fyrirframleyfi, eins og áður er skýrt frá. Yrði þetta fyrir- ikomulag tekið upp, myndu þær verzllanir fljótlega fá mest af skömmtunarseðlium og þá jafn- framt mest viðskipti, er fólkið finnur að veita því bezt kjör fvrir þann takntarkaða gjaldeyri, sem hægt er að veita því til umræddra vörukaupa. — Hafa ekki komið fram fleiri tillögur, sem ganga í þá átt að tryggja rétt neytendanna? — Þær hafa ekki verið lagðar fram í Fjárhagsráði. Það skal tek- ið fram, að eg vil engan veginn halda því fram ,aðkki megi finna inhverja galla á tillögum okkar Sigtryggs og ekki megi endur- bæu þær. En eg hygg líka, að ■seint verði fundnar þær reglur, sem ekki megi benda á að hafi einhverja galla, svo stórfelldra innflutningshamla, sem nauðsyn- legt verður að grípa til. — Hvers vegna hefir enn ekki komið neinn rökstuðningur frá Fjárhagsráði fyrir nauðsyn þess- ara ráðstafana? — Eins og eg sagði áðan, hefir það verið starf ráðsins öðrum þræði að kynna sér, hvernig kom- ið er. Það hefir verið rætt um, að Fjárhagsráð í heild gæfi út skýrslu um fjárhagsástandið, enda auðsætt, að jrjóðin á heimt ingu á að fá að vita, hvers vegna umræddar ráðstafanir eru gerð- ar, sem bæði valda mikilli rösikun og miklum óþægindum. En Fjár- hagsráð hefir ekki viljaðgefa jressa skýnslu fyrr en ömggt sé, að upplýsingar þær, sem það byggir á, séu réttar, en alltaf hefir eitt- hvað nýtt verið að koma í dags- ljósið. í annan stað hafa ýmsir Fjárhagsráðsmenn talið óheppi- legt að gefa skýrslu um ástandið, vegna þess, hyað það er alvarlegt, áður en þær skömmtunarráðstaf- anir, sem nú hafa verið ákveðnar, væru komnar til framkvæmda. — Er þá ekki skýrsla Fjárhags- ráðs væntanleg næistu daga? — Eg tel það líklegt að svo verði, ef sikýnslan verður gefin út sameiginlega af Fjárhagsráði, eða þá að einstakir Fjárhagsráðs- menn gefa hana út.Þaðerekkiað- eins skoðun mín, að þjóðin hafi rétt á að fá þessar upplýsingar, heldur er það trú mín, aðsé þjóð- inni sagt satt og rétt frá því, hveníig komið er, þá miuni hún fúslega sætta sig við umræddar ráðstafanir og hjálpa til að fram- kvæma þær. Án slikrar þátttöku hennar, geta þeir, sem eru að beitast fyrir þessum ráðstöfunum af illri nauðsyn, litlu eða engu áorkað. — Hvernig ganga annars störf- in í Fjárhagsráði? — Um það er lítt hægt að segja eða spá að sinni. í lögum um Fjárhagsráð er ákveðið að skjóta megi ágreiningi til úrskurðar rík- isstjórnarinnar og hefir það nú þegar verið gert, eins og áður er sagt. Þetta getur orðið tafsöm vinnuaðferð og gert Fjárhagsráð lítt starfhæft. En þótt störf Fjár- hagsráðs takist sæmilega — og það gott mun alltaf hljótast af starfi þess, að þjóðin fær að vita, hvar hún er stödd — er eitt víst. Það fer alveg eftir því samstarfi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna á Alþingi, hvort það tekst að gera þær ráð- stafanir, sem eru nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna og fjárhagslegt öngþveiti út á við og inn á við. Og eg vil bæta því við að lokum, að eg tel framtíð þjóðarinnar í stórkostlegri hættu, ef ríkis- ■stjórnin lætur verða nokkra bið á afgreiðslu þessara mála. INNILEGA R ÞAKKIR sendi ég öllum, sem á sjötugs- ifmadi rnínu, 22. þ. m., sendu mér skeyti, blóm og aðrar gjafir. Guð gefi ykkur hamingjusama frarntið. Akureyri, 23. ágiist 1947. SVANHILDUR JÖRUNDSDÓTTIR. Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur hlýju og sam- úð við andlát og jarðarför elsku drengsins okkar, JÚLÍUSAR FOSSBERG ÁRNASONAR. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarkonum á Kristneshæli, sem léttu honum leguna eftir bezta megni. — Guð blessi ykkur öll. Foreldrar og systkini. iiimiiiniMimimi immiiiiiiiiiiiHimimiii |SÖLUSKÁLINN I við Geislagötu opnar 1. september. Selur og kaupir notaðan fatnað og húsgögn o. fl. — Hafið þið eitthvað að selja, hringið í síma 431 — 427 — 372. Við sækjum hlutina heim. Söluskálinn, Geislagötu. immmmmmimmmmmmmmm iiimmmmi m m 11111111111111111 m iiiiiiiniMi* Nýkomin Herraf öt (svissnesk) Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeildin AÐALFUNDUR Byggingafélags Akureyrar verður haldinn á Hótel Norðurlandi, föstudaginn 29. þ. m„ ikl. 8.30 e. h. FUNDAREFNl: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál, er fram kunna að koma á fundinum. Akureyri, 26. ágúst 1947. Félagsstjóminr Bifreiðastjórar! Bifreiðaeigendur! Seljum framvegis ESSO-benzín, ESSO-bifreiðaolíur, allar þykktir. Athygli þeirra, sem eiga landbúnaðarvélar, skal vakin á því, að við afgreiðum á ílát, samkvæmt fyrirmælum Skömmtunar- skrifstofu ríkisins. Opið frá kl. 7—23 alla virka daga. Reynið viðskiptin! NÝJA BÍLASTÖÐtN við Strandgötu. Húsmæðraskóli Akureyrar verður settur mánudaginn 1. september, kl. 2 eftir hádegi. Skólastjórinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.