Dagur - 27.08.1947, Blaðsíða 6

Dagur - 27.08.1947, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudagur 27. ágúst 1947 ('................;.... " " CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN c 34. dagur -------'J (Framhald) „Eg hef ekki verið heima. Hvernig gengur með söguna?“ „Niú er það leikrit.“ „Nú já.“ „Hvernig liafið þér haft það?“ „Ágætt! Prýðilegt!“ „Þér lítið vel út,“ sagði hann, og það var aðdáun í augnaráðinu. „Já, eg er hraust og glöð.“ „Gott.“ Nú var umræðuefnið á þrotum — eða svo til. „Þér lítið alveg prýðlega út,“ sagði hann svo. Hún var rétt komin að því að endurtaka, að sér liði ágætlega o. s. frv., en henni fannst Jaað of heimskulegt. - Til allrar hamingju — eða óhamingju — kom Bobbie lilaupandi og bað um að fá að klifra upp í tré. „Nei, alls ekki,“ sagði Claudía. „Nú, hvers vegna ekki?“ „Af því að þú getur meitt þig.“ Svo ýtti hún honum af stað og sagði honum að fara inn til Berthu. Bobbie var tregur, en fór þó. Hann hnerraði öll ósköp á leiðinni. „Hamingjan hjálpi mér,“ hugsaði hún, „hann er þó ekki að fá kvef.“ „Heldur ótútlega lítill kubbur," sagði nú Seymoure, „er ekki heldur leiðinlegt að standa í svona stússi?“ Claudía varð nú kúldaleg. „I hverju?“ spurði hún. „Ja, egmeina, það er fallega gert af yður að skipta yður af þess- um litlu grislingum.“ „Já, mjög fallega gert,“ sagði hún hæðnislega. „Á hún þetta líka?“ spurði hann og benti í áttina til barna- vagnsins. „Hún, hver?“ „Hún þama ráðskonan yðar eða vinnustúlkan, þessi kringluleita, góðlega, sem oft er hérna úti við.“ „Nei,“ sagði Claudía, ákveðin, „eg á það." Hann hnyklaði brýrnar. „Þér eigið hvað?" „Eg á Jaau, bæði barnið í barnavagainum og strákinn, sem var hérna áðan.“ „Guð minn góður,“ sagði hann, „því á eg bágt með að trúa.“ „Nú, hvers vegna ekki?“ „Þér hljótið að hafa gift yður í Indflandi.“ Hún skildi ekki, hvað hann átti við. „Nei, í New York. Hvers vegna — lít eg út eins og Indverji?“ „Þér lítið út fyrir að vera sextán ára. Þér sögðuð mér aldrei, að þér ættuð börn.“ „Eg er tuttugu og þriggja. Þér spurðuð mig aldrei.“ „Þér sögðuð mér aldrei, að þér ættuð mann í fórum yðar, — ekki fyrr en hann birtist allt í einu." Hún roðnaði. „Já, það var mjög leiðinlegt — eg meina, að þér skylduð ekki hafa gert yður það ljóst.“ „Já, og það var leiðinlegt líka, að hann skyldi koma. Já, annars, hvernig hefur hann það núna?“ „Hann? Ágætt. Hann fer til Californíu á morgun." Hún sagði þetta, af því að það var efst í huga hennar, en eftir á hefði hún getað gefið sjálfri sér löðrung. „Stórfínt!" hrópaði Seymoure bg hló hástöfum. „Kæra Claudía, þér eruð alveg ágætar! Nú eruð þér komnar með mig alveg á sama stað og síðast.“ Hún gat ekki annað erí tekið eftir aðdáuninni í röddinni og ajugnaráðiniu, og hún gat ekki að því bert, að það fór heitur straum- ur um hana alla. Hún hafði haldið, að þegar kona hefði eignazt tvö börn, væri úti um fegurðina og aðdráttaraflið, en ekki var svo að sjá á Seymoure. Claudía mundi, að kvöldið góða, þegar hún hafði borðað með honum, hafði hann sagt, að hann ætlaði eigin- lega ekki að giftast, en ef svo færi, myndi hann hafa það eins og Benjamín Franklín, giftast ekkju. Hún hafði spurt hvers vegna, en hún hafði ekki skilið skýringuna, sem liann hafði gefið. „Viljið þér líta á litla barnið?“ spurði hún í flýti. „Nei, eiginlega ekki,“ sagði hann hreinskilnislega. ,,Þarf eg Jress?“ „Nei, auðvitað ekki,“ sagði hún, „en strákurinn er fallegur, svo að Jrér ifarið á mis við heilmikið.“ „Já, mér þy.kir ekki undirlegt, að hann sé fallegur." Glaudía roðnaði. „Nú verð eg víst að fara,“ sagði hun. „Nei, blessaðar farið þér ekki!“ Skugga brá yfir dökkt en óneitan- lega fallegt andlitið. En svo brosti hann, og Claudía mundi brosið; J)á birti svo skemmtilega yfir augunum. „Segið mér eitthvað um yður sjálfa,“ bað hann. „Hefur nokkuð markvert komið fyrir yður á þessu ári?“ (Framhald) 'TVÝJA BÍÓ Nœsta rnynd: TÁLGATA (SCARLET STREET) Áhrifamikil stórmynd frá Uviversal Pictures. Leikstjóri: Fritz Lartg. Aðalhlutverk: EDWARD G. ROBINSON JOAN BENNET DAN DURYEA Nýkomið: Jakkafóður Ermafóður Hárdúkur Miliifóður Kaupfél. Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. ölMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMtMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMIMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMM. Léreffsfuskur hreinar og heillegar, kaupum vér ávalt mjög háu verði Prentverk Odds Björnssonar h. f. 1 Býlið MELAR Tilkynning frá Fjárhagsráði til iðnfyrirtækja, sem nota skammtaðar bygg- ingavörur. Þau iðnfyrirtæki, sem nota trjávið, sement, steypustyrktar- járn, krossvið, þilplötur eða einangrunarplötur við fram- leiðslu sína, skulu senda Fjárhagsráði umsókn um innkaupa- heimíld fyrir þessum vörum sem fyrst. í umsókninni skal tilfæra væntanlega þörf fyrirtækisins á timabilinu 15. ágúst til 31. des. 1947, sundurliðaða skrá yfir innflutning og innkaup á tímabilinu 1. jan. til 14. ágúst 1947 og einnig á árinu 1946. Fvrirtækin eru beðin að hafa umsókn þessa sem nákvæm- asta og ýtarlegasta, þannig að afgreiðsla ekki tefjist vegna ónógra eða vantandi upplýsinga. við Akureyri er til sölu og laust til ábúðar um mánaðamót september—október, ef viðunanlegt tilboð fæst. Skrifleg tilboð óskast lögð inn á afgr. Dags, merkt „Melar“, fyr- ir 1. september n. k. Kristján Halldórsson. Rafmagnsofnar íslenzkir og útlendir frá kr. 75.00-314.60. Kaupfélag Eyfirðinga Jám- og glervörudeild. Mótorhjól, Royal Enfield, til sölu. — Upplýsingar gefur Ólafur Jónsson, mjólkurflutninga- bflstjóri, Hólum, Saurbæjar- hreppi. Eldsmiðjur nýkomnar Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. Rauð kvenpeysa, sem ný, fundin í Vaglalandi. Geymd á a:fgr. Dags. Reykjavík, 13. ágúst 1947. Fjárhagsróð. Tilkynning frá Síldarverksmiðjum ríkisins um verð á síldarmjöli Ákveðið hefir verið, að verð á 1. flokks síldarmjöli á inn- lendurn markaði verði krónur 82.57 per 100 kíló fob. verk- smiðjuhöfn, ef mjölð er greitt og tekið yfrir 15. september næstkomandi. Sé mjölið ekki greitt og tekið fyrir þann tíma, bætast vextir og brunatryggingarkostnaður við mjölverðið; sé mjölið hins vegar greitt fyrir 15. september, en ekki tekið fyrir þann tíma, þá bætist aðeins brunatryggingarkostnaður við. Allt mjöl verður að vera pantað fyrir 30. september og greitt að íullu fyrir 1. nóvember næstkomandi. Pantanir ósk- ast sendar oss sem fyrst. Siglufirði, 9. ágúst 1947. Síldarverksmiðjur ríkisins. I ........-..- ■ ■ ■ I ^*^*^*-*-* ****•*•*■*•*■*■•■?• r-r-r-e-r-r-r r-r-e-r-e-e-r-r-e-r-r e 1 f j IÐUNNAR skár endast bezt! Þess vegna ódýrasti skófatnaðurinn, sem fáanlegur er. Gangiðílðunnarskóm. Skínnaverksmiðjan Iðunn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.