Dagur - 01.10.1947, Blaðsíða 4
4
Miðvikudagiir 1. október 1947
DA6UR
Spádómur um afrek
IjAÐ ER ekki ófróðlegt að rifja nú upp þau orð
Einars Olgeirssonar, er hann mælti við „þjóð
sína“ í útvarpsumræðum þeim, er fram fóru um
það bil er ,,nýsköpunar“-stjórnin sagði af sér og
núverandi ríkisstjórn tók við völdum. „Þessi
stjórn,“ sagði Einar, „mun lifa lengi á afrekum
fyrrverandi stjórnar." Þannig var tónninn ennþá
í febrúar 1947 .fjárhagurinn með blóma og at-
vinnulífið glæsilegt, að sögn þeirra, er eigna sér
„heiðurinn“ af nýsköpuninni. Enda voru þá ekki
liðnir ýkja margir mánuðir frá kosningunum, er
stjórnarflokkarnir fyrrverandi sóttust eftir um-
lx)ði þjóðainnar til þess að halda áfram á þeirri
braut, sem gengin hafði verið í fjárhags- og gjald-
eyrismálum frá því um hauStið 1944, er kommún-
istum var í fyrsta sinn boðið til sætis í stjórnarráð-
inu. Og ekki var trútt um það, að fleiri en komm-
únistar ávörpuðu þjóðina þá í þessum dúr. Menn
minnast og þeirra orða forsætisráðherrans fyrr-
verandi, að aldrei hefði verið bjartara framundan
fyrir þjóðina en á öndverðu þessu ári og gjaldeyr-
istekjurnar mundu verða 600 milljónir, kannske
800 milljónir, á þessu ári. •
IjJÓÐIN hefir nú fengið áþreifanlegar sannanir
* fyrir því hvers ikonar spámenn það voru, sem
komu fram fyrirhana í þessum útvarpsumræðum.
Fjárhagsráð hefir birt skýrslu sína um ástandið,
sjávarútvegsmálaráðherrann hefir flutt glöggt yf-
irlit um horfurnar í gjaldeyrismálunum og mark-
aðsmöguleikana og sýnt fram á, hversu allt tal um
600 eða 800 milljónir í erlendum gjaldeyri sé úr
lausu lofti gripið. Þjóðin verður að horfast í augu
við þá staðreynd, að gjaldeyristekjurnar komast
ekkert nálægt skýjaborgum Ólafs Thors og nú
verður ekki lengur um það deilt, að hinir erlendu
gjaldeyrissjóðir eru búnir og framleiðslan verður
í framtíðinni að skapa þjóðinni aðstöðu til menn-
ingarlífs í landinu. Nú eru þeir tímar og liðnir,
að það tjói fyrir blöð Sjálfstæðisf lokksins að birta
heilsíðugreinar til þess að sanna það, að sparlega
og skynsamlega hafi verið farið með gjaldeyris-
sjóði landsmanna á liðnum árum og allar upplýs-
ingar Framsóknarblaðanna um það efni hafi ver-
ið rógur vondra manna. Jafnvel hinar síendur-
teknu tilvitnanir í togarakaupin duga ekki lengur
í þessum rökræðum. Togararnir kosta ekki nema
lítinn hluta þess fjár, sem eyðst hefir. Það er anu-
ar innflutningur,*sem hefir hirt bróðurpartinn.
F’N ÞÓTT blöð Sjálfstæðisflokksins hafi nú að
^ mestu látið af því, að dásama ,,afrek“ fyrrver-
andi stjórnar og hin ,,'happasælu“ verk hennar er
engan slíkan bilbug' að linna á kommúnistum.
Þeir halda áfram að harma það, að þjóðin skuli
vera snúin af eyðslubraut fyrrverandi ríkisstjórn-
ar. Þeirra boðskapur virðist vera sá, að við getum
haldið áfram að eyða og spenna eins og okkur lyst-
ir, láta dýrtíðina leika lausum hala um ófyrirsjá-
anlega framtíð, aðeins ef við viljum láta svo lítið
að tengja allan þjóðarbúskap okkar við hagkerfi
Sovét-Rússlands og þeirra landsvæða, er það nú
ræður yfir í Austur-Evrópu. Þessar kenningar
kommúnista eru svo fráleitar, að þeim fer sífellt
fækkandi, sem fást til þess að taka þæj alvarlega.
Fundahöld þeirra að undanförnu og hin síminnk-
andi aðsókn landsmanna sýnir glögglega hvernig
þjóðin er að snúast við hinni nýju sókn kommún-
ista. Þetta eru gleðileg afturbatamerki í þjóðlíf-
Hversdagslegar slóðir.
ISÍÐASTA þætti*dvöldum við nokk-
uð við öræfafegurðina og víst væri
freistandi að halda áfram á þeirri leið
því að ekki er fegurðin minnzt nú, eft-
ir að þunna snjóblæju hefir lagt yfir
tinda og hlíðar. Okkur eru raunar allir
vegir færir ennþá, þótt stundum sé
grátt niður undir sjó. Þjóðbrautin er
þægileg yfirferðar á þessum árstíma
og örskammt til fagurra og sérkenni-
legra staða. En því miður gefst ekki
tóm til þess að dvelja við þá í þetta
sinn. Hversdagslegri verkefni kalla að.
— Hér á borðinu hjá mér liggja all-
mörg bréf frá bæjarmönnum og öðr-
um lesendum. Við skulum líta yfir þau
og sjá hvað það er, sem helzt ángrar
samborgarana um þessar mundir.
Hér er þá fyrst bréf frá útvarps-
hlustanda. Hann er sárgramur yfir út-
varpstruflunum á Oddeyrinni (þær
munu nú víst vera slæmar víðar en
þar) og stingur upp á því, að Oddeyr-
ingar láti innsigla útvarpstæki sín í
eitt ár til þess að vita hvort slíkt fram-
tak af þeirra hálfu gæti ekki orðið til
þess að ráðamenn útvarpsins og raf-
veitunnar rumskuðu ofurlítið. Ekki er
óhugsandi, að þeir mundu sakna þessa
álitlega gjaldendahóps. Oddeyringur-
inn heldur því fram, að mönnum væri
engin vorkunn að loka fyrir dag-
skrána, hún sé svo léleg nú orðið, að
naumast sé hlustandi á nokkurt efni,
jafnvel þótt heyrist sæmilega í tækj-
unum fyrir truflimum. Og svo hafi
menn Dag og fleiri ágæt blöð til þess
að líta í skammdeginu!
Það er mikið rétt hjá þessum ágæta
Oddeyring, að blöðin eru dáindisgott
lesefni, sem fæstir vilja nú orðið vera
án. Hins vegar finnst mér hann samt
taka full djúpt í árinni, er hann leggur
til að menn láti innsigla tæki sín og
geri þannig verkfall hjá útvarpinu.
Reynandi væri, fyrst a. m. k., að
sækja fast réttarbætumar eftir öðrum
leiðum, og vita, hverju við fáum áork-
að. En það er satt, að útvarpstruflan-
irnar hér í bænum eru óþolandi og
verður að krefjast þess af ráðamönn-
um útvarpsins og rafveitunnar, að
þeir láti til skarar skríða gegn þessum
ófögnuði og það strax.
Athafnir betri en nöldur.
Heilbrigðisfulltrúinn
okkar vill að þeir bæjarmenn,
sem verða varir við rottugang nú eft-
ir brezku herleiðinguna, sem átti að
tortíma öllum rottum, geri honum að-
vart, svo að hægt verði að halda áfram
við að útrýma vargnum. Hann telur
gott að menn riti blöðunum bréf um
vágestinn, en betra ef þeir tilkynna
þá líka til hans hvar rottumar einkum
halda sig, svo að eitthvað verði meira
gert í málinu en að nöldra í dálkum
bæjarblaðanna. Þetta er mikið rétt hjá
þeim ágæta manni og eg. tek undir
þessa ósk hans.
Ófögur slóð.
A NNAR bæjarmaður lætur í ljósi
ánægju sína yfir því, áð ösku-
hreinsunin gangi nú betur en áður, en
honum finnst ljóður á ráði þeirra
starfsmanna bæjarins, sem hreinsun-
ina annast, að þeir gangi ekki eins vel
um, er þeir hreinsa úr tunnum og döil-
um, og æskilegt væri. Segist hafa get-
að rakið slóð þeirra kippkom frá hús-
inu sínu nú í vikunna og hún hafi ekki
verið falleg slóðin sú. Eg beini þessu
til þessara góðu manna og er viss um,
að satt er, að slóðin hafi verið ljót.
Óboðinn gestur.
fT'INN ágætur borgari ræðir um
fuglalífið hér í friðlendum bæj-
arins og lýsir ánægju sinni yfir því, að
skyttumar verða að leita út fyrir bæj-
arlandið. En hann bendir á, að friðun-
in hafi haft nokkuð í för með sér, sem
sé sízt heilsusamlegra fyrir fuglalífið
en skyttumar góðu, en það er svart-
bakurinn, hinn mesti vargur og vágest-
ur. Hann telur að svartbakur sæki
hingað nú mun meira en áður í skjóli
friðunarinnar og eyði öndum og æðar-
fugli í stórum stíl. Segíst hafa séð þá
renna heilum ungum í sig nú í sumar',
enda beri minna á æðarfugli á Pollin-
um en oft áður. Svartbakurinn er rétt-
dræpur alls staðar samkvæmt lands-
lögum, ætti hann að vera það einnig
hér. Ekki þannig að hver og einn geti
farið um friðlandið með þeim forsend-
um að hann sé að skjóta svartbak,
heldur sendi bæjaryfirvöldin sérstaka
menn á vettvang til þess að eyða
vargnum. Eg beini þessu til fugla-
fræðinga bæjarins. Eg hefi sjálfur séð
svartbaka marga hér í nágrenni bæjar-
ins og get vel ímyndað mér, að þeir
séu allt annað en ákjósanlegir gestir.
Veski
hefur tapast á leiðinni frá sam-
komuhús bæjarnis að Aðalstr.
10, merkt: Jón Kr. Björnsson.
Góð fundarlaun. — Skilist á
afgreiðslu blaðsins.
inu. Reynslan síðustu árin sýnir
hvernig farnast, þar sem þeir
hafa mannaforráð og völd.
rNGINN vafi er á því, að
kommúnistar munu gera sitt
til þess að spilla fyrir því, að hin-
ar nýju ráðstafanir, sem nú er
verið að gera til þess að spara
gjaldeyri og takmarka neyzlu,
komi að gagni. Þeir hafa til þessa
reynt að ófrægja hverja viðleitni
ríkisvaldsins til þess að rétta við
úr efnahagskútnum. Að þeirra
dómi á ekki að stemma á að ósi,
ekki að ráðast gegn dýrtíðinni og
óhóflegri eyðslu, heldur halda
áfram eirthverri þokukenndri
„nýsköpun", sem e.kki hvílir á
neinum jarðföstum grunni. Svo
langt gengur óskammfeilnin, að
þeir halda uppi í blöðum sínum
áróðri gegn ríkisstjórninni fyrir
aðgerðir, sem runnar eru beint
undan rifjum fyrrverandi stjórn-
.ar, þar sem þeir sjálfir voru
valdamesti aðilinn. Nýlega býsn-
ast Þjóðviljinn t. d. yfir því, að
miklu fé hefði verið varið ti!
bílakaupa og mikinn erlendan
gjalde>yri mundi þurfa til þess að
kaupa benzín og varahluti í allar
þessar bifreiðar. Um hitt gat
hann ekki, að nær allur bílainn-
flutningurinn er verk fyrrver-
andi stjórnar og hefðu þeir herr-
ar mátt fá áhyggjur af gjaldeyris-
eyðslunni vegna bifreiðanna fyrr.
Þannig er áróður kommúnist-
anna um þessar mundir, og má
með sanni segja, að hann sé í
senn lítilmannlegur og heimsku-
legur. — Þess er nú að vænta, að
allir ábyrgir þegnar, hvar í flakki
sem þeir standa, geri sitt ítrasta
til þess að þær aðgerðir, sem nú
er verið að framkvæma, fari sem
bezt úr hendi og komi sem rétt-
látast niður. „Afrek fyrrverandi
stjórnar", sem Einar Olgeirsson
nefnir svo, koma nú berlega í
ljós. Öll þjóðin verður að taka af-
leiðingum þeirra af einurð og
þegnskap, og hefja raunhæft end-
urreisnarstarf hvarvetna, þar sem
því verður við komið.
pYRlR nokikru var hér í dálkunum bent á for-
dæmi danskra kvenna, sem stofnuðu með sér
svonefnt neytendaráð og kröfðust viðurkenning-
ar ríkisvaldsins á réttmæti þess, að konur væru
hafðar með í ráðum er ríkisvaldið setur heimilun-
um nýjar skömmtunarreglur, áætlar þörf þeirra
fyrir einstakar nauðsynjavörur, setur verðlagseft-
irlit o. s. frv. Á það var þá hent hér, að ekki hefði
íslenzka ríkisvaldið séð ástæðu til þess að leita
ráða húsmæðra landsins í hinum nýju innflutn-
ingsvandræðum, né heldur hefðu konurnar ósk-
að eftir því, að þær fengju hlutdeild í stjórn þess-
ara mála.
*
j^Ú HAFA konur kvatt sér hljóðs, einmitt um
þessi málefni og þykir mér hlýða að greina frá
hér. í sl. viku var haldinn almennur ikvennafund-
ur í höfuðstaðnum að tilhlutun Bandalags kvenna
og þar voru einmitt þessi mál rædd. Fundurinn
gerði nokkrar áfyktanir, sem eru athyglisverðar,
þar á meðal þessar:
Heimilin og inniflutningurinn.
Þrátt fyrir endurteknar áskoranir undanfarin
ár frá kvenfélögum og kvenfélagasamböndum
landsins um að fá fluttar inn heimilisvélar til þess
að létta störf á heimilunum, hafa þeir, sem ráð-
stafað hafa gjaldeyrinum þessi ár, lítið sinnt því.
Þess vegna lýsir fundurinn óánægju sinni yfir
ráðstöfunum gjaldeyris, að því er nauðsynjum
heimilanna viðkemur í þessu efni.
Auk þess er nú svo komið, að um langan tíma
hefir ekki fengist efni í fatnað á ungbörn né al-
mennan vinnufatnað handa konum og sængur-
fatnað. Ennfremur sikortir tilfinnanlega diska og
bollapör til almennrar notkunar — þótt ekki hafi
skort dýran krystall og postulínsvarning.
Eins og málum er nú komið, fer fundurinn
ekki fram á, að annað sé flutt til landsins en það,
sem brýnust þörf er á, svo sem efni í föt á ung-
börn og til rúmfatnaðar, og nauðsynlegustu bú»-
áhöld.
Skorar fundurinn á Fjárhagsráð að afla þessa
varnings næst á eftir nauðsynlegustu matvörum
og því, er nauðsynlega þarf til útgerðar.
Ennfremur lýsir fundurinn sig algerlega iriót-
fallinn erlendum lántökum og vill styðja alla
skynsamega viðleitni til sparnaðar, svo að landið
geti haldið áfram að vera efnalega sjálfstætt.
Áskorun til ríkisstjóraarinnar.
Fundurinn telur það mjög misráðið, að konur
skuli eigi hafa verið kvaddar til samstarfs við
karla unr innflutnings- og gjaldeyrisverzlun lands-
ins, né um vöruskömmtun, og skorar því á ríkis-
stjórnina, að kveðja konur sem fyrst til starfa og
íhlutunar um þessi mál og nota sér þannig þá
þekkingu, sem konur hafa á þörfum heimilanna.
*
IZONURNAR hafa hér drepið á málefni, sem
eru áberandi í þjóðfélaginu, þótt ekki hafi
verið í hámæli. Það, sem sagt er um innflutnings-
málin, — fullar hillur af kristalls- og postulínsvör-
ur, en engir diskar né bollapör — er ófögur lýsing
á ráðsmennskunni á gjaldeyri þjóðarinnar og hin-
um týndu fjársjóðum hennar. Er gott að ikonurn-
ar kveðja sér til hljóðs um þessi efni nú og mun
margur hafa lagt eyru við orðum þeirra .En betra
hefði það samt verið, ef konur hefðu tekið af skar-
ið í þessum málum öllum löngu fyrr, á meðan enn
var gjaldeyrir til ráðstöfunar og „nýsköpunin" {
„blóma". Hefði þá e. t. v. mátt bjarga einhverju
frá glötun. En hvað því líður, her að fagna þessu
framtaki kvenna og vænta þess, að það beri ein-
hvern árangur, þótt seint sé. Konur verða að
halda áfram að láta iþessi mál til sín taka unz
stjórnarvöldunum skilzt, að það er ekki hægt að
sniðganga þær þegar málefni heimilanna eru
rædd. P„