Dagur - 01.10.1947, Page 5

Dagur - 01.10.1947, Page 5
Miðvikudagur 1. október 1947 DAGUR 5 Skáldið jónas Guðlaugsson, 60 ára minning Jónas Guðlaugsson fæddist ár- ið 1887 að Staðarhrauni við Breiðafjörð, þar sem faðir hans var sóknarprestur. Hann ólst upp, ásamt mörgum systkinum, í íslenzku prestsetri í gömlum stíl. Það líf var stundum fábreytt og erfitt, en lestur fornra sagna og skáldskapar hefir varpað róman- tískum ljóma yfir heimilið. Það eru þessir fornu 'helgidómar, sem hafa endurnært þjóðlíf íslend- inga í gegnum aldimar, allt frarn til þessa dags. Jónas Guðlaugsson þekkti þennan sérstæða heim og hann lifði og hrærðist í honum. í huga hans sló ljóma yfir afrek forfeðranna og hann var stoltur at þeim, skáldið í brjósti hans lék sér að þessum myndum og gerði þær lifandi og máttugar. Löngum stunduní gat hann varið til þess að kveða hin nær endalausu íslenzku kvæði, með sama einfalda hljómfallinu, sem stundum hljóma eins og tilbreyt ingarlaust eintal, en hefja sig síðan upp í ofsa og hrifningu er einhver af hinum fornu sögu- hetjum drýgir sína frægustu dáð eða mætir harmsögulegum dauð daga. Hann sló taktinn með fæt- inum og sveigði líkamann eftir hljóðfallinu, eins og í frumstæðu algleymi. Á þessum stundum hef- ir hann sjálfsagt minnzt hinna löngu vetrarkvölda heima prestssetrinu, þar sem presturinn og heimafólk hans söfnuðust saman í baðstofunni við hin dag- legu störf og hlýddu á sögur eða kváðu rímur. Enginn íslending ur, sem hefir sótt yfir hafið, hefir verið traustar bundinn heima- landi sínu, sögu þess, skáldskap og sögnum, en Jónas Guðlaugs- son. Naumast hefir nokkur ann- ar Islendingur á síðari árum minnt eins sterkt á hin fomu skáld og hann. Og útlit og ásjóna hans sjálfs hafa sjálfsagt minnt á þau sérstæðu náttúruskáld, sem fyrr á tíð yfirgáfu feðraslóð og gátu sér mikið orð hjá kon- ungum og höfðingjum erlendra þjóða, fyrir að kveða um hetju- dáðir og syngja fósturjörðinni óð. * Eg skal reyna að bregða upp mynd af Jónasi, eins og eg minn- ist hans frá æskuárum okkar, æskuárunum, sem hann fékk þó naumast tækifæri til að lifa til enda. Ennið var hátt og hvelft og minnti á strengdan boga, hárið var bjart og brá á það rauðri slikju, oftast var það úfið eins og stormur léki um það. Augunum er erfitt að lýsa. Augabrúnirnar voru mjög boga- dregnar og augun starandi og lýstu allaljafna undrun yfir því, sem fyrir þau bar. Liturinn var ljósblár, oftast sveipaður þunnri slæðu, eins og fjarlægur, blár himinn. Og þegar hugur hans var altekinn af einhverju við- fangsefni, varð augnaráðið fjar- lægt, næstum eins og svefnhöfgi væri að síga yfir hana. Kinnarnar voru kúptar og mjúkar og minntu á ungmeyjarvanga. En göfugra og karlmannlegra skap- Eftir HARRY SOIBERG Hinn 27. september voru 60 ár liðin frá fæðingu Jónasar skálds Guðlaugssonar, sem lézt í Danmörku í apríl 1916, ekki fullra 30 ára gamall. Danska skáldið Harry Söiberg var vinur Jónasar og þekkti hann vel. fíann hefur fyrir nokkru lýst honum og skáldskap hans í grein í danska blaðinu „Politiken“, og birtist hún hér í lauslegri þýðingu. lyndi hefi eg ekki þekkt hjá nokkrum manni. Hið einkennilega við hið stutta líf Jónasar Guðlaugssonar er, að á tæpum 30 árum, sem honum auðnaðist að lifa, fékk hann að reyna svo margt og lifa svo mikið, að hann átti þroska sjötugs manns. Hann sagði mér einu sinni frá því, að þegar hann fór fyrst til útlanda, kom skipið við í írskri höfn. Þar spáði gömul spákerling fyrir honum, að hann ætti að deyja ungur, en að hann mundi ávinna sér heiðurssess í því landi, sem hann ferðaðist til, eigi minni en í heimalandinu. Örlagatrúin hefir sjálfsagt verið rík í brjósti þessa aðdáanda ‘hinna fornu íslenziku skálda, sem héldu út í heiminn, fullvissir um þau örlög, sem biðu þeirra. Jónas þroskaðist snemma. Að- eins 16 ára gamall varð hann ræðuskörungur og stjórnmála- maður fyrir Landvarnarflokk- inn, sem litlu síðar fékk honum ritstjórn blaðsins ,,Valurinn“. Það segir sína sögu um tilhneig- ingar Jónasar og hæfileika, að honum skyldi fengið slíkt stai'f þegar á unglingsárunum. Árið 1905, er hann var 19 ára, kom hann fyrst fram sem Ijóða-- skáld og síðan komu frá honum þrjú kvæðasöfn, með stuttu milli- bili. Þessi ljóð sýndu strax hvert efni bjó í honum og þegar voru bundnar iniklar vonir við nafn hans. Á 21. aldursári siglir hann síð- an til Danmerkur og hér í Dan- möiiku dvelur hann til dauða- dags. Eerðaðist þó um stund til Noregs og Þýzkalands og eitt sinn heim til ættlandsins. Það var undarlegt, að hann var sendur út hingað sem einhvers konar landbúnaðarráðunautur, þótt tæpast muni hann hafa haft mikinn áhuga fyrir svo sérfræði- legu starfi. En það var um þessar mundir, sem eg kynntist honum, ásamt öðrum stórgáfuðum ís- lendingi, Jóhanni Sigurjónssyni, sem hingað var kominn til þess að nema til dýralæknis. Það virð- ist svo, sem mikil áherzla hafi verið lögð á framfarir í íslenzk- um landbúnaði, fyrst tveir svo sérkennilegir gáfumenn voru sendir út af örkinni til þess að kynnast framförum Dana. En naumast hefir verið hægt að fá þessum ungu mönnum verkefni að vinna, sem lágu fjær þeim. Skáldskaparæðin var svo augljós og áberandi. Jóhann Sigurjónsson hafði þeg- ar ritað tvö af leikritum sínum, og annað þeirra, Bóndinn á Hrauni, hafði þegar verið tekið til meðferðar, á Konungslega leikhúsinu, en því miður var það aldrei sýnt opinberlega. Það var hið fyrsta íslenzka skáldverk, sem ritað var á dönsku. * Kaupmannahöfn var á þessum tíma ennþá fundarstaður fyrir Norðurlöndin, og sérstaklega fyr- ir norræn skáld og myndlistar- rnenn. Hin nýja, norska kynslóð ruddist fram á sjónarsviðið, í slóð þeirra Ibsens og Björnsons, sem lá út til evrópskrar frægðar. Munck og Hamsun höfðu þegar skilið eftir glögg spor í menning- arlífi Norðurlanda. Karsten, Wildenvey, Haukland, Henrik Lund, svo að einhverjir séu nefndir, áttu allir leið um Kaup- mannahöfn á þessum áruni og gistu kaffihús borgarinnar og listamannalíf. Það var í þessum tilfinninga- næma heimi, sem Jónas Guð- laugsson birtist allt í einu, og hér lifði hann þau æskuár, sem urðu örlagaríkust fyrir það framlag til íslenzkra og darnkra bókmennta, er frá hans hendi kom. Hann gifti sig um þessar mundir, gekk að eiga norska stúlku, Thorborg Schöjen, en hjónabandið varð skammvinnt þar sem það skorti efnalega undirstöðu. En í huga hans skilur það eftir djúp spor mannlegrar reynslu, þrátt fyrir hin ungu ár, og fögur og karl- mannleg kvæði hans frá þessum árum bera þess órækan vott: ÚR DAGBÓK JAMBOREE-FARA: Nokkrir dagar í boði brezkra skála Yfir Sundið. Þann 25. ágúst var haldið frá Port de Versalles, sem var dvalar- staður Jamboree-skáta í París. — Farangurinn var sendur á járn- brautarstöðina í tveimur vörubif- reiðum og fóru nokkrir skátar með til þess að gæta hans og koma honum á ákvörðunarstað. Eftir að hafa séð á bak pjönk- um sínum, var etin síðasta mál- tíðin á þessum ágæta griðastað, en síðan farið með neðanjarðar- braut til Rosney, en á þeirri stöð tókum við lest til Bologne. Far- angurinn var ekki fyrr ikominn á sinn stað í lestinni en hún hélt af stað. Lestin brunaði nú yfir skógivaxnar hæðir og frjósama akra, gegnum þorp og bæi, lerigra og lengra frá ævintýra- borginni miklu, París, lengra og lengra frá friðsama héraðinu Moisong, sem fóstrað hafði 44,000 skáta frá 42 þjóðum og veitt þeim af rausn meðan Jam- boree stóð yfir. , Við kveðjum Frakkland. með söknuði, en þó er hugurinn fullur tilhlökkunar, því að ný ævintýri bíða okkar í Englandi og auk þess erum við á leið heim. Um kl. 4 síðdegis komum við til Bologne. Skátasveitunum var Frá Frakklandi lá leið íslenzku skátanna til Englands, þar sem þeir dvöldu í tjaldbúðum í boði brezkra skáta og kynntust landi og lýð. Hér segir einn Jamboree faranna frá Akureyri, frá Bretum og Bretlandi skipað upp á stöðvarpallinn, með allan farangurinn, en síðan gengu tollverðirnir á röðina, opnuðu töskurnar og rusluðu til í þeim, lokuðu og þökkuðu fyrir. Síðan var gengið á skipsfjöl. Fatl- aðir burðarmenn aðstoðuðu okk- ur með farangurinn. Um kl. 5,30 e. h. hófst svo ferðin yfir sundið. Bologne og sundurskotnu húsin þar liurfu sjónum. Frakk- land kvaddi, en lifir þó í fögrum minningum í huga 88 íslenzkra skátadrengja, sem segja frá æv- intýrum sínum við varðeldana heima á Fróni. I „vöggu skátahreyfingarinnar". Hinum megin við sundið beið okkar nýtt land, sem nefnt hefir verið með réttu „vagga skáta- hreyfingarinnar". Við hlökkum til þess að hitta ensku skátana, sem reyndust svo rausnarlegir að bjóða þessum stóra íslenzka skátahóp til dvalar í landi sínu um óákveðinn tíma. Um kvöldið tókum við hrað- estina til London og á járnbraut arstöðinni þar drukkum við fyrstu bollana af þjóðardryikkn- um enska, teinu, sem gerði okk- ur á svipstundu hressa eftir langt og erfitt ferðalag. Tvær vörubifreiðir biðu okkar á járnbrautarstöðinni og í þeim var okkur ekið, ásamt öllum far- angrinum, til borgarinnar Maid stone, sem er um 40 rnílur frá höfuðborginni. Þangað komum við um miðnætti og voru þar fyr ir enskir skátar, sem buðu okkur til vistlegrar stofu í útileguskála sínum á staðnum. Aftur var drukkið te og etið í óhófi af enska brauðinu. Að máltíð lok inni gengu menn til rekkju, sum ir í skála þessum, en aðrir tjöldum, er reist höfðu verið fyr ir okkur. Enn var ekki hægt að segja að við hefðum séð neitt af Englandi, nerna þá helzt ljósa- dýrðina í borgunum. Allir vor- um við vaknaðir snemma um morguninn, enda þótt hverjum (Framhald á 8. síðu). Du st^ar der tavs, du staar der bieg Qg skont jeg er dig nær, du har ej Ord, du har ej Blik for den, der var dig kær. Jeg ser det klart, det er forbi med det, som engang var, og Höstens Storme fejer Væk hver dröm, som Hjertet bar. Jeg staar blot tavs og ser dig gaa halvt som í Dröm forbi, og dine Fodtrin blandes ind — i Höstens Melodi. Þetta sama ár háði hann bar- áttu sína til þess að ná valdi á hinu danska ritmáli. Hann gerði sér það fljótt Ijóst, að hann varð að rita á dönsku, ef honum átti að auðnast að vinna sér brauð með skáldskap sínum. Þó urðu kjcir hans erfið, allt til dauða- dags. F.n á 'þessum árum dreymdi hann stórhuga drauma æsku- mannsins um frægð og frama, langt út fyrir landamerki íslands og Danmerkur. * Eg minnist hinna fyrstu fálm- andi skrifa hans í óbundnu máli. Það var um vor úti á Friðriks- bergi og hann las fyrir mig. Hin brennandi skáldskaparþrá minnti á örn í búri, hljómur málsins klingdi í eyrum hans á meðan hann með höfði og hönd- um reyndi að finna hin réttu orð, sem gætu lýst því, sem inni fyrir bjó. En máltilfinningin kom furðulega snemma. Þegar tveim- ur árum eftir brottförina að íeiman kom út fyrsta kvæðasafn íans á dönsku, „Sange fra Nord- and''.^ Det Folk, der har mig fostret, har baaret store Drömme, har baaret stærke Tanker igennem Tidens Nat. De brænder, disse Drömme, de lyser, disse Tanker, og ægged’ mig at hæve en glemt og sjælden Skat. Þannig hefir hann tileinkunar- kvæðið í bókinni og þannig op- inberaði hann strax hin sterku og persónulegu séreinkenni sín. Þar á eftir komu ljóðasöfnin „Viddernes Poesi“ og „Sange frá de blaa Bjerge“. Nöfn bókanna ein sýna 'hvert hugurinn stefndi. Viðáttum nú allt í einu söngvara mitt á meðal okkar, sem var ís- lendingur, ekki aðeins að upp- runa, en íslenzkur allt í gegn, sem yrkir á danska tungu um víðáttu og blá fjöll við 'hina há- reistu Atlantshafsströnd heima- landsiiis. Skáldskapur hans verð- ur útvíkkun okkar eigin sjón- deildarhrings í dönskum skáld- skap, stórbrotnari náttúra, sem birtist í milli hinna lágvöxnu hæða og bleiku akra, sem á þess- um árum gáfu okkur dýrleg skáld á borð við Aakjær og Hol- stein. Aldrei gat hann slitið hugann fiá íslandi. Að lesa kvæði hans er eins og að líta yfir landið, Hann var sannarlega íslenzkt skáld á ganila vísu, langt fjarri fóstur- jarðarströndum, syngjandi um land sitt og þjóð, með svo djúp- um og hreimmiklum hljóm, að verk hans opinberuðu okkur skaplyndi og eðli íslenzku þjóð- arinnar til fulls í fyrsta sinn. (Fram'hald á 8. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.