Dagur - 01.10.1947, Page 8

Dagur - 01.10.1947, Page 8
8 Miðvikudagur 1. október 1947 I Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNLJÓTUR JÓNSSON, verður jarðsunginn laugardaginn 4. október, kll. 1 e. h., frá Akureyrarkirkju. Aðstandendur. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför nióður mlinnar, KARÓLÍNU GUÐBRANDSDÓTTUR. Anna Þ. Jendsóttir. Úr bæ oq' byggð I. O. D. F. - 1291038»/*. - KIRKJAN. — Vegna fjar- veru sóknarprestsins fellur messa nið- ui- á sunnudaginn kemur. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Saurbæ sunnudagimi 12. okt. kl. 1. — Möðruvöllum sama dag kl. 3 e. h. — Grund sunnudaginn 19. okt. kl. 1. Samskot til Naustaheimilisins. Frá Helga Ólafssyni kr. 150. Móttekið á afgreiðslu Dags. Ný íramhaldssaga hefst í næsta blaði í stað Claudíu, sem lauk í síðasta tbl. Dagur er 10 síður að þessu sinni. A 9. og 10. síðu eru auglýsignar frá Skömmtunarstjóra. Fólki er bent á að varðveita blaðið. Frk. Geidal, kristniboði, talar á samkomu í Zíon næstk. sunnudag kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Föstu- daginn 3. okt. kl. 8.30 e. 41.: Opinber samkoma. Kapteinn Driveklepp og Guðfinna Jóhannesdóttir syngja og spila. Sunnudaginn 5. okt. kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 2: Sunnudaga- skóli. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. Kapteinn Driveklepp og Guðfinna Jó- hannesdóttir stjórna. Allir hjartanlega velkomnir! Til barna og unglinga. Sunnudaga- skóli Fíladelfíusafnaðarins verður feettur sunnudaginn 5. október kl. 1.30 e. h. í Verzlunarmannahúsinu, Gránu- félagsgötu 9 (á neðri hæð). Öll börn hjartanlega velkomin. Saumatundir fyrir ungar stúlkur byrja miðvikudaginn 8. október kl. 8 e h. í Verzlunarmannahúsinu. Allar etúlkur 7 ára og eldri hjartanlega vel- komnar. Fíladelfía. . .Bridgefélaé Akureyrar hefir hafið starfsemi sína, og verða spilafundir framvegis á þriðjudagskvöldum á Gildaskála KEA. Karlakór Akureyrar. Söngæfing í kvöld á venjulegum stað og tima. — Mætið allir og stundvíslega. Gagnfræðaskóli Akureyrar verður settur í hátíðasal skólans kl. 2 e. h. í dag. Strandakirkja. Aheit frá Maríu Björnsdóttur kr. 50. Kristniboðsfélag kvenna, Akureyri, hefir bazar og kaffisölu í Zíon föstu- daginn 3. október kl. 3 e. h. Styðjið etarfið! Drekkið síðdegiskaffið í Zíon. Gjafir oé áheit til Bakkakirkju frá konu, fyrrum búsettri í Bakkasókn, er ekki vill láta nafn síns getið, áheit kr. 500, gjöf kr. 500. Hjartans þakkir. Sóknamefndin. Hjúskapur. Síðastl. mánudag voru gefin saman í hjónaband í Húsavík, af prófastinum, séra Friðrik A. Friðriks- syni, ungfrú Asta Bjarnadóttir, Bene- diktssonar kaupmanns, og Kjartan Sæmundsson, deildarstjóri hjá SIS, Reykjavík. Sjötuéur varð sl. mánudag Bjami Benediktsson, kaupmaður og póstaf- greiðslumaður í Húsavík. Kvenfélagið Hlíf biður blaðið að flytja bæjarbúum beztu þakkir fyrir góðar undirtektir og gjafir á hluta- veltu félagsins, sem haldin var til ágóða fyrir barnaheimilissjóð þess. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur skemmtifund í Samkomuhúsi bæjarins, föstudaginn 3. október kl. 9 e. h. Skemmtiatriði: Kvikmynd, kór- söngur og dans. Deildarkonur! Mæt- ið allar! Stjórnin. St. Brynja heldur fund í Skjaldborg næstæk. mánudag kl. 8.30 e. h. Mörg áríðandi mál á dagskrá. Félagar, fjöl- mennið! — Nýir félagar ávallt vel- komnir. Brúnn hestur, sex vetra, aljárnaður — mark: biti framan hægra —, tapaðist í júní s. 1. — Sá, sem.kynni að geta gefið upplýsingar, er beð- inn að gera símastöðinni í Grenivík aðvart. Jón Jóhunnsson, Skarði. — Jónas Guðlaugsson (Framltald af 5. síðu). Þrjú bindi í óbundnu máli komu frá honum á þessum árum: „Sólrún og biðlar hennar“, ,.breiðfirðingar“ og ,,Monika“. í þessum frásögnum eru rnyndir og lýsingar úr íslenzku þjóðlífi, í itaðar á skýru og ljúfu nráli, sem minnir á hinn yndislega Sunnu- hvolsstíl Björnsons, sem er í snertingu við hið ganrla Island, sem Jónas segir frá. Það eru at- burðir úr bernsku höfundar, sem eru dregnir fram í dagsljósið í þessum bókum, sérkennilegir menn, hið daglega líf á bænum, allt umvafið anda fornsagnanna, en þó sjálfsagt ágæt lýsing á þjóð- lífinu eins og það var um alda- mótin. Og hér er hann hugkvæm- ur og sér í sálarlífi mannsins það, sem er hulið liversdagslega, en gefur þó lífinu aukna þýðingu. Hin fyrsta ganga hans hér í Danmöriku var mörkuð þeirn vel- vilja og skilningi, sem svo oft hefir mætt menningarlífi ná- grannalandanna og listum þeirra. Margir af samtíðarmönn- um lians skildu, að hann var ný- stárlegt og merkilegt skáld. * Þrátt fyrir æsku sína var hann einn af þeim íslendingum, setn á þessunr árum, fyrir sambands- lagasamjrykktina, tók þátt í bar- áttunni fyrir sjálfstæði lands síns, barðist fyrir fánamálinu og jafnréttisstöðunni, en þó án beizkju í okkar garð. Hann var ekki fylgjandi algjörunr skilnaði, en sjálfstæði landsins frá gullald- artímanum, var draumur hans. Hann var óþreytandi að skrifa í dagblöðin um málefni íslands, af miikilli þekkingu og list, sem stundum kom hinum lærðustu mönnum í þjóðarrétti og lögum í vanda. Fáir ísléndingar á síðari árúm hafa staðið Dönum nær en ein- mitt hann. Hann hafði góða yfir- sýn um bókmenntir okkar, sögu og þjóðfélagshætti, hann var víð- lesinn og svo fróður, að næstum mátti fletta upp í honum eins og alfræðiorðabók. Aftur og aftur kom sú hugsun að honum, að hin norrænu lönd voru hinn sami stofn, ekki að- eins að menningu og ættum, heldur í þeim anda, sem hið síð- ara heimsstríðið hefir nú enn leitt fram. Kan I mærke det lysner af Solskin i Sindet, Kan I se, ad det glöder í Tanker og Ord, at vi samles i Haabet og mödes i Mindet vi Börn af en Race, vi Sönner af Nord. Þannig orti hann 1912 í kvæð- inu „Det nye Norden“, sem Carl Nielsen samdi lag við. Hann var ekki aðeins íslend- ingur, heldur norrænn maður í þess orðs beztu merkingu. * Að morgni hins 15. apríl 1916 lézt hann skyndilega á Skagen á Jótlandi, þá ekki orðinn þrítug- ur að aldri. Síðustu þrjú ár ævi sinnar var hann tengdur stenkum böndum við Skagen. Hann hafði gengið að eiga þýzka stúlkú af hollenzkum ættum, sem hann DAGUR kynntist þar, og þrjú hamingju- rík ár liðu og færðu honum son og heimilí, þessum heimilislausa og friðlausa manni. Hann dó á gistihúsinu í Skag- en og hafði þá ekki verið hraust- ur um eins árs skeið. Snemma morguns vakti hann Móður Anni, sérstaka konu og verndara svo margra listamanna, sem hjá -iienni fundu atlhvarf. Hann hafði fengið blóðspýting. Móðir Anni sat við mm hans og hélt í hönd hans. Aprílsólin skein inn um gluggann og síðustu orð hans voru: Sjáðu vorsólina, eg gleðst yfir því, að þú ert hér móðir Anni.... Svo nefndi hann nöfn konu sinnar og sonar síns, og var látinn. Hann er grafinn í kirkjugarð- inum í Skagen, við hlið lista- mannanna sem þar hvíla, og nokkrir vinir reistu honum minnisstein á gröfinni. — Jamboree (Framhald af 5. síðu). manni væri heimilt að sofa til há- degis. Nú beið okkar nýtt land til rannsóknar, ekiki síður merki- legt en það fyrra. Fjörugir snáðai'. Fyrir utan gluggann heyrðust háværar raddir ylfinga — ung- skáta — sem dvöldu í tjöldum á þessum stað. Þeir voru í fyrstu óframfærnir við okkur útlend- ingana, en innan skamms var þetta breytt og þeir spurðu í sí- fellu, en við reyndum að svala fróðleiksfýsn þeirra eins vel og okkur var unt. þeim fannst fengur í komu okk- ar, enda vantaði ekki, að þeir væru með smáhrekki og saklaust gaman við okkur. Einna verst þótti það, . er plómurnar sprungu undir sitjandanum á okkur og safinn spýttist í bux- urnar, þegar við settumst við matborðið! Einn daginn kvöddu ylfing- arnir og fannst okkur þá dofna yfir tjaldsvæðinu. Nú blakti þar aðeins íslenzki fáninn, en áður voru þeir þar hlið við hlið sá enski og íslenzki. í éltingaleik við froska. Rétt fyrir framan skálann var tjörn nokkur, sem margt hafði að geyma af dýrum og jurtum, sem þar lifðu og gerðu vatnið óhæft til drykkjar og viðsjált til þvotta. En alltaf var þó gaman að fara í róður, elta froskana eða heilsa upp á hinn grátandi pílvið, er óx úti í miðju vatninu. Uppi á bakkanum uxu stærðar tré með eplum og alls konar ávöxtum. En ekki var hlaupið að því að ná 'þeim, því að í hrufóttum berkin- um bjuggu maurar og grimmar flugur, sem okkur var hreint ekk- ert vel við. Lítið var því gert að því að klifra í þessi fögru og g'irnilegu tré. Frá tjaldstað okikar var um 15 mínútna gangur niður að lítilli, fallegri á, og á bökkum hennar og við þá var krökt af alls konar bátum, kanóum, kappróðrabát- um og lystibátum. Við máttum nota þessi farartæki og ferðast eiris og okkur lysti upp og niður eftir ánni, enda notuðum við það óspart, en vatnið var svo straum- lítið, að við þurftum að spyrja hvort við værum að fara upp eftir :nni eða niður eftir! Alls staðar iðaði lífið. Fuglarnir sungu uppi í trjánum, karlarnir sátu með veiðistengur á bakkanum, reyktu pípu og hvesstu augun á vatnið, senr virtist vera öldungis fiski- laust. Hraðbátar brunuðu fram hjá, karlar og konur stungu sér í ána og syntu yfir, ásamt hundun- um, og við sígldum þarna fram og aftur. Þarna var garnan að vera! Helgur sunnudagur. Á sunnudaginn fóru margir til kirkju. Guðsþjónusta þessi fór fram með nokkuð öðrum hætti en hér tíðkast. í kirkjunni söng hver maður með sínu nefi, en fyr- ir altari jrjónaði hópur kór- drengja. Fannst okkur þetta setja hátíðlegan svip á athöfnina. Sunnúdaginn halda Englending- ar helgan. Flestar almennings matsölur eru þá lokaðar, ásamt ölstofum og kvikmyndahúsum. Ekki þekkist að haldnir séu dans- leikir eða aðrar þess háttar gleði- samkomur á sunnudögum. Þeir skátar, senr ekki fóru til kirkju, fóru á flugvöll nokkurn skammt frá og skoðuðu líkön af alls kon- ar flugvélagerðum. Aðrir fóru í dýragarðinn og var þar sannar- lega margt að sjá. Mest yndi höfðum við þó af páfagaukun- um, en sá galli var á, að þeir mæltu á enska tungu. Ekki voru það nein hæverskuorð, sem þeir létu falla, en þó höfðu þeir vit á því að heilsa þeim, sem komu að búrunum, með.„halló“ og kveðja með „cheerio"! Stundum töluðu þeir eitthvað sín á milli og velt- ust síðan um af hlátri. Slíkum mikilmennskulátum er varla hægt að kynnast nema í páfa- gauksbúri! (Framhald). Ibúð óskast Barnlaus hjón óska eftir íbúð, nú eða fyi ir 1. nóv. 5—10 þús. kr. peningalán gæti komið til greina. — Tilboð sendist á skrifstofu blaðsins fyrir 7. okt„ merkt: Jhúð 102“. Karlmanns-armbandsúr tapaðist á leiðinni frá Munka- þverárstræti 21 til Kr. Hall- dórssonar úrsmiðs. — VinSaml. skilist, gegn fundarlanum, á afgreiðslu Dags. /—1 ? Laukur nýr, þurrkaður VÖRUHÚSIÐ h/f SKÖMMTUNIN (Framhald af 1. síðu). ferð og ekki náð heim í tæka tíð. Þá er lagt svo fyrir, að leigubif- reiðar skuli sérstaklega auð- kenndar með bókstafnum L. — Heimilt ér að ákveða tölu bif- reiða, er gegna skulu næturþjón- ustu, Brot á ákvæðum þessurn varða þungum séktum. Allströng skömmtun. Þessi helztu atriði liinnar nýju skömmtunarreglugerðar sýna, að hér er um allstranga skömmtun að fæða, mun strangari en áður hefir þekkst hér á landi, þótt ríf- legur sé skammturinn á við það, sem fjöldi annarra þjóða býr nú við og innlendar matvörur séu flestar óskammtaðar með öllu. Þjóðinni er nú kunnugt um hin- ar alvarlegu horfur í efnahags-. málunum og nauðsyn þess, að spyrna gegn eyðslustefnu þeirri, sem ríkt hefir í landinu undan- farin ár. Þessi stranga skömmtun mun að sjálfsögðu verða þeim vonbrigði, sém gerðu vonir um áframhaldandi allsnægtir, eins og ríktu hér meðan verið var að eyða hinum erlendu gjaldeyris- sjóðum, en staðreyndirrxar blasa nú við hverjum manni, sem aug- un hefir opin, og verða því allir að sætta sig við það, sem orðið er, og vinna af alhug að enduiTeisn- inni. Er þess því að vænta, að al- menningur geri sitt ýtrasta til þess að skömmtunin nái tilgangi sínum, að miðla því, sem hægt er að kaupa til landsins, sem réttlát- ast í milli þegnanna. Búast má við því, að einhverjir annmarkar á skömmtunarkerfinu komi í ljós og verður að vænta þess, að skömmtunaryfirvöldin bregði fljótt við að kippa því í lag. Sömuleiðis er þess að vænta, að þau hin sömu yfirvöld gæti þess, sVo sem hægt er, að takmarka skriffinnsku og tilskipanirnar við það, sem nauðsynlegt er. Sam- vinna við almenning verður bezt tryggð með hófsamlegum og skynsamlegum aðgerðum og ljós- um upplýsingum um það, sem gera þarf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.