Dagur - 29.10.1947, Qupperneq 1
Magnús Sigurðsson,
bankastjóri, látinn
Magnús Sigurðsson bankastjóri
varð bráðkvaddur í Genúa á ítal-
íu í fyrradag, er hann var þar á
ferð ásamt dóttur sinni. Hann
var 67 ára gamall. Hann tók við
bankastjórastörfum árið 1917 og
gegndi þeim <til dauðadags. —
Hann var fullfcrúi íslands á
mörgum alþjóðlegum ráðstefn-
um og í viðskiptasamninganefnd-
lum og fór síðast utan í opinber-
uin erindum. Með honum er fall-
í val'inn einn af glöggustu
ínn
fjármálamönnum þjóðarinnar á
síðari tímum.
LL
agur
XXX. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 29. oktober 1947
42. tbl.
Landsbankinn
hyggst reisa bygg-
ingu fyrir starf-
semi sína við
Ráðhústorg
Á fundi bæjartáðs fyrir
skemmstu skýrði útibússtjóri
Landsbankans hér frá því, að
bankinn hefði hug á að réisa hús
fyrir starfsemi sína á lóðum sín-
um við Strandgötu 1 og Brekku-
götu 2, en þær lóðir liggja sam-
an. Bæjarráð ákvað að leita um-
sagnar skipulagsnefndar um mál
þetta, þar sem núgildandi skipu-
lagsuppdráttur af Ráðhústorgi
gerir ráð fyrir væntanlegu ráð-
húsi á lóðinni Strandgötu 1.
Byggingakyfi ekki
afgreitt nema fjárfest-
ingarleyfi sé fyrir
hendi
Bygginganefnd kaupstaðarins
hefir samþykkt, að taka ekki fyrir
til afgreiðslu framvegis umsóknir
um leyfi til byggingafram-
kvæmda í bænum, sem fjárfest-
ingarleyfi þarf til að hefja, nema
að slíkt leyfi sé þegar fyrir hendi.
18 ára piltur uppvís
að mörgum bíla-
þjófnuðum
Að undanförnu hefir borið
mikið á því hér í bænum, að bíl-
ar væru teknjr ,við hús manna að
næturþeli og þehn ekið um bæ-
inn og væru skemmdir. Aðfara-
nótt 24. þ. m. náði Gunnar Stein-
dórsson, bílaeftirlitsmaður, í 18
ára pilt, sem var kominn inn í
einkabíla í Helgamargrastræti.
Hefur piltur þessi setið í gæzlu-
varðhaldi síðan og hefur nú ját-
að að vera valdur að öllum bíla-
þjófnuðum, er hér hafa verið
framdir að undanförnu'. Fyrst
byrjaði hann á þessu aðfaranótt
9. sepfcember og þá nótt tók hann
7 bíla og færði þá úr stáð eða ók
þeim, þar á meðal stórum vöru-
bíl, er hann ók á herskála út á
Gleráreyrum og skemmdist skál-
inn mikið og bíllinn fcalsvert.
Hinn 9. október tók hann bvö
bifhjól og vöfcubifreið. Vörubif-
reiðina skildi hann eftir í Kaup-
vangsstræti og rann hún aftur á
bak að húsi Eimskipafélagsins og
staðnæmdist þar. Einhverjar
skemmdir urðu á húsinu og bif-
reiðinni. Hinn 12. október tók
hann bifreiðir í Hamarstíg og
Lögbergsgötu og valt önnur bif-
reiðin á gatnamótum Oddeyrar-
götu og Bjarmastígs, braut girð-
ingu og skemmdist eitthvað.
Hinn 24. október hafði liann
brotið upp bíl í Oddeyrargötu
og fært úr stað, snúið handföng
af fólksbifreið í Brekkugönu og
farið í Jeppa í Helgamagra-
stræti og þar var hann tekinn.
Piltur þessi mun hafa verið ölv-
aður í öll skiptin. Mál hans bíð-
ur nú dóms.
Síldveiðin í ísafjarðardjúpi nýlunda á þessum árstíma
Krefst þingrofs
nágrenm
Rætt um flugvallargerð í
Akureyrar
Embættismenn ríkisins og bæjarráð hafa rætt um
möguleika á flugvallargerð í Eyjafjarðarárhólmum
„Kata4i strandaði
á Leirunni
Catalinaflugbátur frá Flugfé-
lagi íslands kom hér laust eftir
kl. 1 í gær með farþega frá
Reykjavík. Flugbáturinn settist
innarlega á Pollinn og rann upp
á grynnslin á Leirunum og
strandaði. Útfall var og tókst
ekki að ná bátnum út fyrr en
með flóði i gærkveldi. Óvitað var
hvort báturinn hefði iaskast eitt-
hvað af þessum sökum.
Framburður Eyjafjarðarár eyk-
ur sífellt við grynnslin þarna og
hefir marbakkinn sífellt færzt
norðar. Virðist athugandi hvort
ekki ætti að setja upp merki um
grynningar þarna til leiðbein-
ingar fyrir báta og flugvélar.
De Caulle hershöfðingi hefir nú skor-
að á stjórn Ramadiers að rjúfa þin&
og efna til nýrra kosninga. Flokkur
hershöfðingjans vann mikirtn sigur
bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í
Frakklandi í þessum mánuði, en höf-
uðandstæðingar hans, kommúnistar,
biðu mikinn ósigur. De Gaulle telur
að efnahagsástand landsirts sé þannig,
að nauðsynlegt sé að breyta til um
stjórnarhætti og útiloka kommúnista
frá miklum áhrifum á stjóm landsins.
Með nýjum þingkosningum mundi
hagur kommúnista stórversna, ef
dæma má eftir úrslitunum t bæjar-
stjórnarkosningunum.
Fyrir helgina voru á ferð hér þeir Agnar-Koifoed Hansen, flug-
vallastjóri ríkisins, Erling Ellingsen, flugmálastjóri, og Bergúr
Gíslason úr Flugráði. Erindi þeirra Var að athuga flugvallarmál
Eyfirðinga, skoða Melgirðisflugvöllinn og athuga um ný flugvallar-
stæði nálægt bænum. Embættismenn þessir héldu fund með bæjar-
ráði um þessi máHefni-.
í ljós kom, að talið er allmikl-
um vandkvæðum bundið að gera
við Melgerðisflugvöllinn, svo að
hann verði til frambúðar og mun
það kosta mikið fé. Hefir því
komið til athugunar að hefja
byggingu nýs flugvallar, sem
væri nær bænum og því hentugri
til afnota á leiðinni hingað.
Hafa að vísu verið gerðar athug-
anir á því máli áður, en ekkert
ákveðið um það, hvernig þessum
málum yrði skipað til frambúð-
ar. Árangurinn af för þessara
embættismanna hingað norður
nú mun væntanlega verða sá, að
framkvæmdar verða mælingar
nú á næstunni á líklegustu flug-
vallarstæðunum, en þau munu
vera í Hólmunum hér framan
við og við Þverá á Staðarbyggð.
Voru báðir þessir staðir skoðaðir
nú og hafa þeir marga kosti sem
flugvellir, þótt engu endanlegu
hafi verið slegið föstu um fram-
kvæmdir ennþá.
Strengleikum Björgvins.
útvarpað á sunnudaginn
Kantötukór -Akureyrar
15 ára um þessar mundir
Kantötukór Akureyrar á 15
ára starfsafmæli um þessar
mundir. Kórinn var stofnaður
fyrir forgöngu Björgvins Guð-
mundssonar tónskálds og hefiur
hann stjórnað honuín alla tíð.
Kórinn setti sér það hlutverk að
kynna þjóðinni tónverk Björg-
vins, ásamt annarri góðri tónlist,
einkum óratóríóverk og er hann
fyrsti hérléndi kórinn, sem hefur
flutning slíkra verka. Hafa for-
göngumenn þessarar starfsemi
svo og allir hinir mörgu þátttak-
endur í starfinu á liðnum árum,
unnið merkilegt menningarstarf
með flutningi þessara tónverka.
Fyrsta árið starfaði karlakórinn
Geysir með Kantöfcukórnum og
nú hin síðustu ár hefur Karlakór
Akureyrar æft og sungið með
kórnum.
Kantötukórinn minnist afmæl-
isins með flutningi óratóríó-
verksins Strengleika á sunnudag-
inn kemur og verður söngnum
útvarpað héðan í gegnum Rvík
klukkan 2 síðdegis. Á sunnudags-
kvöldið heldur kórinn samsæti
að Hótel Norðurland fyrir yngri
og eldri félaga.
Æskulýðsfélag
Akureyrarkirkju
stofnað
Síðari stofnfundur n. k.
sunnudagskvöld
Sunnudaginn 19. október
komu saman í kapellu kirkjunn-
ar hér 108 fermingarbörn frá sl.
vori og ákváðu þá að stofna
æskulýðsfélag innan kirkjunnar,
er hefði að markmiði að rækja
það fermingarheit, sem þau
unnu við fermingu sína. Fundur-
inn stóð yfir í eina og hálfa
klukkustund, og var ákveðið að
halda framhaldsstofnfund, þar
sem formelga yrði gengið frá
stofnun félagsskaparins. Þessi
fiundur verður haldinn næstk.
sunnudag kl. 8.30 í kapellunni.
Að fundi loknum verður kvik-
myndasýning.
Eyfirzk skip taka þátt
, •
í veiomni
Talsverð síldargengd er í
fjörðunum Við ísafjarðardjúp
ennþá, að því að blaðinu var
tjáð frá ísafirði í gær. Mörg
veiðiskip eru nú í ísafirði inni í
Djúpi og eiga þar talsverða síld
í lásum. Telja sjómenn að mikil
síld sé í sjónum þarna og em þó
ókannaðir ýmsir fiirðir. Þessi
síldveiði þarna er nýkmda á
þessum árstíma og því hin
merkilégasta. Þarna veiðist nú
stór millisíld og smá hafsíld, en
áður hefur ekki veiðzt nema smá-
síld að neinu ráði við Djúpið á
þessum árstíma. Vegir síldarinn-
ar hér við land eru mönnum ráð-
gáta ennþá og he'fur hún komið
á óvart bæði við Faxaflóann í
fyrravetur og í ísafjarðardjúpinu
nú. Nokkuð af síld þessari er
fryst til beitu og bætir að mjög
miklu leyti úr beituskorti víðs
vegar mm landið, en mest af afl-
anum er flutt til Siglufjarðar til
bræðslu. Er vinnsla síldarinnar
þegar hafin. Fitumagn hennar
mun ,vera um 17%.
Eyfirzk skip fava á vettvang.
Nokkur skip héðan úr Eyja-
firði taka þátt í síldveiðnnum
vestra. Narfi og Njörður voru
fyrstir á vettvang og veiða í fé-
lagi. Hafa þeir þegar landað
1300 málum til bræðslu og 100
tunrtum til fiystingar og telja, að
þeir eigi í lásum vestra um 3000
mál. Akraborg og Gylfi munu
einnig hafa fengið talsverða
veiði og í fyrradag fóru Straum-
ey og Andey á vettvang. Bátur
frá Dalvík mun einnig vera far-
inn vestur. Allmörg sunnlenzk
(Framhald á 8. síðu).
Mikil fiskigengd í Ey jafirði, en bátar geta
ekki komið aflanum í verð
Síldar hefur orðið vart
Fregnum frá verstöðvunum
hér við Eyjafjörð ber saman um
mikla fiskigegnd hér í firðinum
og á miðum hér úti fyrir. En sjói
er lítt stundaður af því að ekki er
hægt að koma alflanum í verð.
Hraðfrystihúsin eru yfirfull
og engir samningar hafa tekizt
um ísfiskflutninga. Frá Dalvík
róa þó þrír stórar bátar á djúp-
<mið og afla vel. Er afli þeirra salt-
aður. Smábátar frá Hrísey og
víðar hafa aflað ágætléga í firðin-
um, mest ýsu og þorsk, en eru í
vandræðum með að losna við afl
ann og því að hætta veiðum. —
Stærri bátar frá Hrísey og Greni
vík róa ekki.
Kaupfélag Eyfirðinga hefir
boðið útvegsmönnum að m/s.
Snæfell hefji ísfiskflutninga með
gildandi mannakjörum og verði
skipið rekið á samvinnugrund-
velli, þannig, að útvegsmenn fái
það fyrir afllann, sem sala á
brezka markaðnum gefur. Eru
útgerðarmenn að athuga þetta,
en munu yfirleitt ekki telja rekst-
ursgrundvöll fyrir þessari útgerð.
SÍLDAR VART,
Síldar hefir orðið vart hér í
firðinum og er hún veidd í lag-
net frá Dalvík, Hrísey og Greni-
vik og fryst ti’l beitu. Þetta er haf- ,
síld og telja sjómenn að talsverð
gegnd geti verið af henni, en of
lífcið gert til þess að veiða hana
vegna skorts á veiðarfærum.