Dagur - 29.10.1947, Blaðsíða 4

Dagur - 29.10.1947, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 29. október 1947 DAGUR Ritstjórl: Haukui Snorrason Aígreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Péturaoon Skrifetofa í Hafnarstræti 87 — Síxni 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjcansconar * Veðurathugun Sjálfstæðisflokksins PNN SEGIR fátt al’ störfum Alþingis. Þeir, sem kunnugir eru þar innan dyra, telja, áð ekki sé að vænta neinna stórtíðinda þaðan fyrr en um miðjan nóvember í fyrsta lagi. Þangað til muni þingmenn dunda við að aígreiða þingsályktunar tillögur kommúnista, sem þannig setja höfuðsvij: á þingstörfin. Þessi vinnubrögð munu ekki til þess fallin að auka veg Alþingis með þjóðinni og þau eru* í engu samræmi við yfirstandandi erfið- leikatíma og ábendingar forráðamanna stjórnar- flokkanna um nauðsyn þess, að þjóðin sýni þegn- skap og ábyrgðartilfinningu, þegar dýrtíðarlækn- ingarnar hefjast. Þingmenn bera því að vísu jafn- an við, að daglegar þingfréttir segi ekki allan sannleikann um störf Alþingis, því að flestum málum sé ráðið til lykta í nefndum, þar sé fólg- inn mikill hluti starfskrafta þingsins. Vel má vera, að nefndarstörfin séu tímafrek og að þing- menn leggi orlu.i sína þar fram í ríkari mæli en á sjálfum þingfundunum, en óglöggir eru þeir á hug þjóðarinnar, el þeir lralda, að alger kyrrstaða í störfum þingsins hið ytra verði afsökuð með þessum hætti á sama tíma og lagt er hart að þjóð- inni að átta sig á aðsteðjandi fjárhagsvandræðum og vera viðbúna sársaukafullum aðgerðum. Frá sjónarhóli hins almenna borgara er ekkert sam- ræmi í yfirlýsingum stjórnarleiðtoganna um Jiættu þá, sem framundan er, og störfum þingsins. Ef nauðsynlegar lækningaaðgerðir /verð'a ekki framkvæmdar nema á undan fari langvinnar um- ræður í nefndum og þingflokkum — eftir langt og aðgerðarlítið sumar í stjórnmálunum — er það skylda þings og stjórnar að segja þjóðinni frá því og eyða þannig þeim orðrómi, að fátt sé um úr- ræði, er stjórnarflokkarnir geti orðið sammála um, þrátt fyrir yfirvofandi stöðvun atvinnuveg- anna og síaukna upplyftingu dýrtíðarinnar. Eins og nú standa sakir, er stórt óbrúað bil í milli orða og athafna í dýrtíðarmálunum. Því lengur, sem það dregst, að hefja brúarsmíðina, því þyngra verður fyrir fótinn, eins og vísitalan síðasta ber ber með sér, og biðin lamar trú þjóðarinnar á ábyrga og einbeitta forustu þings og stjórnar. Fullvíst má og telja, að þjóðin sé undir það búin ag hefja ferðina niður dýrtíðarstigann, að „ný- sköpunar“-blekkingin hafi greiðst sundur fyrir augum nianna nú eftir að fjárhags- og gjaldeyris- kreppan skall yfir, og að einstaklingarnir séu við- búnir að taka kröfum um réttlátar fórnir á altari ríkisheildarinnar af þegnskap, þrátt fyrir æðis- gengna skemmdarstarfsemi kommúnista. En langt fannst þeim, sem búinn bíður, og athafna- leysi enn um nokkrar vikur er óviss.hagur, svo að ekki sé meira sagt. |7N ÞÓTT þannig beri talsvert á milli lyftingar ^ og þilfars um það, livenær skuli sigla, virðast allir — nema kommúnistar og samferðamenn þeirra — sammála um, að þjóðarbúskapurinn muni ekki haldast á réttum kiii eitt árið í viðbót fyrir tilstilli neinna ríkisábyrgðarlaga eða annarra kákráðstafana, sem til þessa hafa verið helzta dýr- tíðarlækning þeirra, er völdin hafa haft. Niður- færsla dýrtíðarinnar, með hvaða ráðum, sem til þess verða notuð, sé óhjákvæmileg nauðsyn. Fátt eitt hefir ojjinberlega verið rætt um niðurfærslu- aðferðirnar sjálfar. Það hefir þó vakið athygli, að einn armur Sjálfstæðisflokksins (Vísisliðið) hefir lagt fram tillögur um lögboðna niðurfærslu vísi- DAGUR Útvarpið og þjóðin. Utvarpshlustandi ritar okkur alllangt bréf og segir þar meðal annars: MER líkaði vel spjall ykkar um út- varpið í síðasta blaði, en þó saknaði eg þess, að ekkert var minnst á nauðsyn þess, að útvarpið gerði meira en orðið er til þess að ná til þjóðarinnar allrar, verða eign hennar og menningartæki. Eg er þeirrar skoð- unar, að því marki verði ekki náð meðan öll útvarpsstarfsemin er bund- in við Reykjavík eina. Mér heyrist á þeim, sem kunnugir eru tæknihlið málsins, að vel sé framkvæmanlegt að efna til útvarps frá öðrum bæjum landsins, ef vilji er til þess hjá for- ráðamönnum stofnunarinnar og fé er látið af hendi rakna til þess. Með því að helztu kaupstaðir landsins hefðu aðstöðu til útvarps i gegnum Reykja- víkurstöðina, væri aúgljóslega hægt að koma þeim tengslum á í milli út- varps og þjóðar, sem nú skortir, gera dagskrájia miklu fjölbreyttari en nú er og auka ábuga almennings fyrir út- varpsefni.... Áhugi, sem hvarf. NÚ VAR það svo hér á fyrstu árum útvarpsins, að þá voru gerðar nokkrar tilraunir til þess að útvarpa héðan frá Akureyri. Ekki veit eg ann- að en þessar tilraunir hafi gefizt vel, en þó vita það allir, sem fylgdust með þeim málum, að hin tæknilega að- staða hér til útvarpsins var mjög frumstæð og útvarpið, sem þá var ungt og fátækt, lagði ekki fram neitt að ráði til þess að gera aðstöðuna sómasamlega. En svo undarlega hefir . brugðið við, að eftir því sem útvarpið hefir orðið eldra og ríkara og kröfu- harðara um fjárútlát frá almenningi, hefir áhugi þess fyrir málefnum Iands- byggðarinnar minnkað. Útvarp héðan má nú heita úr sögunni. Og alls ekk- ert hefir verið gert til þess að undir- búa neina aðstöðu hér, svo að héðan mætti flytja dagskrá og fella inn í hina almennu dagskrá frá stöðinni. . . Verkefni fyrir Fjórðungssam- böndin. ETTA sinnuleysi útvarpsins gagn- vart landinu þarf að breytast. Það hlýtur að verða þróunin í þessum mál- um hér, eins og í öðrum löndum, að gera útvarpið að þjóðareign og út- varpa efni frá mörgum stöðum á land- inu. Margir munu þeirrar skoðunar, að meiri og rikari nauðsyn hafi verið á því að undirbúa þetta mál og verja til þess fé, en stofna til útlátanna fyrir dýru teikningarnar af útvarpshöllinni sælu, svo að ekki sé nú nefnt allt það mikla fé, sem til þess þyrfti að koma henni upp. Hver fjórðungur landsins þarf að eignast aðstöðu til útvarps, ekki aðeins tæknilega aðstöðu til þess að flytja efnið, heldur og útvarpssal eða herbergi, sem sérstaklega væri til þessara hluta 'ætlað. I hverjum fjórð- ungi eru vissulega til menn, sem gætu starfað að vali útvarpsefnis og enn er ekki svo komið, að allir þeir, sem ein- hvern boðskap geta flutt þjóð sinni, séu búsettir i Reykjavík. Eg vil skora á Fjórðungssambönd Norðlendinga og Austfirðinga að taka þetta mál upp á stefnuskrá sína og vinna ötullega að því, að hrinda því í framkvæmd.“ Einangrað fyrirbrigði. ANNIG lítur þessi hlustandi á málið og er eg honum að mestu sammála. Það er rétt, að í síðasta pistli mínum um útvarpið sleppti eg að geta um þessa eyðu í starfsemi þess, en eg hefi rætt um hana áð- ur og bent á nauðsyn þess að land§- menn taki mál þetta upp og fylgi þvi eftir, unz viðunanleg lausn er fengin. Eg er sannfærður um, að bæði útvarp- ið og hlustendurnir hefðu gott af þeirri nýbreytni. Rétt er að benda á, að ofurlítið vottar nú fyrir endurvakn- ingu á þessu sviði, því að nú um helg- ina verður útvarpað héðan afmælis- hljómleikum Kantötukórs Akureyrar. En þvi miður mun þetta vera einangr- að fyrirbrigði og ekki ástæða þess vegna til þess að láta málið niður falla. tölu og landbúnaðarafurða. Aug- Ijóst er, að einhver slíkur niður- skurður Jjarf að koma og er til- lagan því ekki nýstárleg í sjálfu sér. Hitt er nýlunda, er lagt er til, að þessar ráðstafanir séu gerð- ar einhliða, án þess að stríðsgróð- inn sé jafnframt skattlagður og notaður til þess að halda ujjjjí atvinnu og ojnnberum fram- kvæmdum og til þess að létta þjóðarbúinu förina af tindi dýr- tíðarinnar niður á jafnsléttu heilbrigðs atvinnureksturs og nægrar atvinnu fyrir landsmenn. Líklegt má telja, að þessar ein- hliða tillögur, einmitt þessa arms Sjiflfstæðisflokksins, séu settar fram í sama tilgangi og veðurat- hugunarmenn senda á loft ball- óna til Jjess að kynnast loft- straumum í háloftunum. Ef svo er, að áhrifamenn eru að þreifa fyrir sér um það, hversu takast megi enn að halda stríðsgróðan- um á þurru, eins og í stjórnartíð kommúnista, er þess að vænta/að þeir komizt brátt á snoðir um þau sannindi, að áttin stendur ekki í Jiau segl nú og þjóðin sættir sig ekki við nein undan- brögð í Jiessu efni lengur. Von- andi reynist það óþarfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að gera fleiri slíkar veðurathuganir, í kvöld kl. 9: í LÆKNASKÓLA Veronica Lake o. fl. Fimmtud. og föstud. kl. 9: TVÖ ÁR f SIGLINGUM (Síðasta sinn). I .augard. kl. 5 og 9: TUNGLSKINS- SÓNATAN Hrífandi músík-mynd með píanósnillingnum heims- fræga « Ignace Jan Paderewski. Dökkgrár hestur, mark: Biti aftan hægra, kom af Hóladal við hrossasmölun. Eig- andi vitji hestsins til undirritaðs og greiði áfallinn kostnað. Hreppstjórinn í Öxnadalshrejjjn. Efstalandskoti, 27. okt. 1947. Brynj. Sveinsson. Kunnuin við að búa við skömmtun? yHE) HÖFUM búið við skömmtun nokkurra nauðsynja nú um Vnörg ár og ætti Jiess vegna að vera óþarfi að vaipa fram þeirri spurningu, hvort þorri manna kunni að búa við skömmtun. En það hefir lítiLUlærdómur í þessari íþrótt fyigt skömmtuninni til Jressa. Það var stórum ósak- næmara að gleyma Jjví að taka skömmtunarmið- ana sína á réttum tíma heldur en ef manni yfir- sást að endurnýja í happdrættinu fyrir þann 10. hvers mánaðar. Þá rauk vonin um stóra vinning- inn út í veður og vind, en skömmtunarmiðalaust var liægt að lila hér góðu lífi vikum saman. Þessi tíð er nú liðin. Hin nýja skömmtun er ekki sett á fyrir nafnið eitt, heldur til Jiess að takmarka neyzlu, spaíra gjaldeyri og jafna birgðunr þeim, sem hægt er að flytja til landsins, réttlátlega nið- ur í milli þegnanna. Og hún er allströng í sumum efnum, á okkar mælikvarða, þótt ýmsum öðrum Evrópubúum finnist hún sjálfsagt auður og alls- nægtir. Strangari skömmtun fylgir tal.sverður lærdómur í því að lifa sparlega og skynsamlega. Hann hafa margar þjóðir tileinkað sér fyrir löngu, t. d, Bretar. Við munum að sjálfsögðu læra þetta líka, en margt bendir til þess að sá lærdóm- ur verði ekki sársaukalaus fyrir æði marga. Þenn- an sársauka gætu menn sparað sér ineð dálítilli aðgæzlu og stillingu. Það er t. d. ekki alveg víst að það boigi sig að fara í „slag“ nú til þess að kaupa ullargarn, eða kjólaefni eða annað, sem mest veð- ur er gert út af um þessar mundir. Þetta eru að allir, sem létu miðana sína fyrir þær á dögunum, sjálfsögðu góðar og gagnlegar vörur, en skyldu vera öldungis vissir um, að skórinn kreppi ekki annars staðar þegar á líður? Og Jjað er þar að auki mesti misskilningur að halda, að hver vörusending, sem í verzlun kemur, sé sú síðasta. Þótt óhófið í innflutningi erlends varnings sé liðið, er víst, að vörur halda áfram að flytjast til landsins og maður verður að gera ráð fyrir því, að innflutningnum verði fyrst og fremst hagað þannig, að menn geti fengið nauðsynjar þær, er skammtaðar eru, einhvern tíma á árinu. Meðal annars af þessum sökum, er það óþarfa eyðsla á tíma og kröftum, — og fjármunum lík,a, — að stofna til upphlaupa út af smásendingum til verzlana. * þAÐ ER athyglisvert í löndum þeim, er lengi hafa búið við skömmtun, að stjórnarvöldin gera sér far urn að leiðbeina þegnunum og stuðla að. því, að skynsamlega og hófsamlega sé farið með innkaujrin. Kvennaþættir stórblaðanna er- lendis gégna þarna miklu hlutverki. Sérfræðing- ar ráðleggja fólki skynsamleg innkaup, benda á hagkvæmar vörur o. s. frv. Stóru blöðin geta þetta því að þau hafa ráð á því að hafa slíkt fólk í þjón- ustu sinni, látá það ganga í milli verzlana og heimila og fylgjast með því sem gerizt. Islenzku blöðin munu fæst hafa efni á þessu, því miður, og þess vegna skortir líka slíkar leiðbeiningar í þeim. En hér er annar aðili, sem hefir ráð á þessu, en lætur það samt undir höfuð leggjast. Það er út- varpið, sem innheimtir nærri 3 millj. króna af landsmönnum í afnotagjöldum. Útvarpið hefir gert skömmtuninni þau ein skil, að lesa auglýs- ingar stjórnarvaldanna í venjulegum auglýsinga- tímum. Á þessum vettvangi var tækifæri fyrir Jrað, að stofna til fróðlegs og gagnslegs þáttar, sem hefði fengið áheyrn flestra húsmæðra landsins, ef vel hefði tekizt til um hann. En því miður er þessi þáttur ekki til. En það er líka svo margt skemmti- legt og fróðlegt efni, sem ekki er til í útvarpinu, svo að kannske á það ekki við að sakast um þetta sérstaklega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.