Dagur - 29.10.1947, Page 5
Miðvikudagur 29. október 1947
DA6UR
5
Stjórnmálaástandið í Evrópu:
Ófyllt, pólilísk skörð effir upplausn íhaldsflokkanna
Stjórnmálin hafa þokast til vinstri
Eftir HUGH TREVOR-ROPER
Hér birtist þriðja grein Hugh Trevor-Ropers um stjórnmála-
ástandið í Evrópu. — Greinarflokkur þessi er birtur hér með
leyfi höfundarins.
Einhver eftirtektarverðasta
breytingin, sem orðið hefir á
stjórnmálaskipan í Eivrópu upp
úr styrjöldinni, er í styrkleika og
innbyrðisaðstöðu flokkanna. —
Margir gömlu flokkarnir, sem
komu við sögu á árunum milli
styrjaldanna, hafa gengið saman
eða horfið, en nýir fjöldaflokkar
komið fram á sjónarsviðið. Þó er
lólkið, sem á bak við stendur,
hio sama og áður og hagsmunir
þess lítt breyttir.‘Hvað hefir þá
skeð? Einn nrerkur þáttur þessar-
ar breytingar er hrun gömlu
íhalds- eða hægriflokkanna.
Fyrir . stríðið var Ítalíu og
Frakklandi stjórnað um langan
aldur af íhaldsmönnum. Þessar
stjórnir áttu í höggi við harða
andstöðu, en hún kom ekki frá
kommúnistum, sem stóðu höll-
um fæti vegna ofbeldisstefnu
sinnaiý heldur frá sósíalistum eða
jafnaðarmönnum. Núér taflinu
snúið við. Stjórnarandstaðan
nefnir ríkisstjórnirnar ennþá
,,afturhaldsstjórnir“, en hér er
unr að ræða allt aðra tegund af
„afturhaldi“, en áður ríkti.
De Gasperi, forsætisráðherra
Ítalíu og flokkur hans, kristilegi
lýðræðisflokkurinn, voru eitt
sinn „róttækir". Þeir konrust
meira að segja á kant við Páfa-
garð lrér á árunum fyrir að hafa
sanrúð nreð sósíalisma. Hinn
„afturhaldssami“ forsætisráð-
herra Frakklands, Ramadier, er
sjálfur sósíalisti, en hann hefir
stuðst ivið kaþölska miðflokkinn
MRP í stjórnarstörfum sínum.
MRP er nýr flokkur, senr skapað-
ist upp úr umróti stríðsins. A tal-
nráli fyrirstrrðsáranna mundi
þessi flokkur hafa verið talinn
róttækur, því að kjarni hans er
hinn vinstri sinnaði hluti kirkju-
legu aflanna.
Kommúnistar ráðast nú gegn
báðum ríkisstjórnunum, í Frakk-
landi og Ítalíu, og ásaka þær um
afturlraldssemi og hægri-
nrennsku. Það sem gerzt hefir, er
að öll stjórnmálin lrafa þokast til
vinstri.
Hver er ástæðan til þessarar
breytingar og hverja þýðingu
hefir hún? Það er auðvelt að
segja, að sigrar Rússa í stríðinu
hafi hrundið þessari þróun af
stað, en það nægir ekki. Rússar
unnu ekki styrjöldina einir síns
liðs, nenra í blöðunr sínunr og út-
varpi. Raunar gerðu þeir sitt til
þess að strrðið tapaðist með þýzk-
rússneska samningnum. Tveir
þriðju hlutar sigursins voru unn-
ir af öðrmrr, anti-konrmúnistum
Vesturlanda.
GamLa íhaldið gjaldþrota.
Það er þess .vegna lítil, söguleg
ástæða fyrir því, að bolsévisminn
skuli hafa uppskorið svo ríkulega
á akri sigursins í styrjöldinni.
Ástæðunnar til útbreiðslu hans
verður því að leita annars staðar,
í innanlandsmálefnum þjóðanna
sjálfra. Verulegur hluti þessarar
ástæðu er að mrnum dómi, gjald-
þrot hinna gömlu íhaldsflokka.
Þeir voru orðnir snauðir af hug-
sjónum, skipulagi og fjöldafylgi.
Engir anrerískir sigrar nrunu
nægja til þess að endurlífga þessi
gjaldþrotsfyrirtæki að neinu
nrarki.
Til skýringar skal eg taka það
franr, að íneð orðununr „gönrlu
ílraldsflokkarnir“ á eg við póji-
tísk sanrtök forréttindastéttanna
í þjóðfélögunum. í Frakklandi
voru það sanrsteypustjórnir þess-
ara flokka — fyrir utan lrina
skammlífu þjóðfylkingu vinstri-
nranna — senr lrél'du vernd yfir
eignunr og aðstöðu. Valdanresti
aðilinn voru stórfyrirtækin, iðn-
aðarforkólfar og bankarnir.
Á Ítalíu komst Mussolini til
valda á sósíalísku skrunri, en
þegar lrann hafði náð valdataunr-
ununr í sínar lrendur, voru það
eignastéttirnar, sem komu lron-
um til hjálpar og hann studdist
við þær alla sína valdatíð. Með
þessunr hætti tókst hinum gömlu
hægriflokkum að synda áfram, á
ítalru nreð því að styðja innlend-
an skrumara, í Frakklandi með
því að ganga til sanrstarfs við er-
lendan sigurvegara 1940. Það er
nú komið í ljós, að það voru
Sakaðir um „afturhald“
De Ga.speri, forseetisráðherra ítaliu, og
Ramadier, forsatisráðherraFrakklands,
eru kallaðir „afturhaldsmenn“ af
kommúnistum. Fyrir striðið voru flokk-
ar þessara manna nefndir „róttœkir".
Stjórnmálin hafa þokast til vinstri, seg-
ir Hugh Trevor-Roper, { þriðju grein
sinni um stjórnmálaástandið i Evróþu,
sem birtist hér á þessari bls.
frönsku stórbankarnir, senr voru
lrin fjármálalegu tæki samvinn-
unnar við Þjóðverja.
Þótt eg dragi þannig fram að-
allínurnar í þessu efni, er jafn-
nauðsynlegt að benda á takrnark-
anir þeirra. Ef hægriflokkarnir,
teknir senr sanreiginleg hags-
nrunaheild, reyndu að lralda líf-
inu irreð því að tengja sig við
öfl, senr þeir Irélau sterk, en
reyndust vanmáttug, sýnir {rað
skort á dómgreind og stefnuskrá
flokksforustunnar, en varpar
ekki ljósi á pólitískt hugarástand
þess marglita lróps, senr flokkarn-
ir töldu sig fulltrúa fyrir.
?
Ófylltar, pólitískar eyður.
í frönsku hægriflokkunum
gátu komið franr menn eins og
De Gaulle, en líka menn eins og
Baudoin og Bonnet (frægir
Vichy-menn), ítölsku konungs-
sinnarnir áttu menn eins og
Croce (frægur sagnfræðingur og
lýðveldissinni) og Cíanó. Garnalt
stjórnarkerfi fæðir 'líka af sér
þegnlega sérfræðinga og sameig-
inlegir hagsmunir reynast oft
endingabetri en pólitískar skoð-
anir og stjórnmálaflokkar. Það
eru ennþá til stórjarðeigendur,
ríkir verksnriðjueigendur, íhalds-
sarnir embættismenn og nrinni-
háttar kaupsýslumenn, senr hafa
þraukað í gegnum stríð og dýr-
tíð og stjórnmálalegt öngþveiti
í báðunr þessunr löndunr. Spurn-
ingin er hvaða stjórnmálaflokki
’ þeir nruni fylgja nú.
Margir lralda enn tryggð við
leyfar hinna gömlu flokka, þar
sem þær eru til, aðrir skipa sér
itindir nrerki klofningsflokka,
sem eru margir, til hægri við að-
alflokkana, og þessir smærri
flokkar hafa verið gagnlegir, því
að þeir hafa gert sumum bezttr
stjórnmálamönnum fyrirstríðsár-
anna, sem ennþá halda velli,
nrögulegt, að fá pólitíska fót-
festu. Má í því sambandi nefna
Croce og Sforza utanríkisráð-
herra Ítalíu. Aðrir vilja ekki
fórna atkvæði sínu á flokka, senr
þegar virðast hafa slegið út síð-
asta trompinu. Til er það, að
ítalskir iðjuhöldar leggi konrm-
únistum fé á laun. Þessir menn
álykta senr svo, að fyrst þeir hafi
getað keypa sér frið roeð því að
styrkja eina einveldisstjórn, ætti
það að takast í annað sinn nreð
því að styðja einræðisflokk, en
þessir menn reikna dæmið rangt.
Langflestir þeirra, sem flosnað
hafa upp úr herbúðunr íhalds-
flokkanna, kjósa sér stöðu í
kristilega lýðræðisflokknum á
Ítalíu og til skamms tíma í
MRP flokknunr í Frakkalndi, en
þesisr flokkar hafa verið harðast-
ir andstöðuflokkar konrnrúnista.
Til þess aðafl'asér þessa fvlgis hafa
báðir flokkarnir orðið að sveigja
lítið eitt til hægfi og það hefir
aftur haft í för nreð sér, að lrróp
kommúnista unr „afturhald"
}lrafa orðið lráværari.
Og inn á þetta svið konra svo
allt í einu óþekktar stærðir, De
Gaulle í Frakklandi og Qualun-
que á Ítalíu. Fylgi ítalska flokks-
ins er, eins og stefnuskrá hans,
veikt og óstöðugt og flokkurinn
er óskrifað blað, sem þó virðist
eiga nrikla nröguleika. Það er
auðvelt að hugsa sér stjórnmálin
einföld og óbrotin, eins og Marx-
sitar gerðu, en af því leiddi það,
að þeir gerðu ekki ráð fyrir fas-
ismanum í tíma. Ef nrenn nrinn-
ast þess, að í Evrópu eru í dag
stórar, pólitískar eyður, sem eftir
er að fylla í, er síður hætta á því,
að lenda í þeirri fallgryfju í ann-
að sinn.
Sigurður skóla-
meistari setur skóla
í síðasta sinn
Hátíðleg athöfn í Mennta-
skólanum s. 1. sunnudag
Menntaskólinn á Akureyri var
formlega settur í hátíðasal' skól-
ans sl. sunnudag. Sigurður Guð-
mundssón, skólameistari, setti
skólann. Skólameistari lætur af
embætti hinn 1. des. næstk., var
þetta því í síðasta sinn, sem hann
setur skóla.
í ræðu sinni gat skólameistari
þess, að þetta væri i 68. sinn, sem
skólinn er settur. Skólástarf var
að þessu sinni hafið fyrir nokkru,
þótt formleg setning hefði ekki
farið fram. Skólameistarí minnt-
ist fi ú Steinunnar Frímannsdótt-
ur, ekkju Stefáns Stefánssonar,
skólameistara, en hún lézt sl.
sumar. Fór liann lofsorðum um
hina látnu og taldi han'a hafa
/erið hina mikilhæfustu konu.
Þá skýrði skólameistari frá
kennaraskiptum. Dr. Kristinn
Suðmundsson hefði látið af
þýzkukennslu við skólann, þar
,em hann hefði verið skipaður í
eignakönnunarnefnd af ríkis-
itjórninni. Frú Erla Gestsdóttir
og Hreinn Benediktsson stúdent
hefðu einnig látið af störfum.
Sigurður L. Pálsson tæki nú aft-
uf við fyrra starfi, en hann dvaldi
í Bretlandi sl. vetur, og Ottó
[ónsson, sem kenndi fyrir Sigurð
í fyrra, hefði verið skipaður
kennari við skólann. Friðrik
Þorváldsson tæki nú við kennsliu
fyrir dr. Kristinn og Örn
Snorrason kenndi við skólann í
vetur. Þakkaði skól'ameistari
förnum,kennurum það, sem þeir
hefðu vel gert í þágu skólans.
Þá flutti skólameistari ræðu
um skólamál og ræddi einkum
um galla í starfsemi skólánna og
rýran árangur af starfi þeirra.
Taldi hann eftirsjá að óskóla-
gengnum mönnum úr þjóðlíf-
iniu. Að síðustu réði hann nem-
endum til þess að rækja skyldúr
sínar við sjálfa sig, þroska sinn og
skólánn og vera erfiðismenn í
skólastarfinu. — AHmargir gestir
voru viðstaddir athöfnina.
Manchesteir Guardian ávarpar
Vishinsky.
Heimsblöðin liafa mjög rætt liina
frægu ræðu, er Vishinsky, fulltrúi
Rússa, flutti á þingi Sameinuðu þjóð-
anna fyrir skemmstu, þar sem hann
sakaði Bandaríkjamenn um striðsæs-
ingar og notaði orðbragð, sent kunn-
ugt er úr dálkum komnninistablaða og
í Moskvaútvarpinu, en ekki hefir
heyrst á alþjóðasamkomum fyrr en nú.
Hið víðlesna, frjálslynda brezka blað,
Manchester Guardian, birti fyrir
nokkru ritstjórnargrein um framkomu
Rússa og fer hún hér á eftir í lauslegri
þýðingu).
Ræða herra Vishinskys á þingi
Sameinuðu þjóðanna var hörmu-
leg frammistaða. 1 hálfan annan
tíma þuldi hann reiðilesturinn
og reyndi að láta hárin rísa á til-
heyrendum sínum. Það var
ógjörlegt að taka mál hans alvar-
lega. Getur verið, að rússnesk
stjórnarvöld trúi þessari vitleysu?
Ef þau gera það, ef þeir herrar,
sem sömdu ræðu Vishinskys í
Kreml, í rauninni trúa því, að
Bandaríkin og Bretland vilji
annað stríð, þá eru þeir annað
tveggja.furðulega illa að sér eða í
sálfræðulegu ástandi, sem nálgast
geggjun. — Sannleikurinn er
sennilega einhvers staðar mitt á
milli. Valdamenn Sovét-Rúss-
lands eru, þrátt fyrir allan ofsann
og lirópin um hernaðarmátt
sinn, vel vitandi um eigin van-
mátt og veikleika. Þeir verða sí
og æ að hræða þjóð sína til þess
að láta hana starfa meira og taka
möglunarlaust skorti og þjáning-
um, sem sigurinn hefir ekki
megnað að létta af henni. Rúss-
neska þjóðin lifir einangruð og
hefir mjög ófull-komna aðstöðu
til þes sað vita hvað er að gerast í
hinu-m frjálsu löndum, oghún er
þar að auki undir járnaga hinna
kommúnistísku kennisetninga.
Rússar hafa drukkið það í sig
með móðurmjólkinni, að kapí-
talískt þjóðfélagskerfi leiði tii
styrjaldar og Bandaríkin eru
kapítalískt þjóðfélag og þess
vegna hljóta þau að .vilja stríð.
Þó væri það að gera ræðu herra
Vishinskys of hátt undir höfði að
ætla, að undirstaða hennar sé
jafnvel snefill af þjóðfélagskenn-
ingium. Röksemdirnar voru ekki
hótinu betri en svívirðingar þær,
sem Moskvaútvarpið og Moskva-
blöðin hafa ausið út nú í marga
mánuði. Góðfúslegasta skýringin
er sú, að ræðan hafi verið flutt
sem aukanúmer, í stað yfirveg-
aðs boðskapar, vegna þess
að boðskapur Marshalls ut-
anríkisráðherra um alvarlega
tilraun til þess að láta starfsemi
Sameinuðu þjóðanna ver.ða að
meira gagni, hafi komið valdhöf-
unum í Kreml á óvart og sá kost-
urinn liafi því verið valinn að
(Framhald á 8. síðu).