Dagur


Dagur - 18.12.1947, Qupperneq 1

Dagur - 18.12.1947, Qupperneq 1
Þeir sem eiga óuppgerða auglýs- ingareikninga við Dag eru beðnir að gera skil á afgreiðsluna nú þegar. Þriðja síðan: Getið nokkurra bóka. Umræðuefnið: Undirbúningur vetrar- Olympíuleikanna. XXX. árg. Akureyri, finuntudaginn 18. desember Í947 51. tbl„ „Vi8 verSum að fá fljóf- andi sildarverksmiðju" Samband norskra síldveiðimanna við ísland heldur aðalfund I nóvembcrlok hélt Island Sil- defiskernes Forcning aðalfund sinn í Bergen. I skýrslu sinni af fundinum sagði formaður Sam- bandsins, Knut Vartdal, útgcrð- armaður, að reynslan hafi sýnt, að veiðarnar við ísland gefi meira en nóg af saltsíld. Af þessu leiði það, að nauðsynlegt sé að fá fljót- andi síldarvcrksmiðju til íslands miða, og verði krafan frá í fyrra, um byggingu slíkrar verksmiðju, nú endurnýjuð. Þessi verksmiðja gæti tekið við aflanum í júlímánuði við ísland, og síðar á síldarmiðum Norð- manna heima fyrir. Flest þau skip, sem sækja síld- veiðar á íslands mið, stunda einn- ig stórsíldar- og vorsíldarveiði heima við Noreg. En þegar bezt láti, séu þáu ekki notuð nema 5 mánuði ársins, en aðgerðalaus hinn tímann. Þetta kvað formað- urinn þurfa að breytast, og þyrfti að tryggja það, að flotinn nýttist sem bezt á þeim tíma, sem hann væri við veiðar. Fljótandi síldar- j verksmiðja muni m. a. verða til þess. Oll íslandssíldin seld. Á fundinum var upplýst, að öll íslandssíld Norðmanna væri seld og hefðu Svíar fengið 85000 tunn- ur, Bandaríkin 28000, Danmörk 6000 og Rússland 25000. Afgang- urinn er notaður heima í Noregi. Athyglisverðar fréttir. Þessi aukni áhugi Norðmanna fyrir fljótandi síldarverksmiðju hér er athyglisverð frétt fyrir ís- lendinga. í fyrra komu fram raddir í norskum blöðum um það, að leita bæri samvinnu við ís- lendinga um að slík verksmiðja fengi að athafna sig í landvari. Leiguskip SÍS væntan- legt milli jóla og nýárs E.s. Varg, leiguskip SÍS er væntanlegt hingað til bæjarins milli jóla og nýjárs og flytur hingað sement frá Aalborg og hurðir frá Svíþjóð. Verður þess- um farmi skipað hér á land. Auk þess eru kol frá Póllandi í skip- inu og munu þau fara á aðrar hafnir. Dagur kemur aftur út á laug- ardag. Verður það síðasta tbl. ár- gangsins og jafnframt jólablaðið í ár. Auglýsingar, sem birtast eiga í því blaði, verða að berast afgr. í dag. Mun sú tillaga hafa fengið lítinn byr hér á landi. Sjómenn telja margir, að fljótandi síldarverk- smiðja, sem starfrækt væri á að- almiðunum, mundi hinn mesti vágestur. Nú er augljóst, að þetta mál er ekki úr sögunni, heldur verður það tekið upp á ný. Við- horf manna hér mun þó óbreytt, en þessi nýja frétt gefur vissulega tilefni til þess, að stjórnarvöld landsins séu jafnan vel á verði og fylgist með margvíslegum fyr- irætlunum erlendra þjóða, um auknar veiðar við strendur lands- ins á næstu árum. Utanríkisráðherra- fundurinn fór út um þúfur Semja Vesturveldin sérfrið við Þýzkaland? Síðastliðinn mánudag leyst- ist utanríkisráðherrafundur- inn í London upp og hélt Molotoff heimleiðis í gær- morgun. Enginn árangur varð á fundinum og eru öll málefni Þýzkalands og Austurríkis í sama óefninu og áður. Ekki var búizt við því yfirlcitt, að samningar mundu ganga greiðlega, en þess var vænzt að stórveldin reyndu að teygja sig eins langt og unnt væri til samkomulags. — Vesturveldin vildu ekki fallast á tillögu Rússa um skaðabætur af framleiðslu ÞjóðverjaenRúss- ar ekki slaka til á kröfum sín- um. Þá vildu Vesturveldin heldur ekki taka tillit til ráð- stefnu þeirrar, er kommúnist- ar héldu í Þýzkalandi nýlega og kölluðu „ráðstefnu þýzku þjóðarinnar“, en var raunar ráðstefna konnnúnista og flokka, er fylgja þeim að mál- um. Eftir að þetta var orðið Ijóst, tilkynnti Molotoff að ckki væri hægt að halda fund- arstörfum áfram, þar sem Vesturveldin hefðu sameinast gegn Sovétstjórninni. Þessi tíðindi öll cru hin uggvænleg- ustu. Vesturveldin höfðu haft við orð að semja sérfrið við Þýzkaland ef Rússar reyndust ófáanlegir til samkomulags. — Má búast við því, að að því verði nú stefnt, eftir þessi sögulegu cndalok utanríkis- ráðherrafundarins. Stærsta hvalveiða-móðurskip veraldar Þetta er hið tiýja hvalveiðamóðursk ip Norðmanna, Kösmos III., sem mun vera strersta skip sinnar teg- tegundar, sem nú er til. Eigandi þeess er Andreas Jahre, úlgerðarm. í Sandefjord. Skipid' er 20.000 smál. Samband norsku hraðfrystihús- anna hefur selt flök fyrir 36 millj. Samband norsku hraðfrysti- húsanna, sem stofnað var í fyrra, hefir nýlega haldið fyrsta aðal- íund sinn. í sambandinu eru svo að segja öll hraðfrystihús Noregs og hefir sambandið annast sölu á framleiðslu þeirra. í fregnum norskra blaða segir, að starfsemi sambandsins hafi gengið mjög að óskum á þessu ári og hafi það selt hraðfrystan fisk fyrir samtals 36 millj. kr. á erlendum markaði á þessu ári. Meginmagn fisksins var hraðfryst flök. Sambandið hefir lagt mikla áherzlu á mark- aðsöflun, og segja blöðin að fram- leiðsla þessi háfi verið rækilega kynnt í Evrópulöndum, hinum nálægari Austurlöndum og í Suður-Ameríkuríkjum. Útlitið fyrir þessa framleiðslu á næsta ári var talið mjög gott. Allir bankar og sparisjóðir taka á móti peningaseðlum Hver maðnr getur aðeins skipt seðlum einu sinni í sambandi við fyrirhuguð seðlaskipti, vill blaðið, að gefnu tilcfni, minna á, að þótt Lands- bankanum sé falið að annast um seðlaskiptin í reglugerð f jármála- ráðherra, annast aðrir bankar, sparisjóðir og innlausnarstofnan- ir einnig skiptin í umboði bank- Geta menn því snúið sér til allra banka, sparisjóða og þeirra innlausnarstofnana annarra, sem auglýstar kunna að verða. Gömlu seðlarnir eru ógildir frá gamlársdegi í skiptum manna á meðal. Þó er heimilt að nota 5 og 10 kr. seðla í vissum tilfellum, t.d. greiða með þeim farmiða, lyf og nauðsjmleg matvæli, en mönnum er heimilt að skipta seðlum í bönk- um og innlausnarstofnunum til 9. „Ilerðubreið44 kenrnr um jólaleytið janúar ,gegn framvísun nafnskír- teinis, en þó getur hver maður að- eins skipt seðlum einu sinni. Glöggar leiðbeiningar skortir. Framkvæmd þessara peninga- skipta virðist vera allmjög á reiki i hugum almennings, og er ekki nema vonlegt, því að hún hefir verið mjög slælega auglýst. Sjálf- sagt var að senda öllum blöðum landsins auglýsingu um fram- kvæmd skiptanna, til leiðbeiningar ' fyrir almenning, ásamt greinargerð um hana, til birtingar. Hefði málið jþá legið glöggt fyrir öllum. En iýmsar stofnanir virðast hafa meiri trú á útvarpsauglýsingum en frá- isögnum blaðanna. En í slíkum mál- jum sem þessum, eru útvarpstil- kynningar gagnslitlar. Menn þurfa iað geta lesið leiðbeiningarnar, og jblöðin eru sjálfsagður vettvangur slíkra upplýsinga. En í þessu til- felli er sá gallinn á, að ekki hefir verið hirt um að senda blöðunum upplýsingarnar, hvorki reglugerð- ina né auglýsingarnar. Herðubreið, annar stranaferða- bátanna, sem smíðaðir eru fyrir skipaútgerð ríkisins í Skotlandi, fór í reynsluferð 11. des. sl. Mun hann koma hingað til lands um jólaleytið og hcfja strandferðir upp úr áramótunum. Skipaútgerð ríkisins er að láta smíða í Skotlandi tvo strand- ferðabáta um 400 smál. að stærð, og eru þeir ætlaðir til flutninga milli smáerri hafna landsins, þar sem erfitt og dýrt er að koma við stærri skipum. Nú er fyrri báturinn Herðu- breið, fullbúinn og fór reynslu- ferðina fyrir nokkrum dögum. Reyndist báturinn ágætlega. Skipshöfnin, sem sækir bátinn út, er farin til Bretlands og mun báturinn að öllu forfallalausu koma hingað um jólaleytið. Bát- urinn átti að vera tilbúinn fyrir nokkru, en staðið hefur á stýris- vélum í skipið. Þgar Herðubreið kemur hing- að til lands, mun Grímur Þorkls- son, sem nú er 1. stýrimaður á Esju, taka við stjórn hans og sigla honum í strandferðunum, en þær mun báturinn hefja þegar eftir áramótin. Hinn strandferðabáturinn, sem nefnist Skjaldbreið, mun verða fullbúinn og koma hingað til lands um mánaðamótin janúar og febrúar. Færeymgar fá fastar flugsam- göiigur við Dan- inörk í vor Færeyska flugfélagið hefir á- kveðið að leigja norskan Cata- línabát til þess að halda uppi föst- um flugferðum í milli Færeyja og Kaupmannahafnar. Er búizt við því, að fastar áætlunarferðir verði ' teknar upp á þessari leið með vor- inu. Verður það fyrsta fasta flug- jáætlunin í milli Færeyja og ann- arra landa. Geysisfélagar. Æfing í kvöld á venjúlegum stað og tíma.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.