Dagur - 18.12.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 18.12.1947, Blaðsíða 3
Pimmtudaginn 18. desember 3,9.47 DA.G.UR Frá bókamarkaðinum Hannes J. Magnússon: Sögurnar hennar mömmu. Barnablaðið Æskan gaf út 1947. Þetta er ekki stór bók og lætur ekki mikið yfir sér, þótt hún sé mjög snotur að öllum búnaði. En það er góð bók, og er eins konar framhald af „Sögunum hans pabba“, sem út komu í fyrra eftir sama höfund og fengu góða dóma. Þessar sögur sýna það, sem hinar fyrri, að höfundurinn kann að tala við börn. Þetta eru falleg- ar sögur og æfintýri, sem ekki eru sagðar út í bláinn, því að all- ar frásagnirnar hafa að flytja ein- hvern hollan, siðferðilegan boð- skap til barnanna. Þær hafa því allar góðan tilgang. Auk þess eru þær ritaðar á góðu máli. Það er því alveg óhætt að mæla með þeim sem góðu lesefni handa börnum, og ættu foreldrar ekki að gleyma þeim, þegar þeir leita að jólagjöf handa börnum sínum, því að það er mikils vert að börnin fái gott og hollt lesefni. S. Indriði Indriðason: Dag- ur er liðinn. Ævisaga Guðlaugs frá Rauð- barðaholti.- Bókaútgáfan Norðri. Prentsm. Edda h.f. Bvík. 1947. Indriðí Iridriðáson rithöfundur hefur fært' 'í 'letut fróðlega og skemmtilega œvisögu íslenzks al- þýðumanns, er andaðist á Elli- heimilinu Grund 2. ágúst í fyrra, tæplega sjötíu og sjö ára að aldri. Hagur foreldra Guðlaugs frá Rauðbarðaholti. .vav svo þröngur, þegar drengurinn fæddist, að þéim var ofvaxið að sjá honum fýíir lífsffámfæri til viðbótar hin- um drengjunum tveimur, er fyrir voru í hreiðrinu. „Sveitin“ varð því að hlaupa undir bagga og koma á sinn kostnað yngsta stráknum á ffamfæri til vanda lausra. Og þegar halla tekur ævi degi Guðlaugs, eftir mikið strit og hverskonar mannraunir á sjó og landi, endurtekur sagan sig að því leyti, að hann verður að lok- um að leita aftur á náðir „sveit- arinnar“ — í það sinn Reykjavík- urbæjar — til þess að sjá sér far- borða síðasta áfangann að gröf- inni. Því fer þó fjarri, að saga Guðlaugs sé nokkur raunasaga, full bölmóðs og barlóms, heldur er hún hressileg og æðrulaus, því að hjarta Guðlaugs hefur haldizt hlýtt, þótt kjörin væru lengst af fremur kröpp.. Hann virðist hafa verið sómakær dugnaðarmaður, en hitt ræður þó fremur úrslitum um gildi bókarinnar, að sögu- hetjan virðist hafa verið gædd traustu minni og ágætri athug- unargáfu, svo að saga Guðlaugs verður athyglisverð og sannfróð- leg lýsing á ævikjörum venjulegs alþýðumanns, er berst sinni bar áttu jöfnum höndum í sveit og sjávarþorpum lengst ævinnar, en jafnframt er þar dregin upp skýr og skemmtileg mynd ýmissa sam- ferðamanna söguhetjunnar, sjó- víkinga og landkrabba, presta og leikmanna, sæmdarmanna og firðinga og Vestfirðinga aðallega, en þó koma Vestmannaeyingar og Reykvíkingar þar að lokum nokkuð við sögu. Af þessum bók- arköflum þykir mér Álfs þáttur Magnússonar og frásagan um Sólon heitinn Guðmundsson einna skemmtilegastir. Má vel vera að það stafi af því, að um báða þessa menn hafði ég nokkuð heyrt og lesið áður. Gils Guð- mundsson hefur birt sýnishorn af kveðskap Álfs — hins gáfaða og marglynda auðnuleysingja — í riti sínu „frá yztu nesjum", og „Álfs-kvæðið“ hafði ég heyrt og numið í æsku, enda mun það mega heita þjóðkunnugt á sína vísu. En „Sólon í Slunkaríki1 verður Þórbergi Þórðarsyni til- efni skringilegs frásöguþáttar í „íslenzkum aðli“, þótt allmjög sé sú lýsing á annan veg en Guð- laugur frá Rauðbarðaholti telur rétt og satt frá Sóloni sagt. Að öllu samanlögðu tel ég ævi- sögu Guðlaugs frá Rauðbarða- holti í röðskemmtilegustuogfróð- legustu bóka, sinnar tegundar, sem nú eru nýjar á bókamarkað- inum, og líklega til vinsælda og langlífis sem merka þjóðhátta- og aldafarslýsingu tveggja síðustu mannsaldranna. Ely Culbertson: Minningar I. Brynjólfur Sveinsson ís- lenzkaði. Bókaútgáfan BS. PrentVerk Odds Björns- sonar. Ak. 1947. Sá, sem kynni að kaupa þessa bók til þess helzt að kynna sér spilareglur Culbertsons, hins heimsfræga Bridge-spilara, mundi vafalaust þykjast hafa far ið í geitahús að leita sér ullar: - Spilareglur eða Bridge er þar naumast nefnt á nafn. En hinum, sem hafa af því einhverja nasa- sjón, að Culbertson er ekki að- eins mikill spilakórigur, heldur einnig hámenntaður heimsborg- ari, víðförull ævintýramaðui', af- burða skemmtilegui' og bráðsnjall rithöfundur — kemur það síður á óvai't, að minningar hans eru í röð þeix'ra ævisaga, sem skemmti- legast og fróðlegast hafa vei’ið skrifaðar. f þetta skipti er það satt og ýkjulaust, að það er erfitt að leggja bókina frá sér, áður en hún er lesin spjaldanna á milli, hafi menn annars sökkt sér ofan í lestui-inn. Það spillir auðvitað ekki ánægjunni, að efnið er „spennandi" og stórum róman- tískai-a en atburðarás flestra reyfai-a. Nálægt upphafi frásög- unnar er frá því greint, er faðir Ely Culbertsons, amerískur verk- fræðingur, er stjói'nar olíuvinnslu í Kákasusfjöllum, nemur konu- efni sitt, dóttur rússnesks hers höfðingja og Kósakkaforingja, a brott, þeysir með hana upp í há- fjöllin og nær aðeins að láta vígja þau í heilagt hjónaband, áður en eftii’reiðai'mennirnir, með föður brúðarinnar í farai’bi'oddi, ná þeim, en þá um seinan til þess að fá nokkru um þokað. Og dreng ui’inn, sonur þessara glæsilegu ævintýrahjóna, elzt upp meðal Kósakkanna, gengur í rússneska skóla, gerist byltingamaður og blóðugri uppreisn gegn keisara- stjórninni rússnesku og sleppur með naumindum við aftökustaur- inn. Hann lifir um skeið lífi slæp- ingja og betlara, og eftii’i að til Ameríku er komið til háskóla- náms, kannar hann undirdjúp Nýju Jói-víkur, leggur lag sitt við glæpamenn, hórkonur og eit- ui-lyfjaþræla, til þess að kynnast af eigin sjón og raun ranghvei’fu mannlífsins. Hann tekur þátt í verkfalli í Klettafjöllum, byltingu í Mexikó, gerist fai'þjófur í amer- ískum járnbrautarlestum og stjórnleysingi á Spáni. Frá öllu þessu, og ótal mörgu fleiru furðu- legu og frásagnarverðu, er sagt af leifti-andi fjöri og lífsorku. Og frásagnai’stíll Culbertsons er í senn einarður og hnitmiðaður, einfaldur og andríkur, hraður og fagui’skyggn, svo að bezti skáld- sagnai’höfundur mætti vei’a hreykinn af slíkri list og kunn áttu. Þýðing Bi-ynjólfs Sveinson- ar spillir heldur ekki þessari skemmtilegu og ágætu bók. Hún er afburðasnjöll, málfarið einfalt og látlaust, en þó yfii’bragsmikið og orðauðugt, fjörlegt og oi’ku- þrungið í senn. Þetta fyrra bindi ævisögunnar skilur við Culbertson, þar sem hann, enn á þroskaaldri, er ný- kominn aftur til háskólanáms í Parísarborg, eftir misheppnaða konuleit í Sviss. Eg hlakka ein- læglega til að lesa framhaldið og vona, að þss vei’ði ekki langt að bíða. J. Fr. ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF auðnuleysingja — úr hópi Breið- j sveimhugi, sem hættir lífi sínu í Sigurjón Jónsson: Sögur og ævintýri. Rvík 1947. Bókaverzlun Guðmund- ar Gamalíelssonar. — Prentverk Akraness h.f. prentaði. Þess gerist ekki þörf að kynna höfund þessarar bókar fyrir landsmönnum. Hann er löngu kunnur fyrir sögur sínar og ljóð, sem hlotið hafa góða blaðadóma fyrir frumleik, fjölbreytni og fjör í frásögnum sínum og fágæta stíl- gáfu. En þetta allt í sameiningu er aðalskilyi’ði þess, að bækur séu skemmtilegar. Þessi nýja bók hefst á ritgerð um fóstru höf., Guðrúnu Jóns dóttur, og fylgir mynd af herini og höf. sem bai-ni. Síðan koma ævintýi’i og sögur, alls 13 talsins. Sumar sögui’nar eru sýnilega bundnar við æskuminningar skáldsins og eru því að efni til sannsögulegar. Ekki eru allar sögui’nar jafngóðar og er þess heldur ekki að vænta. Meðal þeirra beztu þykja mér „Rauðir sokkar“, „Tvær geðveikar“ og „Fisið“. En allar eru þær vel læsilegar, spriklandi af- stílfjöri og frásagnagleði og hvergi leiðin- legar. „Rauða blómið" og „Fjalla- álfui'inn“ eru falleg ævintýri. I. E. Ilafmeyjan litla. Æfin- týi’i eftir H. C. Andersen, með teikningum eftir Falke Bang. Útgefandi tímaritið Syi’pa. Flestir muriu kannast við snilldai-þýðingu Steingríms á æf- intýrum og sögurn H. C. Ander- sens. Nú hefir tímaritið Syijpa gefið út æfintýrið um hafmeyna Aðalfundir íþróttafélaga. Aðalfundur Knattspyrnufélags Akui'eyrar var haldinn að Hótel KEA sunnud. 9. nóv. 1947. Form. félagsins, Árni Sigurðs- son, setti fund og stjórnaði hon- um. •— Form. minntist félaga, er látizt höfðu á árinu, þeirra Gunn- ai’s Hallgrímssonar tannlæknis og Stefáns Sigui’ðssonar deildar- stjóra. — Þá flutti form. ýtai’lega skýrslu um störf félagsins á liðnu ári, úrslit móta og utanfar- ir skíðamanna: Magn. Bx-yn- jólfsson og Björgvins Júníusson- ar til Sviss og Guðm. Guðm- mundssonar til Noregs. Á fundinum var rætt um íþróttasvæði, íþróttahús og önn- ur mál vai’ðandi framtíðarstarf- semi félagsins Stjói-n félagsins skipa næsta ár: Foi-m. Halldór Helgason. Rit- ari Bjöi-g Finnbogadóttir. Gjald- keri Jóhann Ingimai-sson Vara- foi-m. Ófeigur Eiríksson. Spjald- skrárritari Árni Árnason. Með- stjói-nendur: Einar Einarsson og Sigurður Steindórsson. Áhalda- vörður Reynir Vilhjálmsson.For- maður frjálsíþi’óttanefndar Mar- teinn Friðriksson. Foi-m. knatt- leikanefndar Ragnar Sigtryggs- son. Form. tennis- og badmin- tonnefndar Har. Sigurgeirsson. — Meðlimir félagsins eru nú 473 og fjölgaði um 43 á síðasta ári. ■ -. þ\\;s íþróttafélagið Þór hélt aðalfund sinn 26. nóv. sl. í félagsheimilinu í fimleikahúsinu. Foi-m. félagsins, Jónas Jónsson, setti fund, bauð hann félaga vel- komna og skipaði fundarstjóra Þoi’stein Svanlaugsson, varaform. Skýrslur — sumar mjög ýtar- legar — fluttu: form. fél., ritari, spjaldskrái-rit., gjaldkeri, og svo ýmist form eða ritarar ýmissa íþróttadeilda. Sýndu skýrslur þessar að starfið hafði vei’ið fjöl- breytt á liðnu ári, framganga all- litlu með teikningum eftir dansk- an listamann, Falke Bang, sem hefir dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Hafmeyjan litla er pi-ýdd möi’gum teikningum og útgáfan vönduð í alla staði. Æfintýrið er tilvalinn lestur fyrir böi’n og unglinga vegna hins heilbrigða og göfuga hugsunai-háttar, sem er uppistaðan í öllum æfintýrum hins fræga skálds. Rit og ræður. Eftir séra Jón Bjarnason. í bókaverzlun Gunnlaugs Tr. Jónssonar er bók, sem nefnist: Jón Bjai-nason, Rit og ræður. Eg vil benda þeim, er vildu gefa góða góða bók, á það, að þessi bók er tilvalin gjöf til vina og kunningja á jólunum. — Séra Jón Bjarnason er tvímælalaust einn af mei’kustu kennimönnum seinni tírpp irinan íslenzku kirkjunnar bæði austan hafs og vestan. Ræður hans eru stórbrotnar og andríkar. — Bókin er prentuð í Winriipeg, og er hún • mikið ódýi’ari en aðrar íslenzkar bækur. Pétur Sigurgeirsson. góð í sumum greinum íþrótta, t, d. skíðaferðum og knattleikum. Fundurinn samþ. einróma til- lögur til Alþingis um: að fella öl- frumvarpið, en samþ. viðauka- grein tryggingarlaga um slysa- tryggingu íþróttamanna — til bæjarstjórnar Akureyrar, að flýta fullnaðarákvörðun um íþróttasvæði bæjai’ins, svo að hægt verði að hefja þar fram- kvæmdir á komandi sumri. í stjói-n til næsta ái’s voru þess- ir kosnir: Form.: Jónas Jónsson. Gjaldkeri: Sigm. Björnsson. Rit- ari: Baldur Jónsson. Varaform.: Þorsteinn Svanlaugsson. Spjald- skrárritari: Hreinn Óskarsson. ★ Akureyri 7. des. Handknattleiksmót Akureyrar — innanhúss — hófst sl. sunnud. í fimleikahúsinu og stendur enn yfir. K. A. sér um þetta mót. Þátttaka er mjög mikil: í karlafl. eru þrjú lið, A., B., C., frá þrem félögum: f. M. A., K. A. og Þór. Keppa þar allir við alla — sem getur talizt vafasöm aðferð, þar sem með því móti verða leik- irnir mjög margir, og saman eiga oft næsta misjöfn lið. í kvennaflokki keppa aðeins þrjú lið, frá í. M. A. eitt lið og frá Þór tvö. — Úrslit mótsins verða birt í einu lagi síðar. ★ Á skíðum. Innan fái’ra dága hefjast æfing- ar beztu skíðamanna landsins hér ofan við bæinn, undir stjói’n Her- manns Stefánssonar. Lýkur þeim æfingum með nokk- urra daga keppni meðal þátttak- enda og vei’ða þá valdir úr þeim hópi þrír menn til Svisslandsfarar í vetur: tveir í svig og brun og einn í stökk. Ekki virðist — sum- um — enn fært, fjái’hagsins vegna, að senda fleiri en þetta á Ólympíumót skíðamanna. Gaman verður fyrir Akureyr- inga að fylgjast með þessari keppni og sjá með eigin augum þetta úi’valslið skíðamanna ís- lands. E. t. v. sjáum við svo skíða- kappa Breta á sömu slóðum upp úr nýárinu. Þá munu fleiri verða með. Jólakortin með ljósmyndunum frá Akur- eyri, og ótal fleiri gerðir. Mesta og bezta úrvalið af jóakortum verður i Bókaverzlun Þorst. Thorlacius Nýr landbúnaðarjeppi Vil kaupa nýjan landbún- aðarjeppa. • Kristján Rögnvaldsson, Garðyrkjust. „Flóru“, Brekkugötu 7.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.