Dagur - 07.01.1948, Side 1

Dagur - 07.01.1948, Side 1
o /o Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri Eimskipafélagsins, ræðir siglingrmálin og á- bendingar Dags. — Dagur ræðir skrif forstj. Bls. 5. F orustugreinin: Ljót siðfræði í áramóta- boðskap. Ekki má ræða ávirðingar og ábyrgð fyrr- verandi ríkisstjórnar. Akureyri, miðvikudaginn 7. janúar 1948 XXXI. árg. 1. tbl. Hvassafell hefur fluft nær því 10 þús. íesíir af vörum frá útlöndum fil hafna úti um land Þar af nær 4000 lestir til Akureyrar Blaðið íslendingur hefir nú um nokkurt skeið látið sér tíðrætt um siglingar e/s. Hvassafells og jafnframt látið liggja að því, að ekki hefðu orðið efndir á þeim fyrirheitum, að skipið sigldi fyrst og fremst til hafna dreifbýlisins. I tilefni af þessum margendur- teknu ummælum blaðsins hefir Dagur snúið sér til útgerðar- stjórnar skipsins hér og fengið hjá henni skýrslu um siglingar skips- ins síðan það hóf flutninga í september 1946. Þessi skýrsla leiðir glöggt í ljós, að fullyrðingar íslendings um að e/s. Hvassafell hafi í flutningum sínum afskipt hafnir dreifbýlisins, eru úr lausu lofti gripnar. Skipið hefir í 9 ferðum flutt til landsins 10.153 smálestir vöru og 1256 standarda timburs frá útlöndum og hefir losað þessar vörur að langmestu leyti á höfnum fyrir norðan og austan. Af þessu magni hafa að- eins 1684 smálestir farið í land í Reykjavík, en afgangurinn allur á hafnir annars stáðar á landinu. Eplasendingin. íslendingur er ákaflega hneykslaður yfir því, að Hvassa- fell skyldi ekki flytja jólaeplin alla leið hingað. Víst hefði sú til- högun verið ánægjulegust, en hins ber að gæta, að þegar SÍS varð við ósk ríkisstjórnarinnar um að láta skipið strax í síldar- flutninga, leigði það tafarlaust annað skip, sem flutti eplin til ísafjarðar og hingað jafnsnemma og þótt Hvassafell hefði siglt með þau alla leið. Eru þetta ólík vinnubrögð og stundum hjá skipafélögum syðra, sem ævin- lega skipa öllum varningi í land í Reykjavík og láta hann liggja þar unz ferð fellur, hvort sem eru ávextir eða annað, og er ekki langt síðan að Norðlendingar urðu af miklum hluta ávaxta- sendingar til landsins vegna þess að engin ferð féll norður og varð að selja ávextina í Reykjavík til þess að forða því að þeir eyði- legðust með öllu. Það er augljóst mál, að þótt Þcssi mynd er frá Vestmannaeyjum, hinni stóru verstöð, sem nú er að búa sig undir vertíðina, Guðni Þórðarson blaðam. tók þessa mynd í Eyjunum í fyrravetur. Stúlkurnar fremst á myndinni vinna í hraðfrystistöð Vestmannaeyja, sem er eitt stærsta og fullkomnasta hraðfrystiliús landsins. Friðsamt hér um jól og nýjár Lögreglan hér tjáir blaðinu, að mjög friðsamt hafi verið í bænum um hátíðamar og hafi ekkert sér- stakt borið til tíðinda. Nokkur brögð voru þó að því, að drengir væru á ferð með kínverja og smá- bombur, en ekki mun hafa orðið tjón eða slys að því. Samkvæmt þessari skýrslu skipt- ! SÍS starfræki eitt flutningaskip, eru ekki þar með leyst flutninga- vandamálin. En þetta yfirlit sýnir, að skipið hefir flutt verulegt magn af varningi til hafna úti um land. Hvað mundi þá Eimskipa- félagi íslands vera unnt að gera, með allan sinn stóra skipaflota, ef þau skip sinntu málefnum dreif- býlisins að sama skapi og Hvassa- fell hefir gert? Væri það frððlegt rannsóknarefni fyrir fslending og miklu gagnlegra fyrir almenning ist magnið þannig í milli ein- stakra hafna, talið í smálestum og standördum samanlagt: Reykjavík 1684 smálestir og std., ísafjörður 1067, Skagaströnd 150, Sauðárkrókur 100, Siglufjörður 500, Akureyri 3877, Húsavík 410, Þórshöfn 349, Bakkafjörður 29, Borgarfjörður 93, Norðfjörður 563, Eskifjörður 249, Reyðar- fjörður 1489, Fáskrúðsfjörður 618, Stöðvarfjörður 231. Þannig hefir skipið losað lang- samlega mest af þeim vörum, er það hefir flutt til landsins, á höfnum norðanlands og austan og er það eftirtektarvert í þessu sambandi, 'að fei'ðir Hvassafells og leiguskipa SÍS eru eina sigl- ingin beint frá útlöndum á sumar þessar hafnir á sl. ári. Verður því ekki sagt með nokkurri sann- girni, áð SÍS hafi í siglingamál- unum afskipt hafnir dreifbýlis- ins, þótt öllum sé hins vegar ljóst, að þetta eina skip Sambandsins nægi hvergi nærri til þess að leysa flutningavandamál dreif- býlisins. Til þess þyrfti stóran skipastól. Þó hafa leiguskip SÍS bætt talsvert úr skák og hafa flutt vörur í allstórum stíl beint frá útlöndum til hafna hringinn í kringum land. Til dæmis losaði e/s. Varg alls konar vörur beint frá útlöndum á 14 höfnum fyrir austan, norðan og vestan, á sl. ári. armn Eldjárn kji ormn Brezkir landhe heyrðust við neyðarkalli sjómanna Undursamleg björgun áhafnarinnar á mótor- bátnum Björgu frá Ðjúpavogi A sunnudag'inn kom þýzkur togari til Reykjavíkur og hafði | innanborðs skipsmenn af mótor- bátnum Björgu frá Djúpavogi, borð í togarann kom, veittu þeir skipverjum heztu aðhlynningu, er þeir gátu, en mat höfðu þeir af skornum skammti og önnur þæg- sem fór í róður frá Djúpavogi á indi eftir því. Bera skipbrotsmenn Eyfirðing a Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga situr á fundi hér í bænum þessa dagana. Fylir fundinum lá m. a. að kjósa formann félagsstjórnar- innar í stað Einars Árnasonar á Eyrarlandi. Á fundi sl. mánudag var Þórárinn Kr. Eldjárn, hrepp- stjóri á Tjörn í Svarfaðardal, kjörinn formaður. Þórarinn er fyrir löngu héraðskunnur maður en ósmekklegt nart blaðsins í út- og hefir átt sæti í stjórn KEA síð- í gerð Sambandsins. I an 1938. Seðlaskiptin hafa gengið greiðlega hér f fyrrakvöld var búið að skipta seðlum hér í bænum í öllum inn- lausnarstofnunum fyrir samtals kr. 3.600.000. í gær var allmikið um að vera í bönkunum og mun þessi upphæð þá hafa hækkað verulega, en blaðið hafði ekki lokatölurnar frá því í gær. Yfirleitt munu seðlaskiptin í bönkunum hér hafa gengið greið- lega. Fjölmenni hefir oftast verið í bönkunum, en afgreiðslan geng- ið greiðlega. Þó munu seðlaskipti fyrstu dagana hafa gengið hæg- ara um land allt, en búizt hafði verið við. Þá hefir nokkuð borið á því víða úti um land, að inn- lausnarstofnanirnar hafa mátt panta meira af nýjum seðlum en ætlað var að mundi duga í upp- hafi. Margir höfðu farið á ráðum bankanna og lagt fé sitt inn áður en seðlaskiptin hófust. Lækkaði seðlaveltan verulega síðustu daga desembermánaðai' og var ekki nema 108 millj. 31. des. og er það 60 millj. kr. lægri upphæð en á sama tíma árið; á undaru iLAWQSfcUKASAF U'j 17 289 i L___________ annan jóladag og ekkert hafði spurzt íil síðan. Höfðu skip og flugvélar leitað bátsins árangurslaust. Var talið að bátui'inn hefði farizt með allri áhöfn, því að hann hafði vantað í 15 dægur, er tcgarinn kom með menniná til Reykjavíkur. Skipbrotsmennirnir höfóu þá sögu að segja, að vél hátsins hefði bilað um klst. siglingu undan Ðjúpavogi. Urðu þeir þá að grípa til segla, en áttin var óhagstæð og hrakti þá frá landi. Bárust þeir síðan suður með landi og á haf út. Tókst þeijn að sigla bátnum upp undir land undan Ingólfshöfða og lögðust ]iar við festar, en festarn- ar slitnuðu og rak bátinn aftur til hafs. Á þessum slóðum urðu þeir varir við fimm togara, er þeir töldu vera brezka. Kynntu skip- verjar bál á þilfarinu, en togar- arnir skiptu sér ekki af þeim, þótt þeir hljóti að hafa séð neyðar- merkið, og munu þeir hafa verið að veiðum í landhelgi. Er þessi framkoma heldur kaldranaleg og stingur í stúf við framkomu ís- lendinga við skipbrotsmennina við Látrabjarg fyrir skemmstu. Er leið á hrakninginn kom leki Þjóðverjunum ágætlega söguna. Allir voru skipbrotsmennirnir sæmilega hressir, er að landi kom, þrátt fyrir 15 dægra hrakn- ing'. Matarlausir höfðu þeir verið lengst af, en nærst á fiski og sjálfrunnu lýsi. Skipverjar voru 4, formaður Sigurður Jónsson. ungui' maður og röskur. 'ámvmnumeim báa hraðfrystihús- byggingu Frá fréttaritara Dags í Húsa- vík: Nokkrir smábátar hafa róið hér í haust og vetur, og hefir' aflinn verið góður og stundum ágætur. Hefir þorskur allur verið saltað- ur. í haust var hafinn hér undir- búningur að hraðfrystihúsbygg- ingu og er ætlunin að koma því upp á næsta ári Verður hús þetta stórt og búið öllum nýtízku vél- um. Er það hlutafélag, sem stend- ur að þessum framkvæmdum, og að bátnum, sem ágerðist svo, að á Kaupfélag Þingeyinga þar lang- þegar þýzki togarinn kom á vett- vang, var báturinn að því kominn að sökkva. Þjóðverjar sýndu mikinn dugnað við björgunina, iví að vont var í sjó, og er um í Sf.ANDS stærsta hlutinn. 17. des. sl. var rafstraum frá Laxárvirkjun hleypt hér inn í ein fimmtíu hús; er það hluti af norð- urbænum, sem fékk hann fyrst.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.