Dagur - 07.01.1948, Síða 6
6
DAGUR
________________________á._____________________________
MAGGIE LANE
Saga eftir Frances Wees
----------------- 12. DAGUR _________________:_________
(Framhald).
„Þetta djöfullega ráðabrugg þitt, að halda mér og okkur öllum í
klemmu.“
„Já, en góði maður, mér hefir einmitt þegar tekist það.“
„Og þú ert því samþykk, að það sé kallað djöfullegt ráðabrugg?“
„Eg get ekki séð, að það breyti málinu neitt, hvaða nafn þið
bræður kjósið að gefa þvi. Eg læt mér nægja árangurinn, hitt
skiptir mig engu máli.“
„Og hver skyldi svo árangurinn verða, þegar tímar líða?“
„Það veit eg ekki, ekki ennþá. En það kemur í ljós.“
„Stendur þér alveg á sama, þótt eg sé að verða sturlaður út af
þessu ástandi öllu?“
„Blessaður góði, láttu ekki svona! Þú ert ekkert þesslegur, að
vera að missa vitið.“
„Herra minn trúr! Það vantar ekki mikið á, að eg sendi byssu-
kúlu í hausinn á mér. Það væri þó lausn á málinu á sinn hátt.“
„Jú, jú, það gæti orðið anzi skemmtilegt. Eg mundi áreiðanlega
taka mig ljómandi vel út í svörtum sorgarklsgðum. En auðvitað er I
það alveg óþarft fyrir þig að grípa til svo róttækra ráðstafana, þvíij
að þú getur bara haldið áfram á sömu brautinni og hingað til, ogl
drukkið þig að lokum í hel. Það tekur náttúrlega lengri tíma enl
hin aðferðin, en þú hefir meira fyrir snúð þinn þannig."
„Þú talar við mig eins og eg væri fimm ára drengur.“
„Já, en góði maður, þú hagar þér eins og óþekkur strákur.“
„Þú gleymir því víst, að eg hefi verið í herþjónustu á mörgum
vígstöðvum. En þú tekur ekkert tillit til þess. Það er þokkalegt að
reka sig á það, að maður hefir hætt lífi sínu og gengið í gegnum
hers konar hörmungar, til þess eins að fólk eins og þú þínir líkir
geti haft það notalegt. Og svo reynið þið að draga dár að því, að
maður er ekki sterkur á taugum svona fyrst á eftir að maður losn-
ar úr þessu Viti! “ ’ ■ • ■
\ . •' i, . '/] 1 ■
„Við töluðum út um þetta allt í gær. Blessaður byrjaðu ekki á
því aftur. Þú hefir staðið i ströngu, en enginn hefir neina samúð
með þér. Þetta er boðskapurinn, er það ekki?“
„Þú veizt manna bezt, að eg man ekkert af því, sem gerðist í
gær-----“ Hann þagnaði og horfði rannsakandi á hana. „Og það
sem meira er, þú veizt líka, að það er bara fyrirsláttur hjá þér, að
halda því fram að eg geti átt-“
Hann þagnaði áður en setningunni var lokið og horfði vandræða-
legur í gaupnir sér.
Samúðarglampa brá fyrir í augum Maggie, en ekki nema andár-
tak. „Þú ert bara óreyndur drengur,“ sagði hún., „og þekkir ekki
lífið.“
Þetta var satt að nokkru leyti. Hann var ófróður um margt. Hann
hafði alla ævi elskað Helenu og hafði beðið eftir henni. Hann hafði
að vísu komizt í kynni við stúlkur hinum megin hafsins og hafði
kysst þær. Það voru snotrar, góðar stúlkur. Þær höfðu verið ólíkar
Maggie. Þær áttu ekki þetta fas, þessa ísmeygilegu rödd og lát-
bragð. Það var ómögulegt, að hann hefði haldið henni í faðmi sín-
um, drukkinn þótt hann væri, og myndi alls ekki eftir því.
„Það getur vel verið, að eg eigi ýmislegt ólært," sagði hann
hranalega, „en eg er nógu lífsreyndur til þess að vita, að sagan, sem
þú segir öllum, um að þú eigir von á barni, er helber ósannindi. Þú«
máttir til að finna hana upp, vegna þess að annars hefðum við látið *
ógilda giftinguna. Þú hefir mig í gildrunni þessa stundina. En eitt
skal eg segja þér: Hvað sem eg kann að hafa sagt eða gert í gær-
kveldi og nótt, þá breytir það engu um það, að eg lít ekki á þig, sem
eiginkonu mína og ætla mér aldrei að gera það. Eg hefi enga löng-
(Framhald).
Sjúkrasamlag Akureyrar
heldur áfram starfsemi sinni árið 1948 samkvæmt
viðauka við lög um almannatryggingar, samþykkt
22. desember 1947.
Byrjað er að taka á móti iðgjöldum í skrifstotu
samlagsins, og kvittast um leið í sömu iðgjalda-
bækur og áður.
Munið að greiða sem fyrst og hafa bækurnar með.
Skrifstofa Sjúkrasamlagsins,
Kaupvangsstræti 4.
ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF
(Framh. af 3. síðu.)
1. Har. Pálsson 430.1 stig.
2. Sig. Þórðars. 424.9 stig.
3. Guðm. Guðms. 411.6 stig.
Jónas Ásgeirsson átti lengsta
stökkið, 29 m., en féll í fyrsta
stökki. Brautin gefur varla meira
en 30 m. stökk.
Mótið fór vel og rösklega fram
og varð bæjarbúum, þeim er sáu,
til mikillar ánægju, eins og jafnan
er áhugafólk hbrfir á dugandi og
drengilega íþróttamenn að
keppni.
Ollu þessu lauk með smáhófi að
Hótel KEA á sunnudagskvöld og
bauð ÍBA til þess, bæði skíða-
mönnum, starfsmönnum og
fréttamönnum blaða. — Meðal
ræðumanna þar var form. ÍBA,
Ármann Dalmannsson. Afhenti
hann aðkomumönnunum smá-
grip hverjum til minja um þessa
dvöl hér á Akureyri.
Ólympíufararnir þrír lögðu af
stað héðan — suður — í gær. Með
þeim fór — og fer út — Hermann
Stefánsson, sem þjálfari. Farar-
stjóri verður Einar Pálsson, for-
maður Skíðasambands íslands. —
Telja sumir fráleitt að láta þann-
ig tvo fyrirliða með aðeins þrem
keppendum, þjálfari ætti jafn-
framt að geta verið fararstjóri —
eða gagnkvæmt. — En sú skýring
er á þessu gefin, að Einar Pálsson
verði að fara til að mæta á al-
þjóðamóti skíðamanna, sem verð-
ur þarna í Sviss á sama tíma.
Sannarlega hefði verið æskilegt
að geta sent Harald Pálsson líka
sem keppanda, og hann vel þess
verður. Hann er sem hinir þrír
fjölhæfur og snjall skíðamaður,
prúður íþróttamaður og reglu-
samur. Þess má gjarnan geta, að
þeir sem beztir reyndust í þessum
kappmótum — og svo mun víðar
vera — eru alveg frásneyddir tó-
baki og áfengi. Skíðamenn ættu
að taka eftir því — og fylgja slíku
fordæmi.
Ólympíuförunum fylgja hug-
heilar óskir um góða ferð í hví-
vetna, að þeir reynist hvarvetna
sannir íþróttamenn og drengir
góðir. ★
Sú breyting varð að fastri áætl-
un, eftir það að settur hafði verið
íþróttaþáttur þessa blaðs, að
Magnús Brynjólfsson veiktist af
slæmri hálsbólgu. Varð hann því
að fresta för sinni suður, og bíður
Hei’mann Stefánsson eftir honum.
Hinir tveir fóru með Drang í gær
morgun til Sauðárkróks og svo
áleiðis í bílum. Ráðgert er að
fljúga út 10. eða 14. þ. m.
MÓÐIR, KONA, MEYJA
(Framhald af 4. síðu).
ykkur nú lesendur góðir góðir,
að ástandið í heiminum sé þann-
ig, að við höfum leyfi til að taka
þennan nýja sið upp?
Flíkurnar eru ekki aðeins
miklu síðari en við höfum haft
undanfarið, heldur og mun víð-
ari, og mun láta nærri að allt að
helmingi meira efni þurfi í kjól
með nýja sniðinu. — Við fáum
engu ráðið hvað verður í öðrum
löndum, en við ættum að sjá sóma
okkar í því, á öðrum eins erfið-
leikatímum, að spyma á móti
hinni nýju tízku og notast við það
sem við eigum. Puella.
Miðvikudagiim 7. janúar1948
Samgönguvandamálin
skorar á Eimskipafélag íslands
að taka nú þegar upp beinar
samgöngur milli útlanda og
aðalhafna á landinu eftir fastri
áætlun. Telur bæjarstjórnin
að minnstu kröfur í þessum
efnum séu: a) Mánaðarlegar
ferðir milli Norðurlanda og
Englands til Austur- og
Norðurlands. b) Mánaðarlegar
ferðir frá Ameríku vestur land
til Akureyrar. Ákveður bæj-
arstjórnin að fela bæjarráði,
eða einum manni tilnefndum
af hverjum flokki, að vinna að
þessum málum við Fjárhags-
ráð, ríkisstjórn og Alþingi, ef
þörf gerizt.“
Margir stoðir renna nú undir
illviljann í garð Eimskipafélags-
ins ef þessi samþykkt, og fleiri
svipaðar í ýmsum héruðum, eru
til þess eins gerðar að stofna til
„áreitni“ í garð félagsins.
Hin dularfulla sigling.
í sambandi við einstök atriði í
grein forstjórans telur blaðið
nægilegt að benda á eftirfarandi:
Forstjórinn þarf naumast að vera
furðu lostinn, þótt það vekti at-
hygli hér um slóðir, er útvarpið
tilkynnti að Selfoss væri á leið frá
Immingham til Akureyrar. Það
var vissulega nýjung, sem hlaut
að vekja athygli, að Eimskipafé-
lagið skyldi senda eitt af skipum
sínum frá útlöndum til annarra
hafna en Reykjavíkur. En sigling
þessi reyndist dularfull vegna
þess, að Selfossi skaut upp á
Reykjavíkurhöfn, þrátt fyrir út-
varpsauglýsingarnar og var engin
skýring gefin af hálfu Eimskipa-
félagsins. Forstjórinn upplýsir nú,
að það hafi verið SÍS, sem samið
hafði við félagið um að skila farmi
skipsins til hafna úti á landi, en
félagið hafi ekki fundið það upp
hjá sjálfu sér, og ennfremur, að
fyrir tilmæli ríkisstjórnarinnar
hafi verið ákveðið að láta skipið
hefja síldarflutninga norður eins
fljótt og auðið væri og þess vegna
hafi farminum verið skipað á
land í Reykjavík. Þetta eru sjálf-
sagt fullgildar skýringar, en hvers
vegna lét forstjórinn útvarpið
ekki auglýsa þetta, alveg eins og
hina fyrri áætlun? Þaðláðisthon-
um að gera, og þess vegna var
sigling Selfoss vissulega harla
dularfull í augum þeirra lands-
manna, sem fylgjast með ferðum
Eimskipafélagsskipanna af dag-
legum tilkynningum útvarpsins.
Var það því á engan hátt óeðli-
legt, að á þetta væri bent hér í
blaðinu.
Gamalt viðkvæði.
í sambandi við siglingar frá út-
löndum beint á helztu verzlunar-
hafnir úti á landi, hefir forstjór-
inn jafnan haldið því fram, að
ekki sé hægt að koma slíkum
siglingum á fyrr en innflytjendur
láti skrásetja nægilegt vörumagn
til þessara staða í erlendum höfn-
um. Dagur hefir hins vegar talið,
að vonlítið sé, að vörur í erlend-
um höfnum verði skrásettar beint
til staða á landi hér, sem sam-
kvæmt áætlunum og auglýsing-
um Eimskipafélagsins eiga engra
beinna siglinga völ. Til þess að
koma þessum málum aftur í
sæmilegt horf, eins og var fyrir
stríð, þarf fyrst auglýsta, reglu-
bundna áætlun til þessara staða,
og mun varan þá verða skrásett
eins og áður var. Þetta er annað
meginskilyrði þess, að unnt reyn-
ist að breyta fyrirkomulagi
verzlunar- og innflutningsmál-
anna, en hitt er ný skipan á út-
hlutun gjaldeyris- og innflutn-
ingsleyfa, og hafa þau mál oft
verið rædd hér í blaðinu og ekki
ástæða til þess að endurtaka það
nú.
Strandsiglingar
Eimskipafélagsins.
Dagur hélt því fram í grein
þeirri, er forstjórinn vitnar til,
að.engin áreiðanleg áætlun væri
til um ferðir skipanna hér við
land, Blaðið sér ekki ástæðu til
að afturkalla þessi ummæli, enda
þótt forstjórinn vitni til áætlunar,
desember. Að þessari áætlun hef-
ir- ekkert gagn verið, því að eftir
hexrni hefir alls ekki verið farið.
Sem dæmi má nefna það, er
Reykjafoss var látinn koma hing-
að í stað Selfoss í nóvemberlok.
Samkvæmt áætliminni átti skip-
ið að snúa hér við og taka vörur
vestur og suður. í stað þess að
gera það, var skipið sent austur
um og til útlanda, og vörur, sem
skráðai’ höfðu verið til flutnings
með því til .Vestfjarðahafna, kom-
ust ekki héðan fyrr en með Esju
skömmu fyrir jól. f áætluninni er
gert ráð fyrir komu skips hingað
skömmu fyrir jól. Það er ókomið
enn og hefir það þó ekki komið
fyrir í mörg ár, að Eimskipafé-
lagið hafi ekkert skip sent hingað
í desembermánuði. Fleiri dæmi
er óþarfi að tína til. Áætlun þessi
er pappírsgagn eitt.
Óþarft er. að rekja frekar
hversu ummæli forstjórans um
„áreitni“ og „óhróður“ Dags í
garð Eimskipafélagsins muni á
traustum grunni reist. Nafngiftir
á gagnrýni blaðsins raska ekki
staðreyndum. Siglingamálin og
innflutningsmálin eru í hinu
mesta ófremdarástandi og Eim-
skipafélagið á þ'ar verulégan hlut
að máli. Landsmenn utan
Reykjavíkur munu yfirleitt sam-
mála um það, jafnt samvinnu-
menn sem aðrir. Margir munu
hafa vænzt þess, að félagið legði
kapp á að koma á endurbótum
fljótlega að stríði loknu. Þær von-
ir hafa vissulega beðið mikinn
hnekki, þegar það er nú orðið
augljóst, að forstjóra félagsins
skortir svo átakanlega skilning á
því hvað til þess þarf, að Eim-
skipafélagið geti með réttu kallast
starfrækt með hagsmuni allrar
þjóðarinnar fyrir augum.
Til nýja spítalans: Gjöf frá A.
og R. kr. 200.00. — Gjöf frá N. N.
kr 100.00. — Gjöf frá konu kr.
200.00. — Gjöf frá Steinunni Ei-
ríksdóttur kr. 1000.00. — Áheit
frá Jóhönnu Jóhannesdóttur kr.
100.00. Með þökkum móttekið. —
G. Karl Pétursson.
sem gildi fyrir tímahilið júlí—