Dagur - 04.02.1948, Blaðsíða 4
4
D AGUR
Miðvikudaginn 4. febrúar 1948
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgrciðsla. auglýsingar, innhcimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstr.xti 87 — Sími 166
Blaðið kemur lit á hverjum miðvikudegi
Argangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí
Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri
Málþófið um innflutnings-
verzlunina
MÁLGAGN Sjálfstæðisflokksins hér í bænum
liefir tekið að sér að gegna undarlegu hlutverki
í sambandi við umræður þær, sem orðið hafa í
blöðum og á Alþingi, um fyrirkomulag inn-
flutningsverzlunar og gjaldeyrisúthlutunar.
Blaðið hefir yfirleitt tekið undir þá gagnrýni,
sem fram hefir komið, bæði hér í blaðinu og ann-
ars staðar, að núverandi skipan þessara máli feli
í sér óviðunandi ranglæti gagnvart verzluninni í
dreifbýlinu. Það hefir meira að segja nú nýverið
birt frásögn, sem sýnir og sannar, að í veigamikl-
um innflutningsgreinum fær lokaður hringur
revkvískra stórkaupmanna bróðurhlut gjaldeyr-
isins til ráðstöfunar og innflutningsfyrirtækjum
úti á landi er neitað um sanngjarna hlutdeild. En
þegar bent er á, að fram séu komnar tillögur um
að leiðrétta þetta misræmi, og gera verzlunina
eins frjálslega og hún getur verið á tímum hafta
og gjaldeyrisskorts, þá bregst blaðið þannig við,
að það snýst gegn þeim tillögum, án þess þó að
benda á nokkrar aðrar leiðir, sem færar séu til
þess að koma þessum málum í viðunandi horf.
Ástæðan til þessa tvískinnungs í málfærzlu
blaðsins er raunar augljós. Aðstandendur þess
hér, kaupmenn og atvinnurekendur, finna sár-
lega til þess, að núverandi skipan innflutnings-
málanna er að koma starfsemi þeirra á kné. Þeir
fara yfirleitt ekki dult með óánægju sína og
kröfur um endurbætur. En á sama tíma er það
eitt helzta áhugamál Sjálfstæðisflokksforust-
unnai- í Reykjavik, og hinna fjársterku einstakl-
inga, sem þar ráða mestu, að viðhalda þessari
skipan, og rígbinda alla innflutningsverzlunina
og yfirráð gjaldeyrisins innan landamerkja höf-
uðstaðarins. Á sama tíma, sem flokkurinn játar
fylgi við frjálsa verzlun og samkeppni, vinnur
hann að því af öllum mætti, að viðhalda kvóta-
skipulagi heildverzlana og spyrna gegn því, að
fólkið í landinu fái að ráða því sjálft, hvert það
sækir verzlun sína. Málgögn flokksins vitna sí-
fellt í lögin um Fjárhagsráð, þar sem svo er mælt
fyrir að þeir, sem geri bezt innkaupin og selji
vörur sínar ódýrast í landinu, skuli sitja fyrir
um innflutning, en hins vegar forðast þau alveg
að gera grein fyrir því, hvernig þetta mat á verði
og gæðum skuli framkvæmt. Og á meðan sitja
innflutningsmálin í sama horfinu og fyrr, heild-
verzlanirnar búa við ríkisverndaða kvóta af
gjaldeyrinum, innflutningsverzlunin heldur
áfram að takmarkast við landamerki höfuðstað-
arins í sömu formunum og fyrr og öllu nýju
framtaki í verzlunarmálunum er bægt frá.
EIN MEGIN RÖKSEMD Sjálfstæðismanna
gegn því að fela landsmönnum sjálfum úrskurð-
arvaldið um það, hverjir selji vörur sínar ódýr-
ast og hverjir skuli flytja inn til landsins, er sú,
að það fyrirkomulag mundi hleypa af stað kapp-
hlaupi um skömmtunarseðlana og segir „íslend-
ingur“ sl. miðvikudag ,að slíkt mundi „koma
svo miklum ruglingi á viðskiptin, að ekki yrði
séð fyrir endann á slíku.“ Með svona röksemda-
færzlu á að standa þversum í vegi fyrir eðlileg-
um leiðréttingum á ranglátu verzlunarfyrir-
komulagi. Það er alkunna, að ýmsir flokkar hafa
kosningasmala og reyna með því móti að afla sér
fylgis á kjördegi. MunuSjálfstæðismennallkunn-
ygir slíkum starfsaðferðum. Þótt þessar aðferðir
séu sízt til fyrirmyndar, hefir
engum flogið í hug að fara fram
á afnám almennra kosninga af
þeim sökum, að þessi starfsemi
„komi svo miklum ruglingi á
þjóðmálin, að ekki yrði séð fyrir
endann á slíku“, né heldur, að
embættismannanefnd ríkisvalds-
ins útnefni þingmenn fyrir þjóð-
ina. „En „seðlakapphlaups“-rök-
semdir Sjálfstæðismanna eru
hliðstæðar slíkum tillögum. í inn-
flutningsmálunum er um það að
velja, að leyfa fólkinu í landinu
að kjósa um það sjálft, hver skuli
annast innflutninginn til landsins
og dæma um verðlag og gæði, eða
láta embættismannavald ríkisins
hafa það úrskurðarvald í sínum
höndum, svo sem verið hefir að
undanförnu. Það er um að velja
frjálslega verzlun, eftir því sem
unnt er innan þeirra takmarka,
sem ríkisvaldið verður að setja
af völdum gjaldeyrisskorts, eða
rígbundna kvótaverzlun, þar sem
lögverndaðir forréttindahringir
fá ákveðinn hluta innflutningsins
eftir mati nokkurra embættis-
manna. Um þetta stendur deilan
og ekki annað. Það er sameigin-
legt hagsmunamál samvinnu-
manna í landinu, sem miklu rang-
læti hafa verið beittir í innflutn-
ingsákvörðunum ríkisvaldsins að
undanförnu, og allrar annarrar
verzlunarstarfsemi úti á landi, að
landsmenn fái þetta dómsvald í
sínar hendur, svo sem var, er
verzlunin var frjáls. Þegar sú
leiðrétting er fengin, er það á
valdi landsmanna sjálfra, hvort
samvinnuverzlun eða einkaverzl-
un flytur inn vörurnar, eða hvort
dreifbýlið fær réttlátan skerf inn-
flutningsverzlunarinnar í sínar
hendur eða ekki. Þeir, sem verzl-
unarstarfsemi stunda úti á landi
þurfa að gera sér það ljóst, hvort
er æskilegra fyrir þá, að við-
skiptamenn þeirra ákveði hlut-
deild þeirra í verzluninni, eða
hvort embættismannanefnd í
Reykjavík á að gera það. Þegar
þeir hafa gert það, fellur allt mál-
þóf Sjálfstæðisflokksins um sjálft
sig.
FOKDREIFAR
„Iíver cr kominn úti?“
Menn hafa veitt því athygli, að
málgagn Alþýðuflokksins hér í
bænum nefndi „glerhús" hér á
dögunum i sambandi við umræð-
ur um óhæfilegt starfsmanna-
hald ríkisins, og það meira að
segja „harla veikbyggt glerhús“.
Gott er það, er menn eru svo
sannfærðir um traustleika sinna
eigin varnarvirkja að þeir treyst-
ast til þess að herja á það, sem
þeim finnst miður gert í kring
um þá, og ætla verður, að þeir,
sem á bak við múrana standa,
viti gerzt um styrkleika þeirra.
En einhvern vegin mun það samt
álit manna, að oft hafi ör verið
send úr traustara vígi en herbúð-
um embættismannaflokksins, og
að ekki muni oddurinn vera sár,
sem brýndur er á annarri skrif-
stofu almannatrygginganna hér
af ritstjóra Alþýðumannsins. Það
þarf brjóstheilindi til að hneyksl-
ast á aðfinnslum um fjárbruðl og
skipulagsleysi opinbei's starfs-
mannahaldá þar í sveit. — Hér í
blaðinu var skýrt frá því, að sam-
kvæmt skýrslum atvinnumála-
nefndar Reykjavíkur, væru nú
2500 manna lið á launum hjá ríki
og ríkisstofnunum í höfuðstaðn-
um einum saman. Þetta er stjórn-
arkerfið — ríkisbáknið — þar
syðra og var það umræðuefnið
í grein þeirri, sem hneykslaði
ritstjóra Alþýðumannsins. Það er
öllum ljóst, að ríkið hefir fleiri
starfsmönnum á að skipa en þess-
um, t. d. starfrækja almanna-
tryggingarnar tvær skrifstofur
hér í bænum, og bá benda á að
sem dæmi þess, að víðar sé þörf
á betri skipulagningu og meiri
hagsýni í rekstri opinberra stofn-
ana en í höfuðborginni, þótt dæm
in séu stærst og ljósust þar.
Það er talandi tákn um ástand-
ið, að langtum fleiri menn hafa
framfæri sitt af skrifstofustörf-
um hjá ríkiseinokunum og ríkis-
stofnunum en af störfum við að-
alútflutningsatvinnuveg þjóðar-
innar í höfuðborginni. Mún fæst-
um þykja ástæðulaust að á það
sé minnzt. Hitt er auðvitað skilj-
anlegt, að þeim Alþýðuflokks-
mönnum sé það ekki sársauka-
laust, að hróflað sé við embætt-
ismennskunni og skriffinnskunni.
Er hvort tveggja, að starfræksla
opinberra stofnana yfirleitt, hefur
ekki varpað neinum ljóma á ríkis
rekstrarkenningar þeirra, og svo
það, sem e. t. v. er þyngra á met-
unum, að þeim hefur bragðast vel
á brauðinu, sem útdeilt hefur ver
ið af völdhöfunum í sambandi
við alla hina opinberu „skipu-
lagningu". Það er eins og flokks-
stjórnin hafi skynjað það, að veg-
urinn til hjartans liggur í gegn-
um magann hjá æði mörgum
fylgismönnum hennar.
Hestinn munar um pundið.
ÓFEIGUR í Skörðum lagði
hnefann á borðið fyrir framan
nefið á Guðmundi ríka og lægði
þai' með ofsa hans. Þar bjó afl á
bak við. Kommúnistar skilja yf-
irleitt ekki annað tungumál en
það, er Ofeigur brá fyrir sig, en
þeir hafa ekki alltaf borið gæfu til
þess að skilja það rétt. Á Þróttar-
fundinum í Reykjavík ætluðu
þeir að hrifsa til sín völdin með
því að neyta aflsmunar, en dóm-
greindina vantaði. Þeir beittu að
vísu hnefunum, og sunnanblöðin
segja að sumir fundarmenn hafi
verið bláir og blóðugir að viður-
eigninni lokinni, en þótt atgangur
væri harður og afls væri neytt,
skorti undirstöðuna, rétt mál að
verja. Kommúnistar höfðu því
ekki annað fyrir snúð sinn en
nokkur blá augu, heimsókn lög-
reglunnar og fyrirlitningu lands-
manna. Nú reyna þeir að láta svo,
sem fregnirnar af þessum ein-
stæða fundi séu „falsaðar“, rétt
eins og “áætlun M“ í Þýzkalandi
á dögunum, þar sem skemmdar-
verkin áttu að færa þeim valdið.
í mótmælayfirlýsingu sinni verða
þeir þó að viðurkenna að „óeirð-
ir hafi orðið á aðalfundi félags-
ins“. Upplýst er einnig, að leitað
var aðstoðar lögreglunnar í
Reykjavík, og sunnanblöðin telja
að rannsókn verði gerð í tilefni af
kosningunum í félaginu. Eftir
þessar upplýsingar allar reynir
málgagn kommúnista hér að
breiða yfir ófarirnar með því að
hrópa: „lygi, lygi, fals, fals“. —
Hestinn munar um pundið, þegar
hann er þreyttur. (Frh. á 5. s.).
| MÓÐIR-
| KONA-MEYJA J
Hvað veiztu um kartöfluna?
Kartaflan var notuð til manneldis í Ameríku, þeg-
ar Evrópumenn komu þangað fyrst. Þeir fluttu síð-
an kartöfluna til heimkynna sinna í þeim tilgangi
að nota hana á sama hátt, en því fóru fjarri að kar-
töflur kæmu á hvers manns borð fyrst um sinn.
Áratugir liðu, áður en þeim var gaumur gefinn, og
aldir áður en þær urðu hversdagsfæða á borðum
almennings.
Ástæður fyrir því voru ýmsar, m. a. fastheldni
fólksins á gamlar venjur og kreddur og hjátrúar-
kenningai' í sambandi við jm'tina.
Kartaflan tilheyrir þeirri ætt jurtaríkisins, er
nefnist Náttskuggaætt, en innan hennar eru ýmsar
eitraðar jurtir. — Þetta vissu fræðimenn vel og
töldu því víst að hér væri einnig um eitraða jurt að
ræða. (í kartöflugrasi er eitrið Solanin, en í mjög
litlum mæli).
Sums staðar voru uppi kenningar um það, að kar-
töflur væru valdar að gigt. — Annars staðar voru
þær aftur á móti notaðar sem meðal við gigt, og
þótti sumum nóg að bera þær í vösunum og töldu
það lækna. Þá var kartöfluneyzlu gefið það að sök
að hún ylli holdsveiki, kláða og enn fleiri kvillum.
Svo mikil var óbeit fólks á kartöflum sums stað-
ar, að hjú settu það skilyrði, þegar þau réðu sig í
vist, að þau þyrftu ekki að borða þær.
í harðindum lögðu menn sér flest til munns og þá
kartöflur líka, enda efldist útbreiðsla þeirra og
neyzla mest, þegar illa áraði.
Enski grasafræðingurinn Gerard hélt því fram, að
kartöflur væru hollar nýgiftum hjónum, því að þær
ykju fjör og styrktu líkamann. Þetta voru mikil og
góð meðmæli.
Frá því hefii' verið sagt, að í ríki Friðriks mikla í
Prússlandi hafi fólk þverskallast gegn boðum hans
um ræktun kartaflna, en þegar hungur og harðæri
svarf að, þá þurfti ekki valdaboð keisarans til þess,
að fólk lærði að leggja sér til munns það, sem annars
var kallað „svínafæða11. — í harðindum voru kar-
töflurnar kallaðar „gjöf frá himnum“ þar í landi.
Fáum sögum hefir af því farið hér á landi, að
þessi jarðarávöxtur hafi mætt andúð frá neytend-
anna hálfu, en kartöfluneyzlan hefir aldrei verið
mikil, og uppi hafa verið bæði menn og konur, sem
fremur hafa kosið brauð en kartöflur til matar.
Ttakmarkið þarf að vera, að ræktað sé í landinu
árlega a. m. k. á hvern íbúa landsins: 100 kg. til
matar, 12 kg. til útsæðis, 13 kg. fyrir rýrnun við
geymslu og skemmdir, eða 125 kg. samtals. Með
núverandi fólksfjölda nemur þetta um 150 þús.
tunnum, eða 25 þús. tunnum meira en uppskeran
var árið 1946.
íslendingai' borða mun minna af kartöflum en
ýmsar aðrar þjóðir
Um meginhluta ársins eru nýmjólkin of kartaflan
C-vítamínlindir okkar íslendinga.
Auk C-vítamínisins, er dálítið af B-vítamíni í
kartöflunni, en mjög lítið af öðrum vítamínum.
Af þeim afbrigðum, sem mest hafa verið rannsök-
uð, er mest af C-vítamíni í Gullauga, en minnst í
Bláum íslenzkum.
Mest vítamín eru í kartöflunni nýrri, en minnkar
eftir því sqm líðui' á geymslutímann og er minnst
að vorinu.
Um helmingur C-vítamínsmagnsins getur farið
forgörðum á fyrstu þrem mánuðum eftir upptöku.
Séu kartöflur soðnar með hýði er C-vítamín-
tapið mjög lítið.
Soðnar kartöflur, sem geymdar eru til næsta dags
tapa litlu, ef þær eru geymdar með hýði.
Soðnar og afhýddar, sem geymdar eru til næsta
dags, tapa um þriðjung af C-vítamínmagninu.
Kartöflustappa tapar á sama hátt minnsta kosti
helming af C-vítamínmag'ninu.
B-vítamínmagnið tapast því nær ekkert við
venjulega matreiðslu. '
Fyrsti maður á íslandi, sem ræktaði kartöflur var
séra Björn Halldórsson í Sauðlaulcsdal, árið 1759.
(Úr ,,Kartaflan“).