Dagur - 04.02.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 04.02.1948, Blaðsíða 8
Bagum Miðvikudaginn 4. febrúar 1948 Reykjalimdur þriggja ára: Sfórhýsi vinnuheimilisins verður fekið til notkusii ¦ r . Islendingar frerastir Norðurlandaþjóðanna Að Reykjalundi í Mosfellssveit er unnið merkilegt menningarstarf á vegum Sambands íslenzkra berklasjúklinga. I»essi merkilega stofn- un, vinnuheimili S.Í.B.S., á briggja ára starfsafmæli um þessi mán- aðamót. í tilefni af afmælinu hefir tíðindamaður blaðsins snúið sér til Þórðar Benediktssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, og spurt hann frétta af rekstri Reykjalundar. Vonir, sem urðu að veruleika. — ÞaS eru á þessu ári liSin 10 ár síðan. sambandið var stofnað, sagði Þórður. Upphafiega gerðu stofnendurnir sér ekki mjög háar hugmyndir um það, hvað hægt væri að gera, en þegar séð var, að öll þjóðín fylgdi þessu nauð- synjamáli, var ákveðið að ráðizt yrði í að safna fé og reisa vinnu- heimili handa berklaveiku fólki ög skapa því þannig skilyrði til starfs og lífs. Skömmu eftir 1940 var ákveðið að reyna að ráðast í þetta glæsi- lega menningai-fyrirtæki. Árang- urinn er alþjóð kunnur. Undir- tektir almennings voru með ein- dæmum góðar, og á miðju ári 1944 hófust byggingafram- kvæmdir að Reykjalundi. Sjö mánuðum seinna, 1. febrúar 1945, voru fimih íbúðarhús tilbúin handa vistmönnum, og einnig var þá búið að ganga frá nokkrum hermannaskálum, "þar sem reka skyldi verkstæði. Stórhýsi í smíðum. Þegar heimilið hóf starfsemina, voru vistmennirnir 20. Skömmu seinna fjölgaði þeim upp í 40, og nú eru þeir 45. Búið er að reisa 11 íbúðarhús handa vistmönnum að Reykjalundi og 21 hermanna- skáli er notaður, meðan aðal- byggingu heimilsins, sem nú er í smíðum, hefir ekki verið lokið. í þeirri byggingu VerSur miS- stöð allrar starfseminnar að Reykjalundi. Er byggingin stór- hýsi, 10 þúsund rúmmetrar að stærð. Þar verða vinnustofur, birgðageymslur, ~ borðsalur og eldhús, lækningastofur og sjúkrastofur, íbúð yfirhjúkrunar- kortu og fleira. Þegar þetta hús er komið í notkun, verður merki- legum áfanga og kærkomnum náð í sögu vinnuheimilisins. Þá verður hægt að flytja starfsemina úr bröggunum í gott húsnæði. Gert er ráð fyrir, að húsið verði tilbúið til notkunar um mitt næsta sumar. Efnt var til bílahappdrættis til að standast straum af kostnaðin- um við þessa stórbyggingu, að nokkru leyti. Hefir sala happ- drættismiðanna gengið vel hing- að til, og er búið að draga um 10 bíla af 20, sem dregið verður um. Framleiðsluvörur heimilisins eru eftirsóttar. Með starfsemi vinnuheimilisins er hagnýtt mikil vinnuorka fólks, sem annars færi forgörðum, þjóðfélaginu og því sjálfu til mik- ils tjóns. Er það einkum þrenns konar iðnaður, sem starfað er að í Reykjalundi — trésmíði, járn- smíði og saumar. Framleiðsla vistmanna er svo eftirsótt, að ekki er nálægt því hægt að fullnægja eftirspurninni. I trésmíðaverk- stæSinu eru smíðaðar margar tegundir leikfanga og bólstraðar setur á stóla, sem járnsmíðaverk- stæðið smíðar. Hefir það hafið smíði á stálhúsgognum handa skólum og samkomuhúsum, og líka þau mjóg vel. Hafa margir látið í ljósi ánægju sína yfir gæð- um þessarar vöru. Þá er heimilið nýlega búið að fá stórvirka vél, sem býr til fjaðrir í legubekki og stóla, og getur hún fullnægt þörfum allra landsmanna í þessu efni. Starfsemi saumaverkstæðisins hefir aftur á móti verið miklum örðugleikum háð, sökum efnis- skorts, en þar hafa ýmsar vörur verið unnar, svo sem kjólar, sængurföt, dúkar og margt fleira. Gjaldeyrisyfirvöldin hafa stutt sambandið af ráðum og dáð til að afla nauðsynlegra hráefna til starfseminnar, og hefir hggur vinnuheimilisins verið góður þau ár, sem það hefir starfað. Árið 1946 voru framleiddar á Reykja- lundi vörur fyrir hálfa aðra mill- jón króna, en rekstur heimilisins kostaði þá um 100 þúsund krón- um minna. fslendingar fremstir Norður- landaþjóða á þessu sviði. í sumar verður haldið stofn- þing berklavarnasambands Norð- urlanda, en berklavarnafélög hafa um langt skeið verið starf- andi í öllum hinum Norðurlönd- unum, nema Færeyjum. VerSur stofnþingiS haldið hér á landi í heiSursskyni viS starfsemi S. í: B. S., því aS þetta starf þykir í meiri blóma hér en á nokkru hinna Norðurlandanna. Er ætl- unin, að hægt verði að taka á móti þessum eiiendu gestum í hinu nýja húsnæði að Reykja- lundi. Hægt að bæta við. Þegar hægt verður að taka nýja húsið í notkun, verður hægt að bæta við nokkrum vistmönnum, og verður þá fyrst hægt að líta á hinn langa biðlista berklaveiks fólks, sem vill komast að Reykja- lundi til að vinna þar við nytsam- leg frámleiðslustörf, undir ná- kvæmu eftirliti sérfræðinga. Stórhríðarmót skíðaitianna hefst n. k, sunnudíag Skíðamót íslands um- páskana Stjórn Skíðasambands íslands hefir falið Skíðaráði Akureyrar að sjá um framkvæmd Skíðamóts íslands 1948. Fer mótið fram um páskana og hamli ekki veður eða annað, er það áformað á þessa leið: Laugardaginn 27. marz: Brun karla og kvenna í öllum flokkum. — Svig kvenna í öllum flokkum. — Svig karla, C-flokkur. — Sveitakeppni karla í svigi. Páskadagur 28. marz: Messa, skíðastökk, svig karla A- og B- 2. páskadagur 29. marz: SkíSa- ganga. Þann dag er og fyrirhug- aS aS halda keppnir,' sem orðið hefur að fresta. Líklegt er að keppnirnar fari flestar fram í Snæhólum. Næstkomandi sunnudag þ. 8. febr. er áformað að StórhríSar- mót 1948 hefst með stökkkeppni við Miðhúsaklappir, ef færi verð- ur, og sunnud. þ. 15. febr. verður því móti haldið áfram með svig- og brunkeppni karla og kvenna. Vei-ður sú keppni sennilega í brekkunum við Fálkafell. Skíðamót Akureyrar 1948 verð ur haldið um fyrstu eða aðra helgi í marz. St. Moritz: Islendingar kepptu í fyrsta sinn á mánudag Samkvæmt frétt, sem blaðinu barst frá Reykjavík í gær, kepptu íslendingar í fyrsta sinn í bruni í St. Moritz í gær. Varð Magnús Brynjólfsson nr. 64, Þórir Jóns- son 98 og Guðmundur Guð- mundsson nr. 100 Þórir Jónsson er Reykvíkingur, sem' stundar nám í Frakklandi, góður skíða- maður. Hefur hann bætzt í hóp keppenda. Svíar unnu glæsilega í 18 km. göngu, áttu 4 fyrstu menn. Einnig unnu þeir 4x10 km boðgöngu. Norðmenn eiga flesta sigurvegara í skautahlaupi. Eftir mánudagskeppnina voru Svíar hæstir aS stigatölu með 37 stig, Norðmenn höfðu 35 Vz stig, Sviss- lendingar 22 stig ogFinnar 20 stig. Vistmenn að Reykjalundi við járnsmíði Aukið félagsstarf kvenna í fyrrakvöld hafði KEA fund fyrir félagskonur og aðrar konur, sem áhuga hafa á samvinnumál- um, í Gildaskála KEA. Á annað hundrað konur sóttu fundinn. — Frk. Anna Snorradóttir, sem ráðin hefir veiið til þess að vinna að auknu félagsstarfi kvenna á félagssvæðinu, flutti erindi um félagsstarf samvinnukvenna í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi, og ræddi um möguleika til þess að koma á svipaðri starfsemi hér á landi. Virtist ríkja mikill áhugi meðal kvenþjóðarinnar fyrir þessum málum. Mikií éítirspurn er eftir vörum þeim, sem framleiddar eru í vinnu- heimilinu og hafa þær þegar hlotið gott orð fyrir vandað,a viiinu og smekklegan frágang. Búnaðarsamband Eyjafjarðar vill aukið eftiriif með síldarmjöli til skeonufóðurs Frá aðalfundi Sambandsins s. 1. föstudag Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn hér í bænum sl. föstudag. Fundinn sóttu 13 fulltrúar sambandsfélag- anna, auk stjórnar sambandsins og búnaðarþingsfulltrúa. Fjár- hagsáætlun sambandsins, er sam- þykkt var á fundinum nemur 43.200 krónum. Helztu tekjuliðir eru:, Styrkur frá Búnaðarfélagi Islands 22.500, frá Eyjafjarðarsýslu 6000 og mælingargjöld 2700 kr. Helztu útgjaldaliðir eru: Laun ráðunauts 14000 og til ræktunarfram- kvæmda 24000. Er ráðgert að veita þá upphæð til verkfæra- kaupa og ræktunarframkvæmda á jarSræktarsamþykktasvæðum sýslunnar. . Fóðurbætiskaup. Allmiklar umræður urðu á fundinum um síldarmjölskaup bænda og var að lokum samþykkt tillaga, þar sem skorað er á Kaupfélag Eyfirðinga, annað hvort eitt fyrir sig, eða í sambandi við önnur kaupfélög, að hafa sér- stakan trúnaðarmanna við inn- kaup á síldarmjöli því, ér keypt er til skepnufóSurs á félágssvæð- iriu. Þá var mælst til þess, að At- vinnudeild Háskólans taki til rannsóknar hvernig síldarmjöl þarf að vera framleitt svo að það géti talizt gott og lystugt skepnu- fóður og að-hún beiti sér fyrir því, að tekið sé tillit til þeirra rann- sókna við framleiðslu síldarmjöis sem nota á til skepnúfóðurs inn- anlands. Var kjörin þriggja manna nefnd til þess að vinna að málinu. Óla.fur Jónsson fram- kvæmdastjóri var endurkjörinn formaður sambandsins. í tilefni af erindi frá Gísla Kristjánssyni ritstjóra um bú- fjársýningar í héraðinu á næstk. sumri, taldi fundurinn ekki hægt að takast slíkar sýningar á hend- ur vegna banns við flutningi búfjár í milli hreppa. Leiðbeiningar um notkun tilbúins áburðár Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri, hefur samið leiðbein- ingar um notkun þess tilbúna áburðar, sem á boðstólum er nú, og hefir góðfúslega leyft Degi að birta bær. Notkunaráætl- un Ólafs er miðuð við 1 ha. lands og tvenns konar áburðar- samsetningu (I. og II.), og það, að vel sé borið á, ella verður að hafa hliðsjón af ræktunarástandi á hverjum stað og hvern- ig borið hefir verið á að undanförnu. Á HA. KARTÖFLUGARÐAR EINVÖRÐUNGU: I. 150 kg. Ammoníaksaltpétur, 250 kg. Þrífosfat, 300 kg. Bennisteinssúrt kalí. II. 750 kg. Kalkammonsaltpétur, 250 kg. Þrífosfat, 300 kg. Brennisteinssúrt kalí. A TÚN EINVÖRÐUNGU: I. 250 kg. Ammoníaksaltpétur, 150 kg Þrífosfat, 150 kg. Klórkalí. II. 400 kg. Kalkammonsalt- pétur, 150 Kg. Þrífosfat, 150 kg. Klórkalí. Á TÚN MEÐ y2 ÞVAGBREIÐSLU: I. 125 kg. Ammoníak- saltpétur, 150 kg. Þrífosfat. II. 400 kg. Kalkammonsáltpétur, 150 kg. Þrífosfat. Á TÚN MEÐ MYKJUBREIÐSLU: 1.150 kg. Ammoníaksalt- pétur. II. 250 kg. Kalkammonsaltpétur. C********* tfWW#»#^»##»»M^WW»iW#WWtf**W»W#**W*PW ~~±

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.