Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 25. febrúar 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla, auglýsingar, innhcimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1G6 Blaðið kemur út á hverjum miðvikutlegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjakldagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyrl Getsakir og staðreyndir ENN BERAST okkur Akureyringum þær gleði- legu fréttir, að Kaldbakur, togarinn okkar, hafi hlotið góðan afla og selt hann erlendis fyrir gott og hagstætt verð. Svo virðist sem mikil og næst- um því sérstök gifta hafi fylgt þessu glæsilega veiðiskipi frá upphafi, og vissulega munu allir velviljaðir bæjarbúar og aðrir góðir menn óska þess í fyllstu einlægni, að svo megi ætíð verða, enda er það höfuðnauðsyn fvrir þennan bæ, að útgerð héðan megi færast mjög í aukana í fram- tíðinni og renna nýjum og sterkum stoðum undir allt athafnalíf í bænum og þar með undir afkomu og velmegun bæjarmanna um langa framtíð. ÞÓTT REYNSLAN af togaraútgerð héðan sé enn ekki löng orðin né rækileg, virðist hún þó þegar hafa afsannað þær hrakspár, að Akureyri sé síður til þess fallin að vera heimahöfn togara og miðstöð slíkrar útgerðar, en flestir eða allir þeir bæir ís- lenzkir, sem þegar hafa um langt skeið lagt stund á togaraútveg með góðum árangri. Það virðist sýnt af þeirri reynslu, sem þegar er fengin, að verði slík stórútgerð dæmd til þess að fara í hund- ana, þá stafi það ekki af því, að hún sé ver sett hér en arinars staðar af staðfræðilegum ástæðum, heldur liggi til þess aðrar og víðtækari orsakir. Það er því vissulega fremur ólíklegt, að komm- únistum takist að telja mörgum skynbærum mönnum trú um þá fjarstæðu, að ráðamenn bæj- arins ætli sér að selja nýja togarann, sem bærinn á nú í smíðum erlendis, og ráðstafa honum endi- lega út úr bænum, að því er manni skilzt. Þessi grýla, er vissulega aðeins harla meinlaus draugur, sem vakinn er upp í heimatrúboðsstöð þessara manna, þegar þeir þykjast þurfa að afsaka og réttlæta síðasta og afkáralegasta frumhlaup sitt og skemmdarstarf í garð Krossanesverksmiðj- unnar. Hitt er svo annað mál, að það hefir vitan- lega enn ekki verið ákveðið til fulls, með hvaða sniði útgerð hins nýja togara verður rekin. Mun ýmsum ekki þykja það óeðlilegt, að báðir togar- arnir verði undir sameiginlegri yfirstjórn, enda muni m. a. nokkuð sparast af skrifstofu- og stjórnarkostnaði með því móti, auk annars hag- ræðis og samræmis. En vel má þó vera, að nánari athugun leiði í ljós, að hagkvæmara þyki, þegar þar að kemur, að hafa þetta með einhverju öðru sniði. En hvað sem því líður, mun það öldungis víst, að engum ábyrgum manni mun hafa annað til hugar komið en að bærinn hafi þó töglin og hagld- irnar um alla stjórn og rekstur togarans nýja, og eru því öll hrópyrði og getsakir kommúnista um hið gagnstæða markleysa ein og fjarstæða, enda til þess eins ætlaðar að draga athyglina frá þeirra eigin skálkastrikum, og ennfremur til þess áð vekja tortryggni, sundrung og úlfúð um málefni, er þeim þykir horfa borgaraflokkunum til full- mikils vegs og álitsauka. HÍTT ER SVO önnur saga, raunaleg og athygl- isverð, að hag íslenzkrar útgerðar og viðskipta er nú svo komið, að þrátt fyrir uppgripaafla og há- markssölu í flestum tilfellum, getur þó ein mis- heppnuð veiðiferð, eða léleg sala, sleikt upp allan ágóðann af öllum hinum, og miklu meira en það, að því er kunnugir menn fullyrða. En slíkt er ekkert sérstakt, staðbundið fyrirbrigði norður hér, heldur rökrétt afleiðing einnar allsherjar meinsemdar í atvinnu- og við- skiptalífi þjóðarinnar, sem enn hefir ekki fengizt nein varanleg lækning á. Það er t. d. staðreynd, að frændur okkar, Norðmenn, og aðrar nágrannaþjóðir okkar, hafa stórgrætt á fiskveiðum sínum á sama tíma og íslenzk bátaútgerð hefir verið rekin með ríkisstyrk. Norðmenn hafa löngum haft lag á því, að reka útgerð með minna tilkostnaði en við og ýmsar aðrar þjóðir, hvort heldur er til fisk- veiða eða flutninga. Og verðbólg- an hér veldur því, að sá aðstöðu- munur hefir aldrei verið meiri en nú, og kann sú staðreynd að ríða baggamuninn um afkomu og örlög þessara þjóða á næstu tím- um. FOKDREIFAR „Áætlun M“ og rekstur síldar- verksmiðja ríkisins BLAÐIÐ Siglfirðingur birti ný- lega athyglisverða grein um starfsaðferðir kommúnista og starf rækslu ríkisverksmiðj anna í Siglufirði. Að undanförnu hafa gengið miklar sögur manna í milli um vöruskemmdir í ríkis- verksmiðjunum, t. d. er sagt að mjöl hafi brunnið þar og orðið ónýtt í stórum stíl. Furðulegt má það kallast, að verksmiðju- stjórnin skuli ekki gera grein fyrir því, hvað hæft sé í þessum sögum. Það er vissulega ekkert einkamál þeirra í Siglufirði, ef mikil brögð hafa orðið að vöru- skemmdum í þessum ríkisfyrir- tækjum. í áðurnefndri grein Sigl- firðings, er varpað nokkru ljósi á þessi mál og þykir Degi því hlýða að taka upp nokkur atriði hennar. Blaðið segir svo, eftir að hafa gert grein fyrir hinni frægu „áætlun M“ í Þýzkalandi og fyr- irætlunum kommúnista um skemmdarverk í iðnaði lýðræðis- þjóðanna. Mjölskemmdir í „ótrúlega stórum stíl.“ „.... VIÐ LESTUR þessa furðulega leyniskjals verður manni ósjálfrátt að renna hugan- um að sumum þeim atburðum, sem gerzt hafa hér hjá okkur upp á síðkastið. Síldarverksmiðjur ríkisins eru, sem kunnugt er, lang stærsta atvinnufyrirtæki landsins. Öllum almenningi í landinu er það einnig kunnugt, að í verksmiðjunum hefir margt í ólestri farið upp á síðkastið og margs konar bilanir á þeim átt sér stað svo að segja daglega. Lýsi hefir runnið niður í stórum stíl, enginn veit hve mikið. Mjöl- ið hefir brunnið upp, líka í ótrú- lega stórum stíl. Tjónið af þessu skiptir eflaust milljónum króna. Almenningur veit líka hitt, að kommúnistar, ekki sízt þeir Áki Jakobsson og Þóroddur Guð- mundsson hafa haft og hafa enn mikil afskipti af verksmiðjunum. .... Hitt vita e. t. v. færri utan Siglufjarðar, að í verksmiðjunum hér úir og grúir af hreinræktuð- um kommúnistum, sem þangað hefir verið safnað hvaðan æfa af landinu til að vinna þar. Þegar maður rennir huganum að skemmdarstarfsemi þeirra, sem víða um heim er rekin af komm- únistum og að stefnu þeirri, sem lýsir sér í leyniskjali því, sem hér er áður getið (M) er það ekkert undarlegt að ýmsar grunsemdir vakni í hugum manna. Hér skal að svo komnu máli ekkert um það fullyrt, hverjir sekir eru um það, sem aflaga hefir farið og fer í verksmiðjunum, en einhver á sök á því og verður að krefjast rann- sóknar, frekar en þegar hefir far- ið fram. .. . “ Burt með leyndina! ÞANNIG er frásögn þessa sigl- firzka blaðs. Það er fullyrt, að stórkostlegar mjölskemmdir hafi orðið í síldarverksmiöjunum og fyllilega gefið í skyn, að um skemmdarverk geti verið að ræða. Það er full ástæða til þess að taka undir kröfu blaðsins um rannsókn á þessum málum öllum. Það þarf að svipta leyndardóms- hulunni frá rekstri síldarverk- smiðjanna og reka þessi mál öll fyrir opnum tjöldum. Furðuleg slyrktarstarfsemi. Nýlega barst mér í hendur bók, sem nefnist: „Eg skal kveða við þig vel“. Er þetta sagt vera 1. hefti í vísnasafni, sem bókaútgáf- an Helgafell gefur út. Þessi bók er hinn furðulegasti samsetning- ur. Virðist höfundur hennar (Jó- hann Sveinsson frá Flögu) hafa gert sér það til dundurs á liðnum árum, að safna samari alls konar vísum, þar á meðal níðvísum um einstaka samtíðarmenn. Má það furðulegt kallast, að það skuli geta verið atvinna manna að safna saman níðvísum, oft nauða ó- merkilegum, um ýmsa nafnkunna menn og birta síðan í bókarformi., Sem dæmi um slíkar vísur, ó- •smekklegar og ómaklegar, má nefna vísur um Guðmund Þor- bjarnarson á Stóra-Hofi og Þor- stein M. Jónsson skólastjóra. En þótt slíkur atvinnurekstur sé vissulega furðuefni, er hitt þó enn undraverðara, sem getur um í for mála þessarar bókar, að maður þessi hefur haft styrk frá Alþingi og Menntamálaráði íslands til þessarar iðju. Virðast þessar stofnanir ekki sérlega sínkar á almannafé, er þær treysta sér til þess að veita slíkri starfsemi sér- staka viðurkenningu. Ruglingur á mndæmis- skammstöfunum. „Skagamaður“ í Eyjafirðiskrifar: AK — AN. Það mun vera tals- vert langt síðan skammstöfunin Ak ruddi sér til rúms, sem skammstöfun á nafni Akureyrar- bæjar og skyldi því ætla að sú skammstöfun væri orðin hefð- bundin fyrir þann stað. Ætti og að vera vandalítið að finna sæmi- legar skammstafanir fyrir ís- lenzku kaupstaðina, ekki fleiri en þeir eru. Á þessu hefir þó orðið misbrestur, sem vakin skal at- hygli á í þeirri von, að það verði til þess, að úr verði bætt sem fyrst. Þegar Akranes fékk bæjarrétt- indi fyrir nokkrum árum, leiddi að hinn upprennandi bær fékk eigin umdæmisstafi til skráning- ar á númerum fiskiskipaflota síns. Virtist liggja beinast við að umdæmisstafirnir yrðu AN — dregnir af upphafsstöfum höfuð- atkvæða staðarnafnsins, eins og oftast er gert, t. d. ÓF, SH, VE o. s. frv., nema þar sem umdæmis- stafirnir eru dregnir af sýslu- og bæjarnöfnum saman EA, NS, GK; ellegar stafirnir eru þeim mun eldri, að ekki komi misskiln- ingur til greina: RE, ÍS. Fyrir Framhald á 6. síðu. Smábarna-leikfimi Allir foreldrar hafa raun af því, ef barn þeirra er feimið, klaufalegt, stúrið og striðbusalegt. Þeir brjóta heilan um, hvernig á þessu standi, og hvers vegna barn þeirra sé ekki jafn kátt og frjálslegt og barn nágrannans. — Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir þessu, bæði andlegar og líkamlegar, sem flestum gengur örðuglega að komast fyrir, og oft er býsna erfitt að hjálpa sumum þessara barna. — Oft breytist þetta þegar þau koma í skóla, en fram að þeim tíma gengur stundum erfiðlega að fá þau til að heilsa ókunnugum nema að mamma haldi í hina hendina, og upplitið er þá venjulega heldur hikandi og tilburðirnir vandræðalegir. Smábarna-leikfimi tíðkast víða erlendis. Nafnið er nokkuð ruglandi, því að í raun réttri er hér ekki um leikfimi að ræða í venjulegum skilningi, enda er tilgangurinn ekki sá að skapa afburða- menn í leikfimi. — Aftur á móti er tilgangurinn sá, að reyna að gera börnin frjálsleg í framkomu, kenna þqim að hreyfa sig fallegar og koma vel fram, umgangast önnur börn, hirða föt sín og hjálpa sér sjálf í þeim efnum. Þetta er gert með léttum æfingum, leikjum og söng og börnin eru æfð í að hlusta eftir hljóðfalli og hreyfa sig í samræmi við það. Víða hefir smá- barna-leikfimin gefizt með afbrigðum vel, þar á meðal í Svíþjóð, en þar í landi hefir samvinnu- hreyfingin beitt sér fyrir þessu og orðið vel ágengt. Börnin hafa afar gaman af og foreldrai' hafa tekið þessu fegins hendi og er fullyrt að smábarna-leik- fimi sé börnunum til gagns. Fræðsludeild KEA ætlar að gera tilraun með slíka smábarna-leikfimi nú á næstunni og er for- eldrum í bænum boðið að senda börn, á aldrinum 4-7 ára, (forskólaaldri) í leikfimi. Væntanlega verður hér um að ræða 1 tíma í viku um miðhluta dags. Foreldrar, sem vilja sinna þessu, eru beðnir að snúa sér til fræðsludeildar KEA (skrifstofan er í Hótel KEA) til þess að skrásetja börnin og þar er einnig að fá allar nánari upplýsingar. AÐ GANGA UM BEINA Sú, sem gengur um beina, verður umfram allt að vera hrein og snyrtileg. Hún verður að hafa hreinar neglur, hreinar hendur, og af henni má ekki vera minnsta svitalykt. Föt hennar verða einnig að vera vel hrein. Við hátíðleg tækifæri skal hún vera klædd í svartan kjól með löngum ermum og hvítum uppslögum, hafa litla hvíta svuntu, hvítan kappa og létta skó. (H. S.) ÞURRT HAR. Þurrt hár og rytjulegt er oft hið mesta áhyggju- efni. Hvað skal gera? Gott er talið að bursta hárið oft og vel með góðum bursta og tíð olíuböð reynast mörgum vel. Bómolía eða einhver hrein og góð olía er notuð og hún borin í hárið og látin vera í því nokkra tíma, eða jafnvel heila nótt, áður en háriS er þvegið. — Gæta ber þess að hárendarnir vökkni af olíu, og skal hver lokkur gegnblotna. VEIZTU? Manninum er nauðsynlegt 1 gr. eggjahvítu á dag fyrir hvert kíló líkamsþunga. Maður, sem er 70 kg. þarf 70 gr. o. s. frv. Súputeninga á að geyma á þurrum og köldum stað, ekki þó ísskáp. Þegar soðið er kjöt í kjötsúpu er gott að setja súputeninga í vatnið strax og sett er upp. Það bæt- ir súpuna og gerir kjötið bragðbetra. Heitur drykkur af súputeningum er mjög hress- andi morgundrykkur. 1 teningur er mátulegur í einn fremur stóran bolla af vatni. Teningurinn er látinn leysast upp í sjóðandi vatni (ekki soðinn). — Hentugt á ferðalögum. t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.