Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. febrúar 1948 DAGDR 5 Átök lýðræðisaflanna og kommúnista í Tékkóslóvakíu harðnandi Fregnir síðustu daga um stjórnarkreppu í Tékkóslóvakíu, hafa vakið mikla athygli. Hvað er að gerast þar? f eftirfarandi grein er þeirri spurningu svarað að nokkru leyti. í Tékkóslóvakíu fer fram barátta milli lýðræðis- afla og kommúnista, milli frjálsr- ar hugsunar og flokkseinræðis kommúnista. Greinin er að nokkru leyti endursögn á frá- sögn hins ágæta, brezlta thna- rits, The Economist. Framkvæmd kommúnismans, sem gekk svo greiðlega í Póllandi og Ungverjalandi, eftir flótta Nagy, fyrrv. forsætisráðherra, hefur rekið sig á ýmsa erfiðleika í Tékkóslóvakíu nú í vetur. Þesir erfiðleikar voru áreiðan- lega óvæntir í augum kommún- istaforsprakkanna og þeir hafa nú leitt til stjórnarkreppunnar í Prag, sem enn stendur yfir. Það er nú viðurkennt, að stofn- un Kominform í Belgrad í októ- ber sl., hafi alls ekki orðið til þess, sem búizt var við, að ganga á milli bols og höfuðs á jafnaðár- mannaflokknum í landinu, held- ur hafi tilvera þessa kommún- istabandalags frekar orðið til þess að þjappa þeim saman, og síðan það komst á legg hafa þeir unnið fyrstu sigra sína, eftir kosningaósigurinn í maí 1946, er kommúnistar urðu stærsti flokk- ui' landsins. Aðrir flokkar lands- ins virðast einnig vei’a að losa sig undan yfirráðum kommúnista. Oll ráðagerðin' um algert ein- ræði kommúnista í Tékkóslóva- kíu, virðist engah veginn eins traustlega undirbyggð og vænta mátti. Ef rakin er saga viðskipta kommúnista við aðra flokka í landinu, eftir kosningarnar 1946, er fyrsti ósigur þeirra þegar þeim mistókst að bola jafnaðarmönn- um úr slóvakísku héraðsstjórn- inni. Þessari viðureign er að vísu ekki lokið ennþá, en fyrstu um- ferðinni töpuðu kommúnistar á stigum. Þeim tókst að vísu að láta gömlu héraðsstjórnina segja af sér og fækka jafnaðarmönnum í nýju stjórninni, en þeim tókst þó ekki að ná nýju sætunum handa sjálfum sér. Kommúnistar urðu að láta af hótunum sínum um allsherjarverkfall í Slóvakíu, ef kröfum þeirra yrði ekki sinnt. Það kom allt í einu á daginn, að það mundi verða Gottwald, hinn kommúnistíski forsætisráðherra landsins, en ekki héraðsstjórnin í Slóvakíu, sem þyrfti að láta slíkt verkfall til sín taka, og málið féll þar með niður. Sterkari forusta jafnaðarnianna. Annan ósigur biðu kommún- istar, þegar jafnaðarmenn ákváðu að skipta um foringja í liði sínu. í stað Fierlingers, sem hafði jafn- an beitt sér fyrir samvinnu við kommúnista, kusu þeir Lausman, og hann var kosinn með þeim forsendum, að flokkurinn ætlaði sér ekki að týna sjálfstæði sínu í samningum við aðra flokka.. Þessi nýja stefna jafnaðarmanna hafði verið í uppsiglingu um nokkurt skeið, og stofnun Kom- Þar, sem þvingmi og kúgrni er ekki beitt, standa kommúnistar höllum f æti inform flýtti áreiðanlega fyrir framkvæmdum. Kommúnistar hafa ekki tekið þessum aðgerðum þegjandi. Blöð þeirra hafa út- húðað jafnaðarmönnum, sm þau saka um „afturhald11. Lausmann, foringi jafnaðarmanna, getur lát- ið slíkar ásakanir sem vind um eyrun þjóta, því að hann var sá ráðherrann í ríkisstjórninni, sem lét framkvæma þjóðnýtingu stór- iðnaðarins í landinu á sinni tíð. Og jafnaðarmennirnir hafa ekki tekið ásökunum kommúnista þegjandi að heldui’. Þeir hafa byrjað gagnsókn. Blað Lausmans, Pravo Lidu, hefir meira að segja látið skína í það, að viss flokkur hafi staðið fyrir máli nokkru, sem mikla athygli vakti á sl. hausti. Þrír af ráðherrum jafn- aðarmanna fengu sprengjur sendar í pósti. Ekki urðu slys af þessu, en þetta er í fyrsta sinn, sem gefið er í skyn opinberlega að kommúnistaflokkurinn hafi staðið að tilræði þessu. Yfirleit ter það orðið mjög erfitt fyrir kommúnista að halda uppi sókn á stjórnmálasviðinu, því að meiri sjálfstæðisbragur er nú orðinn að hinum flokkunum en var í fyrstu eftir kosningasigur kommúnista í maí 1946. Það hef- ir og vakið alveg sérstaka athygli um allt landið, að í nýjársboðskap sínum minnti Benes forseti landa sína á fordæmi Karel Havlicek og minnti á sjálfstæðisþrá og sið- ferðisþrek háskólastúdenta fyrr og síðar. Allir skyldu hvert þess- ari ör beint. Havlicek var mað- urinn sem hafði barist fyrir mál- og ritfrelsi meðan landið laut Austurríkismönnum, og liá- skólastúdentar höfðu nýlega fengið orðsendingu frá upplýs- ingamálaráðherranum, sem er kommúnisti. Hann sagði þeim, að svo kynni að fara, að þeir end- uðu ævi sína í tugthúsinu vegna stjórnmálaskoðana sinna. „And- staða gegn kommúnismanum er landráð,“ sagði þessi kommún- istaleiðtogi. Pólitískar handtökur. Þótt allstór orð hafi þannig flogið í milli herbúða þessara flokka, hefir allt þó verið tiltölu- lega kyrrt á yfirborðinu, fram að stjórnarkreppunni, sem nú stendur yfir. Þó hafa nokkrar handtökur farið fram. Innanrík- isráðherrann, sem er kommúnisti, lét handtaka 36 menn, flesta jafn- aðarmenn, í sambandi við njósna- hring nokkurn, sem hann þóttist hafa uppgötvað. En dómsmála- ráðuneytið, sem lýtur jafnaðar- mönnum, hefir líka látið hand- taka menn í sambandi við sprengjutilræðið við ráðherrana. Bæði ráðuneyti hafa menn í haldi í sambandi við þessi mál, og hefir verið búizt við því, að land- ráðamálaferli mundu hafin gegn þeim. En þau málaferli eru enn ekki hafin. Virðist sumum, að mennirnir séu nokkurs konar gislar, og þeim sé haldið til tryggingar því, að málarekstur verði ekki hafinn í hinum her- búðunum. Verði af málarekstri, má fullvíst telja, að hann verði meiriháttar pólitísk tíðindi, og þá muni margt koma í ljós, sem nú er hulið. Mál þessara manna mundu verða rekin fyrir dóm- stólum landsins, en ekki í sam- ræmi við þær réttarvenjur, sem gilda í nágrannalöndunum og kommúnistar hafa komið á. Kommúnist á undanhaldi í háskólanum. Þótt kommúnistar beiti þannig ýmsum óvönduðum meðulum til þess að treysta íylgi sitt, ber vita- skuld einnig mikið á því, að þeir reyni að vinna flokknum fylgi með áróðri og öðrum venjulegum aðferðum. Þeir vinna ötullega að því að efla flokkinn og þá sér- staklega að vinna fylgismenn úr röðum jafnaðarmanna .Þrátt fyrir þetta, verður ekki séð að fylgi þeirra fari vaxandi og athyglis- vert er, að meðal háskólaborgara er kommúnisminn þverrandi. — Til dæmis fengu þeir engan mann kosinn í hóskólaráðið Brno. Margt bendir til þess nú, að vei'ulegur hluti þeirra kjósenda, sem greiddu kommúnistum at- kvæði í síðustu kosningum, mundu nú kjósa að sjá flokkinn bíða ósigur frekar en landið gert að máttlausu leppríki á borð við Pólland og Ungverjaland. Öllum er það Ijóst, að Sovétríkin telja sér nauðsyn að Tékkóslóvakía fylgi hinum austrænu ríkjum að málum. Veldur því lega landsins og hernaðarlegt mikilvægi fyrir Rússland. En það er ekki jafn- augljóst, að allir flokkar landsins gera sér þessi sannindi ljós og hafa því allir góða sambúð við Sovétríkin á stefnuskrá sinni. Af þessum ástæðum virðist mörgum minni ástæða til þess en ella fyrir Sovétstjórnina að blanda sér í innanlandsmólefni Tékka, og lík- legt má telja, að Sovétstjórnin telji áliti sínu ekki bezt borgið með beinum afskiptum. Það væri því beinn álitshnekkir fyrir Sovétríkin, ef kommúnistaflokk- urinn í Tékkóslóvakíu notaði of- beldisaðgerðir til þess að tryggja Verðlagsbrot á Akureyri Frá verðlagseftirlitinu hér hefir blaðinu borizt eftirfarandi: Ný- lega hafa verið tekin fyrir eftir- farandi mál í verðlagsbrotum á Akureyri. Samkv. dómi: Verzl. Esja, sekt kr. 300,00, upptækur ólöglegur ágóði kr. 155,07. Verzl. Jóns Antonssonar, sekt kr. 100,00, upptækur ólöglegur ágóði kr. 96,00. Samkvæmt sætt: Hótel Norðurland, sekt kr. 200,00, upp- tækur ólöglegur ágóði kr. 800,00. Indriði Helgason, sekt kr. 200,00, upptækur ólöglegur ágóði kr. 300,00. algjör yfirráð sín í landinu og kúga aðra flokka. Um þessar mundir fara fram mikil átök í landinu milli komm- únista, annars vegar, ag hægfara jafnaðarmanna og miðflokkanna, hins vegar. Ekki er ljóst ennþá, hvernig þeim átökum muni lykta. En með stjórnarkreppunni hafa átökin milli lýðræðisaflanna og kommúnista, sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði, komið upp á yfirborðið. Jafnaðarmenn hafa ekki treyst sér til þess að horfa aðgerðarlaust á það lengur, að kommúnistar kæmu sínu fólki hvarvetna fyrir í þýðingarmestu varnarvirkjum þjóðfélagsins. — Ráðherrar þeirra sögðu því af sér. Vel má svo fara, að þessi átök leiði til kosninga. Fái þær að fara fram með frjálsum og óþvinguð- um hætti, má telja víst, að komm- únistar standi höllum fæti. Farmgjöld á msili landasfór þátfur í verðbólgunni á fslandi Nýja sjúkrahúsið á Akureyri fékk 212 glugga frá Svíþjóð með Eimskip. Auðvitað var gluggun- um skipað upp í Reykjavík. Töfð- ust þeir þar um lengri tíma, sem orsakaði töf á byggingu sjúkra- hússins. Á farmskrá skipsins voru gluggarnir reiknaðir 72 m3 og farmgjaldið kr. 13000.00. Eftir gildandi gjaldskrá Eim- skipafélags íslands kostar út og uppskipun í Reykjavík kr. 48 á m3. Verður því sá kostnaður við gluggana vegna umskipunarinn- ar kr. 3456.00, eða kr. 16 á glug'ga. Alls var flutningskostnaður á hvern glugga kr. 61.50. Nú er þessum málum komið- svo íaumulega fyrir, að umskip- unarfarganið í Reykjavík er ekki reiknað sérstaklega á vörur, sem koma frá útlöndum í gegnum Reykjavík, heldur er sá kostnað- ur tekinn í hærri farmgjöldum á milli landa, en það orsakar hærri tolla, því að svo ranglátt er tolla- kerfið hér á landi, að greiða þarf toll af farmgjöldunum. Á þessari einu sendingu, eða þessa 212 glugga, er tollurinn aðeins af flutningskostnaðinum 6500.00 kr., og er þá ótalinn tollur af kaup- verðinu. Það verður öllum að skiljast, að með þessu fyrirkomulagi greiðum við toll af umskipuninni í Rvík. Hér sjá allir hvers konar dýr- tíðartæki Eimskip er, þegar það skuli kosta, eftir gjaldskrá félags- ins, kr. 16.00 að skipa upp og út í Reykjavík EINUM glugga og á þann eina glugga fellur tollur að upphæð krónur 8.00 aðeins á uppskipun Því að til þess að fá greiddan upp- og útskip- unarkostnaðinn í Rvík, sem ekki er reiknað beint, hlýtur félagið að taka þann kostnað í hærri farm- gjöldum á milli landa, því ekki þykist Eimskip gi'æða á siglingum innanlands, svo mun og einnig reynast hjá Ríkisskip. Gunnar Jónsson. JKBKBKBKHKBKBKBKHKBKBKHKBKBKBKBKttKBKHKHKBKHKBKBKíl Þriðja bók Kristjáns frá Djúpalæk komin út: I þagnarskóg Kristján er fyrir löngu orðinn lansdkunnur fyrir skáldskap sinn, of eitt af vinsælustu ljóðskáldum þjóðar- innar, en þetta er langbezta bók harts að dómi allra, sem hafa kynnt sér efni hennar. Ljóðunnendur ættu ekki að draga að kaupa þessa bók og lesa. Bókaútgáfan Sindur h.f. iKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHSiKHKHKHKHKHKHKBKHKKS IKBKHKHKHKBKHKBKBKBKBKHKBKHKHKHKHKHKBKBKHKBKHKHKI BÆNDUir Getum útvegað nokkrar múga- og snúningsvélar, ef samið er strax. Verzlunin Eyjafjörður hí. 5<HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH>ÍKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK hkhkhkhjikhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkbkbkhkhkhkbkhkhkhkh: Kvensokkar, „Pure“-silki, nýkomnir. Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson HKhkhKhkhkhKhKHKbkhkhkhKhkhKhkhKHKHKhKhKbkhkhkhk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.