Dagur - 17.03.1948, Blaðsíða 1
Fimmta síðan:
Norrænir rithöfundar ræða
árangur byltingarinnar í
Rússlandi. — Athyglisverð
ræða Overlands.
F orustugreinin:
Ályktun kaupstaðaráðstefn-
unnar og afstaða Alþingis.
XXXI. árg.
Akureyri, miðviV.udaginn 17. marz 1948.
11. tbl.
Skemmiilundiir
F ramsóknarmanna
á föstudagskvöldið
Framsóknarfélag Akureyrar
hefir skemmtifund í Hótel KEA
n.k. föstudagskvöld. Spiluð verð-
ur Framsóknar-whist, sýnd kvik-
mynd o. fl. til skemmtunar. Er
þess vænzt að Framsóknarmenn
í bænum fjölmenni á skemmtun-
ina. Nánari tilhögun auglýst á
götunum.
Mikil þátttaka
í „skíðavikunni44
Þegar hafa á annað hundrað
manns pantað far og fyrirgreiðslu
hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í
Reykjavík, á skíðavikuna hér um
páskana. Er því augljóst að þátt-
taka verður mjög mikil.
Þeir bæjarmenn, sem vilja
leigja aðkomumönnum herbergi
um páskana, eru beðnir að hafa
samband við útibú Ferðaskrif-
stofunnar hér í Búnaðarbanka-
húsinu. Skrifstofan er opin dag-
lega frá kl. 8.30—9 e. h.
Jlamariiin4 sýndur
aítur í næstu viku
Leikfélag Akureyrar ráðgerir
næstu sýningar á sjónleiknum
Hamarinn fyrri hluta næstu viku.
Þessa viku og um næstu helgi
falla sýningar niður, vegna þess
að leikhúsið er upptekið.
Af því að svo margir hafa orðið
frá að hverfa, án þess að ná í
miða að síðustu sýningum, hefir
stj órn Leikfélags Akureyrar
ákveðið að gefa mönnum kost á
að tryggja sér nú þegar miða að
næstu sýningum, og geta þeir,
sem þess óska, snúið sér til
Björns Sigmundssonar og Júlíus-
ar Oddssonar, sem taka á móti
slíkum pöntunum.
í stuttu máli
Flakið af Anson-flugvélinni,
sem týndist um fyrri helgi, fannst
sl. fimmtudag í hlíðum Skálafells
á Hellisheiði. Hafði vélin rekist á
hlíðina og farizt samstundis. Álit-
ið er að allir, sem í flugvélinni
voru, hafi þegar látizt.
Á laugardagskvöldið strandaði
brezki togarinn „Epine“ undan
Dritvíkurflúðum á Snæfellsnesi,
einhverjum hættulegasta stað við
ströndina hér. Veður var slæmt
og aðstaða til björgunar mjög
erfið. — Björgunarsveitum frá
Sandi og Olafsvík tókst að bjarga
5 mönnum úr skipinu, en 14
menn drukknuðu.
Verzlunarmál landsmanna lil meðferðar á Álþingi
Reynslan á vetrarvertíðinni í Hval-
firði mælir með nýju týrir-
komulagi veiðanna
Niðurburðurinn á miðunum felur í sér mikla
hættu, segir reyndur skipstjóri
M.s. Snæfell er nýlega komið hingað norður frá síldveiðunum í
Hvalfirði. Fyrst framan af vertíðinni var skipið í síldarflutningum
til Siglufjarðar og Patreksfjarðar, en fór siðan sjálft á veiðar og
veiddi um 6200 mál á röskum mánúði. Dagur kom að máli við Egil
Jóhannsson skipstjóra nú fyrir skemmstu og spiallaði við hann um
stund um síldveiðarnar syðra og reynslu þá, sem fengist hefir af
vetrarveiðunum liér á landi.
„Það er mesti
misskilningur, sem
sums staðar hefir
heyrzt,“ sagði Egill,
„að vertíðarlokin í
Hvalfirði hafi verið
samkvæmt valdboði
ríkisverksmið j anna.
Það var yfirleitt álit
sjömanna, að veið-
arnar væru um
garð gengnar og
menn ákveðnir að hætta. Enda
vitað, að ríkisverksmiðjurnar
hefðu ekki tekið á móti förmum,
ef borizt hefðu, eftir hinn aug-
lýsta hættutíma.“
Hcldur þú að draga megi þá
ályktun af veiðunum í vetur, að
sagan endurtaki sig?
„Mér þykir lang sennilegast, að
(Fi'amhald á 3. síðu).
Fjársöfnunin til bernahjálparinnar
á Ákureyri o§ í nærsveifunum
nemur 217,000 krónum
Þar að auki mikiS af fatnaði
Samkvæmt upplýsingum, sem
blaðið fékk í gær hjá úmboðs-
manni Barnahjálparinnar hér í
bænum, hafa alls safnast hér og í
nærsveitum Ak. kr. 217.960.02, og
þar að auki mjög mikið af alls
konar fatnaði.
Hefir árangur söfnunarinnar
«E
því orðið mjög glæsilegur. Helztu
upphæðirnar, sem bárust voru
þessar:
Safnað af kvenskátum á Akur-
eyri kr. 34.170.00. — Safnað í
Gagnfræðaskóla Akureyrar kr.
6.160.32. — Safnað af „Iðju“, fé-
lagi verksmiðjufólks á Akureyri,
kr. 10.780.00. — Safnað hjá Flug-
félagi ísl. kr. 660.00. — Nokkrir
menntaskólakennarar kr. 650.00.
unn“, Hrafnagilshr., kr. 4.420.00.
■t— Safnað a£; Kvenfél. . A Idan?,
Öngulsstaðahi'., kr. 5.100.00. •—
Safnað af Búnaðarfélagi Saur-
bæjarbrepps kr..5u475J10. Safn-
að af Kvenfél. „Hvöt“, Árskógs-
strönd, kr. 6.350.00. — Safnað af
Verkamannafél. Akureyrarkaup-
staðar kr. 8.285.00. — Safnað af
Verzl. Björns Grímssonai' kr.
80.00. — Safnað af Vikublaðinu
íslendingi kr. 9.117.00. — Safnað
af Vikublaðinu Degi kr. 45.365.80.
— Safnað af Kaupfélagi Eyfirð-
inga, Akureyri. (Þar af frá
starfsfólki KEA kr. 10.206.00 og
frá KEA kr. 10.000.00. Barna-
skólabörn í Öxnadal kr. 1000.00.
Rauði kross Akureyrar, ágóði af
skemmtun á Hótel Norðurlandi
7. marz, kr. 3.000.00. Blómabúð
KEA, ágóði af Blómasölu, kr.
1000.00. Kennarar barnaskólans
kr. 1750.00. Rauðakrossdeild Ak-
mreyrai' kr. 1500.00. Söfnun
bamaskólabarna kr. 14.312.00).
51.347.50. Samtals kr. 217.960.02.
Söfnunin á öllu landinu nemur
nú rösklega 2 mill j. kr. í pening-
um. auk fatnaðar. ■.*
Átta þingmenn flytja ályktun kaupstaðaráð-
stefnunnar í tillöguformi í Sameinuðu Alþingi
Landsmenn fylgjast af áhuga með afdrifum
málsins
Enis og áður er greint frá hér
í blaðinu, fól kaupstaðaráðstefn-
an átta manna þingmannanefnd
að vinna að framgangi ályktana
ráðstefnunnar um innflutnings-
og gjaldeyrismól og veita viðtöku
svörum frá hinum opinberu
nefnduni, sem leitað var til. Þar
sem engin fullnægjandi svör bár-
ust frá nefndum þessum — Fjár-
liagsráði og Viðskiptanefnd —
liafa þessir þingmenn nú flutt
þingsályktunartillögu í Samein-
uðu Alþingi, þar sem ríkisstjórn-
inni er falið að framkvæma lög-
in um Fjárhagsráð í samræmi við
ályktun kaupstaðaráðstefnunnar.
Tillaga þessi mun ennþá ekki
hafa verið tekin á dagskrá, en
þingmennirnir munu staðráðnir í
því að fá hana afgreidda fyrir
páska. Landsmenn fylgjast af
miklum áhuga með afdrifum máls
ins. Mun vart um annað mál
meira rætt í mörgum byggðum
en þetta stórmál dreifbýlisins og
hinar væntanlegu viðtökur þess á
þingi.
Þingályktunartillagan
Þingmannanefndina skipa fjór-
ir Framsóknarmenn, einn Al-
þýðuflokksmaður, tveir Sjálf-
stæðismenn og einn sósíalisti, þeir
Skúli Guðmundsson, Halldór Ás-
grímsson, Steingrímur Steinþórs-
son, Björn Kristjánsson, Jón
Pálmason, JónSigurðsson,Hanni-
bal Valdimarsson og Lúðvík Jós-
efsson. Tillaga þeirra er á þessa
leið:
„Alþingi ályktar að fela í'íkis-
stjórninni að koma nú þegar á
þeirri skipan varðandi úthlutun
innflutnings -og gjaldeyrisleyfa,
skv. II. kafla laga nr. 70 frá 1947,
að eftirfarandi meginreglum verði
fylgt um skiptingu vöruinnflutn-
ings til landsins:
1. Heildarinnflutningi til lands-
ins af skömmtunarvörum og öðr-
um venjulegum verzlunarvörum,
öðrum en þeim, sem taldar eru í
2.—4. lið, verði skipt niður á lands
fjórðunga eftir nánar tilteknum
mörkum í hlutfalli við íbúatölu
og þarfir hvers fjórðungssvæðis.
Leyfunum sé úthlutað til verzl-
ana og fyrirtækja búsettra innan
hvers fjórðungssvæðis.
2. Heildarinnflutningi til lands-
ins á byggingarvörum verði skipt
niður á sömu fjórðungssvæði í
.fullu samraemi við f járfestmgar-.
leyfi Fjárhagsráðs og sveitar-
stjórna á hverju svæði.
3. Heildarinnflutningi til lands-
ins á útgerðarvörum skal út-
hlutað til fjórðungssvæSanna í
hlutfalli við skipakost og útgerð-
arrekstur hvers svæðis.
4. Heildarinnflutningi á efni-
vörum til iðnaðar skal skipt nið-
ur á fjórðungssvæðin og úthlut-
að til verksmiðja og iðnfyrir-
tækja í hlutfalli við verksmiðju-
og iðnrekstur á fjórðungssvæð-
unum með tilliti til afkastagetu
og möguleika þeirra til hag-
kvæmrar og ódýrrar framleiðslu.
Iðnfyrirtæki skuli skipta fram-
leiðslu sinni milli landshluta eftir
fyrirmælum Viðskiptanefndar,
hlutfallslega eftir þörf hvers
svæðis. Viðskiptanefndinni verði
falið að birta opinberlega innan
eins mánaðar frá lokum hvers
árshelminga yfiiTit um leyfisveit-
ingar í hverjum landsfjóruðngi á
næstliðnum sex mánuðum, sund
urliðað eftir aðalvöruflokkum."
Greinargerðin.
í greinargerð sinni rekja flutn
ingsmenn aðdraganda málsins og
störf kaupstaðaráðstefnunnar.
Þeir staðfesta og þar að engin full
nægjandi svör hafi borist frá hin-
um opinberu nefndum. Viðskipta-
nefndin hafði að vísu ritað þing-
mannanefndinni bréf, dags. 11.
marz og birt þar ályktun, sem
nefndin gerði í sambandi vlð til-
mæli ráðstefnunnai'. En þar sem
ályktun þessi er talin algjörlega
ófullnægjandi, var ákveðið að
leggja málið fyrir Alþingi. Hefur
það nú verið gjört, en ókunnugt
ennþá um undirtektir þingmanna
almennt. Mun fregna af því beð-
ið með eftirvætningu um land
allt.
Barnaskólaskemmtunm
verður um helgina
Hin árlega skemmtun skóla-
barnanna hér á Akureyri verður
haldin í Samkomuhúsinu á föstu-
dags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld. Auk þess síðdegis á
sunnudag. Börnin sjálf sjá um öll
skemmtiatriði nú eins og áður.
Slys í Tunnuverk-
smiðjunni
Fyru' helgina varð slys í Tunnu-
verksmiðju ríkisins hér í bænum.
Bjöm Magnússon, vei'kamaður,
sem var að vinna í verksmiðj-
unni, lenti með hægri handlegg í
vélsög og slasaðist mikið. — Var
liann fluttur í Sjúkrahúsið og
rnun líðan. hans nú sæmileg eftir
atvikum.