Dagur


Dagur - 17.03.1948, Qupperneq 6

Dagur - 17.03.1948, Qupperneq 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 17. marz 1948 ■★★-^★-^★-^★^-^★^★-^★-^★-^★-★★-★★★★-^★-^★^★-^★-Mr-fc MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 22. DAGUR. . -------------- (Framháld). Price hikaði andartak. Undrunin í svip hans var auðsæ, en svo hneigði hann sig og hvarf hljóðlaust út úr setustofunni til þess að reka erindi frúarinnar. Frú Carver hélt samtalinu áfram. „Eg get ekki trúað því, að nokk- urn tíma geti svo farið, að Georg taki hana sér fyrir konu í raun og sannleika, eða hún hann, í fullri hreinskilni sagt. Hún er yngri en hann, þótt hún líti út fyrir að vera eldri Mér finnst einhvern veginn, að hún sé alls ekki að hugsa um Georg með veru sinni hér. Líklega er það rétt athugað hjá þér, að vera hennar hér sé aðeins þrep á einhverri framabraut, sem hún hefir markað sér. Kannske liggur 'þar falin von um að við getum losnað við hana, en mér er ómögu- legt að fá sjálfa mig til þess að trúa því, að nokkur breyting geti orðið á sambúð hennar og Georgs. Georg er svo líkur föður sínum. Hann er einþykkur og þrár og heldur sér við það, sem hann hefir einu sinni sagt.“ Soffíá kveikti sér í vindlingi. „Já, já,“ sagði hún, „það getur verið mikið. rétt, en þú gleymir því, Mirabel, að þú átt tvo syni.“ Þessi orð höfðu raunar fyrir löngu komið fram á tungu þeirra beggja- Hljómur þeirra lá enn í loftinu, þegar Maggie kom niður stigann inn í stofuna. Frú Carver lokaði augunum eitt andartak, en sneri sér síðan að henni. Hún sá báðar stúlkurnar. Soffía var hin fullkomna dama, fínleg í háttum og smekklega klædd, en samt virt- ist hún verða svo föl og tekin í samanburði við Maggie. Frú Carver náði sér brátt á strik. „Soffía,“ sagði hún vingjarnlega. „Þetta er — þetta er kona Georgs — Þetta er ungfrú Trethewy, Unnusta Ant- honys,“ bætti hún við. Undrun brá fyrir á andliti Soffíu, en ekki nema andartak „Komið þér sælar, frú Carver,“ sagði hún blátt áfram. „Það var gaman að fá sjá yður, eg hefi lengi hlakkað til þess.“ „Það var mjög vingjarnlega sagt,“ svaraði Maggie. Soffía var aftur undrandi, en ekki nema andartak. Líklega hafði hún búizt við því, að Maggie mundi segja eitthvað allt annað. En þessi látlausa, vingjarnlega kveðja ruglaði hana einhvern veginn í ríminu. Hún vissi ekki á hverju hún átti að byrja næst. „Má eg fá annað glas af sherry, Mirabel?“ sagði hún loksins. „Það er alveg sér- staklega ljúffengt." Saumastofa Madame leit ekki út fyrir að vera það, sem hún var, í augum ókunnugra. Hún var langt frá því að vera stór og íburðar- mikil. Hún var í þeim hluta borgarinnar, sem verið hafði tízku- hverfi fyrir fjörutíu árum og raunar rötuðu þangað ekki aðrir en kunnugir. En Madame vissi hvað hún var að gera. Hún kærði sig ekkert um viðskipti hinna nýríku í nýju borgarhverfunum. Hún rak verzlun sína og saumastofu aðeins fyrir þá, sem verið höfðu við- skiptamenn hennar lengi. Sumar konur, sem nú komu reglulega til hennar höfðu byrjað að kaupa kjóla sína hjá henni fyrir fjörutíu ár- um, og nú voru dæturnar teknar við. Hún var mjög dýrseld og það vaf ekkert leyndarmál. Þeir, sem vit höfðu á fatnaði og tízku, sáu strax hvort kjóll var frá Madame eða einhverjum öðrum. Það var alltaf eitthvað sérstaklega fínlegt við allt, sem frá henni kom. Madáme saumaði ekki á hvern sem var. Hún gætti þess vandlega að þar kæmust engir óverðugir að. Og þeg- ar því var hvíslað að henni, að einhver fjölskyldan hefði orðið fyrir óhappi og tapað mest öllum eignum sínum, þá varð reyndin sú, að hún hafði ekki tíma til jpess að sinna kjólagerð fyrir hana lengur. Það var vitaskuld til Madame, sem Soffía og frú Carver fóru með Maggie Lane. Þær voru í litla salnum á bak við verzlunina, ásamt Madame, og Díana hafði slegist í för með þeim. Þetta voru gamaldags húsakynni méð þykkri ábreiðu og speglum á veggjum. Maggie stóð á miðju gólfinu, í hvítum rayonkjól, ákaflega einföldum en fallegum. Ma- dame sá fljótt, að hann var úr ódýru efni og henni varð hugsað til fortíðar hinnar ungu frú Carver. Kjóllinn var mjög vel gerður, en undarlegt að slík stúlka skyldi hafa gert hann sjálf. Hún leit ekki þannig út. Madame sá í hendi sinni, að gaman mundi vera að klæða hana vel. En bezt var að fara varlega. Kannske vildi tengdamóðirin ekki að hún væri sérlega vel klædd, svo að glæsimennska hennar nyti sín sem bezt. Kannske vildi hún draga úr henni eftir því sem hægt var. Það var einkennilegt að Soffía Trethewy skyldi vera í fylgd með þeim. Hún var ekki viðskiptavinur Madame. En Madame hafði samt sem áður lengi fylgst með því, hverju Soffía klæddist og nú gat hún ekki annað en öfundað hana af svarta kjólnum, sem hún var í. Allir vissu að Soffía var á hælunum á Anthony. Kannske hafði hún kom- ið með þeim sem tilvonandi meðlimur fjölskyldunnar frekar en sem (Framhald). NYJA BIO................i i sýnir í kvöld: í | MINNISLAUSI | | MAÐURINN I i („Somewhére in tlic \ | Night“) | i Amerísk sakáinálasaga !rá = i 20th Gentury-Fox. Kvik- i Í myndaleikritið samiS af i i How. Dimsdale og Joseph i Í L. Mankiewicz, er þeir \ i byggðu á sögu el’tir Marvin i Í Borowsky. Í Leikstjóri: i Í Joseph L. Manhiewicz. \ i Aðalhlutverk leika: Í John Hodiak \ Nancy Guild Lloyd Nolan i i Richard Conte \ Joselipine Hutcliin'son I i , Fritz Kortner. Í (Myndin er bönnuð 1G ára i og yngri.) í Skjaldborgar-Bíó.......“i | KVENDÁÐIR | Í (Paris Underground) \ 1 Afarspennandi kvikmynd, j Í byggð á endurminningum j | frú Et.tu Shiber úr síðustu j heimsstyrjöld. i Aðalhlutverk: j Constqnce Bennett \ Í Gracie Ficld ! George Rigaud Kurt Kreugar. Í (Bönnuð yngri en 16 ára.) j 11111111111111111111111 >iiiiiiiiiiiiiu iii n umi n ii 111111111111' Lagtækur maður óskast í vinnu í vor og sum- ar. Vinnan ekki í bænum. A. v. á. Dráttarhestur til sölu. Haraldur Davíðsson, S tór u - H ám u ndar s töðu m. M j ólkurf lutningsf ata, merkt 177, tapaðist á leið- inni frá Akureyri að Lóns- brti. Skilist í Mjólkursam- lag K. E. A, gegn fundar- launuin. Bíll Tilboð óskast í bíl með 10 farþega húsi. Verður til sýn- is við K. E. A. alla virka daga frá kl. 1—4. O Erlingur Pdlmason. Húseignin Norðurgata 5 er til sölu, Til sýnis daglega kl. 5—6 e. h. til 25. þ. m. Réttur áskilinn til að taka livaða tilhoði sem 'er, eða hafna öllum. Sveinn Brynjóljsson. Til sölu 4 tonna t r i llubátur með 10 hestafla Skandíavél, línuspili, legufærum og 8 stokka línu. Verð 8000.00 kr. — Upplýsingar gefur Stórgjafir til Bar na- hjálparinnar Fræðsludeild KEA hafa borizt pessar gjafir til barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna: Frá Kven- fél. „Aldan“, Ognulsstaðahreppi kr. 5100.00, ásamt stórum fata- pakka og frá Kvenfél. „Hvöt“, Árskógsströnd kr. 6350.00 og mikil föt sömuleiðis. — Formaður Kvenfélagsins „Aldan" er frú Hólmfríður Pálsdóttir, Þórisstöð- um, en frú Ingibjörg Einarsdóttir, Engihlíð, er formaður Kvenfé- lagsins „Hvöt“. Grænar baunir, i pk. Boston-baunir Lima-baunir Brúnar baunir Soyja-hveiti, í pk. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú - Dánarminning (Framhald af 5. síðu). bezt af hendi og svo fór, að hann varð vinsæll og vel metinn kenn- ari. Er eg þess fullviss, að nem- endur hans sakna hans sárt nú og eins margir aðstandendur þeirra. Júlíus var hógvær maður og hafði sig lítt í frammi ótilkvadd- ur. Samt báru menn traust til hans sökum mannkosta hans og var honum falin ýmiss konar for- usta heima í sveit okkar. Þegar á unglingsaldri varð- hann einn af forustumönnum ungmennafé- lagsins þar. Ungur að aldri var hann kosinn í hreppsnefnd Oxna- dalshrepps og átti þar sæti til dauðadags. Hin síðari ár sat hann og í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu fyrir sveit sína. Veit eg með vissu, að aldrei hefur hann í þessum störfum lagt annað til mála en það, sem hann taldi sannast og réttast, þó hann ekki sækti mál sín með neinu offorsi. Júlíus var alla æfi ókvongað- ur og barnlaus. Fyrir mörgum árum fór að bera á því, að hann var ekki heill heilsu. Þó gekk hann lengi vel til allrar vinnu, sem ekkert væri og ekki vissi eg til að læknar teldu, að um hættu- legan sjúkdóm væri að ræða, sízt í bráð. Samt er hann nú fallinn í valinn aðeins 43 ára gamall. Er þar á bak að sjá drengskapar- og heiðursmanni, sem ekki mátti vamm sitt vita. Foreldrum Júlíusar, Stefáni Guðmundssyni og konu hans Margrétu Kristjánsdóttur, svo og öðrum nánum ættingjum, votta eg mína innilegustu samúð. Fyrir fáum árum urðu þau hjón að sjá á bak dóttur sinni, konu á bezta aldri, og svo kemur þetta reiðar- slag nú. Huggunarorð mega sín lítils í þvílíkum harmi, enda verður þeim sleppt hér, en þó mun það þeim nokkur huggun að vita, að enginn, sem til þekkti, á annað en góðar minningar um börnin þeirra bæði. Að lokum kveð eg þig, látni vinur, Og þakka þér alla góða viðkynningu og vináttu, allt frá því að eg var að kenna þér litlum dreng og til þess síðasta. Bernh. Stefánsson. Hinrik Sveinsson, Flatey, Skjálfanda. ■ 111 • 11111111111111111111 ■■ 1111 ■ 111111111111 ■ 1111111 ■ 1111111 1111 ■ 11 • .... ■ 111111111 ■ i ■ 11 • 111111111111111 ■ 1111 11111111111111 LUMA RAFMAGNSPERUR eru beztar Seldar í öllum kapfélögum landsins Saraband ísl. samvinnufélaga IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIII TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Holtagötu 11, Akureyri. Tilboðum sé skilað til mín fyrir 24. þ. m. Húsið er til sýnis daglega kl. 6—7 e. h. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Nánari upplýsingar hjá undirrituðum. Akureyri, 16. marz 1948. Jón G. Sólnes.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.