Dagur - 20.05.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 20.05.1948, Blaðsíða 4
4 D AGUK Fimmtudaginn 20. maí 1948 Ritstjóri: Ilaukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, iirnheimta: Marínó H. I’étursson Skrifslofa í Hafnarstræti 87 — Sírni 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júli °rentverk Odds Björnssonar h.í. Akureyri Skæruhernaðurinn gegn hagsmunum byggðanna SÍÐASTI „ISLENDINGUR“ r'auf loksins þögn- ina um afgreiðslu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í ríkisstjórn og Fjárhagsráði, á tiHögum kaupstaðaráðstefnunnar. Telur blaðið að innan skamms muni það koma í Ijós, hvernig hinar nýju tillögur Fjárhagsráðs um úthlutun gjaldeyris séu vaxnar, og þá muni nægur tími til þess að taka afstöðu til þeirra. Það er gott ef blað- ið hefir góðar heimildir fyrir því ,að þessar tillög- ur muni brátt sjá dagsins ljós. En eins og kunnugt er hafa Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn ekki fengist til þess ennþá að birta tillögurnar þrátt fyrir eindregin tilmæli Framsóknarmanna. En þeir kaupsýslumenn og aðrir úti á landi,- sem átt hafa skipti við innflutningsyfirvöldin að und- anförnu, munu þegar hafa nokkra reýnslu fyrir því, að þessar nýju reglur stjórnarflokkanna tveggja muni lítt taka hinum gömlu fram, a. m. k. hefir ekki orðið vart neinna breytinga í viðhorfum gjaldeyrisyfirvaldanna til verzlunar- og athafna- lífs úti á landi. Mun það og mála sannast, að þess- ar svokölluðu nýju reglur, sem ísl. gerir sér svo bjartar vonir um, séu loðnar og óljósar og langt frá því að vera nokkurt fullnægjandi svar við eindregnum kröfum kaupstaðaráðstefnunnar um breytt fyrirkomulag. Og einhver ástæða mun Jiggja að baki þeirrar ákvörðunar þessara sömu stjórnarflokka, að hafna kröfum urn! að birta regl- ur þessar opinberlega. ÞAÐ VERÐUR ÞVf að teljast mjög vafasamt, að fsl. geti lengi hughreyst þá Sjálfstæðismenn hér og annars staðar, sem eindregið eru fylgjandi tillögum kaupstaðaráðstefnunnar, með því að vitna til þessara tillagna. Verði þær birtar, munu allir sjá, að þar er litlar sem engar leiðréttingar að finna. Haldi þessir tveir stjórnarflokkar hins veg- ar áfram að breiða leyndarhulu yfir stjórn sína á verzlunar- og gjaldeyrismálunum, munu lands- menn þeir, sem undir yfirvöldin þurfa að sækja í þessum efnum, fljótt sjá það af eigin reynslu, að réttmætara kröfur þeirra hafa verið hundsaðar af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins í ríkisstjórninni og einkaleyfi Reykjavíkur á innflutningi til landsins hefir aðeins fengið nýtt nafn. ÞAÐ ER RAUNAR ekki undarlegt, að ísl. treysti sér tæpast til þess að viðurkenna að full- trúar Sjálfstæðisflokksins hafi haft forgönguna að ganga á móti tillögum kaupstaðaráðstefnunnar í Fjárhagsráði. í vandræðum sínum tekur blaðið það til bragðs, að láta skína í, að afgreiðsla máls- ins hafi ekki verið þessi, heldur reynir það að varpa ryki í augu lesendanna með því að ræða sí- fellt um „tillögur Hermanns Jónassonar“. Það voru „tillögur hans“ (þ. e. Hermanns), sem ekki náðu fram að ganga, segir blaðið, „og það er ekki alveg víst að það sé heilagur sannleikur þótt hann segi að réttlætið hafi vei'ið fyrir borð borið, af því að tillögur hans voru ekki samþykktar óbreyttar“. Þessi málsmeðferð er svo óhöndugleg, að enginn Sjálfstæðismaður, sem kunnugur er málavöxtum, mun láta blekkjast af henni. Sannleikurinn er sá, að það voru ekki tillögur Hermanns Jónassonar, sem felldar voru í Fjái'hagsráði, heldur tillögur kaupstaðaráðstefnunnar. Her- mann Jónasson flutti svohljóð- andi tillögu skömmu eftir lok kaupstaðar áðstefnunnar: „Fjárhagsráð saniþykkir að út- hlutun gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfa á árinu 1948, skuli eftir því, sem við verður koniið, gerð í samræmi við þær tillög- ur er samþykktar hafa verið af hendi fulltrúanna af Vestur-, Norður- og Austurlandi.“ Þessa tillögu felldu samflokks- menn fsl., ásamt hjálparliðinu í Alþýðuflokknum, hinn 2. apríl sl. og litlu síðar felldu sömu aðilar hana í ríkisstjórn, gegn atkvæð- um Framsóknarmanna í báðum tilfellunum. Þessi verknaður er alveg grímulaus og mun það ekki duga ísl. að reyna að hrella flokksmenn sína með nafni Her- manns Jónassonar. ÍSL. SEGIR að. Dagur geti verið óhræddur um að hann muni ekki láta sitt eftir liggja að mót- mæla því, ef skapa á ehxhverjum aðila foi'réttindi. Gott er það. Hins vegar hefir blaðið í þessum málflutningi heldur kosið þann kostinn, að breiða yfir afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjói-n og Fjárhagsráði til tillagna kaupstaðanna. Þannig vinnur blaðið að því, að viðhalda forréttindum, sem reykvískir innflytjendur hafa náð undir sig, á kostnað annarra landshluta. Fyrirheit ísl. um baráttu gegn hugsanlegum forréttindum í framtíðinni eru að vísu góð. En betri væri skelegg barátta blaðs- ins fyrir afnámi ranglætis, sem þegar er ríkjandi, og málsvarar höfuðborgarinnar streitast við að halda í. Verður því vart trúað, að Sjálfstæðismenn úti um landið uni því að málgögn þeirra gerist þátttakendur í skæruhei-naði Reykjavíkux'sjónarmiðanna gegn hagsmunum byggðanna. FOKDREIFAR Lítið skáld á grænni grein. FYRIR NOKKRUM vikum var ritstj. Alþýðumannsins, starfs- maður bæjai'fógetans á Akureyri, dæmdur þar á skrifstofunni í fjái'sektir fyrir óþokkaleg ski'if og umrnæli hans öll lýst ómerk ómagaorð. í sambandi við þetta framfei'ði. Braga Sigurjónssonar, hafði Dagur látið svo ummælt, að honum virtist um megn að ræða opinber mál nema narta um leið í mannorð samborgara sinna. — Fyrir þetta stefndi Bi-agi ritstj. Dags og þótti það ekki sannað, að honum mætti ekki auðnast að taka þátt í opinberum umræðum öði-uvísi ’ en rheð þessum hætti, jafnvel þótt allmörg tbl. af Al- þýðumanninum bæru höfundi sínum vitni. En því lengur, sem Bragi stundar ritstöi'fin, því fleiri verða sönnunargögnin. — Hlaðast þau upp velflesta þi'iðju- daga, því að eðlið leitar útrásar. Alþýðumaðurinn á þriðjudag- inn var bar þess vott, hvernig höfundi hans hefir verið innan- bi’jósts um hvítasunnuhátíðina. Verður ekki séð, að hátíðin hafi, frekar en sximarsólin síðustu dag- ana, haft minnstu áhrif á skugga- gróðurinn. Það er óþarft að rekja efni þessarar hugsmíðar í löngu máli. Aðaltilgangur hennar er, auk þess að bregða ritstj. Dags um mútuþægni og heimsku, að birta kjósendum Alþýðuflokks- ins á Akureyri þá hvítasunnu- hugleiðingu i'itstjói'ans, að ritstj. Dags sé taugabilaður aumingi, líklega hálfbrjálaður. — Þar með er fengin viðurkenning Bi'aga Sigui'jónssonar sjálfs fyrir því, hvernig honum er tamast að ræða mál. Væri að sjálfsögðu vanda- laust að fá hann dæmdan ómerk- ing í annað sinn á kontóri því, er veitir honum lífsframfæri. En greinai'kornið sýnir fleii'i eigin- leika mannsins. Það opinberar gáfnafar þess manns, sem sakar aðra um heimsku. Það vottar heiðai’leik þeirrar pei’sónu, sem dróttar mútuþægni og ói'áðvendni að öði'um. Loks sýnir það minni- máttai'kenndina sáru, sem grípur þá, sem langar ósköp til að vera skáld, en skortir flest til þess. Þannig hefir þetta eintak AI- þýðumannsins sérstöku hlutverki að gegna í þeim einstæðu bók- menntum, sem síðasti árgangur blaðsins er nú orðinn. Eftir höfðinu dansa limirnir. EG RAKST nýlega á fróðleg- an fréttapistil frá íran, eftir blaðamann nokkurn, sem þar hefur dvalið um skeið. í þessari greinargei'ð segir hann á einum stað svo: „Mardom,“ málgagn Tudeh-flokksins (kommúnista) miðar áróður sinn við árásir á Bandaríkin. Gagnrýni þessa blaðs nú upp á síðkastið á hendur rík- isstjórn íran er einkum og aðal- lega sú, að stjórnin sé að selja Bandaríkjamönnum landið. Blað- ið segir að stjórnirí leyfi Banda- ríkjamönnum að byggja flug- velli og hei'stöðvar, sem nota eigi gegn Sovét-Rússlandi í árásar- stríði. Allt efni blaðsins er meira og minna litað þessum áróðri. Jafnvel skrítlui'nar og krossgát- urnar eru samdar með þann til- gang fyrir augum, að sverta Bandaríkin. Þar er talað um „bandaríkjaleppa“ og þá „sem svíkja land sitt í hendur dollara- imperíalistum.“ Þessi fróðlegi pistill er tekinn úr lýsingu fréttamanns á starf- semi kommúnista suður í íran. En hann gæti eins verið lýsing á innihaldi Þjóðviljans hér um þessar mundir. Það er sama hvort kommúnistablað er gefið út í íran eða íslandi, tónninn er sá sami, orðatiltækin og árásarefnin þau sömu. Eftir höfðinu í Moskvu dansa komúnistalimirnir um all- ar jarðir. Þar er allt á sömu bók- ina lært. ' Saknar „kjarnyrtra karla“. H. J. skrifar blaðinu: FYRIR STUTTU hitti eg á göt- unni kunníngja minn, gamlan og góðan hagyrðing. Við tókum tal saman, og bai'st það brátt að ljóðagei’ð hinna yngri skálda. — Þegar við kvöddumst stakk hann miða í lófa minn. Á honum stóð þetta: Þeir yi’kja núna, það vantar varla, þó virðist það skvaldur á flesta grein. Eg dái þá hoi-fnu, kjarnyrtu karla, sem kváðu sín Ijóð inn í mei’g og bein. E. St. (Framhald á 6. síðu). s Heim frá útlöndum Alltaf þykir okkur gaman að hitta fólk nýkomið heim frá útlöndum, heyra frásagnir þess og frétta af mönnum og málefnum handan við höfin. Blöðin, eða öllu heldur blaðamennirnir, fara á stúfana í hvei’t sinn og einhver von er á slíkum frá- sögnum, jafnvel þótt nú oi'ðið telji enginn það til stórviðburða að bi'egða sér út fyrir pollinn, né held- ur flugferðir heimsálfanna á milli í frásögur fær- andi. En það er eitthvað ferskt og hressandi oft og ein- att við athuganir og frásagnir ferðalangsins og því fýsir okkur að heyra sem mest af því, er á dagana dreif. Spjallað yfir molakaffi Við frú Kristbjörg Dúadóttir höfðum oft hitzt áð- ur til að drekka saman kaffi og rabba um daginn og veginn, en í þetta skipti var það til að ræða um ferðalagið til Noi'ðurlanda, sem frúin er nýkomin heim úr með manni sínum, Steindóri Steindói-ssyni menntaskólakennara. Maður þinn hefir sagt lesendum blaðsins frá há- tíðahöldunum og móttökunum hjá Norðmönnum, svo að því getum við alveg sleppt, heldur ekki ætla eg að spyrja þig um „ástand og horfur“ í þeim löndum, sem þið fóruð um, því að eg veit sem er, að lengri tíma þai-f til þess að setja sig inn í lands- mál en þið höfuðuð til umráða. — En það er annað. Nýja tízkan. — Hvað sástu og heyrðurðu um framgang henn- ar? Og hvar var hún lengst á veg komin og mest ábei-andi? „Því er fljótsvarað," segir frú Kristbjörg. „í okk- ar kæru höfuðborg, Reykjavík, virtist hún lengst á veg komin og það langsamlega lengst, af þeim borg- um, sem við fórum um. — í Noregi bar mjög lítið á síðklæddum konum, þar er líka mjög naumur fata- skammtur, og fólk verður eflaust mörg'ár að koma sér upp nýjum, síðum fötum, samá er áð 'segja um Danmörku. í Svíþjóð aftur á móti b'á'r méira á nýju tízkunni og mun ástæðan eflaust sú, að þar eru föt óskömmtuð, annars er sagt að Svíaf -spyrni við fót- um og vilji hvoi'ki sjá nýju tízkuna né heyra. — En eg sá margar fallegar voi’kápur í Gautaborg, síðar (síðari að aftan) og víðar, sem mér þóttu fallegar. í Noregi fannst mér stúlkur ganga afar praktiskt klæddar og var sérlega áberandi, hve rnikið er not- aður ýmiss konar sportklæðnaður, sem virtist mjög í tízku þar, bæði sportdragtir og síðar buxur, skræpóttar peysur og blússur, vettlingar, húfur og treflar í sterkum litum o. s. frv. Og þetta nota ungar stúlkur jafnt og rosknar konur. Mér þótti það fallegt og gefa íólkinu og umhverf- inu líflegan blæ og hressandi. í Kaupmannahöfn sá ég töluvert af vorkápum úr röndóttu flaueli. Þær voru víðar og síðar (swing- back) og virtust tízka þar. — En á götunni bar lítið á síðklæddum konum og í öllum þeim mörgu veizl- um, sem við vorum í, vai'ð ég vai'la vor við nýju tízkuna. — Það var ekki fyrr en komið var heim á Frón aftur, til Reykjavíkui'. — Við höfum stungið grannþjóðunum aftur fyrir okkur í þessu atriði, og Rvik er sú höfuðborg á Norðui'löndufn, sem lengst er komin í því- að taka upp þennan „nýja svip“, eins og tízkan er kölluð sums staðar." — Það er ekki að spyi’ja að landanum, Kristbjörg mín, — og eg kveð frúna og þakka rabbið, sem mér þótti mjög fróðlegt, því að þessi margumrædda tízka er ekki bara tízkumál, heldur miklu meira mál og mikilvægara. Puella. GARÐRÆKTIN Konur, sem áhuga hafa á ræktun blóma og græn- metis ættu að fylgjast með námskeiði því, sem Fræðsludeild KEA gengst fyrir um þessar mundir. Þar flytja kunnir garðyi’kjumenn erindi um ýmsa þætti garðyrkjunnar, sýnikennsla fer fram og fræðslukvikmyndir eru sýndar. Nánari frásögn x bæjarfréttum blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.