Dagur - 16.06.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 16.06.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 16. júní 1948 ÍÞRÓTTIR Afmælismót Þórs stóð yfir 6.— 10. júní, en ólokið er sundkeppn- inni. Gert er ráð fyrir henni eitt- hvert kvöld í næstu viku. Hér verður lítillega skýrt frá því, sem húið er af mótinu. Keppni fór fram að kvöldi þessara daga kl 8—10.30. Var að jafnaði ísköld norðanátt, svo að bæði kjarkúr og dugur skorðaðist hjá keppendum. Vellirnir voru heldur ekki góðir þótt flest væri undirbúið og lagað eftir því sem tök voru á. Áhorfendur voru oft furðu margir og kærðu sig kollótta um bítandi kuldann. Leikstjóri var Tryggvi Þorsteinsson og yfirdóm- ari Ármann Dalmannsson. Mótið fór vel fram, með sæmilegri stundvísi og röskleika. Fylgja hér á eftir helztu úrslit sem fengin eru — og Akureyrarmet látin fylgja, ef til eru frá því í fyrra: Mánudaginn 7. júní. 100 metra hlaup. (Hlaupið undan vindi). Akureyrarmet: 11,8 sek. Eg'gert Steinsen K. A. 1. Baldur Jónsson Þór 11,5 sek. (í undanrás 11,3 sek). 2. Agnar B. Óskarsson Þkr 12,0 sek. (í undanrás 11,8 sek.). 3. Eggert Steinsen K. A. 12,6 sek. (í undanrás 12,2 sek.). 3000 meti'a hlaup. Akureyrarmet 1947: 10,40,3 mín. Valdimar Jóhannsson K. A. 1. Þráinn Þórhallsson K. A. 11,53,0 mín. 2 Óðinn Árnason K. A. 11,53,4 mín. Sjö keppendur mættu ekki til leiks — vegna veðurs. Spjótkast. Akureyrarmet 1947: 50,74 m. — Ófeigur Eiríksson K. A. 1. Ófeigur Eiríksson K. A. 47,07 metra. 2. Kristján Kristjánsson Þór 40,65 m. 3. Guðm. Örn Árnason K. A. 40,50 m. Kringlukast Akureyrarmet 1947: 36,38 m. Marteinn Friðriksson K. A. 1. Bragi Friðriksson M. A. 39,14 metra. 2. Marteinn Friðriksspn K. A. 36,58 m. 3. Hörður Jörundsson K. A. 30,88 m. Veðurfar kl .9 um kvöldið: N. 4 vindstig. Hiti 2,4 stig. Sól- arlaust. Keppni hófst kl. 8 öll kvöldin. Knattspyrna II. fl. Kl. 9 hófst knattspyrna í II. fl. Þór lék undan vindi fyrst, — lé- legur leikur hjá báðum. K. A. fékk á sig eitt slysamark. í síðari hálfleik óx Þór ásmegin, en sam- leikur var þó ekki nema öðru hvoru í lagi. K. A. varðist allvel, sýndi og hættuleg upphlaup, en mætti sæmilegri vörn K. A. fékk á sig vítaspyrnu. Hinrik „bezti maður á vellinum“, skaut laglega út við marksúlu, svo að ekki varð bjargað marki. Lauk svo með sigrí Þórs 2 : 0 mörkum. Dómari var Þorsteinn Svanlaugsson. 400 metra hlaup. Akureyrarmet 1947: 58 sek. Rögnvaldur Gíslason K. A. Gróandi jörð: | Átthagafélögin í kaupstöðmmm I eiga að leggja málum sveitanna lið | Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON Á ÞESSUM VETRI hefir verið safnað, hér í landi, stórfé í handa svöngum börnum í útlandinu. Hefir betta orðið mikií 1 fórn hjá lítilli bjóð. En bað sýnir hver stórvirki má gera, þegar j áhugann vantar ekki og fólk tekur höndum saman. Það er i nauðsynlegt og göfugt að reyna að bjarga bessum börnum frá j hungri. Við höfum nóg að borða eins og er. Guði sé lof! En við i megum gæta bess að láta ekki okkar eigin börn deyja úr and- i legu hungri — brátt fyrir langan skólatíma og miklar „lexíur“. = Börnin verða að eignast fagrar liugsjónir til að iifa fyrir. — i Það ætti að vera hægt, nú begar, að koma stórum hóp barna úr i kaupsíöðunum og upp í sveitirnar alfarið. Það er að segja þeim i börnum, sem vildu setiast bar að. Það gæti að vísu verið erfitt i fyrir foreldrana, því að þetta er vart framkvæmanlegt á annan i hátt en bann, að foreldrarnir slepptu stjórn sinni af börnunum ' i eða gæfú bau hreinlega. i Ógifta kvcnfólkið í kaupstöðum ætti að renna hírara auga i til sveitanna, þangað vantar það svo tilfinnanlega. Ýmsir i „sýslungar“ hafa myndað félagsskap, í hinmn stærri kaup- i stöðum, einkum í Reykjavík. Margt af þessum féiagsmönniun i þykir vænt um sveitina sína, þótt þeir séu farnir þaðan. Þessi i félög ættu að vinna að eflingu sveitanna, það gætu þau gert á i margan hátt og ætti að vera bað liúft. — Það getur enginn fé- i lagsskapur lifað, nema hann eigi göfugt og nytsamt verkefni. i Félagsskapur kvenþjóðarinnar í landinu, gæti áreiðanlega i komið miklu til leiðar — ef hann tæki sig til — í þá átt að efla i fylgi sveitanna og lijálpa til að stöðva fólksstrauminn þaðan j burt. Konurnar eru eklci síður en við karlmennirnir, skarp- i skyggnar á nauðsynjamálin og hugkvæmar til úrræða. Það er j orðið enn færra um þær í sveituniun, og það er sannarlega í i þeirra verkahring að efla nýjan gróður, skreyta landið og lífið i í sveitunum. I Þjóðin eyðir milljónum árlega í ýmiss konar sport. Mörgum i virðist bað vera að ganga úr hófi fram. Mikið gæti allt þetta j sportfólk gert til þess að prýða landið og afla beinlínis fylgi við j sveitirnar mcð framkvæindum. j Margt fleira mætti benda á, sem hægt er að gera til að efla i stórlega landbúnaðinn og með bví á margan hátt efla menn- j ingu þjóðarinnar og öryggi, sem sjálfstæðrar þjóðar í eigin j landi. j „Hvað er nú orðið okkar starf“. Af milljónum ha„ sem þjóð- | in á í óræktuðu landi, hefir hún enn ekki ræktað nema tæp- | lega 40 þús. ha. í tún og matjurtagarða. — Þjóðina vantar inat, 1 meiri framleiðslu og varanleg mannvirki. I sveitunum blasa i við verðmætin og möguleikinii til vaxtar. — Þjóðin verður að j koma auga á þessa möguleika og hefjast handa, allir fyrir einn i og einn fyrir alla, annars á hún á hættu að missa fótfestu í j sínu eigin landi. Hér verður nú látið, að mestu, staðar numið að sinni. En á j margt er eftir að minnast. Yrði þá ekki komizt hjá að víkja að i þætti hins opinbera í bessu máli. j Þar er margt til athugunar. Um fyrirkomulag í sveitum við i aukna ræktun. Um verðlag í landinu, sem miði að fjölgun j framleiðenda. Um rafmagn til handa sveitunum. Um áburð- j arverksmiðju. Um lagaákvæði, sem miða íil aukins flótta fólks j úr sveitunum, og um það, að sveitakjördæinin mega ekki j lengur kjósa „óábyrga" (menn sem ekki framleiða og hafa j aldrei framleitt) á Alþingi, heldur áhugasama bændur. Og j margt fleira barf að minnast á og lagfæra. ............................................................ ••tlllll*lllllllllllllllltlllllllllltllttllllllllllllllllll«|l||llll|||l|llll||l|||||||||||||||l||||||||||||||||||||||||(|||||||||||||||||||l 1 Við önnumst vömílutningana j Bifreiðastöðin Stefnir s.f. i j Simi 21S — Akureyri. j OG UTILIF 1. Agnar B. Óskarsson Þór 57,8 sek. 2. Valdimar Jóhannsson K. A. 58,0 sek. 3. Magnús Björnsson K. A. 60,7 sek. 80 metra hlaup kvenna. Akureyrarmet 1947: 11,2 sek. Guðrún Georgsdóttir Þór. 1. Guðrún Georgsdóttir Þór 11,4 sek. 2. Svava Snorradóttir K. A. 11,7 sek. Tveir keppendur mættu ekki til leiks. 4x100 metra boðhlaup. Akureyrarmet 1947: 51,4 sveit K; A. (Marteinn, Jón, Áki, Egg- ert). 1. A-sveit Þórs 48,9 sek. (Bald- ur, Hreinn, Guðmundur, Agnar). 2. A-sveit K. A. 49,9 sek. 3. B-sveit Þórs 51,2 sek. 4. B-sveit K. A. 51,3 sek. Kúluvarp. Akureyrarmet 1947: 11,72 m. Matthías Ólafsson Þór. 1. Bragi Friðriksson M. A. 14,49 metra. 2. Ófeigur Eiríksson K. A. 12,04 metra. 3. Guðm. Örn Árnason K. A. 11,19 m. Langstökk (stokkið undan vindi). Akureyrarmet 1947: 6,15 m. Matthías Ólafsson Þór. 1. Geir Jónsson K. A 6,14 m. 2. Baldur Jónsson Þór 6,06 m, 3. Gunnar Óskarsson Þór 5,92 m. Veðurfar kl. 9 síðdegis. N. 3 vindstig. Hiti 5 stig. Þá hófst knattspyrna í III. fl. Voru þar með að leika nokkrir þeir sömu og kvöldið áður og frammistaða ómóta. Lítið um samleik, mörg „feil“-spörk, en varnarlið j)ó ekki slæm. Dreng- irnir voru kaldir og tæplega í góðu skapi, svo að varla var á betra von. Þór átti meira í þessum leik, skoraði tvö góð mörk. Þarna eru efnilegir leikmenn, fleiri en þótt t .d. séu nefndir Leifur Tómasson og Haukur Jakobsson K A., Hin- rik Lárusson, Tryggvi Georgsson og Gunnl. Búi Þórsmegin. Hér laulc eins og í II. fl. Þór—K. A. 2 : 0. Dómari var Póll Emilsson. Miðvikudagurinn 9. júní. 1000 metra boðhlaup. Akureyrarmet 1947 ekkert staðfest. 1. A-sveit K. A. 2,17,0 mín. 2. A-sveit Þórs 2,17,5 mín. 3. B-sveit K. A. 2,20,6 mín. 4. B-sveit Þórs 2,21,1 mín. Sveit M. A. mætti ekki til leiks. Hástökk. Akureyrarmet 1947: 1,75 m. Eggert Steinsen K. A. 1. Eggert Steinsen K. A. 1,60 m. 2. Gunnar Óskarss. Þór 1,60 m. 3. Haraldur Jónsson Þór 1,55 m. Þeir Eggert og Gunnar stríddu við hæðina 1,65, en felldu þrisvar. En í 4. tilraun, sem þeir gerðu til gamans, fór Gunnar yfir. Eggert meiddist alvarlega í fæti í vetur og mun ekki orðinn jafngóður enn. Þetta kvöld var svo keppt í handknattleik, þrem kvenna- flokkum og 1 flokk karla. Kvennalið K. A. eru ekki sterk um þessar mundir, einstakir leik- menn munu ágætii', en samæf- ingu vantar enn. Lið Þórs virðast jafnar skipuð og samæfing meiri. Úrslit: II. fl. Þór—K. A. 1 : 0. — III. fl. Þór—K. A. 7 : 0. I. fl. Þór— K. A. 4 : 2. I karlaflokki var öðruvísi hátt- að. Lið K. A. sýndi hér sterkan og prýðilegan leik, sérstaklega fyrri hálfleik. Þórsmegin var þá leikur mjög lélegur, of hraður, of langt spil og skot á mark án færis. ■—- Leikmenn voru 10 hvoru megin, 7 á velli í senn og skiptust á. — í hálfleik stóð 8 : 2 K. A. í vil. — Skömmu seinna hafði K. A. 10 : 2 mörk. En nú fór Þór að breyta um leikaðferð, styttri skil, meiri sam- leikur. framan við vörn K. A. og betri færi fengin á mark. Fallegur var leikur liðsin þó ekki, en markatalan fór að jafnast og um leið æsing og hróp óhorfenda. Á síðustu 6 mín. gerði Þór 5 mörk og við lok urðu úrslitin sigur K. A. með 12 : 11 mörkum. Dómari var Sverrir Magnússon og í kvennaleikjunum ýmist hann eða Haraldur Sigurðsson. Knattspyrna, meistarafl, Þór— K. A. 5 : 2. Þetta var síðasti knattleikur afmælismótsins, fór fram á Þórs- velli á fimmtudagskvöld í sl. viku í bezta veðri. Fyrir ókunn- uga getur það virzt dálítið ein- kennilegt, að þegar keppt var í þessum flokki rétt nýlega sigraði K. A. með sömu markatölu yfir og Þór nú. ,En hér veldur miklu hvernig ástatt er með liðsmenn félaganna í hvert skipti, sumir eru á sjó, sumir bundnir við störf eða annað og geta ekki verið með og verður þá að fylla í sætin. Nú t. d. vantaði sterka menn í vörn K. A. Þór vantaði þó líka sinn að- almarkmann, en Hermann stóð sig vel í þessum leik. Leikurinn var að mörgu leyti góður, hröð og ágæt upphlaup af beggja hálfu, sem oftar er venjulega enduðu með góðu markskoti og jafnvel marki. Má þar fremsta telja Bald- ur og Dúlla, sem báðir léku með bezta móti. En Þórsliðar mega búa sig undir sterkari vörn í næsta leik. Knöttur var „skallað- ur“ meira en venjulega og oft vel. í þeirri leikni geta margir náð góðum árangri ef sérstaklega væri æft, sem full ástæða er til. Báðir virtust eiga gefin færi á mörk — oftar en „markað" var, en settu yfir og fram hjá. Úrslitin voru ekki óeðlileg eftir gangi leiksins. Jakob Gíslason dæmdi og virtist lílið um athugasemdir meðal áhorfenda. Má það teljast bæði dómara og áhorfendum tií hróss. En hitt er hraparlega al- gengt, að áhorfendur koma skrílslega fram við leikvöll, ekki sízt gagnvart dómara — og svo leikmönnum. Eru þeir jafnvel um slíkt sekir, sem framarlega eru við íþróttir og umsjón þeirra. — Mættu allir leitast við að gsra sér ljóst hve létt, — eða öllu heldur erfitt — muni vera að sjá allt, ákveða og dæma um á svipstundu í hi-öðum leik í knattspyrnu og þó enn frekar í handknattleik. Og ókvæðisorð og skammir eru til skaða bæði leikmönnum og dóm- ara og þó sérstaklega til skammar þeim, er sendir slíkt frá sér, og svo félagi hans. Þar að auki varð- ar slíkt við lög, þótt ekki hafi ver- ið beitt hér — í meinleysinu. Öll knattleikakeppni mótsins er bundin við einn góðan verðlauna- grip, er það félag fær, er fleiri hlýtur stig. Þór vann nú þessa keppni (Þór 12 stig, K. A. 2 stig), í þriðja sinn í röð og þar með knattleikaskjöldinn til fullrar eignar. Nánari greinargerð, um beztu afrek, stig í vissum greinum o. fl„ verður að bíða, unz sundinu, og þar með mótinu öllu, er lokið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.