Dagur - 16.06.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 16.06.1948, Blaðsíða 8
8 Bagur Miðvikudaginn 16. júní 1948 240 norðlenzkir söngmenn á 6. söngmóti Heklu Fjölsóttasta og myndarlegasta söngmót Sambandsins Kaupfélag Skagfirðinga er að byggja fullkomna mjólkur- vinnslustöð Neitaö um fjárfestingarleyfi fyrir frystihúss byggingu - Frá aðalfnndi félagsins Sjötta sönginót Heklu, sam- bands norðlenzkra karlakóra var háð hér í bænum og í Suður- Þingeyjarsýslu dagana 11.—13. þ. m. Mótið var haldið til minning- ar um 100 ára afmæli Magnúsar Einarssonar organista á Akureyri, hins ágæta brautryðjanda söng- menntar bér Norðanlands. Alls sóttu sjö karlakórar mótið og telja þeir samtals um 240 söngmenn. Þátttakendur voru: Karlakórarn- ir báðir hér í bænum, Heimir úr Skagafirði, Þrymur í Húsavík, Karlakór Reykdæla, Karlakór Mývatnssveitar og Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps. Mótið hófst á laugardaginn er forustumenn kóranna gengu að leiði Magnúsar Einarssonar og lögðu blómsveig á það. Síðdegis á laugardag héldu kórarnir þrjá samsöngva, tvo í Nýja-Bíó og einn í kirkjunni, við mikla aðsókn og ágætar viðtökur áheyrenda. f Bíó söng hver kór þrjú lög, en í kirkjunni söpg hver kór tvö lög undir stjórn söng- stjóra og síðan sameiginlega lag Magnúsar Einarssonar, Mikli Guð, undir stjórn Sigurgeirs Jónssonar fyrrum söngkennara. í kirkjunni minntist Kristján Sig- urðsson kennari Magnúsar Ein- arssonar með ræðu. Hér er eigi rúm til þess að rekja söngskrána ýtarlega né heldur meðferð hvers kórs á viðfangs- efnum, en rétt að taka fram, að sérstaka athygli vakti söngstjórn Jónasar Trygvasonar frá Karla- kór Bólstaðahlíðarhrepps. Jónas er því sem næst blindur, en stjórnar eigi að síður kór sínum örugglega. Er það óefað mikið þrekvirki að æfa kór og stýra honum við slíkar aðstæður. Stjórn mótsins hér á laugar- daginn virtist fara ágætlega úr hendi. Hafði Hermann Stefánsson form. Sambandsins, mestan veg og vanda af stjórn mótsins og móttökunum hér, en fjölmargir aðrir lögðu þar að sjálfsögðu hönd að verki. Á sunnudaginn var haldið til Húsavíkur og sungið að Laugum og í Húsavík við mjög mikla að- sókn og hrifningu. Fréttaritari blaðsins í Húsavík símar, að mik- ill mannfjöldi hafi hlýtt á söng kóranna, bæði í kirkjunni og úti undir berum himni, er kórarnir sungu sameiginlega. Júl. Hav- steen sýslumaður ávarpaði kór- ana af tröppum kirkj unnar, en að söngnum loknum, sagði Hermann Stefánsson, form. Heklu, þessu sjötta söngmóti slitið. Það er mál allra, sem með söngmótinu fylgdust, bæði kór- félaga og áheyrenda, að þetta mót hafi verið það ánægjulegasta sem Hekla hefur iialdið. Það sýndi, að mikill þróttur er í starfi kóranna í strjálbýlinu, þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður, og bar vott um eljusemi, fórnfýsi og dugnað söngmanna og söngstjóra. Heklá hefur það markmið að efla söng- líf Norðanlands. Sambandið í milli kóranna og sameiginleg söngmót þeirra á vegum Heklu, eru þýðingarmikill þáttur í því starfi. Ber að þakka söngmönn- unum öllum fyrir þessa ánægju- legu daga, og elju þeirra og áhuga í starfinu heima fyrir. Sýnikennsla í matreiðslu Fræðsludeild KEA gengst um matreiðslu á félagssvæði KEA. — Námskeið hófust sl. laugardag í Hrafnagilshreppi og lýkur því námskeiði í kvöld. Næsta nám- skeið hefst í næstu viku í Saur- bæjarhreppi og síðan í Önguls- staðahreppi. Frk. Gerður Krist- insdóttir húsmæðraskólakennari annast sýnikennsluna og stendur fjögur kvöld á hverjum stað. í Hrafnagilshreppi sóttu 19 konur fyrsta námskeiðið. Leiðtogar Indverja M.vndirnar eru af þeim Jawar- harlal Nehru, forsætisráðherra Hindústan t. h. og Mohammed A!i Jinnali forsætisráðherra Pakistan. Þeir hafa átt í iilvígum deilum út af því, hverri ríkjasamsteypunni smáríkið Kashmir skuli lúta. — Sameinuðu þjóðirnar hafa nú ákveðið þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og er nefnd sú, sem stjórna á atkvæðagreiðslunni, nú á förum til Kashmir. Mun mega vænta þess, að S. Þ. takist að jafna deiluna. Dauðaslys í innbænum Síðastl. miðvikudag vildi það slys til í húsinu nr. 9 við Lækjar- götu hér í bænum, að Jón Karls- son rafvirki, beið bana af raf- straum er hann var að vinna við raflögn í kjallara hússins. Mun Jón hafa snert straumlínu og vatns- eða miðstöðvarrör sam- tímis og orðið fastur. Jón Karls- son var 37 ára gamall, lætur eftir sig ekkju og ungt barn. Dagana 7. og 8. maí s. 1. var að- alfundur Kaupfélags Skagfirð- inga haldinn að Sauðárkróki. Fundinn sátu 50 fulltrúar, auk framkvæmdastjóra, stjórnar, endskoðenda og deildarstjóra. Ellefu deildir eru nú innan vé- banda félagsins með 957 félags- mönum. Fjölgar stöðugt með- limum félagsins. Samkvæmt ársskýrslu félags- ins nam vörusalan alls kr. 10,371,051,82. Innstæður viðskiptamanna voru í árslok 1947 kr. 6,079,267,59 og hafa hækkað á árinu um rúm- lega 1,7 milj. Skuldir viðskiptamanna hafa enn lækkað á árinu um kr. 14,083,91 og eru nú kr. 48,639,97. Hækkun innstæðna félagsins út á við nam á árinu kr. 1,635,581,33. ,Helztu framkvæmdir, sem fé- lagið hefir haft með höndum á árinu eru bygging vörugeymslu- húss, vélaviðgerðarverkstæðis og ostakjallara. Vörugeynnsluhúsið er að mestu fullgert, mikil bygg- ing og myndarleg. Viðgerðar- verkstæðið býr við ófullkomið húsnæði enda væntanlega aðeins bráðabirgðabygging. En það hefir þó þegar bætt nokkuð úr brýnni þörf. Vélum hefir fjölgað á síð- ustu árum þótt sú aukning sé að sönnu aðeins lítið brot af því, sem þyrfti að vera. Og þótt svart sé í álinn nú um sinn þá vona flestir að innan langs tíma rakni úr gjaldeyrisvandræðunum. Má þá enn vænta nýrra véla. Mun því félagið óefað hafa fullan hug á að stækka verkstæðið. Ostageymsl- an kom í góðar þarfir. Hana vant- aði tilfinnanlega. í framhaldi af þeirri framkvæmd er félagið nú að hefja bygingu nýs mjólkur- samlagshúss. Hið gamla var orð- ið ófullnægjandi með öllu. Félag- ið sótti einnig um leyfi til frysti- hússbyggingar. Fjárhagsráð neit- aði. Sjálfsagt hefir það haft til þess gild rök. Arfleyfð þeirra Ol- afs og Áka er erfið viðfangs. En K. S. hefir líka mikla þörf fyrir frystihússbyggingu. Nú verandi frystihús félagsins er eitt með hinurn elztu hér á landi. Hvert ár, sem bygging þess diegst, bakar skagfirzkum framleiðendum mik- ið tjón. Af tillögum, sem samþykktar voru á fundinum, má nefna eft- irfarandi: „Aðalfundur K. S. haldinn á Sauðárkróki, 7.—8. maí 1948, vít- ir það ástand, sem nú rílcir í gjaldeyris- og innflutningsmálum og skorar á ríkisstjórn og Fjár- hagsráð að hafa fulkomið sam- ræmi um útgáfu skömmtunar- seðla og tilsvarandi vörumagns, sem inn er flutt. Jafnframt skorar fundurinn á sömu aðila að haga svo dreifingu skömmtunarvara, að liver ein- staklingur geti fengið vöruna á sínum verzlunarstað.“ Og ennfremur: „Aðalfundur K. S. 1948 skorar á stjórn og aðalfund S. í. S. að beita áhrifum sínum til þess, svo sem frekast er auðið, að inn- flutningsleyfi og gjaldeyris, verði á þesu ári og framvegis meðan hömlur standa, að því er til kaup- félaganna tekur miðuð við raun- verulegar þarfir viðskiptamanna þeirra." Ur stjórninni átti að ganga Gísli Magnússon í Eyhildarholti en var endurkosinn. Fulltrúar á aðalfund S. í. S. voru kjörnir þeir Sveinw Guð- mundsson, framkvæmdastjóri félagsins, Tobías Sigurjónsson, bóndi Geldingaholti og Páll Þor- grímsson, bóndi Hvammi. í fundarlokin mælti formaður félagsins nokkur orð til Stefáns Vagnssonar, en hann hefur nú starfað hjá K. S. í 20 ár og jafnan átt miklum vinsældum að fagna enda hinn nýtasti starfsmaður og drengur ágætur. Belgískt þiljárn til viðgerðar ggju Horfur eru nú á því, að keypt verði belgískt þiljárn til stækk- unar og viðgerðar á Torfunefs- bryggju. Hefir vitamálaskrifstof- an útvegað tilboð frá Belgíu í járn þetta og er afgreiðslufrestur 2—3 mánuðir. Þá hefir skrifstof- an einnig útvegað tilboð frá Finn- landi í nauðsynlegt timbur, og fæst það afgreitt í júlí eða ágúst. Hafnarnefnd samþykkti á fundi 7. þ. m., að ef ekki reynist fáanlegt gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir steinkerum frá Bretlandi til stækkunarinnar, þá verði viðgerð bryggjunnar hagað samkv. tillögu vitamálaskrifstofunnar og þiljárn þetta keypt. Vitamálastjóri telur þiljárni, gefa betri bryggju en kerin og verðið vtrða svipað. - TOGARAMÁLIÐ (Framhald af 1. síðu). flokksins breytingartillögu við þessa tillögu, þess efnis, að bæj- arstjórnin samþykki að framselja Utgerðarfélaginu byggingasamn- Íhginn með því skilyrði að bæn- um verði gefinn kostur á að auka hlutafé sitt upp í allt að 50% af hlutafé félagsins, þó ekki minna en 400 þús. kr. Var þessi tillaga endan- lega samþykkt og málið þar með afgreitt. Áður hafði tillaga kommúnista um bæjarútgerð, og rof á bæjarmálefnasamningnum verið felld. IIII ll limi,l,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, ,,,,,,,,,,,,,,,«,,,,,, HÁTÍÐAHÖLDIN 17. júni 1948 TILHÖGUNARSRÁ: Kl. 1.15 e.h. Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústorgi. Jakob Tryggvason stjórnar. — 1,30 — Skrúðganga frá Ráðhústorgi að hátíðasvæðinu, suður frá Sundlauginni. Lúðrasveitin leikur. — 2 — Hátíðahöldin á hátíðasvæðinu: 1. Fánahylling og ávarp form. Hátíðanefndar Ármann Dalmannsson. Lúðrasveitin leikur Fánasönginn. 2. Guðshþjónusta, séra Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskup prédikar. 3. Lýðveldisræða, séra Pétur Sigurgeirsson. 4. Söngur, Karlakór Akureyrar og Geysir, söngstjórar: Áskell Jónsson og Ingim. Árnason. 5. Ræða, Stefán Karlsson, stúdent. 6. Lúðrasveitin leikur þjóðsönginn. — íþróttir. 4 8,30 Á hátíðasvæðinu: 1. Lúðrasveitin leikur. 2. Nánar tilkynnt síðar. 3. Dans á palli. — Hljómsveit leikur. — 12 — Flugeldar. Okeypis aðgangur að öllum skemmtiatriðum. Ef veður hamlar, verður messan flutt í kirkjunni, og þá verður einnig dansað í Samkomuhúsi bæjarins um kvöldið. Margskonar veitingar fást keyptar á hátíðasvæðinu. Nefndin væntir þess að bæjarbúar fjölmenni í skrúðgönguna og taki almennt þátt í gleði dagsins. Það hefur vakið sérstaka ánægjulega athygli á undangengnum árum, að engir ölvaðir menn hafa sést á þessari samkomu, og er þess vænst að svo verði enn. HÁTÍÐANEFNDIN. iiiiiii,aiiii,1,11,11,1 þessar mundir fyrir sýnikennslu í Torftiiiefsbry

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.