Dagur - 23.06.1948, Side 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 23. júni 1948
Sambandsfundurinn
(Framhald af 1. síðu).
mannahaldi, sem nauðsynlegt er
orðið vegna opinberra ráðstafana.
Utflutningsverzlun SÍS varð
hagstæð á árinu og er langt komið
að selja allar afurðir kaupfélag-
anna úr landi fyrir allgott verð.
Iðnaður SÍS.
Um iðnað Sambandsins sagði
forstjórinn m. a., að hann hefði
átt við mikla erfiðleika að etja
vegna hráefnaskorts og vinnu-
aflsskorts. Gefjun, eitt elzta og
merkasta iðnfyrirtæki landsins,
skilaði ekki fullum afköstum
vegna skorts á fólki til starfa þar
og varð halli á rekstri verksmiðj-
unnar á sl. ári. Iðunn, skóverk-
smiðja SÍS, varð fyrir töfum og
tjóni vegna þess hve treglega
gekk að fá gjaldeyrisleyfi fyrir
nauðsynlegum vörum erlendis
frá. Vinnur verksmiðjan þó að
langmestu leyti úr innlendum
hráefnum. Benti hann á, að lítil
hyggindi væru í því og enginn
gjaldeyrissparnaður, að veita ekki
leyfi til smávægilegs innflutnings
tíl skóiðnaðar úr innlendum
skinnum á sama tíma og dýr skó-
fatnaður erlendis frá Væri keypt-
ur í stórum stíi.
Sambandið er að láta fram-
kvæma miklar endurbætur á
Gefjun og er þegar byrjað að
reisa stórhýsi á verksmiðjulóð-
inni. Er stefnt að því að Gefjun
geti unnið úr allri ullarfram-
leiðslu landsmanna.
Varað við skuldasöfnun.
I sambandi við fjárhagsafkomu
kaupfélaganna upplýsti Vil-
hjálmui' Þór, að innstæður þeirra
hjá SÍS hefðu lækkað og auk þess
orðið nokkur skuldaaukning.
Varaði hann mjög eindregið við
þeirri þróun, að kaupfélögin láti
skuldir safnast og brýndi fyrir
mönnum naúðsyn þess að styrkja
fjárhagslegan og félagslegan
grundvöll samvinnuhreyfingar-
innar í landinu. Að lokum taldi
Vilhjálmur Þór, að þótt margvís-
legir erfiðleikar steðjuðu n>'v að
verzlun og fi-amleiðslu lands-
manna, og kosti þeirra væri á
stundum þröngvað á óeðlilegan
hátt með opinberri tilhlutan, væri
ekki ástæða til svartsýni. Hvatti
hann samvinnumenn til aukinnar
samheldni og mundi þá takast að
skila mildum ái’angri til hagsbóta
fyrir samvinnufólkið í landinu og
þjóðina í heild.
Minnzt Einars á Eyrarlandi.
Bæði forstjórinn og varafor-
maðurinn minntust Einars Árna-
sonar á Eyrarlandi, er lézt á sl.
ári, í ræðum sínum, röktu störf
hans fyrir samvinnuhreyfinguna
og fóru miklum viðurkenningar-
orðum um manninn sjálfan og
störf hans öll.
Aðrar skýrslur.
í fyrradag og í gærmorgun
fluttu framkvæmdastjórar hinna
einstöku starfsgreina skýrslur
sínar, en að þeim loknum hófust
almennar umræður, er stóðu til
kvölds á mánudag og mestan
hluta dags í gær. Bar þar ýms mál
á góma M. a. var það upplýst, að
í ráði er að rífa hluta af olíustöð-
inni í Hvalfirði og selja úr landi.
Munu leyfi fást til þess að verja
þeim gjaldeyri, er þannig fæst, til
kaupa á olíugeýmum tii uppsetn-
ingar hjá kaupfélögum víðs vegar
um landið. Tækin úr Hvalfirði
munu aðallega verða seld til
Finnlands. "
Fundi lýkur í dag.
Aðalfundinum mun Ijúka í dag.
Að fundi loknum bauð stjórn SÍS
fulltrúum til kvöldveizlu í Vagla-
skógi og í gærkveldi var efnt til
hljómleika í Nýja-Bíó fyrir full-
trúa og gesti. Þar lék frk. Rúth
Hermann á fiðlu með undirleik
frú Margrétar Eiríksdóttur, og
karlakórinn Geysir söng.
Frekari frásögn af þessu þingi
samvinnumanna verður að bíða
næsta blaðs.
Hagkvæmur rekstur
Olíufélagsins hi.
Aðalfundur nýlega liald-
inn í Reykjavík
Aðalfundur Olíufélagsins h/f.
var haidinn í Reykjavík þann 3.
þ. m. Fundarstjóri var kosinn
Halldór Kr. Þorsteinsson útgerð-
armaður, en fundarritari var
Þórður Pálmason kaupfélags-
stjóri í Borgarnesi.
Formaður félagsstjórnarinnar,
Vilhjálmur. Þór, gerði ýtarlega
grein fyrir störfum stjórnarinnar
og starfsemi félagsins allt frá
byrjun. Á stofnfundi félagsins 14.
júní 1946 var hlutaféð kr.
850.000.00, en á fundinum nam
innborgað hlutafé fast að 2 millj.
kr. Ennfremur lýsti hann fram-
-kvæmdum félagsins útiumlandið,
samningum við Standard Oil Co.,
kaupum á olíustöðinni í Hvalfirði
og samningum við togaraeigend-
ur, en Olíufélagið hefir sem
kunnugt er samið við útgerðar-
menn um að sjá um það bil 30
nýsköpunartogui'um fyrir allri
1 olíu er þeir nota.
| Framkvæmdastjóri félagsins,
Sig'urðui' Jónasson, las upp rekst-
urs- og efnahagnsreikninga fé-
lagsins og skýrði þá. Rekstursaf-
gangur á árinu varð kr. 102.632.28.
Einnig skýrði hann frá reksturs-
afkomu Hins ísl. steinolíuhlutafé-
lags, en það er dótturfélag Olíu-
félagsins h/f. Rekstursafgangur
þess félags varð kr. 193.951.04. —
Reikningarnir voru siðan bornir
undir atkvæði fundarins og sam-
þykktir samhljóða.
Varðandi ráðstöfun tekjuaf-
g'angs var samþykkt tillaga
stjórnarinnar að greiða hluthöf-
um 4% ársvexti frá innborgun-
ardegi hlutafjárins til ársloka
1947. í varasjóð voru lagðar kr.
25.000.00.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa: Vilhjálmur
Þór, formaður, Skúli Thoraren-
sen, varaformaður, Karvel Ög-
mundsson, Jakob Frímannsson og
Ástþór Matthíasson meðstjórn-
endur.
Tveir konungar
Tveir konungar á Norð,uríöndum
hafa nýlega lxfað merkisdaga. —
Gústaf Svíakonungur átti níræð-
isafmæli sl. laugardag og fóru að
því tilefni fram mikil liátíðaliöld
víðs vegar um Svíþjóð. — Hákon
Noregskonungur er ckki síður
ástsæll þjóðhöfðingi en Gústaf
konungur. Nýlega afhenti norska
þjóðin honum konungsskipið
Norge í þakklætisskyni, með
mikilii viðhöfn.
SEXTUGSAFMÆLI.
Brynjólfur Sveinsson
hreppstjóri í Efstalandskoti.
Þann 17. júní sl. átti Bi'ynjólfur
Sveinsson, hreppstjóri í Efsta-
landskoti sextugsafmæli. Þann
dag heimsóttu hann flestir eða
allir bændur í Öxnadal, ásamt
konum sínum, svo og ýmsir fyrr-
verandi sveitungar hans og aðrir
vinir. Flest börn hans og tengda-
börn voru þar einnig samankom-
in og einnig nokkur barnabörn og
voru 3 þeirra skírð við þetta
tækifæri.
Bernhai'ð Stefánsson alþm.
hafði orð fyi'ir gestunum og af-
henti afmælisbai'ninu gjafir frá
þeim ,en fi'ú Anna Sigui'jónsdóttir
á Þverá mælti fyrir minni konu
Brynjólfs, Laufeyjar Jóhannes-
dóttur. Áttu menn þarna glaða
stund, enda var öllum vel fagna'o
og hinar rausixarlegustu veitingar
á borðurn. .
Þau hjónin Bi-ynjólfur og Lauf-
ey giftust árið 1910 og árið eftir
reistu þau bú við lítil efni á
hluta af Steinsstöðum og bjuggu
þar í 25 ár, en ái'ið 1936 fluttu
þau að Efstalandskoti. Það var
lítið kot og niðurnýtt, en nú er
það orðið góð jörð, vel hýst, með
allstóru, véltæku túni, enda hafa
þau hjón ekki legið á liði sínu og
börnin líka stutt heimilið, eftir að
þau komu upp.
Þeim hjónum vai'ð 15 barna
auðið og eru 13 þeirra á lífi og
mörg þeirra gift.
Á meðan barnahópurinn var í
ómegð, mun oft hafa verið öi'ðugt
um afkomuna, en þau hjónin
misstu ekki kjai'kinn fyrir það,
heldur börðust ótrauð við örðug-
leikana og unnu sigur á þeim.
Bi’ynjólfur hefir notið og nýt-
ur mikils trausts sveitunga sinna.
Hann átti um skeið sæti í hrepps-
nefnd og gegndi fleiri slíkum
trúnaðarstöi'fum. Hann hefir og
vei'ið hreppstjóri Öxnadalshrepps
í nokkur ár og er nú sýslunefnd-
armaður hi'eppsins.
Brynjólfur er hinn bezti dreng-
ur og vinsæll af ölliýn ,er þekkja
hann.
„Dagur“ óskar hinu sextuga af-
mæilsbarni allx-a heilla. •
Sunnlenzkti bændnrnir skoðuðu höf-
uðstað Norðurlands og norðlenzkar
byggðir í glampandi sólskini
Um Iiálít annað hundrað bændur og húsfrey jur
á vegum Biinaðarsambands Kjalarnessþiiigs
ferðast um Norður- o" Austurland
Fyrstu nóttina gisti hópurinn á
Hólurn og ók þaðan, svo sem leið
liggur, um Skagafjörð til Eyja-
fjai’ðar. Á Moldhaugnahálsi komu
bændur úr Búnaðai'sambandi
Eyjafjarðar. til móts til flokkinn,
og' var þaðan haldið til Hjalteyrar
og þai' snæddur hádegisverður í
boði Qlafs Thors alþingismanns.
Var Kveldúlfsverksmiðjan þar á
staðnum skoðuð, en síðan haldið
út Ái'skógsströnd til Svarfaðar-
dals. Var ekið fram dalinn að
austan, en í bakaleiðinni niður
vestanmegin ái’innar til Dalvíkur.
Þáði fei'ðafólkið þar veitingar í
boði búnaðai’fél. Svaifdæla og
Dalvíkinga. — Ávöi-puðu þeir
Magnús Jónsson, form. búnaðar-
fél. Dalvíkinga, Þórai'inn Eldjárn,
hi-eppstjóri, og tlelgi Frímanns-
son, bóndi á Þverá, gestina undir
borðum, en þeir þökkuðu mót-
tökurnar. Hélt hópurinn nú til
Akureyrar og snæddi kvöldverð
í boði búnaðarsambands Eyja-
fjai'ðar. Bauð Ólafur Jónsson,
framkv.stj., gestina velkomna
með ræðu og flutti ennfremur
brag nokkurn til heiðurs þeim, er
hann hafði ort, meðan hann beið
ferðamannanna á Moldhaugna-
hálsi í glaða sólskini þá um morg-
uninn. Fararstjóri bændanna,
Steingrímur Steinþórsson, bún-
aðarmálastjóri, þakkaði móitök-
urnar með ræðu og ýmsir fleiri
tóku þar til máls.
Moi-guninn eftir, sunnudaginn
20. júní, skoðaði fei'ðafólkið
gróðrai-stöðina hér, en hélt síðan
austur í Vaglaskóg. Þar komu fé-
lagar úr búnaðarsambandi Suð-
ur-Þingeyinga til móts við hóp-
inn og slógust í för með með gest-
unum að Laugum, en þar þágu
gestirnir veitingar og gistingu.
Nánai'i fréttir af bændaförinnx
um Þingeyjarsýslur til Austur-
lands munu væntanlega birtast í
næsta blaði.
30 námsmeyjar brautskráðar frá Laugalandi
Húsmæði'askólanum á Lauga-
landi var slitið fimmtudaginn 10.
júní sl. og voi’u 30 námsmeyjar
brautskráðar að þessu sinni. Sýri-
ing hafði verið haldin á handa-
vinnu námsmeyja laugardaginn 5.
júní og sótti hana að venju fjöldi
manns af Akureyi’i og úr ná-
grenninu. Gat þar að líta margt
glæsilegra muna, saumaðra og
ofinna. Handavinnu kenndi í vet-
ur forstöðukonan, ungfrú Svan-
hvít Friðriksdóttir, en vefnaðinn
ungfrú Sigrún Gunnlaugsdóttir.
Aðrir kennarar voru ungfrú
Gerður Pálsdóttir úr Reykjavík,
sem kenndi matreiðslu, séra
Benjamín Kristjánssón, sem
kenndi bókleg fræði, og ungfrú
Kristbjörg Kristjánsdóttir, sem
kenndi söng.
Heilsufar var gott í skólanum í
vetur. Dvalai'kostnaður reyndist
að verða kr. 7.12 á dag.
Hæstu einkunnir við burtfai'ar-
próf fengu þær: Elín Vilhjálms-
dóttir, Sæbergi, Vestmannaeyjum
og Þórdís Guðmundsdóttir frá
Ytra-Vatni í Skagafirði, er báðar
fengu 9.04 í aðaleinkunn.
Þessar nómsmeiyar útskrifuð-
ust úr skólanum:
Anna Grímsdóttir, Vestmanna-
eyjurn. — Ásgerður Sig'bjarnai'-
dóttir, Rauðholti, N.-Múl. —-
Bára Sæmundsdóttir, Vatnsenda
í Ólafsfirði. — Dýrleif Ásgeirs-
dóttii’, Gunnarsstöðum, N.-Múl.
—Elín Vilhjálmsdóttir, Sæbergi,
Vestmannaeyjum. — Guðbjöi’g
Stefánsdóttir, Blómsturvöllum,
Eyf. — Guðlaug Magnúsdóttir,
Kirkjubóli, Steingrímsfirði. —
Guðný Ragnai-sdóttir, Keflavík.
— Guðrún Guðlaugsdóttir, Vík,
Mýrdal. —- Guðrún Jakobsóttir,
Reykjarfirði, Ströndum. — Guð-
í’ún Halldóra Jónsdóttir, Bol-
ungavík. — Guðrún Magnúsdótt-
ir, Hallfi’eðai’stö'ðum, N.-Múl.' —
Hulda Aðalsteinsdóttir, Öxnhóli,
Eyf. — Ingibjörg Ólafsdóttir,
Súðavík. — Jóhanna Kristins-
dóttir, Kefiavík. — Jóna Guð-
björg Stefánsdóttir, Siglufirði. —
Jóninna Steingrímsd., Blönduósi.
— Kristín Eiðsdóttir, Ingvörum,
Svarfaðardal. — Kxistín Hart-
mannsdóttir, Ólafsfii'ði. — Kristín
Kjai'tansdóttir, Miðhvammi, S.-
Þing. — Lilja Þórarinsdóttir,
Hallfreðarstaðahjáleigu, N.-Múl.
— María Ágústsdóttir, Ólafsfirði.
— María Jóhannsdóttir, Háa-
gerði, Eyf. — Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, Hjarðardal, Ön. —
Rósa Árnadóttir, Jódísarstöðum,
Eyf. — Sigrún Óladóttir, Gríms-
ey. — Svandís Haraldsdóttir,
Seyðisfirði. — Svava Alexandei-s-
dóttir, Vestmannaeyjum. •— Þói’a
Gunnarsdóttir, Æsustöðum,,-Hún.
— Þórdís Guðmundsdóttir, Yti’a-
Vatni í Skagafii-'ði.
Skólinn er þegar fullskipaður
fyrir næsta vetui'.
í smíðum er nú hæð ofan á
skólahúsið og allmikil viðbótar-
bygging norðan við það, og er því
vex-ki komið vel áleiðis, þótt vafa-
samt sé, hvort fullgert geti oi'ðið
fyrir xxæsta haust, sökum erfið-
leika á útvegun efnis. Rýmkar
mjög um starfsemi skólans, þegar
nýbygging þessari er lokið og ætti
þá að mega taka um þriðjung
fleiri námsmeyjar í skólann ár-
lega en hingað til hafa getað
dvalizt þar.