Dagur - 30.06.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 30.06.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 30. júní 1948 Sfjómmálaálykfðnir 4. þings Sam- bands ungra Framsóknarmanna *»—m—— Eins og skýrt heíir verið frá hér í blaðinu var 4. h<ng Sam- bands ungra Framsóknarmanna háð á Akureyri dagana 16.— 19. júní og voru þar samþykktar eftirfarandi stjórnmálaálykt- anir. Aðrar ályktanir bingsins verða birtar í blaðinu síðar. *— ------------------— ----------* Mennfaskólinn á Ákureyri útskrifar 44 stúdenfa Stjórnmálayfirlýsing. Fjórða þing Sambands ungra Framsóknarmanna lýsir yfir því, að það telur höfuðnauðsyn að efla lýðræðið og treysta máttarstoðir þess svo sem verðar má, svo sem rétt þegnanna til hugsanafrelsis, félagsfrelsis, menntunar, atvinnu og lífsframfærslu og leggja áherzlu á skyldu þeiri'a til þess að inna hendi hver þau þjóðnytja- störf, sem að kalla hverju sinni, og hlýðnast lögum og stjórnar- skrá landsins. Sambandsþingið telur, að andi þessarar stefnuskrár náist bezt á grundvelli samvinnustefnunnar, þar sem hún sameinar ábyrga og réttmæta hluttöku einstaklingsins í stjórn og arði fyrirtækja og framleiðslu og fyrirbyggir óeðli- legt vald og gróða einstakra manna. Telur þingið höfuðskil- yrði fyrir almennri velmegun og eðlilegum viðgangi atvinnuveg- anna, að þáttur samvinnunnar í verzlunarmálum og atvinnulífi þjóðarinnar nái til sem flestra sviða þjóðlífsins. Þinginu er ljóst að jöfnuður og gagnkvæmur skilningur og traust milli stétta og héraða er skilyrði vinnufriðar og samstarfs í land- inu, en til þess a ðsvo geti orðið er óhjákvæmilegt að afnema stór- gróða og forréttindi einstakra manna og stétta og að jafna stjórnarfarslega og fjárhagslega aðstöðu hinna ýmsu landshluta og Reykjavíkur. Þingið telur samstarf við flokka, sem setja þjónustu við er- lend stjórnarmið ofar íslenzkum hagsmunum útilokað. Þingið lítui’ svo á, að nú sé sér- staklega brýn þörf á öflugri sam- vinnu þjóðlegra og frjálslyndra umbótamanna til að koma fjár- málum og atvinnurekstri þjóðar- innar á heilbrigðan grundvöll er tryggt geti nauðsynlegar fram- farir í landinu, o gaumenna vel- megun. Yíirlýsing um afstöðu þingsins til stjórnarsamstarfs. Fjórða þing S. U. F lítur svo á, að núverandi stjórnarsamvinna hafi borið nokkurn árangur, eink- um í landbúnaðarmálunum, en lýsir jafnframt yfir óánægju sinni með framkvæmd stjórnarsátt- málans að öðru leyti, og telur að flest þau stefnumál Framsóknar- flokksins, er mestu skipta, liafi verið fyrir borð borin þrátt fyrir ötula baráttu fullti’úa flokksins í ríkisstjórn. Þingið telui' að flokkui'inn geti ekki lengur tekið þátt í ríkis- stjórn, nema því aðeins, að stjórn- arsáttmálinn komi fyllilega til framkvæmda, og gengið verði hreint til verks gegn fjárglæfra- mönnum og bröskurum ,og fjár- málaspilling sú, er þrífst undir verndarvæng samstarfsflokka Framsóknarflokksins, sæti hlífð- arlausri meðferð samkvæmt landslögum. Þingið vekur athygli á þeirri hættu ,sem felst í því, að komm- únistar veiti forystu andstöðu gegn óvinsælli ríkisstjórn. Utanríkismál. Fjórða landsþing ungra Fram- sóknarmanna, haldið á Akureyri dagana 16.—19. júní 1948, leggur áherzlu á að tryggt sé algjört sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar og berst gegn hvers konar erlendum áróðri og ásælni. Þingið lítur svo á, að vinna beri að vinsamlegri sambúð við önnur ríki ,einkum við hin Norðurlönd- in. Þingið telur það hættulega þró- un, er á sér stað víða um lönd, sem og hér á íslandi, er menn skipast í fylkingar með erlendum heimsveldastefnum. Því telur þingið, að íslendingum beri að forðast þátttöku í átökum þeim, sem nú eiga sér stað i heiminum milli austurs og vesturs, en vinna hins vegar eftir megni að eflingu friðarhugsjóna á vettvangi sam- einuðu þjóðanna. Þá lítur þingið. svo á, að íslend- ingum beri að verzla við þau lönd, sem hagkvæmast er að verzla við á hverjum tíma án tillits til stjórnarforms þeirra. Keflavíkurflugvöllurinn. Fjórða þing Sambands ungra Framsóknarmanna, haldið á Ak- ureyri dagana 16.—19. jún,í telur einsýnt, að íslendingum beri að segja upp samningi íslands og Bandaríkjanna um Keflavíkur- flugvöllinn á fyrsta löglegum uppsagnarfresti, og stefna beri að því, að íslendingar taki einir all- an rekstur vallarins í sínar hend- ur. Þá leg'gur þingið sérstaka áherzlu á það, að ríkisstjórnin hefjist handa og sjái svo um að íslendingar verði þjálfaðir í starf- í-ækslu vallarins ,svo að þeir verði við því búnir að annast hana án íhlutunar annarra ríkja. Stjórnarskrármálið. Fjórða þing Sambands ungra Framsóknarmanna, haldið á Ak- ureyri dagana 16.—19. júní 1948, leggur áherzlu á eftirfarandi málsatriði við samningu stjórnar- skrár þeirrar, sem nú er verið að gera íslenzka lýðveldinu: 1) Kosning til Alþings fari ein- vörðungu fram í einmennings- kjördæmum, en uppbótarþingsæti falli með öllu niður. BRÉF: Fólk þarf að ganga betur um lysti- garðinn Þrátt fyrir nepjur og næðinga þessa kalda vors, hefir trjá- og blómagróður í opinberum- og einkagörðum bæjarins furðanlega yfirstigið alla örðugleika. Blóm- knappar springa út og trén klæð- ast sínu fagra laufskrúði. Ferðac mannahópar koma og fara. Þing eru haldin og félög stofnuð til að fegra oð prýða bæina og margir mætir menn leggja þar til fé og fyrirhöfn. Það er og eðlilegt, að þeir, sem heimsækja þennan fræga „garðabæ", komi á þá staði er frábrugðnir þykja að fegurð og fjölbreyttni, og liggur þá margra leið upp í Lystigarð, og eru allir góðir menn þangað velkomnir. En því miður koma þar fleiri, eða svo virðist mér þessa síðustu daga, eða síðan ferðamanna- straumurinn óx, beri nokkuð út af og svo ósmekkleg skemmdar- störf fara þar í vöxt, að ekki verður við því þagað. T. d. að skera stafi út í börk trjánna. Verða helzt fyrir því stór og falleg reynitré með sléttan og fallegan börk. Er þetta bæði skemmd og lýti á trjánum. Ráða gjörðum svona manna annað tveggja skemmdafýsn eða frámunalegt smekkleysi. Vil eg hér með mælast til, að menn leggi svona listir niður, og hinir oddhögu menn snúi geiri sínum að einhverju þarfara, því að svona fruns er illa þegið í Lystigai'ðinum. Að síðustu þetta, E. H. og þið aðrir er þetta gjörið: Hafið skömm fyrir komuna og komið þið aldrei framar í Lystigarðinn. Lystigarðsvörður. 2) Landinu verði skipt í fjórð- unga, sem hafi nokkurt sjálfsfor- ræði, einkum í verzlunarmálum, atvinnumálum og fjármálum. — Miði þessi skipti að því að færa valdið frá Reykjavík aftur út í byggðirnar og minnka starfs- manna- og embættismannahald ríkisins. 3) Embætti forseta ríkisins og forsætisráðherra verði sameinuð, og leggur þingið áherzlu á að í stjórnarskrána verði sett ákvæði, er tryggi það, að í landinu verði ávallt ábyrg ríkisstjórn. Telur þingið að forsætisráðherra eigi að hafa vald til að rjúfa Alþingi, en vantraust Alþingis á ríkisstjórn skuli teljast mai'kleysa, nema sá þinghluti, er að því stendur, geti þegar í stað tilnefnt ríkisstjórn, sem studd sé af þingmeirihluta. 4) Þjóðinni verði gefinn kostur á að fylgjast með því, sem gerist í stjórnarskrármálinu, meðan samning frumvarpsins fer fram og kynnast þeim tillögum er fram koma í þessu máli. Þegar frum- varpið er tilbúið af hendi stjórn- arskrárnefndar, verði athugaðir möguleikar á því að kalla saman stjórnlagaþing, (þjóðfund), til þess að fjalla um málið. Menntaskólanum á Akureyri var slitið með hátíðlegri athöfn í hátíðasal skólans hinn 17. júní síðastliðinn. Fyrst ávarpaði Þórarinn Björnsson, skólameistari, gesti og bauð þá velkomna. Síðan skýrði hann frá störfum skólans í vetur. Nemendur skólans vcru skráðir 337, en undir próf gengu 368 nem- endur. Gagnfræðaprófi luku 79 nemendur .Hæstu einkunn hlaut Björn Þórhallsson, Kópaskeri, I. 7,18. — 44 stúdentar luku prófi, 24 úr máladeild, en 20 úr stærð- fræðideild. Hæstu einkunn í máladeild hlaut Sölvi Eysteins- son frá Hvammstanga, I. ág. 7,52. Aðeins tveir mertn hafa áður náð ágætiseinkunn við stúdentspróf frá M. A. Efstur í stærðfræðideild varð Ragnar Árnason frá Skóg- arseli í Suðui'-Þingeyjarsýslu HIN ÁRLEGA Jónsmessuhátíð, sem kohur gangast fyrir hér til ágóða fyrir nýja sjúkrahúsið, tókst sérlega vel að þessu sinni. Veður var ágætt og mikið fjöl- menni samankomið á hátíðinni báða dagana. Má fullvíst telja, að bæjarmemi og gestir í bænum hafi lagt fram drjúgan skilding að þessu sinni til þess mikla menningarmáls, sem bygging fullkomins sjúkrahúss hér vissu- lega er. Er gott til þess að vita að hið mikla og' fórnfúsa starf Fram- tíðarkvenna skuli enn hafa boi'ið ríkulegan árangur. — Það er efa- laust, að það kostar gífurlegt starf að koma slíkum hátíðahöld- um á svo að vel fari. Enda óvíst að hið ágæta félag, Framtíðin, treysti sér til þess að halda þess- um fjölbreyttu útiskemmtunum áfram löngu eftir að sjúkrahús- málið er komið í örugg'a höfn, en allir vona að það verði á næstu tveimur árum eða svo. Á þessi skemmtiþóttur þá að hverfa úr bæjarlífinu? Flestir bæjarmenn munu telja, að það væri miður farið. Þessi sumarfagnaður er orðinn vinsæll hjá ungum og öldnum, hann gerir bæjarlífið fjölbreyttara en ella og hann er áreiðanlega nokkurs virði fyrir þá viðleitni bæjarmanna, að gera Akureyri að fjölsóttum ferða- mannabæ um hásumarið. Á laugardaginn var það eitt skemmtiatriðið á Jónsmessuhá- tíðinni að sýndur var þáttur úr Skugga-Sveini Matthíasar. Þessi sýning tókst á margan hátt vel, þótt ytri aðstæður væru fátæk- legar. Slíkar útileiksýningar eru nýjung hér, en erlendis eru þær mikið tíðkaðar og mjög vinsælar. Útbúnaður til þeirra þarf ekki að vera margbrotinn, þótt eitthvað vei'ði liann að vera fullkomnari með I. eink. 7,33. — 20 hlutu I. einkunn í mála deild, 1 ág. eink. og 3 II. eink., en í stærðfræðileid hlutu 13 I. eink., en 7 II. eink. Þá minntist hann fyrrverandi skólameistarahjóna og þakkaði störf þeirra. Kvað hann nöfn þeirra vera skráð gullnu letri á minningartöflu skólans. Síðan af- henti hann stúdentum skírteini sín. Hér fara á eftir nöfn og aðal- einkunnir stúdentanna: Máladeild: Arnbjörn Ólafsson, N-Þing., I. 6.86, Baldv. Tryggvas., Ef., I. 7,13, Björn Önundars., N.-Þing., I. 6,52, 7,13, Einar Árnason, Rvík, I. 6,21, Friðrikka Gestsdóttir, Seyðisf. I. 6.87, Grímur Helgason, Seyðisf.. I. 6,41, Guðrún Tómasdóttir, G.- Kjós.,1. 7,14, Hafsteinn Baldvins- (Framhald á 7. síðu). en hann var á laugardaginn. Mér flaug í hug á laugardagskvöldið, þegar eg sá að leiksýningin vakti athygli og ánægju áhorfenda, að gaman væri ef hægt væri að halda þessari starfsemi áfram og halda hér veigameiri útileiksýn- ingar á sumrin en þarna var gert. Slíkt mundi vekja eftirtekt, verða talið eftirsóknarvert af ferða- mönnum og gefa bæjarlífinu hér aukinn menningarsvip. Eg ætla ekki að ræða nánar hér, hvernig þessu mætti koma fyrir, en skýt þessu fram til umræðu. Það er mjög í tízku nú í ýms- um löndum að bæir og borgir efni til listahátíða yfir sumar- tímann til þess að beina ferða- mannastraum til bæjanna. Edin- borg hefir t. d. haldið „festival“ á hverju sumri nú eftir stríðið og stefnt þangað frægum hljómlist- armönnum og hljómsveitum, er láta til sín heyra. Þá er völ ágætra hljómleika á hverju kvöldi heila viku eða lengur og ferðamenn streyma til bæjarins víða að til þess að njóta þessara skemmtana og dásemda hinnar skozku höfuðborgai'. Edinboi'gar- festival er auðvitað utan og ofan við okkar möguleika. En senni- lega væri hægt að koma hér upp vísi að listahátíð á sumrin, er tek- ið gæti við af Jónsmessuhátíð kvenfólksins, er konurnar þreyt- ast á starfinu. Mætti þá hafa leik- sýningar, hljómleika, málverka- sýningar o. s. frv., og legðu bæj- armenn fram krafta lil þess að fengju þá að, eftir atvikum. — Slík hátíð hér, í sól og sumri, mundi áreiðanlega vekja eftir- tekt á bænum, auka gildi hans sem ferðamananbæjar og gera sumarið fjölbreytilegra og skemmtilegra fyrir bæjarmenn sjálfa. /, * Ja ... feóal annarrci or

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.