Dagur - 30.06.1948, Page 7

Dagur - 30.06.1948, Page 7
iiiiiiiiiimiiiiiimuiiiiniiiniiiuniíHiiniiiiiiiiiiiiiiiiii Miðvikudaginn 30. júní 1948 D A G U R 7 nr. 18, 1948, frá skömmtunarstióra I Samkvæmt lieimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. í 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu í og afhendingu vara, hefir viðskiptanefndin ákveðið, að i úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum hinn 1. júlí Í næstkomandi og skulu reitirnir á þeim seðlum vera lög- í legar innkaupaheimildir á tímabilinu frá 1. júlí til 30. i sept. 1948, sem hér segir: Í Reitirnir: Kornvörur 76—90 ýbáðir meðtaldir) gildi fyrir 1 kg. af kornvöru, hver heill reitur, en Í honum er skipt með ljósbrúnum þverstrikum Í í 10 minni reiti, er hver gildi 100 gr. Í Við kaup á skömmtuðum rúgbrauðum og hveitibrauð- Í um frá brauðgerðarhúsum ber að skila 1000 gr. vegna Í rúgbrauðsins, sem vegur 1500 gr., en 200 gr. vegna Í Itveitibrauðsins, sem vegur 250 gr. í Reitirnir: Sykur 28—36 ýbáðir meðtaldir) gildi lyrir 500 Í gr. af sykri, hver reitur. E Reitirnir: Hreinlætisvara 13—16 ('báðir meðtaldir) gildi fyrir þessum hreinlætisvörum: þá kg. blaut- i sápa, eða 2 pk. þvottaefni, eða 1 stk. stanga- Í sápa, hver reitur. I Reitirnir: Kaffi 15—17 ('báðir meðtaldir) gildi fyrir 250 gr. af brenndu kaffi, eða 300 gr. af óbrenndu I kaffi, hver reitur. i Reitirnir: Vefnaðarvara 151—200 (báðir meðtaldir) I gildi frá 1. ágúst næstkomandi og þar til annað verður ákveðið til kaupa á vefnaðarvörum, Í öðrum en ytri fatnaði, sem seldur er gegn = stofnauka nr. 13, svo og búsáhöldum, eftir ósk Í kaupenda, og skal gildi hvers reits (einingar) I \ era tvær kr. miðað við smásöluverð varanna. Einnig er hægt að nota þessa reiti til kaupa á = innlendum fatnaði samkvæmt einingakerfi Í því, er um ræðir í auglýsingu skömmtunar- stjóra nr. 1/1948 frá 16. jan. þ. á. Vefnaðarvörureitirnir í skömmtunarbók nr. 1, sem Í bera númerin 51 — 150 og um ræðir í aúglýsingu nr. \ 1/1948, frá 24. marz sl. skuli lialda gildi sínu vil 1. ágúst Í nækstkomandi. Í Hinn nýi skömmtunarseðill (fyrir júlí til september) I afliendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé sant- 1 tímis skilað framhlið kápunnar af skömmtunarbók nr. i 1, með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingar- Í degi og ári, eins og form hennar segir til um. Iúilk er alvarlega áminnt um að geyma vandlega alla i reitina úr skömmtunarbók nr. 1, sem ekki hafa verið Í teknir í notkun, því að gera má ráð fyrir, að eitthvað af i þeim fái innkaupagildi síðar. Í Reykjavík, 23. janúar 1948. Skömmtimarstjórinn. Samkvæmt samkomulagi milli verkstæðanna á Akur- eyri um sumarleyfi, verður verkstæði vort lokað á tíma- bilinu frá 17. júlí til 2. ágúst. VÍðskiptavinir vorir eru vinsamlega beðnir að snúa sér til einhvers hinna verkstæðanna á staðnum með þær Í viðgerðir, sem þeir þur.fa að láta framkvæma á fyrr- Í greindu tímabili. Í Efnislager vor verður þó opinn á þessu tímabili. Vélsmiðjan ODDI h.f. & I a ■ A» r Auahsið i ! U BÆ OG BYGGÐ — Menntaskólinn (Framhald a£ 2. sí5u). son, Hafn., I. 6,80, Hallveig Ólafs- dóttir, Árn., I. 6,00, Ingimar Sveinsson, S-Múl., I. 6,38, Jó- hanna Friðriksdóttir, Skag., I. 6,62, Jón Hilmar Magnússon, Ak., II. 5,85, Jón Hjálmarsson, Skag., I. 7,14, Ólöf Stefánsdóttir, Ak., I. 6,99, Ragnar Fjalarr Lárusson, Sag., I. 6,07, Ragnhildur Svein- bjarnardóttir, Rang., I. 6,61, Soffía Erlendsdóttir, S-Múl., I. 6,15, Sváfnir Sveinbjarnarson, Rang., I. 7,08, Sverrir Jóhannesson, Ak., I. 6,22, Sölvi Eysteinsson, Hún., I. ág. 7,52, Þorsteinn Arason, Rvík II. 5,39, Þóra Jónsdóttir, S-Þing., I. 6,86, Indriði Gíslason, N.-Múl., II. 5,93, Bjarni Jónsson, Rvík, I. 6,02. Stæröfræðideild: Alfa Hjálmarsdóttir, . Ak., II. 5,41, Ari Brynjólfsson, Ef,. I. 6,95, Ásmundur Pálsson, S.-Múl., I. 7,01, Frosti Sigurjónsson, N.-Múl., II. 5,57, Guðmundur Gunnarsson, Ak., I. 6,43, Halldór Guðmunds- son, Hafn., II. 5,92, Indriði Páls- son, Sigl., I. 6,06, ísak Guðmann Ak., I. 6,06, Jón Erl. Þorláksson, N-Þing., I. 7,07, Jón Hafsteinn Jónsson, Skag., I. 7.31, Jón Hnefill Aðalsteinsson, N.-Múl., II. 5.93,’ Karl Ómar Jónsson, Ak., I. 6.25, Ófeigur Eiríksson, Ak., II. 5.11, Ólafur Tómasson, Ak., II. Ragnar Árnason, S.-Þing., I. 7.33, Sigurður Sigvaldason, N.-Þing., I. 6,58, Stefán Karlsson, Ak., I. 7,11, Stefán Skaftason, Sigl., I. 6.00, Þorgils Benediktsson, N.-Þing., I. 6.95, Þorsteinn Kristjánsson, S,- Múl., II. 5.38. Þá er sliólameistari hafði af- hent hinum nýbökuðu stúdentum skírteini sín, flutti Friðfinnur ÓI- afsson, viðskiptafræðingur, ávarp og færði skólanum kvikmynda- sýningarvél að gjöf fyrir hönd 10 ára stúdenta, sem voru mættir þar við þetta tækifæri. Að því loknu ávarpaði Þórarinn Björns- son, skólameistari, stúdenta og ; brýndi fyrir þeim að gæta sín fyr- i ir hættum hins akademiska frels- i is og jafnframt að vara sig á að | vera eigi of ginnkeyptir fyrir i kennisetningum, eins og svo I mörgum skólagengnum mönnum I virðist hætta til. Borð og stólar Kaupfélag Eyfirðinga Jdrn- og glervörudeildin. Kaupfélag Eyíirðinga Járn- og glervörudeildin LJÁIR LJÁBRÝNÍ Kaupfélag Eyfirðinga Jdrn- og glervörudeildin Kirkjan: Messað á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Á sunnudaginn var ungur mað- ur að leika sér að því austur í Vaglaskógi, að skera upphafs- stafi sína með hníf djúpt í fag- urt birkitré. Hópur fullorðinna manna horfði á þetta án þess að skipta sér af því. Líklegt verður að telja, að enginn af þessum mönnum hafi vitað að með þessu athæfi var verið að eyði- leggja þetta tré. Það er rauna- legt að tii skuli vera heilir hóp- ar manna í þessu landi, sem ekki kunna að umgangast skógargróður án þess að vinna á honum skemmdarverk, vit- andi og óafvitandi. Ungiingaheimilið við Ástjörn, Kelduhverfi, tekur til starfa í næsta mánuði. Foreldrar og aðrir, sem hafa í huga að láta unglinga dvelja þar, eru beðnir að tilkynna það sem fyrst í síma 50, Akureyri, eða á Sjónarhæð. — í ágústmán- uði verður tekið á móti eldra fólki í sumarheiimlið. Væntanleg þátttaka óskast tilkynnt sein fyrst. Freðkjötsbirgðir í landinu eru nú sem næst til þurrðar gengnar. í kjötbúð KEA fæst ekki lengur fryst dilkakjöt og mun ekki verða fáanlegt í sumar. Hins vegar lief- ir kjötbúðin hraðfryst dilkakjöt, sem er ágæt vara, niðurskorin í lærsneiðar, kótelettur og súpu- kjöt. Lítið er um nauta- og svína- kjöt en sala hafin á hraðfrystu tryppakjöti, í 1—V/z kg. pökkum, beinlausir bitar. Saltkjöt er allt búið. Eitthvað mun verða til af hangikjöti af fullorðnu fé, enn- fremur mun búðin framvegis hafa hakkað kjöt, fars og pylsur, svo sem verið hefir. Ennþá virðist eitthvað meira en lítið vera bogið við gjaldeyris- leyfaveitingar og innflutnings- áætlanir nefnda þeirra, er með þau rniál fara. Nauðsýnlegasta vefnaðarvara, svo sem damask, sést ekki í verzlunum, en ný- lega fékk einstaklingur hér í bæ, sem enga verzlun stundar, á þriðja þúsund metra af dam- aski, á sama tíma og verzlanir sjá ekkert af þessari vöru og húsmæður skortir hana til- finnanlega. Þetta mun vera það, sem Mbl. kallar verzlun- arfrelsi. Ef hróflað er við þess- um máhnn, ætlar blað þetta að ærast og eys fúkyrðum á báða bóga. Kröfur samvinnumanna um frjálsræði manna til við- skipta og réttláta vörudreif- ingu, svarar það með svika- brígslum og uppnefnum. Blað þetta ætti frekar að kenna sig við höft, klafa og forréttindi en frjálsa verzlun. Næturlæknar: 30. júní Ólafur Sigurðsson, 1. júlí Jón Geirsson, 2. júlí Stefán Guðnason, 3. júlí Ólafur Sigurðsson, 4. júlí sami, 5. júlí Stefán Guðnason, 6. júlí Jón Geirsson, 7. júlí Pétur Jónsson. Næturvarzla í Stjörnu-Apó- teki til næstk. mánudagsmorguns, næstu viku í Akureyrar-Apóteki. Leiðrétting. í frásögn af aðal- fundi Leikfélagsins í síðasta blaði, féll niður nafn gjaldkerans í stjórninni, Björns Sigmundsson- ar. Þá var það ranghermt að Jón Norðfjörð væri fastur leikstjóri félagsins. Nokkrir af finnsku nótabátun- um, sem smíðaðir voru fyrir fs- lendinga í Finnlandi, komu hingað með Hvassafelli á dög- unum. Fagmenn segja hátana lélega smíði og á þeim ýmsa galla, scm kostnaðarsamt rnuu reynast að bæta úr. Virðist það hafa verið misráðið, að semja um þessi bátakaup, þótt ódýr- ara hafi reynst í innkaupi en bátasmíðar hér. Innlendu bát- arnir yfirleitt reynst miklu traustbyggðari á allan hátt. Skrá um skatta og útsvör hér í bænum mun væntanlega verða birt upp úr helginni. Finnski kvartettinn, Kollegarna, hefir beðið blaðið að færa bæjar- mönnum öllum þakkir fyrir ást- úðlegar móttökur. Danskt Grænlandsfar kom hingað í gærmorgun, á leið til Grænlands. FJÓRÍR RÁÐHERKAR voru gestkomandi hér í bænum í sl. viku. Eysteinn Jónsson sat Sambandsfund, Bjarni Bene- diktsson og Jóhann Þ. Jósefsson, Landsf und Sj álf stæðisflokksins. og Stefán Jóh. Stefánsson hélt hér stjórnmálafund. Ferðamenn streyma nú til bæj- arins úr »41um áttum til þess að njóta góðviðrisins hér. Mikili fjöldi manna ferðast nú með flug- vélum. Munu aldrei liaia veiið eins tíðar flugferðir hingað og í þessum mánuði. Hji'iskapur. Nýlega voru gefin saman af séra Pétri Sigurgeirs- syni ungfrú Karolína Halldórs- dóttir og Guðmundur I. Gests- son, módeismiður, Reykjavík. Nýlega voru gefin saman á skrifstofu bæjarfógeta frú Helga Kristjánsdóttir húsmæðraskóla- stjóri og Jóhann Lárus Jóhannes- son, menntaskólakennari, Akur- eyri. Frá Framtíðinni: Blaðinu hefur borizt svohljóðandi orðsending frá Kvenfél. Framtíðin: Jóns- messuhátíðin er nú um garð gengin og við kvenfélagskonur þökitum innilega öllum þeim, sem aðstoðuðu okkur á einn eða ann- an hátt. Við þökkum öllum, sem sóttu samkomurnar, keyptu merki, kaffi og annað, sem á boð- stólum var. Ekki sízt þökkum við öllum þeim, sem aðstoðuðu skemmtinefndina, bæði félögum og einstaklingum. Við getum eigi sagt heildarupphæð ágóðans, en vonum að, hann verði meiri en undanfarin ár. í næsta blaði verð- ur væntanlega hægt að greina nánar frá því. Með beztu þökkum til allra. Kvenfél. Framtíðin. Loftleiðir tilkynntu í gær, að félagið hefði fest kaup á annarri Skymasterflugvél. Er langferða- flugfioti íslendinga þá þrjár Sky- masterflugvélar. Glíman við freistarann

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.