Dagur - 07.07.1948, Page 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 7. júlí 1948
V
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgteiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 16G
Blaðió kctnur út á hverjum miðvikudegi
Argangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí
°ren!verk Odds Björnssonar h.f. Atureyri
Tító og Foss
NÁTTÚRUFRÆÐINGAR KUNNA góð skil
efnislögmála þeirra, sem eru þess valdandi, að
ýmis konar sýklar og sníkjudýr þrífast stórum
verr í nágrenni heimskautanna en annars staðar á
jarðhnettinum. Það er og staðreynd, að efnisleg
vísindi hafa að undanförnu runnið þróunarskeið
sitt með stórum meiri hraða en vísindi andans og
hjartalagsins, enda liggur það ennþá naumast jafnt
þessum efnislega fróðleik í augum uppi, hvers
vegna sýklar félagsmálanna og andleg sníkjudýr
þj óðarlíkamanna tímgast miklu betur á suðlægari
breiddargráðum og austlægari lengd en norður
hér og vestur í höfum. — „Verkamaður“ okkar
Akureyringa mun t. d. vera eitthvert nyrsta og
vestlægasta málgagn Kominform, sem gefið er út
á jörðunni, en naumast mun þó sú átthagafræði
blaðsins enn geta talizt fullgild fræðileg skýring
þeirrar augljósu staðreyndar, að blað þetta er
einhver lágkúrulegasti og lítilsigldasti tvíblöð-
ungur sinnar tegundar, er um getur í gjörvallri
sögu prentlistarinnar. Með þessum ummælum er
þó vissulega ekki fyrst og fremst átt við stærð
blaðsins, né heldur við leturgerð, því að bæði þessi
atriði eru fullkomlega skiljanleg og eðlileg, og hið
síðarnefnda meira að segja í ágætasta lagi, og fyr-
irsagnaletrið jafnvel oft drjúgum stærra og yfir-
lætislegra en efni standa til. Það er efni blaðsins
og innihald, en hvorki leturflötur þess né heldur
prentsvertan á fyrirsögnunum, sem sérstaklega er
við átt með þessum ummælum.
ÞÓ GETA GERZT svo voveiíleg tíðindi í
heimspólitíkinni, að sótthitastigið mælist jafn hátt,
hvort sem mælinum er stungið í athugunarstaðinn
á Pravda, eða undir tungurætur „Verkam." hér. Er
í því sambandi býsna fróðlegt að virða fyrir sér
forsíðu síðarnefnds blaðs nú um helgina. Hér er
þó ekki fyrst og fremst átt við þá „innrömmuðu"
kröfu, sem þar getur að líta, að „Finnar verða að
standa skil á þeim bátum, sem þeir voru búnir að
taka að sér að smíða“, þótt Rússar hafi stolið þeim
á alþjóða skipaleiðum, heldur eru það tvær aðrar
greinar með feitum fyrirsögnum, sem mesta at-
hygli vekja í þetta sinn. Fyrst er þess tiltölulega
lauslega getið undir tvöfaldri fyrirsögn, að
„Kommúnistaflokki Júgóslavíu sé vikið úr Kom-
inform", og Tító karlinn sé ekki lengur engill á
himnum Sigurðar Róbertssonar og annrra sann-
trúaðra kommúnista, er notið hafa þeirra náðár
að þræla fyrir hann kauplaust í sósíalistiskri
vegavinnu, heldur sé hann nú aðeins fallinn engill
og andskotans merkikerti, sem borgi bara íslenzk-
um rithöfundum með bravóhrópum, en anzi því
engu, þótt Stalin vilji þeim Júgóslövum vel gera
og „þykist geta ráðið fyrir báða“, engu síður en
Káinn forðum.
HIN FORSÍÐUGREININ, er mesta athygli vek-
ur að þessu sinni, er með fjórdálka fyrirsögn og
nefnist: Stórkostlcgt fjánnálahneyksli í Banda-
ríkjunum o. s. frv. Segir þar frá William nokkrum
Foss, sem var forstjóri skemmtanaskattsdeildar-
innar í skattheimtuskrifstofunni í Philadelphia, er
hefir ásamt sex samstarfsmönnum sínum og
flokksfélögum stolið yfir 2 milljónum dollara af fé,
sem kom inn fyrir skemmtanaskatt á síðastliðnum
átta árum.“ Þess er ennfremur getið, að Foss þessi
hafi hengt sig, meðan á rannsókn-
inni stóð, og hafi republikana-
flokkurinn bandaríski því ekki
getað valið hann fyrir forsetaefni
sitt, (gáfuleg og einkar góðfúsleg
athugasemd „Verkamannsins"!),
og „einn félagi hans dó úr hjarta-
slagi, þegar Iögreglan gerði heyr-
um kunna niðurstöðuna af rann-
sóknum sínum“. (Leturbr. hér).
Þess er að lokum einkar hógvær-
lega getið, á 4. síðu, að „hvað sem
úr þessu verður, sýna þó þessir
atburðir öllum heiminum, að
kommúnistaflokkarnir líta alvar-
lega á stefnumál sín, og að þeir
telja lýðræði og rétt til gagnrýni
grundavallaratriði samtaka
sinna“(!)
LÍKLEGA ER það hrein og klár
gleymska „Verkamannsins“, og
annað ekki, að þess skuli hvergi
vera getið í þessum forsíðugrein-
um blaðsins, að Foss þessi og fé-
lagar hans munu hafa átt þess
kost að verja málstað sinn, svo
bölvaðui' sem hann var, fyrir op-
inberum dómstóli, áður en þeir
voru sekir fundir og hengdu sig
eða fengu hjartaslag, en Tító og
flokkur hans voru alls ekki kall-
aðir fyrir rétt, áður en Komin-
form þóknaðist að breyta þeim á
leynifundi sínum úr englum í
djöfla! Svona fullkomið ei' hið
kommúnistiska lýðræði austur
þar og bágborið hið vestræna
réttarfar! Og svo dirfist hinn nýi
Lucifer, Tító, að ganga um
óhengdur þann dag í dag, þrátt
fyrir vanþóknun Moskvuvaldsins
á öllu hans bölvaða júgó-
slavneska, nazistiska athæfi! Og
hvernig mundi öllum Sigurðum
Róbertssonum, Tryggvum (eða
Grímum?), Áskelum Elísa-
betum, Ingibjörgum, Steingrím-
um og öðrum þeim, sem nýrri eru
.og ferskari í víngarði kommún-
ista, líðá í hinni óborguðu, sósíal-
istísku, júgóslavnesku dýrðar-
vegavinnu, eftir að húsbóndinn
Tító er fallinn engill og sjálft
Kominfoi'm og Stalin hefir talað
og kveðið upp sinn óskeikula
dóm?
FOKDREIF4R
Enn um verðhækkun Gefjunar.
Arnþór Þorsteinsson, sölustjóri á
Gefjun skrifar blaðinu:
„I SAMBANDI við nýafstaðinn
aðalfund Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, hefir þess verið get-
ið, að talsverður reksturshalli
hafi orðið á Gefjuni á sl. ári. Ætti
með þeirri yfirlýsingu að vera
fullnægt þrá ^issra vikublaða
bæjarins, að geta tilkynnt al-
menningi ástæðuna fyrir verð-
hækkun verksmiðjunnar í apríl-
mánuði síðastl.
í skrifum „íslendings" um þetta
mál, er þess getið að blaðið telji
þessa verðhækkun óheppilega,
vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar
í að halda dýrtíðinni í skefjum, og
að verðhækkunin skapi minnk-
andi kaupgetu launanna. Þetta
er vissulega rétt og þetta var oss
sem að verðhækkuninni stóðum
fullkomlega eins ljóst og ritstjóra
,,íslendings“, og var oss því mjög
óljúft að þurfa að stíga þetta
skref, en jafnvel þótt við teljum
oss hafa fullan þegnskap og vilja
til að styðja þjóðina í dýrtíðar-
baráttu hennar, þá sáum vér oss
hins vegar eigi fært, að verk-
smiðjan væri rekin með hundruð
þúsunda króna tekjuhalla ár eft-
ir ár. Því fremur töldum vér þetta
eigi gerlegt, þegar vitað var, eins
og eg hefi áður tekið fram, að
sambærilegum iðnaði í Reykjavík
var leyft að selja dúkaframleiðslu
sína 40% hærra verði en vér ger-
um.
í sama blaði er því haldið fram
af nokkurri vandlætingu, að
verðhækkun Gefjunar, sýni ljós-
lega að verksmiðjustjórnin láti
sig engu varða dýrtíðax’baráttu
ríkisstjórnarinnai' og ei'fiðleika
hennar í því efni. Þó það skipti í
raun og veru litlu máli, hvaða
skoðun þetta blað hefir í þessu
efni, þá er eigi úr vegi að geta
þess, að samvinnumenn hafa öðr-
um fi'emur varað þjóðina við af-
leiðingum dýrtíðarinnar, og veit
alþjóð að það var fyrst, þegar að-
standendur þessa blaðs, voru
búnir að keyra allt í strand, að
hafizt var handa um að stöðva
dýrftíðina og vinna gegn henni.
Situr því illa á þessu blaði að
væna aðra um óheilindi í dýrtíð-
armálum þjóðarinnar.
Annað af vikublöðunum „Al-
þýðumaðurinn“, líkir svari mínu
um verðhækkunina, þann veg, að
það minni hvað helzt á þá lítils-
virðingu er danskir einokunar-
kaupmenn sýndu íslenzkri alþýðu
fyrrum. Er slík fullyrðing blaðs-
ins vissulega mjög fjarstæðu-
kennd, þar sem hér er ólíku sam-
an að jafna, og skulu hér færð að
því nokkur rök. Þeir menn, sem
fara með verðlagseftirlitið í land-
inu, eru skipaðir í það af ríkis-
stjórninni, en gegnum alþingi og
ríkisstjórnina hefir þjóðin þannig
falið þessum mönnum að fara
með þessi mál sín. Virðist fullur
lýðræðisandi vera á þeirri skipan
og víðs fjarri sanni að líkja því
við aðstöðu dönsku selstöðuverzl-
ananna, þegar skýrt er frá að fullt
leyfi þessara aðila hafi verið fyi'ir
hækkuninni — Hins vegar mun
ritstjóranum hafa þótt gott að
mála þetta fyi'ii'tæki, og virðist
eigi óeðlilegt, að þannig blósi úr
þeirri átt.
Af þessum blaðaskrifum hefir
þá það áunnist, að almenningi er
nú fullljóst, að ullardúkar frá
Álafossi eru 40% dýrari en sam-
bærilegir Gefjunardúkai'. Þau
vikublaðanna, sem þykjast vilja
bei'jast fyrir því, að kaupmáttui'
launanna sé og verði sem mestur,
komast nú vart hjá því, að halda
áfram baráttu sinni fyrir því, að
Álafoss lækki dúkaverð sitt til
samræmingar Gefjunardúkum,
og má þá segja, ef það tekst, að
hér hafi almenningur haft nokk-
urn ávinning af skrifum blaðanna
um þetta mál.“
Fáar fregnir af 113. nefndinni.
Nefnd nr. 113 var skipuð af
fjármálaráðherra á sl. hausti, og
átti vei’ksvið hennar að vera að
meta þöi'fina á því fyrir ríkið að
viðhalda hinum nefndunum 112,
sem starfandi (?) voru á vegum
þess. Þegar síðast fréttist hafði
113. nefndin komizt að þeiri'i nið-
urstöðu að 30 nefndir væru með
öllu óþarfar, og nokkrar aðrar
hai'la vafasamar. En rannsókn-
Framhald á 7. síðu.
Sumarblóm í sólarleysinu
Margir eru áhyggjufullir út af sólarleysinu, og
því ber ekki að neita að stöðug dimmviðri og norðan
kaldi lama og þreyta á marga lund er til lengdar
lætur. En við vei'ðum að herða upp hugann og
treysta því að þetta hret, eins og öll önnur, muni
stytta upp um síðir.
En er þá nokkuð hægt að gera til að bæta sér upp
sólár- og sumarleysið og gleðja hugann og hjartað?
Jú, eg held næstum því að blessuð blómin geti að
einhverju leyti bætt okkur upp sólarleysið, a. m. k.
andlega séð. Þau gleðjá og ylja okkur um hjai'ta-
ræturnar og minna okkur á sólina og sumrið, og
einhvern veginn er það nú svo, að vöxtur biómanna
hefir sinn gang, þótt lítið sé um birtu og yl, frum-
skilyrði alls gróðurs, og mætti næstum því segja að
þau standi sig betur en maðurinn, hvað það snertir.
Það var ágæt hugmynd sem eg sá í húsi einu ný-
lega. Þar var haganlega komið fyrir í snoturri skál
tegundum villtra, íslenzkra blóma. Fjalladalafífill,
blágresi, gullmura, holtasóley eru fallegar, íslenzk-
ar jurtir og vaxa víða. Ymsar teg. af lyngi faraogvel
í skál eða vasa og geta minnt ótrúlega á marga góða
berjalautu og glaða bexmskudaga.
Slíkt skraut kostar ekkert en er raunverulegt og
á rétt á sér hvar sem er. Fögur blóm, ræktuð í
gróðrai'húsum o. þ. h. eru okkur kæi'komin, og við
viljum geta gripið til þeirra oft. En það er líka gott
og gaman að geta breytt til hér eins og víða annars
staðar, og þá er tilvalið að fara út í náttúruna og
vita, hvað maður kemur auga á.
Oftast er fallegast að hafa eina tegund í vasa, t. d.
man eg vai't eftir að hafa séð öllu fallegri blómaskál
heldur en fulla skál, er eg sá eitt sinn, af vel út-
sprungninni gulmöðru. Áhrifin voru sólareðlis og
það varð bjai't í litla bænum, þegar skálin var bor-
in inn.
★
Þegar okkur hefir boi'izt fagur blómvöndur vilj-
um við gjarnan halda í hann sem allra lengst. Rósir
er bezt að pakka vel inn yfir nóttina og geyma í
vatni helzt á köldum stað. Gott er að skera neðan af
stilkunum annað slagið og reyna að fá flöt þann,
sem næringin fer eftir, eða sárið, eins og við segjum
oft, sem stæi-sta. Þá er gott að skera á ská. Einnig
er gott að mei-ja leggi á sumum plöntum, sérstak-
lega þeim, sem hafa mjög granna stilka, með því
móti fá þær möguleika til stærri flatar, sem næring-
in fer eftir. En þetta þarf að gera gætilega og gæta
þess að fara ekki of hátt. Sumir láta fimmeyring í
vatnið, aðrir sykurmola og enn aðrir aspirin-
skammt, en eg hefi ekki heyrt neinn garðyrkju-
fræðing telja það gagn gera.
Þegar stilkur brotnar af, t. d. nellikku, og hann er
svo stuttur að við getum ekki haft hana í vasa, er
tilvalið að gera sér úr henni kjóla-vönd. Ein nell-
ikka nægir, og er þá sett með henni eitthvað grænt,
og utan um stilkana vafið með silfurpappíx-. Vafið er
þétt og alveg upp að blómbotninum. Slíkur vöndur,
sem vissulega má gera úr öðrum teg.., þótt nellikk-
an sé ein af þeim fegurstu, fer vel í dragt eða kápu,
og hann getur haldið sér í nokkra daga sé hann
geymdur ofan í vatnsglasi á næturnar.
Blómin geta glatt okkur á margvíslegan hátt og
því ættum við aldrei að gleyma þeim og allra sízt
þegar illa viði-ar og okkur finnst náttúran dapur-
leg ásýndum. P.
ELDHÚSIÐ:
Með kótelettum á að bera sem flestar tegundir
grænmetis, brúnaðar kartöflur í smjöri, súrt en
aldrei og ekkert sætt.
Ekki ei' nauðsynlegt að þvo kótelettu-kjöt. Sé
kjötið gott nægir að skafa það lítillega og þerra með
hreinum klút.
Bezt er að velta kótelettum upp úr létt þeyttri
eggjahvítu og snúa þeim síðan upp úr brauðmylsnu.
Salt og pipar er sett á þær eftir að þær eru komnar
á pönnuna og örlítil smjörflís til bragðbætis.